Morgunblaðið - 07.01.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.01.1999, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Heimshornaflakkari hafði viðdvöl á Akureyri JIM Rogers, sem ásamt unn- ustu sinni, Paige Parker, lagði upp í þriggja ára ökuferð um heiminn frá Þingvöllum 1. jan- úar síðastliðinn áði á Akureyri í gær, en þar sýndi hann bæjar- búum bifreið sína. Bifreiðin kallast GLK og er hún smíðuð úr tveimur Mercedes Benz-bíl- um; SLK og G Wagon, jeppa og sportbíl sem hvor um sig kost- ar um 8 milljónir króna hér á landi. Jim Rogers er bandarískur fjárfestir, háskólaprófessor, dálkahöfundur og ævintýra- maður. Hann hefur áður ferð- ast um heiminn og þá á bif- hjóli. Um þá ferð skrifaði hann bókina The Investment Biker: On the Road with Jim Rogers. I þeirri ferð sagðist hann hafa komið til um 70 landa en þau skötuhjú ætla nú að slá það met og gott betur því þau ráð- gera að aka um 100 lönd í þeirri ferð sem nú er nýhafin. Ferðasagan á Netinu „Við ætlum að vera þijú ár á ferðinni, komum við í öllum heimsálfum og gerum ráð fyrir að hafa lagt um 150 þúsund kílómetra að baki þegar ferð- Ætlar að aka um eitt hundrað lönd Morgunblaðið/Kristján JIM Rogers við hinn sérútbúna Mercedes Benz-bíl í Oddeyrarskála á Akureyri f gær, en hann og unnustan, Paige Parker, munu ferðast á bflnum uni heiminn næstu þijú ár. inni lýkur í New York á gaml- ársdag árið 2001,“ sagði Jim Rogers. Ferðasagan verður skráð jafnóðum og birt á Net- inu, slóðin er www.jim- rogers.com en hann mun einnig skrifa greinar um ýmis- legt það sem tengist þeim lönd- um sem liann ekur um hverju sinni, mannlíf, menningu, stjórnmál og efnahagsmál svo dæmi séu tekin. A ýmsu hefur gengið í öku- ferðinni um Island, ferðalang- arnir lentu í blindbyl og snjó- komu á leið sinni frá Egilsstöð- um og þurftu að snúa til baka. Björgunarsveitarmenn fylgdu þeim áleiðis frá Egilsstöðum en ekki vildi betur til en svo að einum bflanna var ekið út af veginum í snjóbylnum og þurfti Rogers að draga hann upp á veginn að nýju. Þótti honum at- vikið nokkuð skondið enda kvaðst hann vera sá í hópnum sem óvanastur væri að aka um Qallvegi í snjókomu og hálku. Rogers og Parker halda frá Akureyri í dag, fimmtudag, áleiðis suður til Reykjavíkur en ökutækið verður svo flutt með Eimskip til Immingham í Englandi í næstu viku, 13. jan- úar. Fæðingardeild FSA Fæðingum fjölgaði milli ára FÆÐINGAR á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri á síðasta ári urðu alls 449 og fjölg- aði um 39 milli ára. Tvíburafæðing- ar voru átta, sem er svipaður fjöldi og árið áður, og því fæddust 457 börn á deildinni árið 1998. Ingibjörg Jónsdóttir yfirljósmóð- ir sagði vissulega ánægjulegt að fá þessa fjölgun fæðinga. „Það var óvenjumikið annríki seinni hluta desember miðað við fyrri ár en eins og áður eru flestir fæðingar yfir sumartímann.“ Fæðingar hafa ekki verið fleiri á FSA frá árinu 1990 en þá voru fæð- ingar 461. Ingibjörg sagði að árin á eftir hafi fæðingum fækkað og farið aiveg niður í 380 fæðingar á einu ári. „Þetta er nú aftur á uppleið og það er aldrei að vita nema við fáum nýjan topp á þessu ári.“ Ljómandi góð bytjun Um miðjan dag í gær höfðu fæðst 11 böm á fæðingardeild FSA og sagði Ingibjörg það ljómandi góða byijun á nýju ári. Fyrsti Akureyr- ingur ársins var drengur sem kom í heiminn um kl. 02.30 á nýársnótt. Þjónustuhús með 6 íbúðum fyrir fatlaða HAFIST var handa við byggingu húss þar sem verða þjónustuíbúðir íyrir fatlaða í gær, en þá tók Krist- ján Þór Júh'usson, bæjarstjóri á Akureyri, fyrstu skóflustungu að húsinu. Húsið verður við Eiðsvallagötu 34, niður undir Hjalteyrargötu, og yerður alls 325 fermetrar að stærð. I þvl verða 6 litlar íbúðir eða um 50 fermetrar hver og verður húsið á tveimur hæðum. Auk íbúðanna verður í húsinu sameiginlegt rými, vaktherbergi og aðstaða fyrir starfsfólks. Gert er ráð fyrir að húsið kosti 32,2 milljónir króna og stendur Framkvæmdasjóður fatl- aðra straum af kostnaði, en um það var samið þegar Akureyrarbær sem reynslusveitarfélag tók við málefn- um fatlaðra fyrir tveimur árum. Valgerður Magnúsdóttir félags- málastjóri sagði að bærinn myndi eiga og reka húsnæðið en leigja íbúðirnar út til íbúanna. „Við erum með þessu að feta inn á nýjar brautir í þjónustu við fatlaða, en þetta verður eins konar nútímaút- gáfa af sambýli. Hver og einn hefur þó til umráða sína eigin íbúð en nýtur sambýlisins við aðra íbúa hússins," sagði Valgerður. Byggingarfyrirtækið Fjölnir er verktaki við bygginguna, en tvö til- boð bárust þegar þeirra var óskað á liðnu ári. Staðsetning réð mestu um að tilboð Fjölnis varð fyrir valinu, en reynt er að dreifa búsetu fatl- aðra í öll hverfi bæjarins. Haraldur Arnason hannaði húsið. Blaðbera vantar í Giljahverfi, Akureyri. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461-1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. ÞAU Ingólfur Ármannsson, Margrét Alfreðsdóttir, Haraldur Árnason, Baldur Dýrljörð, Stefán Þengils- son, Þórgnýr Dýrfjörð, Magnús Garðarsson og Valgerður Magnúsdóttir fylgdust með velheppnaðri skóflustungu bæjarstjóra sem er lengst til hægri á myndinni. Morgunblaðið/Kristján KRISTJÁN Þór Jdliusson tók fyrstu skóflustungu að nýju þjónustu- húsi fyrir fatlaða í gær, en það verður við Eiðsvailagötu. Þrettándagleði Gilfélagsins ÁRLEGT gleðigjugg Gilfélagsins verður í Deiglunni í Grófargili föstudagskvöldið 8. janúar kl. 22.30. Fram kemur hljómsveitin „Fjórir fjörugir og Rósa Kristín", en í henni eru þeir Jón Rafnsson, Daníel Þpr- steinsson, Karl Petersen og Ár- mann Einarsson sem sjá um hljóð- færaleikinn og Rósa Kristín Bald- ursdóttir söngkona. Húsið verður opnað kl. 22 og í samvinnu við Karólínu Restaurant verður boðið upp á þrettándamat- seðil frá kl. 18 um kvöldið. Beiðnum um gjaldþrot fækkar HÉRAÐSDÓMI Norðurlands eystra bárust 56 nýjar beiðnir um að taka bú til gjaldþrota- skipta á nýliðnu ári, eða 10 færri en var árið 1997. Þetta eru mun færri beiðnir um gjaldþrota- skipti en dæmi eru um á síðustu árum. Sem dæmi má nefna að beiðnimar urðu 96 talsins árið 1996 og árin þar á undan voru þær í kringum 120 talsins. Af þeim 56 beiðnum sem bár- ust á liðnu ári voru 30 vegna ein- staklinga og 26 vegna félaga. Kveðnir voru upp 26 gjaldþrota- úrskurðir á síðasta ári, en þeir urðu alls 33 árið á undan. Helm- ingur gjaldþrotanna, eða 13, voru vegna einstaklinga og jafn- margh- vegna félaga. AIls eru 5 mál óafgi-eidd frá liðnu ári og færast yfir á hið nýbyrjaða ár, 1999. Gjaldþrotaúrskurðum hefur fækkað ár frá ári á þessum ára- tug, en sem dæmi má nefna að árið 1994 voru 60 slíkir úrskurð- ir kveðnir upp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.