Morgunblaðið - 07.01.1999, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Framkvæmdir við íþróttamiðstöð og félagsheimili Hauka hafnar á Ásvöllum
Aætlaður kostn-
aður um 500
milljónir króna
FYRIRHUGUÐ fþróttamiðstöð og félagsheimili Knattspyrnufélags Hauka í Hafnarfirði sem reist verður á
Ásvöllum.
FRAMKVÆMDIR eru hafnar við
byggingu um 5.300 fermetra
íþróttamiðstöðvar og félagsheimilis
Knattspyrnufélagsins Hauka á
Asvöllum í Hafnarfirði og var fyrsta
skóflustungan tekin í gær. Áætlað-
ur kostnaður er um 500 milljónir
króna og greiðir Hafnarfjarðarbær
80% en knattspyrnufélagið 20%.
Gert er ráð fyrir að íþróttahúsið
verði tilbúið til notkunar í ágúst árið
2000 og að húsið verði fullbúið
ásamt félagsmiðstöð hinn 12. apríl
árið 2001 á 70 ára afmæli félagsins.
„Petta er stærsta framkvæmd
sem félagið hefur ráðist í nokkru
sinni og langþráð," sagði Lúðvík
Geirsson, foi-maður Hauka. „Við er-
um landnemar á nýju framtíðar-
svæði bæjarins á Ásvöllum. Með því
að fá þetta hús og þessa miðstöð
undir starfsemi okkar náum við í
fyrsta sinn í nærri sjötíu ára sögu
félagsins að sameina allt okkar starf
á einn stað, sem er bylting fyrir
okkur. Við störfum nú á þremur
stöðum í bænum og það hefur sín
áhrif. Þetta er sú framtíð sem við
höfum verið að bíða eftir í áratugi
og mun gjörbreyta allri aðstöðu til
íþróttastarfsemi í bænum.“
Iþróttahús eftir
20 mánuði
Sagði hann að mikil vinna hefði
verið lögð í allan undirbúning og
skipulag á svæðinu og að samstarf
allra aðila hefði verið gott. Gert er
ráð fyrir að íþróttahúsið verði tekið
í notkun eftir 20 mánuði og að
félagsaðstaðan verði vígð á 70 ára
afmæli félagsins árið 2001.
Sl. vor var formlega gengið frá
framkvæmdasamningi milli Hauka
og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um
byggingu íþróttamiðstöðvarinnar
og samhliða var gerður samningur
um sölu á eldra íþróttahúsið Hauka
við Flatahraun og rennur hlutur
Hauka upp í nýframkvæmdina.
Nýja íþróttamiðstöðin mun rísa
norðvestan við gervigrasvöll á
svæði milli vallarins og Ásbrautar
og verður aðkoman frá hringtorgi á
Asbraut.
íþróttamiðstöðin verður í þremur
meginhlutum og skiptist í íþróttasal
ásamt forsal, búningsklefa og rými
tengdu rekstri hússins og félags-
miðstöð. í byggingarlýsingu segir
að forsalurinn sé hugsaður sem
bæjargata og að frá henni liggi leið-
ir um húsið. Götunni tengist innig-
arður sem afmarkast af félags-
miðstöð, veitingasal, karatesal og
búningsklefum. Forsalnum tengist
einnig aðstaða starfsmanna og dag-
leg afgreiðsla og sala léttra veitinga
ásamt miðasölu.
Iþróttasalurinn er 45x46 metrar
og rúmar þær íþróttagreinar sem
helst eru stundaðar innanhúss. Gert
er ráð fyrir um 2.000 áhorfendum á
útdregnum áhorfendapöllum en
þegar pallarnir eru í geymslustöðu
nýtist gólfplássið til íþróttaiðkana
og má þá skipta salnum með tjöld-
um í 3-4 hluta allt eftir notkun.
Búningsherbergi verða tólf, tíu eru
við hlið íþróttasalar en tvö við
karatesal í suðurenda hússins og
eru þau einnig hugsuð fyrir notend-
ur gervigrasvallar.
I félagsmiðstöðinni eru skrifstof-
ur félagsins ásamt starfsaðstöðu og
geymslum fyrir hverja deild. Þar er
einnig fundarherbergi og veislusal-
ur íyrir um 120 manns ásamt fram-
reiðslueldhúsi. Við hlið veitingasal-
ar er karatesalur og með fellanleg-
um vegg á milli þein’a verður hægt
að slá þeim saman í 250 manna veit-
ingasal. Fram kemur að við upp-
byggingu hússins hafí verið miðað
við að hægt verði að byggja annan
minni sal til æfinga og/eða keppni
norðaustan við húsið.
Rúmlega 16 hektara svæði
Nýtt deiliskipulag hefur verið
unnið að rúmlega 16 hektara
íþrótta- og útivistarsvæði félagsins
samhliða hönnunanúnnu og undir-
búningi að byggingu íþrótta-
miðstöðvarinnar. í greinargerð með
skipulaginu kemur fram að gert sé
ráð fyrir fjölbreyttri starfsemi á
svæðinu. Aðalleikvöllurinn er sunn-
an við gervigrasvöllinn með 400
metra hlaupabraut og aðstöðu fyrir
frjálsar íþróttir. Gert er ráð fyrir
yfirbyggðri áhorfendastúku og
áhorfendastúku við gervigrasvöllinn
og að síðar megi byggja yfir völlinn.
Sunnan við aðalvöllinn eru þrír
tennisvellli og við vellina er gert ráð
fyrir sundlaugarbyggingu á tveimur
hæðum með 50 metra útisundlaug,
heitum pottum og útisvæði. Vestast
á svæðinu er gert ráð fyrir sam-
hangandi grasæfingarsvæði.
í skipulagstillögunni er einnig
gert ráð fyrir göngu- og hlaupaleið-
um um ^svæðið sem tengjast
nágrenni Ástjarnar og um Ásfjall-
Tekið er fram að háspennulína sem
liggur í jaðri svæðisins milli Hauka-
svæðisins og friðlandsins verði fjar-
lægð. Sýnd eru 430 bílastæði og sjö
stæði fyrir rútur auk þess sem gert
er ráð fyrir 105 bílastæðum þegar
álagið er mest.
Listasjóður Hauka
stofnaður
STOFNAÐUR hefur verið sér-
stakur Listasjóður Hauka, í þeim
tilgangi að kaupa listaverk og list-
skreytingar í og við nýju íþrótta-
miðstöð félagsins á Ásvöllum.
Það var aðalfundur félagsins
sem samþykkti að fela stjórn
Félagsráðs að ganga frá stofnun
sjóðsins og sjá um umsýslu hans
og rekstur í samvinnu við aðal-
stjórn. í frétt frá Haukum segir
að þess sé vænst að einstakling-
ar, félög og fyrirtæki sýni þessu
máli áhuga og styrki félagið og
styðji í þeirri viðleitni að koma
upp listaverkum á Ásvöllum og
listskreytingum og gera þannig
umhverfið sem glæsilegast.
Nýjar höfuðstöðvar Landssímans í Laugardal
Hugmynd um hátækni-
garð fyrir almenning
LANDSSÍMI íslands hf. áformar að
opna starfsemi sína almenningi ef
hugmynd um að flytja aðalstöðvar
fyrirtækisins í Laugardalinn verður
að veruleika. Búist er við að formleg-
ar viðræður Landssímans og
Reykjavíkurborgar um lóðina í
Laugardalnum munu hefjast innan
tíðar. Áður höfðu Samtök um bygg-
ingu tónlistarhúss ráðgert að reisa
þar tónlistarhús en fallið hefur verið
frá þeirri hugmynd.
„Ástæðan fyrir því að við sækj-
umst eftir þessari lóð er í fyrsta lagi
sú að hún er mjög nálægt annarri
starfsemi okkar við Suðurlandsbraut
og Armúla en þar er um þriðjungur
starfsemi fyrirtækisins á höfuðborg-
arsvæðinu. Einnig hefur þeirri hug-
mynd verið velt upp í viðræðum við
borgina að hluti riýs Landssímahúss
verði opinn almenningi og yrði nokk-
urs konar gagnvirkur hátæknigarð-
ur. Þar yrði sýning á því nýjasta í
fjarskipta- og nettækni og öðru sem
tengist starfsemi Landssímans.
Þessi miðstöð gæti þjónað því hlut-
verki að opna fólki, ekki síst yngri
kynslóðinni, sýn á nýja tækni, upp-
lýsingasamfélagið og þá möguleika
sem í því felast,“ sagði Ólafur Steph-
ensen forstöðumaður upplýsinga- og
kynningarsviðs Landssímans.
Tengslin við Laugardalinn væru því
mjög spennandi og mætti hugsa sér
að ferð í hátæknigarðinn yrði hluti af
skemmtilegri fjölskylduferð í Laug-
ardalinn.
Fram til þessa hafa viðræður
Landssímans við Reykjavíkurborg
verið óformlegar en ætla má að
formlegar viðræður heíjist á næst-
unni. Að sögn Ólafs Stephensen hef-
ur borgin sýnt áhuga á að eignast
hluta lóðar Landssímans í Grafar-
vogi, þar sem fjarskiptastöðin í
Gufunesi stendur, fyrir íþrótta-
aðstöðu.
„Við teljum alveg koma til greina
að í þessum samningum yi'ði um ein-
hver makaskipti að ræða.“
Forsvarsmenn tónleika Bjarkar
segja gagnrýni ósanngjarna
Ákveðin mistök
urðu við miðasölu
EINAR Örn Benediktsson, einn
forsvai’smanna Smekkleysu hf. og
einn helsti skipuleggjandi tónleika
Bjarkar í Þjóðleikhúsinu, segir að
gagnrýni sú sem fram hefur komið
á miðasölu á tónleikana sé ósann-
gjörn. Ákveðin mistök hafi hins
vegar orðið við framkvæmd miða-
sölunnar.
Tæknimenn tóku sæti
„Það var ranglega sagt að 500
miðar yrðu seldir á hvora tónleika,
þegar ljóst var frá upphafi að t.d.
búnaður ljósamanna og sjónvarps-
manna myndi skerða sætafjöldann
verulega, eða um fimmtíu sæti í
kvöld [gærkvöldi]. Þá mátti alltaf
búast við gestum þeirra sem
standa að tónleikunum, t.d. þeirra
átta strengjaleikara sem spila með
Björk. Ég býst við að um átta
hundruð miðar hafi verið til sölu.
En það þýðir samt að 80-90%
gesta í húsinu greiddu miða sína
fullu verði,“ segir Einar Öm.
Hann segir jafnframt að viður-
kennast verði að ákveðin mistök
hafi verið gerð. „Við höfum ekki
selt miða í Þjóðleikhúsið áður og
erum vanari því að selja í hús á
borð við Laugardalshöll, þar sem
kannski 4.000 til 6.000 miðar eru í
boði. Þar sést með nokkurra daga
fyrirvara ef útlit er fyrir að miðar
seljist upp, en í Þjóðleikhúsinu sést
slíkt með nokkurra mínútna fyrir-
vara. Það hús var hins vegar valið
með tilliti til sjónvarpsupptöku."
Einar Öm kveðst sömuleiðis
ekki sjá neitt athugavert við að
fáein fyrirtæki fengu þess kost að
kaupa miða handa starfsfólki sínu
skömmu áður en miðasala til handa
almenningi hófst, enda hafi í mörg-
um tilvikum verið um sérstaka vel-
unnara Smekkleysu að ræða og um
lítið hlutfall af heildarmiðafjölda
hafi verið að ræða.
Þá hafi orðið þau mistök að utn
40 miðar á fyrri tónleikana hafi
„horfið“ í tölvukerfi Þjóðleikhúss-
ins og ekki komið í ljós fyrr en dag-
inn eftir að miðasalan hófst.
Til athugunar
að takmarka
Þá verði að taka með í reikning-
inn að vart hafi orðið við svarta-
markaðsbrask með miða. „Mér var
t.d. bent á rafpóst þar sem boðnir
vora átta miðar á síðari tónleika
Bjarkar á 150 dollara stykkið. Þá
kemur til greina að við takmörkum
miðakaupin í framtíðinni þannig að
hver einstaklingur fái ekki að
kaupa meira en tvo til fjóra miða,"
segir Einar Örn.