Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ljósmyndir og höggmyndir
í Listasafni ASÍ
Handbók í skap-
andi hugsun
EINAR Már Guðvarðarson sýnir
tvær ljósmyndir af íslenskri bak-
g-arðsnáttúru og níu höggmyndir
í stein í Gryfju Listasafns ASI við
Freyjugötu dagana 9.-24. janúar.
í fréttatilkynningu frá lista-
manninum segir, að sýningin sé
innlegg í umræðuna um samband
manns og náttúru en samband
manns og steins og leitin í minni
gleymskunnar er inntak hennar.
Höggmyndirnar eru unnar í grá-
stein, afrískt diabas og belgískan
stein.
„Á máli sálfræðinnar er talað
um undirvitund eða dulvitund en
þar sem það er reynsla mfn að
um sé að ræða þætti sem ég veit í
merkingunni að þekkja þegar ég
skynja þá en man ekki eftir öllu
jöfnu, fínnst mér „minni
gleymskunnar" viðeigandi nafn-
gift. Eftir að hafa unnið verk í
stein síðan 1985, kynnst ýmsum
steintegundum, efniseiginleikum
þeirra og ekki síst því sem kalla
má innra líf eða vitund steina,
skynja ég nú sterk tengsl á milli
mín sem vitundarveru og steins-
ins sem lifandi vitundar með eig-
in köllun. Tengsl sem eru handan
minnar persónu. Það segi ég því
þeir þættir sem ég skynja í þessu
sambandi eru ekki meðvitaður
hluti af mér sem persónu. Eg
þekki þá þegar ég skynja þá en
skil þá ekki í raun og veru.“
Þetta er þrettánda einkasýn-
ing Einars Más Guðvarðarsonar
sem hefur einnig tekið þátt í
ýmsum samsýningum. Hann hef-
ur kepnt höggmyndagerð í stein
í MHÍ og við listaskóla í Finn-
landi. Verk eftir hann eni í eigu
fjölmargra opinberra aðila og
safna hér á landi og erlendis.
Listasafn ASÍ við Freyjugötu
er opið þriðjudaga til fímmtu-
daga kl. 14-18. MINNII eftir Einar Má Guðvarðarson.
BÆKUR
Ilandbók
HANDBÓKí
HUGMYNDAVINNU
Eftir Steingrím Eyfjörð. Einar.
Reykjavík 1998. 64 bls.
HANDBÓK í hugmyndavinnu
heitir sextíu blaðsíðna kver eftir
Steingrím Eyfjörð, sem forlagið
Einar gefur út og Kennarasamband
Islands styrkir. Að því leytinu er
þetta einstakt rit að aldrei hefur
mér vitanlega verið reynt að búa til
kennslubók í listum hér á landi með
það fyrir augum að skerpa á hug-
myndafluginu. Venjulega hafna
listamenn þeirri fullyrðingu að
hægt sé að kenna skapandi hugsun,
hvað þá að þeir búi til heila bók þar
að lútandi.
En Steingrímur, sem lengi hefur
kennt við Myndlista- og handíða-
skóla íslands, lætur sér ekki allt
fyrir brjósti brenna. Bók hans er
samsafn 48 æfínga í hugmynda-
vinnu, sem búnar eru til fyrir nem-
endur í myndlist, svo þeir geti þjálf-
að sig í þeirri list að tengja saman
hugmyndir, leiða eina hugdettu af
annarri og efla með því ímyndunar-
aflið og sköpunarkraftinn. Kannist
lesendur við það fyrirbæri í leikhúsi
sem „spuni“ kallast, eru þeir
nokkru nær um tilraunir Stein-
gríms.
Æfingarnar eru til þess fallnar að
liðka fyrir hugmyndaflæðinu með
svipuðum hætta og íþróttamenn
hita sig upp til líkamlegra afreka,
leikarar gleyma sjálfum sér til að
túlka aðra persónu og tónlistar-
Síða 34 í Handbók í hugmynda-
vinnu eftir Steingrím Eyfjörð.
menn stytta vegalengdina milli
huga og handar með leik af fíngrum
fram.
Sannleikurinn er sá að handbók
sem þessi nær langt út fyrir upp-
haflegt mengi sitt. Hver sá sem þarf
að kalla fram góðar hugmyndir
vegna sértæks starfa síns fær hér
upplagt kennslurit. Gildir einu
hvort hann vinnur við markaðssetn-
ingu, framkvæmdir eða flokkun
gagna; Handbók í hugmyndavinnu
er vís með að verða honum fengur.
Þótt menn ætli sér ekkert meir en
læra að muna nokkur flókin atriði
án þess allt fari í bendu, eða skipu-
leggja fyrir sér daginn og vikuna,
geta þeir haft verulegt gagn af
þessari bráðskemmtilegu og vel
samansettu bók.
Halldór Björn Runólfsson
Ivan grimmi
ENGIN VANDRÆÐI
SJOJWARP
Stuttmynd
AÐ BAKA VANDRÆÐI
Klipping, handrit og leikstjórn:
Haukur Hauksson. Leikmynd: Snorri
Freyr Hilmarsson. Leikendur: Jason
Egilsson, Bessi Bjarnason, Stefán
Karl Stefánsson, Guðrún Ásmunds-
dóttir, Orn Árnason o.fl.
EKKI er víst að túlka eigi fyrstu
frumsýningu Sjónvarpsins á nýja
árinu sem stefnuyfírlýsingu en þó
er a.m.k. fólgin ákveðin viljayfir-
lýsing í því að hefja árið með
nýrri íslenskri barnamynd. Börn-
in eru þegar á allt er litið dygg-
ustu áhorfendur sjónvarpsins og
vandað efni sem sameinar
skemmtun og fræðslu er það sem
allir vilja að börnin horfí á; ís-
lenskt efni sem tengist hug-
myndaheimi barnanna og speglar
að einhverju leyti reynslu þeirra
eða hreyfir við ímyndunaraflinu.
Þannig sjónvarpsefni viljum við
bera fyrir börnin okkar um leið
og tilhneigingin er líklega sú að
takmarka áhorfið við annars veg-
ar barnatíma eingöngu og hins
vegar halda áhorfinu almennt í
lágmarki. Hvort sú skoðun á fylli-
lega rétt á sér eða ekki þá heldur
hún samt velli, að óheft sjón-
varpsgláp sé börnum óhollt.
Að baka vandræði innihélt þó
enga óhollustu, hugljúf mynd um
lítinn strák sem reynir að finna
trúlofunarhring afa síns í einu af
70 franskbrauðum og bjargar
ketti konu sem gefur honum
brauðsneið að launum. í brauð-
sneiðinni leynist hringurinn og
konan reynist kærasta afans.
Hringurinn kemst til skila og
strákurinn hefur um leið kynnst
konunni svo áhyggjur hans af þvi
að missa afa sinn í fang ókunn-
ugrar konu eru orðnar að engu.
Ljúf saga með einfaldan boðskap
og Jason Egilsson kom ágætlega
fyrir í hlutverki drengsins. Trú-
verðugleiki sögunnar hékk þó á
nokkuð veikum þræði þar sem
ekki tíðkast hérlendis að bakarí
annist heimsendingarþjónustu á
brauðum - eins notalegt og það
nú annars væri - en um leið var
kómískur þáttur myndarinnar
eingöngu bundinn við brauða-
sendilinn í meðförum Stefáns
Karls Stefánssonar. Hann var því
jafn ómissandi og hann var frá-
leitur. Þá varð það undirrituðum
nokkurt umhugsunarefni hversu
mikil einföldun það er að beita
þulartexta, vissulega má nota þá
aðferð en þó ekki þannig að
helstu þræðir sögunnar séu lagðir
til í lesnum texta og svo tengdir
saman með passífum myndskeið-
um. Þetta háði myndinni Að baka
vandræði reyndar ekki að ráði en
var hins vegar stór galli á mynd
Björns Emilssonar Töfraskórnir
sem endursýnd var beint í kjöl-
farið. Aðferðin sparar augljóslega
bæði tíma og peninga, því ekki
þarf að eyða dýrmætum tíma í
leikstjórn, ekki þarf að brjóta
heilann yfir skrifum á samtölum,
og hvort tveggja sparar peninga í
framleiðslu myndarinnar.
Afraksturinn verður svo í rök-
réttu samræmi við þessa hugsun.
En þetta er reyndar nokkur útúr-
dúr.
Hávar Sigurjónsson
hjá
KVIKMYNDIN ívan grimmi,
fyrri hluti, eftir rússneska leik-
stjórann Sergei Eisenstein verð-
ur sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg
10, sunnudaginn 10. janúar kl. 15
en fyrri hluti kvikmyndarinnar
um ívan keisara, sem nefndur
var hinn grimmi eða ægilegi, var
frumsýnd 30. desember 1944.
Nánustu samstarfsmenn
Eisensteins unnu með honum að
Stjörnuspá á Netinu
mbl.is
_ALLTA/= eiTTHV'AO HÝTT
Í GÓDU EGLU
BOKHALDI...
...STEMMIR
STÆRÐIN ÚKA!
Egla bréfabindin fást í öllum
helstu bókaverslunum landsins
ROf> OG REGLA
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS
Sími: 562 8500
Simbréf: 552 8819
MIR
gerð kvikmyndarinnar; mynda-
tökumaðurinn Edvard Tisse,
leikarinn Nikolaj Tsjerkasov og
tónskáldið Sergei Prokofjev.
Enskur texti er með báðum hlut-
um kvikmyndarinnar um Ivan
grimma en síðari hluti verður
sýndur sunnudaginn 17. janúar
kl. 15.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill meðan húsrúm leyfir.
Dæsus í
Galleríi
Horninu
DÆSUS, öðru nafni Ólafur Jök-
ull, opnar einkasýningu í Galleríi
Horninu, Hafnarstræti 15,
fímmtudagskvöldið 7. janúar kl.
20-22.
Á sýningunni eru ný olíumál-
verk í súrreaiískum anda og ber
hún yfirskriftina Úr einu í allt.
Dæsus hefur stundað mynda-
sprautun, graffití og myndasögu-
gerð og haldið nokkrar sýningar
í Svíþjóð og einnig hérlendis.
Sýning hans stendur til 21. janú-
ar og verður opin alla daga frá
kl. 11-24 en sérinngangur aðeins
kl. 14-18.
Fréttir á Netinu
vfn> mbUs
_ALLTA/= e/TTHVAÐ NÝTT