Morgunblaðið - 07.01.1999, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 31
JACKSON Pollock í gegnum linsu Hans Namuths að
vinnu við Haustrythma árið 1950.
byggjalistar. Árið 1939 var vegg-
mynd Picassos, Guernica, á sýningu
í New York og skömmu síðar setti
MoMA upp yfírlitssýningu á verk-
um Picassos. I verkum Pollocks frá
1930 til ‘40 eru áhrif Picassos auð-
kennd, listamaðurinn er byrjaður að
þreifa fyrir sér með uppbrot líkams-
forma og línuteikningu sem minnir
á leturtákn frumbyggja Ameríku í
iðandi óreiðu abstrakt myndlíkinga.
Eins og algengt var með listamenn
á þessum tíma hreifst Polloek af sál-
greiningarkenningum Jungs og
Freuds og greip á lofti hugmyndir
Súrrealistanna um ósjálfráða mynd-
sköpun undirmeðvitundarinnar. A
þessum árum fer hann að leita sér
hjálpar lækna við þunglyndi sem
lengi hafði hrjáð hann og hélt áfram
að gera alla hans ævi auk þess sem
áfengisdrykkja hans hafði stig-
magnast allt frá því að hann settist
fyrst að í borginni.
Þáttur Peggy Guggenheim
Vatnaskil verða á ferli Pollocks
upp úr 1940 þegar bandaríski auð-
æfaerfinginn Peggy Guggenheim
flytur til New York fra Evrópu. Hún
hefur með sér mikið magn samtíma-
myndlistar frá meginlandinu og
ferskir straumai- leika um gallerí
hennar í miðborginni, Art of This
Century, þai- sem í boði eru verk
eftir evrópska og bandaríska mynd-
listarmenn nýrrar kynslóðar avant-
gardes. Guggenheim átti síðar eftir
að verða ein helsta hvatamann-
eskjan að stofnun MoMA og hafa
með því ómæld áhrif á þróun nú-
tímamyndlistar í Bandaríkjunum.
Hún býður Pollock fljótlega samn-
ing við gallerí sitt og snemma árs
1943 er opnuð einkasýning Pollock
hjá Guggenheim þar sem m.a. er að
finna verkið Guardians of the
Secret. Það sem hefur þó enn meiri
áhrif á þróun listar Pollocks er verk-
efni sem Peggy Guggenheim fær
honum við að vinna veggmynd fyrir
íbúð sína á Manhattan. I The Mural
frá 1943 má að vísu enn lesa hálf-
fígúratíf form úr línusamspilil verks-
ins en það er engu að síður bylting-
arkennd breyting frá því sem áður
var og vísar beint veginn til stóru
slettumálverka Pollocks sem síðar
fylgdu á eftir, þeirra þekktust eru
Númer 32, Eitt: Númer 31 og
Haustrythmi, öll frá því afkasta-
mikla ári 1950. Sagan segir að þetta
fyrsta risavaxna verk sitt hafi Poll-
ock lokið við á einni nóttu.
Árið 1945 giftist Pollock listmálar-
anum Lee Rrasner og sama ár flytja
þau sig um set úr borginni til Long
Island þar skammt undan, og setjast
að í Springs í East Hampton. Hið
nýja umhverfi hefur djúpstæð áhrif
á myndsköpun Pollocks sem tveimur
árum síðar hefur fullmótað bylting-
arkenndan stíl slettumálverksins
sem léði honum heimsfrægð og kom
nýrri listastefnu, abstrakt-ex-
pressionismanum, endanlega á kort-
ið.
Imynd mdderníska
töffarans verður til
I einum sýningarsal MoMA hefur
verið líkt eftir innviðum vinnustofu
listamannsins í hlöðunni í Springs,
þar sem flest þekktustu verka Poll-
ocks litu dagsins Ijós. Sletturnar
voru ekki eina auðkenni verka Poll-
ocks á hátindi ferilsins heldur voru
þau líka flest mikil að stærð og því
kemur það sýningargestum á óvart
hversu lítil vinnustofa listamannsins
var, eða einungis 21 fermetri. Á
veggjum þessarar tilbúnu vinnustofu
hangir röð ljósmynda sem Hans
Namuth tók af Pollock við vinnu sína
sumarið 1950 en myndir þessar áttu
stóran þátt í ímyndarsköpun þessa
þversagnakennda töffara avant-gar-
de myndlistar. Sama sumar vann
Namuth heimildarkvikmynd um
Pollock þar sem fylgjast má m.a.
með tilurð Haustrythma og gefst
sýningargestum einnig kostur á að
horfa á hana. Fyrir hatursmenn
Pollocks færði þessi heimild um störf
Pollocks sönnur á hæfileikaleysi
hans en fyrir þá sem hrifust af bylt-
ingarkenndri nálgun Pollocks við
málverkið áttu þessar myndir eftir
að leiða í ljós hversu hárnákvæmur
listamaðurinn var við vinnu sína þó
að verkin kynnu að gefa hið gagn-
stæða til kynna.
Pollock lagði strigann á gólf
vinnustofunnar og vann verk sín of-
anfrá eða innan frá verkinu sjálfu.
Stundum má greina skóspor lista-
mannsins á striganum, sígarettu-
stubba og aðra aðskotahluti, nokkuð
sem einn þekktasti málari ný-ex-
pressionismans í Bandaríkjunum,
Julian Schnabel, átti síðar eftir að
taka upp með enn markvissari hætti.
Heimildir Namuths áttu eftir að hafa
víðtækari áhrif en svo að ná að hrista
upp í viðhorfi fólks til málverksins og
því hefur verið
haldið fram að
svokallaðir
„Happenings"
eða gjömingar
næsta áratugar á
eftir eigi rætur
sínar að rekja til
þessara ljós-
mynda því með
þeim verður
framkvæmdin
sjálf, tilurð
verksins, að
meira atriði en
endanleg niður-
staða sköppunar-
ferlisins.
Myndirnar
þróuðust stund-
um hægt yfir
lengri tíma og
voru byggðar
upp lag fýrir
hvert lag þykkra
og þunnra málningaslettna sem
listamaðurinn hristi eða lét drjúpa
fram úr burstum sínum og prikum
með taktfóstum hi’eyfingum, ekki
bara handarinnar sem verkfærið
bar, heldur líkamans alls. Yfii’sýn-
ingai’stjóri MoMA og umsjónarmað-
ur sýningarinnar, Kirk Varnedoe,
ritar gi’ein í bók um list Pollock sem
safnið gefur nú út þar sem hann
bendir á að línuteikning Pollocks búi
yfir svo mikilli breidd að eigi mönn-
um að takast að lýsa með fullnægj-
andi hætti öllum blæbrigðum lína og
slettna í verkum Pollocks þá þurfi
tungumálið að búa yfir jafn mörgum
orðum yfir línu og Inúítar eigi yfir
snjó.
Nýlegar rannsóknir á ljósmyndum
Namuths af verkum Pollocks í
vinnslu sem skýrt er frá í sömu bók,
benda jafnframt til þess að listamað-
urinn hafi í fyrstu dregið fígúratíf
form á auðan strigann en síðan hulið
hin auðkennanlegu form í neti
abstrakt línuteikningar svo að í full-
kláruðu verki er erfitt að koma auga
á annað en kaótíska hi’ynjanda ótal
lína. Niðurstaðan styður lýsingu
Poilocks á eigin myndsköpun þegar
hann sagðist eitt sinn „kjósa að hylja
fígúruna." Því hefur hins vegar ekki
enn verið svarað hvers vegna Pollock
kaus þessa nálgun á hátindi sköpun-
arferilsins eða hvers vegna hann
varð henni afhuga aftur ári eftir að
Namuth hafði tekið sínar sögufrægu
ljósmyndir.
Hallar undan fæti
á hátindi frægðar
Það er ekkert launungarmál að
eftir afkastamikið ár 1950 þar sem
list Pollocks nær að blómstra verður
mikil stöðnun í hans myndsköpun.
Polloek hafði tekist að halda sig frá
drykkju árin tvö á undan en tekur
nú upp fyrri óreglu af miklum krafti.
Þunginn sækir á hann og Pollock
leitar til fyrri hugmynda í myndlist
þar sem fígúran verður aftur sýnileg
ásamt skýri’i formun útlína. Röð
svokallaðra Svartra málverka verð-
ur til fyrir sýningu árið 1951 en síð-
an fara afköst Pollocks mjög minnk-
andi. Á sama tíma öðlast hann þó sí-
fellt meiri frægð og frama í listheim-
inum.
Meðal bestu verka Pollocks frá
þessum síðustu árum er verkið Blue
Poles frá 1952, verk sem er í eigu
Þjóðarlistasafns Ástralíu og hefur
ekki verið á sýningu í Bandaríkjun-
um síðan 1973. Bláir pólar eiga sér
langan aðdraganda og sagan hermir
að vinna við það hafi hafist í sam-
vinnu Pollocks og tveggja vina hans,
myndlistarmannanna Tonys Smiths
og Barnetts Newmans, sem reyndu
ákaft að hvetja vin sin til að losa sig
úr viðjum vonleysisins og finna aftur
þráðinn í sinni listsköpun. Pollock
hafði þó sjálfur þakið verkið mörg-
um litalögum áður en því lauk og
sker verkið sig að því leyti frá öðr-
um slettuverkum Pollocks að þykkt
þess og þungi er mikill. Þegar Poll-
ock hafði nærri lokið við verkið
bætti hann við hinum auðkennandi
bláu pólum sem ráða hrynjandi
þess.
Jackson Pollock lést í bílslysi síð-
sumars árið 1956, 44 ára að aldri.
Hann hafði setið að drykkju ásamt
ástkonu sinni og vinkonu hennar og
þau voru á heimleið þegar hann ók
út af veginum og á tré. Árið áður
hafði kvikmyndastjarnan James De-
an látið lífið með svipuðum hætti og
því er óhætt að segja að goðsögn
Pollocks hafi verið fullkomnuð með
dauða hans.
Sitt sýnist hverjum
Viðurnefni Pollocks „Slettu-Jón“
(Jack the Dripper) vai- fyrst slegið
upp í umfjöllun tímaritsins Time um
listamanninn en sjaldan eða aldrei
hefur listmálari fengið slíka fjöl-
miðlaathygli sem Pollock gerði á
sínum tíma. „Er þetta mesti núlif-
andi listamaður þjóðarinnar?"
spurði tímaritið Life undir heilsíðu-
mynd af Pollock á forsíðu blaðsins.
Listgagnrýnendur og rithöfundar
kepptust við að lýsa mati sínu á
byltingarkenndu formi slettumál-
verksins en ötulasti talsmaður Poll-
ocks og sá sem sumir vilja meina að
hafi átt stærstan þátt í því hversu
frægur hann varð var ákafur fylgis-
maður formalisma í myndlist, gagn-
rýnandinn Clement Greenberg. AU-
flestar greinar sem hann ritaði á
þessum tíma, hvert svo sem eigin-
legt viðfangsefni þeirra var, styrktu
þá skoðun að hér væri fram á sviðið
kominn einn mesti snillingur
20. aldarinnar á sviði myndlistar.
Gagnrýnisraddir í hina áttina hafa
þó alltaf verið jafn háværar og menn
skipst mjög greinilega í tvo hópa.
Ekki er hægt að merkja mikinn mun
á umfjöllun um verk Pollocks nú
hálfri öld síðar, að minnsta kosti ekki
hvað þetta varðar. Rithöfundurinn
John Updike fer háðslegum orðum
um yfirlitssýningu á verkum Poll-
ocks í desemberhefti bókmennta:
tímaritsins The New York Review. I
umfjöllun sem ber yfirski’iftina
Jackson allur (Jackson Whole) rekur
Updike sögu manns sem þrátt fyrir
litla hæfileika og enn minni menntun
á sviði myndlistar steig upp til æðstu
metorða, að því er virðist á þrjósku
og löngun einni saman. Hvernig
Pollock eins og „datt niður á“ þá
byltingarkenndu hugmynd að sletta
málningu á striga og hvemig hann
vék jafnóðan frá henni sökum skorts
á aga og einlægni andspænis við-
fangsefninu. Sú upphafning sem nú
eigi sér stað á list Jacksons Pollocks
sé síður en svo við hæfi þegar í hlut
eigi draumórumaður frá Kaliforníu
sem bjó yfir löngun til að verða lista-
maður svo löngu áður en hann hafði
tileinkað sér skilning og tæknilega
færni yfir viðfangsefninu. „Banda-
ríkjamenn hafa tilhneigingu til að
líta á listsköpun sem sigur andans,
stund guðlegs andríkis. Táknrænn
ferill Pollocks minnir okkur hins
vegar óþyrmilega á hversu skamm-
sælar og hættusamar slíkai’ upp-
Ijómanir geta verið.“
Gagnrýnandi The New York
Times, Michael Kimmelman, er
mun jákvæðari í dómi sínum um
sýninguna og leggur út af því
hvernig mistök Pollocks verði til
þess eins að renna styrkari stoðum
undii’ sigra hans. „Ekkert í mynd-
list síðan þá, ekki Poplistin eða
Minimalisminn eða nokkuð annað,
hefur reynst jafn byltingarkennt og
djarft. Þá skiptir engu þó að aðrir
listamenn hafi slett málningu á und-
an Pollock; þvi þeim tókst ekki að
gera það með sama hætti og hann.
Það að geta leikið C-E-G á píanó
samsvarar því ekki að semja sónötu
eins og Mozart. Málverk Pollocks
eru þungamiðjan í listasögu síðari
hluta þessarar aldar fyrst og fremst
vegna þess að þau opnuðu öðrum
listamönnum leiðir til að brjóta af
sér öll bönd.“
Gagnrýnandinn Jerry Saltz tekur
í sama streng í vikuritinu The Villa-
ge Voice og segir yfirlitssýninguna á
verkum Pollocks eina þá mestu sýn-
ingu á verkum 20. aldar listamanns
sem efnt hefur verið til í New York-
borg. „Látið það drjúpa," boðar
Saltz í fyrirsögn greinarinnar. „Vel
heppnuðum málverkum fylgja oft
önnur tilraunakenndari. Þið eigið
ekki eftir að sjá betri sýningu með
jafn mörgum verkum sem ykkur
eiga eftir að falla illa í geð,“ varai’
Salts við. „Þetta eru ekki stórbrotn-
ustu verk sem nokkru sinni hafa ver-
ið gerð en þau eru þau einu sinnar
tegundar. Þessi verk eru handan
góðs og ills, handan þéss sem tunga
okkar nær yfir.“
Sýningunni lýkur 2. febrúar næst-
komandi.
TÖLVUTÆKNf FRAMTÍÐAR TÖLVUTÆKNI FRAMTÍÐAR TÖLVUTÆKNI FRAMTÍÐAR TÖLVUTÆKNI FRAMTÍÐAR TÖLVUTÆKNI FRAMTÍÐAR
<
oc
sts
lölvufæhni
framlTOar
as
<
o
|h
£
*at
et
«t
MMI
MARGMIÐLII
LÞRMPAR
GRAFIK
N R M S fi M H L I Ð fl S T fl R F
RAFIÐNAÐARSKÓLINN
90
>
3
Margmiðlunar- og þrívíddarnámið
er 260 kennslustundir.
Kennt er tvö kvöid í viku
frá kl. 18:00-21:30
og aðra hverja helgi einn dag í senn
frá kl. 8:30-16:30.
Námið er að fullu lánshæft.
<
c=
Rb
90
>
3
Skeifan 11 b - Sími 568 5010
HVOIMVUJ INNlfinAIOi UVOIiWVUi liIllflálOi UVOliWVHJ liMifláTOi HVOIiWVHi SNMiHATOi HVOjiWVHJ INM3finA10i
jr •» « •* # • • ■* •• * ••