Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 13 FRÉTTIR Samanburður KOS á laimum og kaupmætti starfsmanna ríkis og Reykjavíkur Kaupmáttur dagvinnulauna jókst um 18,78% á einu ári Kaupmáttur dagvinnulauna hjá opinberum starfsmönnum ríkis og borgar Ársfjórðungsmeðaltal árin 1990-1998 140%-------------------------136,05 Kaupmáttur KAUPMÁTTUR greiddra dag- vinnulauna opinberra starfsmanna ríkisins og Reykjavíkurborgar jókst um 18,78% frá öðrum árs- fjórðungi ársins 1997 til og með annars ársfjórðungs síðasta árs samkvæmt fréttariti Kjararann- sóknanefndar opinberra starfs- manna (KOS). Kaupmáttur heild- arlauna þessara starfsmanna á öðrum ársfjórðungi síðasta árs hafði aukist um 11,34% frá öðrum ársfjórðungi ársins 1997. Samkvæmt upplýsingum Kjara- rannsóknanefndar voru meðaldag- vinnulaun opinberra starfsmanna 128.739 kr. á öðrum ársfjórðungi í fyrra og höfðu aukist um 2,63% frá fyrsta ársfjórðungi. Heildarlaun opinberra starfsmanna ríkis og borgar voru að meðaltali 187.634 kr. á öðrum ársfjórðungi síðasta árs og jukust þau um 3,3% frá fyrsta ársfjórðungi ársins 1998. Álls voru stöðugildi opinberra starfsmanna ríkis og borgar rúm- lega 17.700 talsins á öðrum árs- fjórðungi síðasta árs. Upplýsingar í könnunum KOS ná til launa allra þeirra sem vinna hjá ríki og borg og allra launa, sem skráð eru hjá Starfsmannaskrif- stofu fjármálaráðuneytisins og Launaskrifstofu Reykjavíkurborg- ar. Sýna tölurnar laun allra þeirra, sem eru í starfi á hverjum tíma. Kjararannsóknanefnd bendir á að þann fyrirvara verði að gera á samanburði að meðaldagvinnulaun flestra félaga lækka yfir sumar- mánuðina vegna þess að sumar- afleysingafólk kemur inn í lægstu starfsaldursþrepin. Þá geta meðal- laun og kaupmáttur þeirra, eink- um lítilla hópa, geta breyst mikið við það eitt, að nokkrir starfsmenn í efsta starfsaldursþrepi fara á eft- irlaun en nýliðar taka við. Heildarlaun flugumferðar- sljóra 433.177 kr. að meðaltali Séu útreiknuð meðallaun í ein- stökum mánuðum borin saman eft- ir félögum, hópum og bandalögum, kemur í ljós að hæstu heildarlaun sem greidd voru að meðaltali í júní á síðasta ári voru greidd starfs- mönnum í Félagi íslenskra flug- umferðarstjóra en heildarlaun þeirra voru að meðaltali 433.177 kr. og meðaldagvinnulaun þeirra eða föst mánaðarlaun skv. töxtum voru 239.135 kr. í júní 1998. Heild- arlaun flugumferðarstjóra í sama mánuði á árinu 1997 voru 336.348 og dagvinnu- eða föst mánaðarlaun 192.071. Heildarlaun innan Landssam- bands lögreglumanna voru að meðaltali 226.853 kr. í júní í fyrra samanborið við 191.162 kr. í júní 1997. Dagvinnulaun þeirra í júní 1998 voru 113.858 samanborið við 99.777 íjúníárið 1997. Heildarlaun starfsmanna í Ljós- mæðrafélagi Islands voru að með- altali 180.833 kr. í júní í fyrra sam- anborið við 159.994 kr. í sama mánuði 1997. Föst dagvinnulaun voru 127.183 í júní í fyrra saman- borið við 116.710 í júní 1997. Séu laun kennara skoðuð í mán- uði á meðan skólastarf stendur yf- ir kemur í ljós að heildarlaun framhaldsskólakennara í Hinu ís- lenska kennarafélagi í apríl í fyrra voru að meðaltali 219.912 saman- borið við 182.966 í sama mánuði 1997. Dagvinnulaun voru að með- altali 126.886 kr. í apríl í fyrra en 110.504 í sama mánuði árið 1997. Heildarlaun heilsugæslulækna sem heyra undir ákvörðun kjara- nefndar voru 338.924 í júní sl. en 171.780 í sama mánuði 1997. Föst dagvinnulaun voru 265.370 í júní í fyrra að meðaltali samanborið við 117.036 í sama mánuði 1997. Heildarlaun starfsmanna í Sjúkraliðafélagi íslands hjá Reykjavíkurborg voru 142.804 í júní sl. að meðaltali en þau voru 116.146 i sama mánuði árið 1997. Dagvinnulaunin voru að meðaltali 99.243 í júní 1998 samanborið við 85.829 í júní árið 1997. Ríkisskattstj óri Meira sagt en talnalegar nið- urstöður gefa tilefni til INDRIÐI H. Þorláksson ríkis- skattstjóri segist draga í efa hve marktækar afleiðingar megi draga af könnun forsætisráðu- neytis, Verslunarráðs og Vinnu- veitendasambands Islands á reglubyrði fyrirtækja vegna laga og reglna á sviði skattamála. Indriði sagði í samtali við Morgunblaðið að sér þætti meira vera sagt í ályktunum sem fram koma í skýrslu um könnunina heldur en talnalegar niðurstöður könnunarinnar gefa tilefni til. „Það er sagt að þetta sé al- þjóðleg könnun og ég er hrædd- ur um að menn vakni upp við vondan draum ef það á að bera þetta saman milli landa, til dæm- is varðandi það hve skattalög eru flókin. Ég er hræddur um að þeir sem dæma íslensk skattalög vera flókin og óskiijanleg ættu varla nokkurn stað á skalanum til að setja það sem er annars staðar,“ sagði hann. Fram kom í könnuninni að rúmlega helmingur þátttakenda var ósammála þeirri fullyrðingu að lög og reglur um skattamál væru auðskiljanlegar, og sagði Indriði að í þessu sambandi mætti varpa fram spumingu um það við hverju menn hefðu búist. „Skattalög út af fyrir sig eru einfaldlega ekkert auðskiljanleg, þannig að það hefði verið mjög undarlegt að fá niðurstöðu þar sem meirihlutinn segði að þau væru auðskiljanleg," sagði Ind- riði. Utsalan hefst fimmtudag kl. 10:00 VERO AAO Laugavegi 95-97 sími 552 1444 Kringlunni simi 568 6244 Utsalari hefst fimmtudag kl. 10:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.