Morgunblaðið - 07.01.1999, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.01.1999, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 33 LISTIR Ný tímarit • NY saga, tímnrit Sögufélags, er komið út. Þetta er 10. hefti ritsins en það kom fyrst fyrir sjónir les- enda árið 1987. Níu ritgerðir eru í tímaritinu að þessu sinni. Fyrsta greinin í ritinu er eftir Véstein Olason prófessor og íjallar um Halldór Kiljan Laxness. Þar tekur Vésteinn til athugunar ritgerðir þær sem Halldór skrifaði um fornmenningu Islendinga. Þar á eftir kemur grein eftir ungan sagn- fræðing, Hörð Vilberg Lárusson, um Kanasjónvarpið sem svo var nefnt og þær deilur sem það vakti með þjóðinni, einkum á sjöunda áratugnum. Því næst er einn af föstu þáttunum í ritinu, Sjón og saga. Þar rekur einn ritstjórnar- manna, Sigurður Ragnarsson sagn- fræðingur, sögu Miðbæjarskólans í stórum dráttum og birtar eru margar myndir sem varpa ljósi á sögu þessa merkilega húss og sýna um leið hvernig það tengist ýmsum stórviðburðum þjóðarsögunnar á þessari öld. Oskar Guðmundsson blaðamaður segir frá Magnúsi Kri- stjánssyni, smið og meðhjálpara í Olafsvík, en hann var afkastamikill rithöfundur og fræðimaður og hélt dagbók í um 70 ár. Birtar eru tvær frásagnir eftir Magnús, sú fyrri er um móverk en hin síðari um flutn- ing Fróðárkirkju til Ólafsvíkur. Guðmundur Hálfdánarson, dósent við Háskóla Islands, tekur fullveldi Islands árið 1918 til umfjöllunar í þættinum Afmæli og í öðrum föst- um þætti, Sjónarhóli, ræðir Halldór Ármann Sigurðsson prófessor um gagn og nauðsyn ættfræðinnar. Fjórði fasti þátturinn er svo Af bókum en þar hugleiðir Kristján Jóhann Jónsson þróun og stöðu ís- lenskrar leiklistar út frá þremur nýútkomnum ritverkum um leik- hússögu og nefnir grein sína Saga í sviðsljósi. Ritin sem hann leggur út af eru Aldarsaga Leikfélags Reykjavíkur eftir Eggert Þór Bernharðsson og Þórunni Valdi- marsdóttur, Leyndarmál frú Stef- aníu eftir Jón Viðar Jónsson og ís- lensk leiklist I og II eftir Svein Einarsson. Ein þýðing birtist að þessu sinni í Nýrri sögu. Það er þýðing Finn- boga Guðmundssonar, fyrrverandi landsbókavarðar, á Gotasögu, sænskri fornsögu sem lýsir upphafi byggðar á eyjunni Gotlandi í Eystrasalti. Með þýðingunni fylgir formáli þýðanda. ------------------ Myndlist á Netinu Ellert Grétarsson, Egilsstöðum, hef- ur opnað tölvu-myndlistarsýningu á Netinu, á vef Eldsmiðsins á Horna- fírði. Þai' er að finna 13 myndir sem hann vann á síðasta ári og notaði til þess myndvinnsluforritið Photoshop og þrívíddarfomtið Brvce. Þetta er önnur sýningin sem Ellert setur upp á Netinu; sýningin er á slóðinni http://www.eldhorn.is/~eIg Listræn gjafavara Listakot Eyrnalokkagöt Nú einnig 100 gerðir af eyrnalokkum 3 stœrðir ■£ árgreiðslustofan apparstíg (sfmi 5513010) -t -tc,„r„,a iQin ^ðaluö útsala hefst í dag kl. 10.00 Allt að 70% afslóttur SKÆÐI Allar eldri tegundir af POLLINI seldar með JU/o afslætti Kringlunni, 1. hæð, simi 568 9345 Húsnæðismálanefnd Sjálfstæðisflokksins Ný skipan húsnæóismála Opinn fundur í Valhöll í dag, fimmtudag 7. janúar, kl. 17. Fundarefni: 1. Ný skipan húsnæðismála - íbúðalánasjóður. Frummælandi Gunnar S. Bjömssonr formaður stjórnar íbúðalánasjóðs og starfandi fram- kvæmdastjóri. 2. Stefna Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum. Kynning á drögum að ályktun 33. landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Nefndin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.