Morgunblaðið - 07.01.1999, Page 8

Morgunblaðið - 07.01.1999, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Heilbrígðisráðherra ! f*f fer til Færeyja Færeyskir sjúklingar 'til íslands? SVONA verið þið nú ekkert að reyna að troðast fram fyrir hvort annað í biðröðinni rétt á meðan ég skrepp frá, greyin mín. Nýr kristniboði LEIFUR Sigurðsson, nývígður kristniboði, stendur hér við hlið Karls Sigurbjörnssonar biskups. Aftan við þá eru vígsluvottarnir: Jónas Þór- isson, formaður SÍK, Lilja Sigurðardóttir, sem situr í stjórn sambands- ins, sr. Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri SIK, og Árni Sigurjónsson. vígður til Kenýa BISKUP íslands, herra Karl Sig- urbjömsson, vígði síðastliðinn sunnudag Leif Sigurðsson til kristniboðastarfa í Kenýa. Heldur Leifur utan um miðjan mánuðinn á vegum Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga. Leifur Sigurðsson hefur undan- farin ár stundað nám við kristni- boðaskóla í Noregi, síðan djákna- nám við Háskóla Islands og á liðnu hausti stundaði hann enskunám í Englandi. Við vígsluna sagði hann undirbúningstíma senn lokið og nú tækju störfín við, fyrst myndi hann þó stunda sex mánaða nám í swahili í Nairobi áður en harin heldur til starfa í Pókot-héraði í Kenýa. Þar starfa einnig kristniboðarnir Hrönn Sigurðardóttir og Ragnar Gunnars- son, sem fóru út þangað á síðasta ári, Kristín Bjarnadóttir, sem sinnir kennslustörfum, svo og Kjellrun Langdal og Skúli Svavarsson, sem væntanleg eru heim á miðju þessu ári. Karl Sigurbjörnsson biskup sagðist í predikun sinni við vígsl- una vænta þess að hún boðaði nýja tíma fyrir kristniboðið og þjóð- kirkjuna. „Kirkja sem ekki sinnir kristniboði verður ekki langlíf og kristniboð sem ekki á sér athvarf og sækir sér ekki næringu í samfé- lagi kristins safnaðar um orð Guðs og borð dagar uppi,“ sagði biskup einnig í samtali við Morgunblaðið. Hann kvaðst vona og biðja þess að íslensk kirkja og kristniboðsfélög vöknuðu til nýrrar og aukinnar út- rásar um mikilvægi þess að standa saman um þessa grundvallarköllun kristinnar kirkju. Kristniboðar Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, SÍK, hafa starfað í Kenýa í rúma tvo áratugi og í meira en fjóra áratugi í Eþíópíu. Þar hafa margir Islendingar starfað um árabil en nú eru þar aðeins séra Helgi Hróbjartsson og Jóhannes Olafsson læknir. Sérstök kveðju- samkoma á vegum SIK verður haldin í Kristniboðssalnum við Háa- leitisbraut í Reykjavík að kvöldi miðvikudags í næstu viku, hinn 13. janúar. Malarfylling við Skeiðarvog VIÐ gatnamót Miklubrautar og Skeiðarvogs má nú sjá malarfyllingu undir rampa við mislægu gatnamótin sem þar er verið að vinna að. Harald B. Alfreðsson, verkfræðingur hjá gatnamálastjóra, segir að gert sé ráð fyrir að landið, sem er að mestu mýri við gatnamótin, muni síga og því hafi verið ákveðið að yfírfylla rampann og fergja en síðan verður tekið ofan af honum fyrir malbikun í vor. Morgunblaðið/Ásdís Landmælingar islands á Akranesi Stafrænn kortagrunnur af öllu landinu Magnús Guðmundsson MORGUN, fóstu- daginn 8. janúar taka Landmæling- ar íslands fonnlega til starfa á Akranesi en starf- semin var flutt þangað í kjölfar ákvörðunar um- hverfisráðherra í júlí 1996. Magnús Guðmundsson hóf störf sem forstjóri Land- mælinga íslands nú um síðustu áramót. „Það var í tíð Össurar Skarphéðinssonar þáver- andi umhverfisráðherra sem fram fór könnun á möguleikum á að flytja Landmælingar íslands út á landsbyggðina en nefnd á vegum forsætisráðu- neytisins hafði gert tillögu um flutning nokkurra rík- isstofnana út á land. Ákvörðunin mætti á sínum tíma mikilli and- stöðu meðal starfsmanna en nú liggur fyrir að um helmingur þeirra 30 starfsmanna, sem unnu hjá Landmælingum Islands þeg- ar ákvörðunin var tekin, mun starfa áfram hjá henni á Akra- nesi. Þetta eru mjög mikilvægir starfsmenn sem hafa mikla þekkingu á starfssviði stofnunar- innar.“ - Hafa mai-gir nýir starfs- menn verið ráðnir að stofnun- inni? „Alls hafa fjórtán nýir starfs- menn verið ráðnir á síðustu mán- uðum og að meðaltali hafa tíu einstaklingar sótt um hvert starf sem auglýst hefur verið. Það er betra en flestir þorðu að vona. Þá má geta þess að af þessum fjórtán starfsmönnum eru níu háskólamenntaðir og þeir búa allir á Vesturlandi, það er að segja á Akranesi eða í Borgar- nesi.“ Magnús segir að þeim fimmt- án starfsmönnum, sem fylgdu stofnuninni á Akranes og eru bú- settir á höfuðborgarsvæðinu, sé boðið upp á áætlunarferðir til og frá vinnustað. „Þessir starfs- menn ferðast á vinnutíma en um það var gerður sérstakur samn- ingur við þá.“ -Hvaða verk- efni fæst starfsfólk Landmæl- inga Islands aðallega við? „Almennt má segja að helstu verkefni snúi að kortagerð, kortaútgáfu, landmælingum og að loftmyndagerð auk margs- konar upplýsingamiðlunar og sölustarfa. Stofnunin gefur út 350 kortatitla sem dreift er um allt land og um allan heim.“ Magnús segir að framtíðarsýn Landmælinga íslands byggist á því að landfræðileg gagnasöfn og kort á stafrænu formi muni gegna miklu hlutverki við skipu- lag og stjórnun samfélagsins í framtíðinni. Stjórn- sýslan, viðskipta- heimurinn og al- menningur mun í auknum mæli setja fram kröfu um að geta tengt margskon- ar gögn landfræðilegri staðsetn- ingu. Undanfarinn mánuð hefur starfsemin nánast eingöngu snú- ist um að koma sér fyrir á Akra- nesi. Það hefur verið unnið að því hörðum höndum að ljúka inn- réttingum á húsnæðinu sem er glæsilegt og einnig hefur verið sett upp nýtt tölvukerfi svo og upplýsingakerfi sem er stórt ►Magnús Guðmundsson er fæddur í Reykjavík 19. maí árið 1960. Hann lauk BS-námi í landafræði frá Háskóla íslands árið 1983 og hefur síðan starf- að hjá Landmælingum íslands. Hann vann m.a. í áratug að töku loftmynda af landinu og var deildarsljóri fjarkönnunar- deildar um skeið. Magnús varð forstöðumaður framleiðsiusviðs Landmælinga íslands frá árinu 1997 og gegndi því starfi uns hann tók við starfi forstjóra Landmæl- inga íslands nú um áramótin. Eiginkona hans er Jóhanna Guðjónsdóttir og eiga þau þrjú börn. skref fram á við fyrir stofnun- ina.“ Magnús segir að hins vegar sé unnið að undirbúningi mjög mik- ilvægs verkefnis hjá Landmæl- ingum íslands um þessar mundir sem er að koma upp stafrænum kortagrunni af öllu landinu sem byggist á kortum í mælikvarða 1:50.000. „Slíkur kortagrunnur er grundvöllur fyrir skilvirkri fram- leiðslu korta sem Landmæling- um Islands er ætlað að gefa út en einnig er hann forsenda eða undirstaða margvíslegra rann- sókna og verkefna sem tengjast umhverfismálum.“ -Hvemig líst þér á þig í nýju starfí? „Sú reynsla sem hefur fengist af þessum flutningi er auðvitað misjöfn en ég kýs að líta á já- kvæðu hliðamar og nýta sem best þau tækifæri sem eru í stöð- unni fyrir Landmælingar íslands. Ég fullyrði að stofnunin hefur þrátt fyrir mótlæti styrkst eins og oft gerist við slíkar aðstæður. Mér líst því vel á starfið og er bjartsýnn, ég kvíði engu varð- andi starfsmannamál og öll að- staða stofnunarinnar hefur stórbatnað. Við höfum einnig fengið mjög jákvæðar undir- tektir frá ýmsum stofnunum hér á landi sem eru tilbúnar í frekara samstarf á sviði korta- gerðar." Magnús segist finna að Land- mælingum íslands sé vel tekið á Akranesi og hann segir að hin mikla umræða um stofnunina hafi þrátt fyrir allt aukið skiln- ing ráðamanna á að Landmæl- ingar íslands fái að dafna og sinna því mikilvæga hlutverki sem henni er ætlað. Meirihluti nýráðinna starfsmanna af Vesturlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.