Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 65 t FRÉTTIR r 1 l n| lP .vfYAfl C: nHCM MH brautskráir 99 stúdenta á haustönn 99 STÚDENTAR frá Menntaskól- anum við Hamrahlíð voru braut- skráðir laugardaginn 19. desem- ber. Þeir skiptust þannig milli brauta að 14 brautskráðust af eðlisfræðibraut, 36 af félags- fræðibrautum, 32 af náttúru- fræðibraut, 17 af nýmálabraut og 2 af tónlistarbraut. Fáeinir stúd- entar brautskráðust af fleiri en einni braut. Bestum heildarár- angri náði Sólrún Melkorka Maggadóttir, stúdent af náttúru- fræðibraut, og hlaut hún verð- laun frá skólanum fyrir ágætan námsárangur. Verðlaun voru auk þess veitt fyrir framúrskarandi árangur í einstökum námsgrein- um. I ræðu sinni ræddi Lárus H. Bjarnason rektor m.a. um alþjóð- legt stúdentspróf og nám heyrn- arlausra í skólanum. IB-námið svokallaða, þ.e. nám til alþjóð- legs stúdentsprófs, hóf göngu sína í haust eftir að þessi fyrsti nemendahópur hafði farið í gegnum undirbúningsnámið sem tekur eitt ár. Ef svo fer fram sem horfir munu fyrstu IB-stúdent- arnir verða brautskráðir vorið 2000. Kennsla í öðrum greinum en tungumálum fer fram á ensku og allar námsgreinar lúta til- teknum ramma sem settur er af alþjóðastofnuninni sem skipu- leggur námið í hartnær eitt hundrað löndum. Meginreglan er að kennt er í hraðferðum, sem einnig geta staðið til boða nem- endum í hinu hefðbundna menntaskólanámi. Þróunarstarf varðandi nám heyrnarlausra hefur einkum falist í að laga tungumálanám að þörfum og aðstæðum þessara nemenda og að tryggja þeim táknmálstúlkun og eftir atvikum rittúlkun. Eitt af baráttumálum Samtaka heyrnarlausra hefur verið að fá formlega viðurkenn- ingu yfirvalda á að íslenskt tákn- mál sé þeirra fyrsta mál á sama hátt og íslenskan er hinum heyr- andi. Þrátt fyrir að slík almenn viðurkenning liggi ekki fyrir hef- ur menntamálaráðuneytið heim- ilað brautskráningu stúdenta með íslenskt táknmál sem kjarna móðurmáls. I skólanum er rúm- lega tugur heyrnarlausra og heyrnarskertra nemenda og nú er þeim áfanga náð að lokið hef- ur stúdentsprófi sá fyrsti í hópi heyrnarlausra, Ragnheiður Sara V aldimarsdóttir. f ávarpi til stúdenta sagði rekt- or skólana glíma við það erfiða verkefni að búa ungt fólk undir framtíð sem einkenndist af hinu óvænta og ófyrirséða og ekki væri auðsvarað hvað væri hag- nýtt og hvað ekki í veröld þar sem stöðugt yrðu til ný þekking- arsvið sem breyttu fyrri gildum. Hann kvaðst vona að stúdents- námið yrði lykill sem Iokið gæti upp dyrum að nýrri þekkingu, nýjum tækifærum og auðugra lífi. Sjómenn vilja hraða framkvæmdum við Húsavíkurhöfn Doktorsrit- gerð um rann- sóknir á áfeng- issjúklingum •KRISTINN Tómasson varði dokt- orsritgerð við háskólann í Ósló 12. september sl., er byggist á rann- sóknum, sem Kristinn hefur unnið að síðan 1992. Doktorsrit- gerðin sam- anstendur af sex greinum ásamt inngangi og yfir- liti. Hún byggir á viðtölum við 351 sjúkling sem komu á árunum 1991 til 1992 á Vog og áfengismeðferðardeildir Landspítal- ans, deild 33A og Vífilsstaði. Leitað var aftur til sjúklinganna, 16 og 28 mánuðum eftir innlögn. Meginnið- urstöður rannsóknanna eru eftirfar- andi: Alls reyndust 77% vímuefnasjúk- linganna hafa aðra geðgreiningu. Algengustu gi-einingar voru kvíða- sjúkdómar 65%, þunglyndissjúk- dómar 33%, aðrir vímuefnasjúk- dómar 32% og andfélagsleg per- sónuleikaröskun 28%. Þessar niðurstöður eru í góðu samræmi við það sem fundist hefur vestanhafs og austan með sambæri- legum aðferðum. í ljósi þessa virðist nauðsynlegt að áfengismeðferðar- deildir geti rannsakað sjúklinga sína gaumgæfilega með tilliti til annarra geðsjúkdóma og hafi aðstöðu til að bregðast við niðurstöðum slíkra geðskoðana. Þoití sjúklinga sem leitar áfeng- ismeðferðar leitar sér einhvers kon- ar eftirmeðferðar. Sjúklingar með aðrar geðgi'einingar jafnframt og þá sérstaklega með kvíðakastasjúkdóm og/eða víðáttufælni leita sér frekar eftirmeðferðar hjá sérhæfðum aðil- um meðan aðrir leita fyrst og fremst til AA. Þrátt fyi'ir þetta eru batahorfur kvíðakastasjúklinga slæmar fyi'stu 16 mánuðina eftir innlögn. Þá hafa sjúklingar sem eru að koma í fyrsta sinn með kvíða- kastasjúkdóm og/eða víðáttufælni nærri sexfalda áhættu til að leggj- ast inn aftur á fyrstu 28 mánuðum eftir meðferðina borið saman við aðra sem eru að koma í íyrsta sinn. Aðeins 16% sjúklinganna héldu bindindi alla 28 mánuðina sem eft- irfylgnin stóð. Batahorfur voru einnig slæmar m.t.t. félagslegra af- leiðinga drykkju, til dæmis varð engin framför hjá hópnum í heild hvað varðar atvinnuþátttöku. Tölu- vert samspil var á milli félagslegra afleiðinga tengdra drykkju og ann- arra geðgreininga. Sérstaka at- hygli vekja tengsl félagsfælni við slagsmál óháð andfélagslegri per- sónuleikaröskun, en slíku hefur ekki verið lýst áður. Þessar niðurstöður gefa hug- myndir um hvernig meðferð mætti þróa fyrir þennan sjúklingahóp sér- lega í ljósi þess hve mikil framþróun hefur orðið í meðferð vissra annarra geðsjúkdóma. Samband geðheilsu og hversu mikils áfengis sjúklingarnir hafa neytt er flókið, sérlega meðal kvenna. Almennt var geðheilsa þeh-ra sem gi'eindust með aðra geð- sjúkdóma verri en hinna 28 mánuð- um eftir meðferð. Þetta á bæði við um þá sem héldu bindindi og þá sem fóru að drekka aftur. Þó var geð- heilsa þeirra sem ekki héldu bindindi vem en þeh'ra sem héldu það. Þannig er ljóst að aðrar geðraskanh' en áfengisfíkn sem sjúklingamir höfðu við komu hafa veruleg áhrif á batahorfur sjúklinganna. Leiðbeinandi Kristins var pró- fessor dr. med. Per Vaglum við Institutt for Medisinske Atferdsfag við háskólann í Osló. Foreldrar hans era Þórunn Þor- kelsdóttir húsfreyja og tannlæknir og Tómas Helgason prófessor. Kristinn er kvæntur Þorbjörgu Jó- hönnu Gunnarsdóttur hjúkranar- fræðingi og eiga þau 3 börn. Hann vinnur nú sem sérfræðingur í geð- og embættislækningum á Landspít- alanum. AÐALFUNDUR Sjómannadeildar Verkalýðsfélags Húsavíkur var haldinn 28. desember sl. Á fundin- um urðu miklar umræður um hafn- armál á Húsavík. í lok umræðna um hafnarmál var samþykkt að árétta fyrri ályktanir sjómanna um hafnarmál á Húsavík með eftirfar- andi ályktun: „Aðalfundur Sjómannadeildar Verkalýðsfélags Húsavíkur haldinn mánudaginn 28. desember áréttar kröfu sjómanna á Húsavík um að stjórnvöld hraði framkvæmdum við Húsavíkurhöfn. Með stækkandi fiskiskipaflota og auknum vöruflutningum um Arslokaferð Hafnarg-öng’u- hópsins Hafnargönguhópurinn stendur fyiir gönguferð í kvöld, mið- vikudagskvöld írá Sjómanna- skólanum. Mæting í ferðina er við Hafnarhúsið að vestanverðu kl. 20 og þaðan farið með SVR upp að Sjómannaskóla ög litið þar inn um kl. 20.30. Einnig er : hægt að mæta þar í gönguferð- ina. Víðir Sigurðsson skóla- meistari tekur á móti hópnum og kynnir siglingaleiðina inn Engeyjarsund úr turni skól- ans. Áð því loknu verður geng- ið frá Sjómannaskólanum suð- ur að Tjaldhóli í Fossvogi og með ströndinni og um Há- skólahverfið og Hljómskála- garðinum niður á höfn. Á leið- inni verður kveikt lítið fjöru- bál í Nauthólsvík. Allir vel- komnir. höfnina er mjög brýnt að þegar í stað verði gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að vöruflutningar og þjónusta við fiskiskip færist í önnur byggðarlög vegna lélegra hafnarskilyrða á Húsavík. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um þýðingu þess fyrir atvinnu- líf í Þingeyjarsýslum, beri stjórn- völdum gæfa til að hraða fram- kvæmdum við Húsavíkurhöfn eins og kostur er. Krafa sjómanna er að Húsavík- urhöfn verði bætt þegar í stað þannig að hún geti gegnt hlutverki sínu sem vöru- og fiskihöfn sem best og sé örugg sjófarendum." Vélstjórar vilja auknar greiðslur ÁRSFUNDUR vélstjóra á fiski- skipum var haldinn hinn 28. desem- ber sl. í Borgartúni 18 í Reykjavík. Fundurinn ályktaði eftirfarandi: „Vélstjórafélag íslands beinir þeim tilmælum til Alþingis að tryggt verði með lögum að vél- stjórar á fiskiskipum njóti greiðslna í styrktar- og sjúkrasjóð Vélstjórafélags íslands á jafnrétt- isgrundvelli við launþega í landinu. Engin efni séu til um að mismuna launþegum á framangi'eindan hátt enda búi sjómenn við ein hættuleg- ustu atvinnuskilyrði allra launþega á landinu. Samt sem áður nemi greiðslur útgerða í nefndan sjóð einungis 0,7% af kaupti'yggingu vélstjóra á fiskiskipum en á sama tíma greiði atvinnurekendur í landi 1% af heildarlaunum launþega sinna í sambærilega sjóði stéttarfé- laga þeirra." Niðurfelling húsaleigu- bóta í janú- armánuði HÚMANISTAFLOKKURINN hefur sent frá sér yfírlýsingu þar sem tekið er undir mótmæli Leigj- endasamtakanna, Öryrkjabanda- lagsins, Samtaka eldri borgara og Félagsins Þroskahjálpar vegna frestunar sem ákveðin hefur verið á greiðslu húsaleigubóta. Segir að þessi frestun þýði niðurfellingu húsaleigubóta í janúarmánuði. „Enn er hér gripið niður í vasa þeirra verst settu til að bæta stöðu ríkissjóðs. Enn tilfinnanlegra er skilningsleysi ríkisstjórnarinnai’ á aðstæðum fólks þar sem þessi kjaraskerðing á sér stað rétt eftir jólin, sem eru margri fjölskyldunni þungbær tími fjárhagslega,“ segir í yfirlýsingunni. „Húmanistaflokkurinn fer fram á að þessi ákvörðun verði felld úr gildi tafarlaust og húsaleigubætur verði greiddar í janúarmánuði nk. eins og venja er. Jafnframt ítreka húmanistar að húsaleigubætur ættu að vera skattfrjálsar og þannig verði gætt jafnræðis við vaxtabætur til húseigenda, sem ekki er greiddur skattur af.“ Landssíminn lækkar álag á millilanda- símtöl úr farsíma LANDSSÍMI íslands hf. hefur ákveðið að lækka álag á millilanda- símtöl úr NMT og GSM-símum um helming, eða úr 14,94 krónum á mínútu í 7,47 krónur. Tekur lækk- unin gildi 1. janúar 1999. I fréttatilkynningu frá Landssím- anum segir að lækkunin hafi verið í undirbúningi um nokkurt skeið, en forsenda hennar er einkum góð af- koma farsímakerfanna, sem veitir svigrúm tO að lækka álagið á milli- landasímtöl. Eftir breytinguna mun t.d. GSM-kerfið fá í sinn hlut af hverju símtali til útlanda viðlíka upphæð og af hverju símtali yfir í GSM-kerfi Tals hf. Sem dæmi má nefna að sé hringt milli Islands og ýmissa V-Evrópu- ríkja lækkar dagtaxti í GSM-kerf- inu úr 52,94 kr. í 45,47 kr. þegar taxtinn er 38,00 kr. í almenna síma- kerfinu. Hliðstæð lækkun fyrir Bretland og Norðurlönd í GSM- kerfinu, þar sem dagtaxtinn í al- menna símakerfinu er 33,00 kr. á mín., er 40,47 kr. úr 47,94 kr. HSM pappírstætarar Leiðandi merkj - Margar stærðir Þýzk gæði - Örugg framleiðsla m/vsk. m/vsk. Kr. 123.685 m/vsk. J. fiSTVíUDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjavík, sími 533 3535 mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.