Morgunblaðið - 07.01.1999, Side 18

Morgunblaðið - 07.01.1999, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Bæklingur um kjöt og kjötvörur A að vera búið að breyta vöruheitum „í HAMBORGARA slcal aðeins nota nautgripakjöt“ og „hamborgar- hryggur er saltaður og léttreyktur purulaus svínahryggur“. Þessi og ýmis önnur ákvæði um flokkun og samsetningu kjöts er að fínna í nýrri reglugerð um kjöt og kjötvörur. Þar er notkun margra vöruheita einnig skilyrt eins og að saltkjöt geti aðeins verið saltað dilkakjöt. Nýlega kom út bæklingur um kjöt og kjötvörur sem skýrir út þær breytingar sem reglugerðin felur í sér. Bæklingurinn er unninn í sam- starfí Hollustuvemdar ríkisins, Sam- taka iðnaðarins og Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Umhverfísráðu- neytið og landbúnaðarráðuneytið styrktu útgáfu bæklingsins. Ragnheiður Héðinsdóttir, mat- vælafræðingur hjá Samtökum iðnað- arins, segir að markmiðið með nýrri reglugerð hafí verið að koma á ákveðnum vinnureglum í kjötiðnaði og ekki síst að auðvelda neytendum að átta sig á samsetningu mismun- andi vara. „Með útgáfu þessa bæklings er verið að vekja athygli neytanda á því að reglurnar hafi tekið gildi og leiðbeina þeim um hvernig þeir geta nýtt sér upplýsingar sem koma fram á umbúðum kjötvara. Hann mun líka nýtast sem leiðbeiningar fyrir starfsfólk í kjötiðnaði." Ragnheiður segir að reglugerðin sem er númer 302/1998 hafí birst á prenti í júní sl. og tekur hún gildi i áfóngum. „Ákvæði um nafngiftir og innihaldslýsingar tóku gildi sex mán- uðum eftir birtingu eða í byrjun des- ember sl. og síðast taka gildi ákvæði um merkingu næringargildis eða 10. júní næstkomandi.“ -Þýðir þetta að neytendur eigi núna að geta gengið að því vísu að skinka sé aðeins úr svínakjöti og á innihaldslýsingu komi til dæmis fram innihald vatns? „Já, skinkunni er skipt eftir gæð- um í fjóra flokka og í innihaldslýs- ingu á að koma fram prósentuhlut- fall vatns í skinkunni. Þá má taka sem dæmi að ekki á að vera hægt að kaupa lambahamborgarhrygg því nafnið má eingöngu nota á svína- hrygg. Þá á Bayonne-skinka t.d. ein- göngu að vera fáanleg úr svínslæri með puru.“ Ragnheiður segir að vinnureglur um nafngiftir og samsetningu kjöts og kjötvara hafi lengi verið áhugamál kjötiðnaðarins og það var fyrir frumkvæði forsvarsmanna og fagmanna í kjötiðnaði að hafíst var handa við undirbúning reglugerðinn- ar fyrir tíu árum. Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir matvælafræðing- ur hjá Holl- ustuvemd ríkisins segir að ekki hafi verið gerð út- tekt á því hvort fram- leiðendur hafi þegar merkt kjöt og kjötvörur samkvæmt reglugerðinni. Hún segist þó vita að ekki sé almennt búið að merkja vörur með þessum hætti. „Heilbrigðiseftirlit hefur eftirlit með því að reglu- gerðinni sé framfylgt og mun gera viðeigandi ráðstafanir eins og með aðrar merkingar matvæla. Neytend- ur geta einnig haft áhrif með því að hafa samband við Heilbrigðiseftirlit síns sveitai-félags og koma með ábendingar ef merkingum er ábóta- vant.“ Hægt er að nálgast bæklinginn hjá Hollustuvernd ríkisins. FARIÐ var í stórmarkað og af handahófi keyptir nokkrir pakkar af áleggi þar sem orðið skinka kom fram. Guðrún Elisabet Gunnarsdóttir, matvælafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins, fór yfir umbúðamerkingar á þessum skinkupakkningum. „Kom í ljós að í innihaldslýsingu á raftaskinku sem framleidd er af Kjötumboðinu hf. er talað um vatnsinnihald 0%. Þar sem vatn er ekki meðal innihaldsefna er rangt að tilgreina það í innihaldslýsingu. Aðrar umbúðamerkingar voru í lagi nema ekki stóð á umbúðum að um kælivöru væri að ræða. Á skinku frá Sfld og fiski er ekki talað um vatn í innihaldslýsingu. Ef vatn er eitt af innihaldsefnum þarf það að koma fram og magn þess í prósentum. Eðlilegra er að kalla gæðaskinku frá Kjarnafæði lúxusskinku ef um er að ræða hreinan vöðva með engu viðbættu vatni. Viðskeyt.ið gæði getur verið villandi og er ekki í samræmi við gæðaflokkun í reglugerðinni. Kalkúnaskinka er heiti sem ekki má nota. Slíka vöru verður að kalla eitthvað annað. í kalkúnaskinku frá Gæðafæði þarf auk þess að koma fram magn af viðbættu vatni. Beikonskinka er heiti á vöm frá Höfn á Selfossi. Ekki má nota orðið beikonskinka nema um sé að ræða svfnakjöt úr hrygg eða síðu. Varan verður þá Iíka að uppfylla ákvæði reglugerðarinnar um skinku (lfl) hvað varðar hlutfall magurs kjöts og fitu. Vara þessi inniheldur einnig sojaprótein. Ef magn þeirra fer yfir 3% þarf einnig að tilgreina það í innihaldslýsingu. Auk þess þarf að tilgreina prósentu vatns og flokksheiti aukefna vantar.“ Mælieiningaverð auðveldar neyt- endum samanburð í nokkur ár hefur alltaf fylgt mæli- einingarverð með helgartilboðum hér á neytendasíðu. Borist hafa fyr- irspurnir bæði frá kaupmönnum og lesendum um hversvegna svo sé. Mælieiningarverð eru upplýsingar sem eiga að auðvelda neytendum að velja vörur með því að bera saman t.d. kfló- eða lítraverð vöru. Þá eru í gildi reglur um mælieiningarverð hér á landi og það eru þær sem farið er eftir í þessu sambandi. Að sögn Kristínar Færseth deild- arstjóra hjá Samkeppnisstofnun skuldbundu íslendingar sig til að setja reglur um mælieiningarverð við gildistöku EES- samningsins og voru þær gefnar út á vegum Sam- keppnisstofnunar árið 1994. Hvað er mæli- einingarverð? Kristín segir að mælieiningar- verð sé verð vöru miðað við ákveðna þyngdar-, rúmmáls- , lengdar- eða flatarmálseiningu, s.s. kíló, lítra, metra og fermetra. Allar vörur sem seldar eru miðað við þessar mæli- einingar skulu vera merktar með mælieiningarverði auk söluverðs. „Það er löng hefð fyrir því að gef- ið sé upp kflóverð á kjöti, fiski og fleiri afurðum og lítraverð á ýmsum afurðum, s.s. mjólk og safa. Þannig höfum við með skjótum hætti getað borið saman verð á þessum vörum með það fyrir augum að gera sem hagkvæmust innkaup. Með þessum reglum um mælieiningarverð eigum við einnig að geta séð og borið sam- an kflóverð á til dæmis brauði, ávöxtum, grænmeti og sjampói." Kristín segir að lokum að versl- unareigendum sé skylt að gefa upp mælieiningarverð ef söluverð vöru er gefið upp í auglýsingum svo sem í dagblöðum eða bæklingum sem dreift er í hús. Hún bætir hinsvegar við að því miður sé það ekki alltaf gert. Sumarlisti Keys kominn FARIÐ er að dreifa Kays sumar- listanum. Þar er að fínna sumartísk- una fyrir næsta sumar og hægt að panta dömufatnað frá stærð 8-24 og herraföt upp í stærð 58. Skinka er ekki bara skinka NEYTENDUR eiga ekki lengur að geta keypt kalkúnaskinku eða lambaskinku því skinka á bara að vera saltað og e.t.v. reykt svínakjöt. Óleyfiiegt er að kalla brauðálegg skinku nema það innihaldi eingöngu svfnakjöt. Skinku er sfðan skipt í gæðaflokka eftir hlutfalli magurs kjöts. Lúxusskinka er saltað, beinlaust og e.t.v. reykt svínalæri, sem innihaldur a.m.k. 95% magurt kjöt. Skinka er heiti á vöru sem verður að innihalda a.m.k. 80% magurt kjöt. Slík skinka getur innihaldið allt að 18% af viðbættu vatni. Brauðskinka verður að innihalda a.m.k. 65% magurt kjöt. Slík skinka getur innihaidið allt að 18% af viðbættu vatni. Brauðskinka með viðbættu vatni verður að innihalda a.m.k. 50% magurt kjöt. Þá má reikna með að viðbætt. vatn geti verið allt að 45%. Bayonneskinka er hins vegar saltaður og reyktur beinlaus vöðvi úr svínalæri með puru. SVONA á að merkja brauðskinku. Þarna kemur fram innihald vatns í prósentum og nafnið er brauðskinka þar sem vatn er innan þeirra marka sem leyfilegt er undir því nafni. Nýtt brauðskíIka ifmi hðld; Svtnékjöt, vat&(Z8%), b1nd1«fn1<'£ 451,£ 407} matarsaH.'Söjapr st«rki efnKt 621). tiráavárriðnefrii (E 301). uhdartrermuduft, rot vama r-eín ? í E .250) iNœrlnaargUdi f IQOs: orfca 134<kkðl ,pröteín 16g kolvetni 3o,fitð natrlwm 2a, SEYHIST 1 KÆtl Vlð 0-4*C Pékkunard. pytiga Best fyrif fe/kg Verð kr’ ■yað,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.