Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vorverk að vetri
MEÐ hækkandi sól er rétt að garðyrkjumaður hjá Kirkjugörð-
huga að vorverkunum. Á mynd- um Reykjavíkur, runna í Foss-
inni snyrtir Þorgeir Adamsson, vogskirkjugarði.
Málflutningur gegn eiganda Gallerís Borgar hefst í dag
Ákærður fyrir fjár-
svik og skjalafals
MÁLFLUTNINGUR hefst í dag
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í
máli embættis ríkislögreglustjóra á
hendur Pétri Þór Gunnarssyni
framkvæmdastjóra og eiganda
Gallerís Borgar.
Pétri Þór er gefið að sök að hafa
staðið að fjársvikum og skjalafalsi
með því að hafa sem framkvæmda-
stjóri og eigandi Gallerís Borgar
blekkt þrjá viðskiptavini gallerísins
til að kaupa hver eitt málverk sem
hann bauð til sölu með röngum
upplýsingum í uppboðsskrám um
að þau væru eftir Jón Stefánsson
og með falsaðri höfundarmerkingu
þar um á málverkin, á tveimur list-
munauppboðum á vegum Gallerís
Borgar.
I fyrsta lagi er Pétri Þór gefið að
sök að hafa á uppboði fimmtudag-
inn 1. september 1994 selt málverk
eftir danska málarann Wilhelm
Wils, sem ákærði hafði sjálfur
keypt á listmunauppboði Bruun
Rasmussen í Vejle á Jótlandi í
Danmörku 18. ágúst 1994, auk
kostnaðar og virðisaukaskatts, eft-
ir að hafa afmáð höfundarmerk-
ingu danska listmálarans og blekkt
ónefndan kaupanda til að kaupa
málverkið sem málverk eftir Jón
Stefánsson á 396 þúsund krónur.
Einnig er Pétri Þór gefið að sök
að hafa á sama uppboði selt mál-
verk eftir Wilhelm Wils, sem
ákærði keypti sjálfur á listmuna-
uppboði Bruun Rasmussen í Kaup-
mannahöfn 7. júní 1994 og greiddi
fyrir það ásamt öðru verki á upp-
boðinu 4.500 danskar ki-ónur, auk
kostnaðar og virðisaukaskatts, eft-
ir að hafa afmáð höfundarmerking-
una og blekkt ónefndan kaupanda
til að kaupa málverkið sem mál-
verk eftir Jón Stefánsson á 473
þúsund krónur.
Einnig er Pétri Þór gefið að sök
að hafa á uppboði fyrirtækisins
sunnudaginn 21. maí 1995 á Akur-
eyri, selt málverk eftir danska mál-
arann Wilhelm Wils, sem ákærði
keypti sjálfur á listmunauppboði
Bruun Rasmussen í Vejle á Jót-
landi, á 1.600 danskar krónur, auk
kostnaðar og virðisaukaskatts, eft-
ir að hafa afmáð höfundarmerking-
una og blekkt ónefndan kaupanda
til að kaupa málverkið sem mál-
verkið sem málverk eftir Jón Stef-
ánsson á 50 þúsund krónur. Telst
þessi háttsemi ákærða varða við 3.
málsgrein 159. greinar og 248.
greinar almennra hegningai'laga
númer 19 frá 1940.
Meint brot á
bókhaldslögum
Þá er Pétri Þór gefið að sök að
hafa brotið lög um bókhald og lög
um sölu notaðra lausafjái-muna
með því að hafa vegna kaupa í júní
og ágúst 1994 á áðumefndum lista-
verkum, ekkert fært í bókhaldi fyr-
irtækisins um kaup þeirra eða mót-
töku og ekkert fært um kaup eða
sölu þeirra listmuna sem seldir
voni á uppboði á vegum fyrirtækis-
ins á Akureyri í maí 1994. Þá hafi
hann rekstrarárin 1994 til 1996
rekið sölu notaðra lausafjármuna
án tilskilins leyfis og látið undir
höfuð leggjast við móttöku og sölu
listmuna að halda skipulega skrá
þeirra listmuna sem bárust fyrir-
tækinu og færa uppgjör í samræmi
við það. Þá hafi hann rekstrarárin
1995 og 1996 látið undir höfuð
leggjast að skrá viðskipti fyrirtæk-
isins þegar keyptir voru listmunir
erlendis og halda til haga tekju-
skráningargögnum árið 1996 og
færa bókhald það rekstrarár.
Alþingi fslendinga kom saiiian til fundar á ný í gær
Ovissa um afgreiðslu
fiskveiðifrumvarpa
ALÞINGI Islendinga kom saman
að nýju í gær eftir rúmlega
tveggja vikna jólahlé en í upphafi
þingfundar gagnrýndu stjórnar-
andstæðingar m.a. að frumvörpin
tvö um breytingar á lögum um
stjóm fiskeiða, sem lögð voru fram
í kjölfar dóms Hæstaréttar í des-
ember sl., skyldu ekki vera tilbúin
til annarrar umræðu. Fmmvörpin
væm enn til umfjöllunar í sjávar-
útvegsnefnd Alþingis og óljóst
hvenær meirihlutinn myndi skila
nefndaráliti. Bentu stjómarand-
stæðingar m.a. á að þing hefði ver-
ið kallað saman óvenju snemma í
janúar að þessu sinni til þess eins
að ræða um og afgreiða fyrrnefnd
fiskveiðiframvörp en þegar til
kastanna kæmi væra þau ekki til-
búin úr sjávarútvegsnefnd. „Með
þessu ráðslagi er verið að sóa tíma
þingmanna," sagði Steingrímur J.
Sigfússon, þingmaður þingflokks
óháðra, í samtali við Morgunblaðið
og benti m.a. á að þingmenn not-
uðu gjarnan jólahlé til þess að fara
út í kjördæmin. Hann útskýrði
ennfremur að starfsáætlun Alþing-
is gerði ráð fyrir því að þingið
kæmi ekki saman að nýju fyrr en
19. janúar nk. en að stjómarliðar
hefðu íyrir jól samþykkt, án sam-
ráðs við stjórnarandstæðinga, að
fresta þingi tii 6. janúar til þess
eins að fjalla um fiskveiðifram-
vörpin.
Steingrímur, sem og fleiri
stjórnarandstæðingar, var auk
þessa ósáttur við það í gær að ekki
lægi fyrir hvaða breytingartillögur
meirihluti sjávarútvegsnefndar
hygðist leggja fram á framvörpun-
um tveimur þótt vitað væri að þær
yrðu einhverjar. Skýringin á því
væri þó líklega sú að meirihlutinn
hefði ekki enn náð saman um
breytingamar. Steingrímur taldi
Morgunblaðið/Kristinn
JÓLAFRÍ þingmanna var tveimur vikum styttra en áætlað hafði verið.
Uttekt á nýting-u
lítilla orkuvera
ÁRNI Johnsen, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, hefur lagt fram á AI-
þingi tillögu til þingsályktunar um
úttekt á nýtingu lítilla orkuvera.
Meginefni tillögunnar er að Alþingi
álykti að fela ríkisstjóminni að láta
gera úttekt á nýtingu og þróunar-
möguleikum lítilla orkuvera þar
sem kannað verði hvort hagkvæm
uppbygging lítilla sjálfstæðra orku-
vera gæti samanlagt jafnast á við
stóra virkjun.
„Á Islandi eru nú um 300 lítil
orkuver, flest við býli í sveitum.
Hefur þeim fækkað nokkuð á und-
anfömum áram, en þau voru um
1.000 fyrir 30 árum,“ segir þing-
maðurinn í greinargerð. „Fram-
leiðslugeta litlu orkuveranna er um-
talsverð, eða yfir 4 megavött, og yf-
irleitt meiri en einstök býli geta
nýtt. Hefur nýting orku frá þeim
því ekki verið sem skyldi. Menn sjá
sér þó hag í því að setja upp slík
orkuver og era túrbínusmiðir hlaðn-
ir verkefnum fram yfir aldamót."
Árni segir ennfremur að virkjanir
og orkumál séu nú mikið til umræðu
og því þyki honum rétt áður en ráð-
ist verði í framkvæmdir við stóra
virkjun á hálendinu að það verði
kannað hvort ekki sé hagkvæmara
að styrkja lítil orkuver vítt um land-
ið og nýta betur það rafmagn sem
þau framleiða og geta framleitt.
„Líklegt er að með tiltölulega litlum
tilkostnaði væri hægt að framleiða
30-60 megavött í litlum orkuveitum
við bæjarlækinn heima, eins og sagt
er, eða á við það sem Nesjavalla-
virkjun eða Hitaveita Suðurnesja
framleiða.“
fiá
ALÞINGI
eðlilegt að fundum Alþingis yrði
frestað í samráði við stjórnarand-
stöðu og að þing hæfist ekki að
nýju fyrr en framvörpin væra til-
búin úr nefnd. Annað væri einfald-
lega tímasóun.
í umræðum um þessar athuga-
semdir Steingríms og annarra
þingmanna stjórnarandstöðunnar
við upphaf þingfundar í gær benti
Davíð Oddsson forsætisráðherra
m.a. á að stjórnarandstöðunni
hefði verið umhugað um að af-
greiða títtnefnd sjávarútvegsfrum-
vörp sem fyrst. Þá benti Olafur G.
Einarsson, forseti Alþingis, á að
ekki yrði boðað til þingfundar í
dag nema fyrir lægju nefndarálit
frá sjávarútvegsnefnd.
Þingsályktunartillaga
Orkuverð lækki
til garðyrkju
ÁRNI Johnsen og Sturla Böðvars-
son, þingmenn Sjálfstæðisflokks,
hafa lagt fram á Álþingi tillögu til
þingsályktunar um lækkun orku-
verðs til íslenskrar garðyrkju.
Meginefni tillögunnar er að Alþingi
álykti að ríkisstjórnin beiti sér fyr-
ir lækkun orkuverðs til íslenskrar
garðyrkju. „Garðyrkja, sérstaklega
ræktun í gróðurhúsum, er vaxandi
atvinnugrein á Islandi og mikill
vaxtarbroddur er í faginu sem
kalla má græna stóriðju," segir í
tillögunni. „Það stendur þó í vegi
fyrir frekari vexti gi-einarinnar að
orkuverð til garðyrkjunnar er of
hátt. Með lækkun orkuverðs til
garðyrkju má gera ráð fyrir að
notkun aukist og þá opnast fjöl-
margir mögleikar. Til dæmis verð-
ur markaðssetning erlendis á ís-
lensku grænmeti raunhæf með
lækkuðu orkuverði, en eiturefna-
notkun í garðyrkju á íslandi er sú
minnsta í allri Evrópu. Garðyrkju-
bændur eru nú stórkaupendur raf-
orku og þegar orkunotkun þeirra
er borin saman við orkunotkun
stóriðju verður að hafa hliðsjón af
því að íslensk garðyrkja er mjög
umhverfisvæn og hefur jákvæð
áhrif á loftslagsbreytingar og dreg-
ur úr neikvæðum áhrifum. Þá er
garðyrkjan vaxtarbroddur í dreifð-
ari byggðum landsins og stuðlar
þannig að byggðajafnvægi."
Katrín
Fjeldsted
Magnús Árni
Magnússon
Tveir nýir
þingmenn
TVEIR nýir þingmenn tóku form-
lega sæti á Alþingi við upphaf þing-
fundar á Alþingi í gær. Katrín Fjeld-
sted er orðin þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík en hún kemur
inn á þing í stað Friðriks Sophusson-
ar sem tekið hefur við starfi forstjóra
Landsvirkjunar. Þá hefur Magnús
Árni Magnússon tekið sæti á Alþingi
fyrir jafnaðarmenn í Reykjavík, en
hann kemur inn á þing vegna fráfalls
Ástu B. Þorsteinsdóttur. Þórunn
Sveinbjömsdóttir sat sem varaþing-
maður Magnúsar fram til áramóta.