Morgunblaðið - 07.01.1999, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 07.01.1999, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 7. JANIJAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR SAMKOMULAG hefar tekist milli sam- gönguráðuneytis, menntamálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar um að vinna að því að ráðstefnumiðstöð og tónlistarhús í tengslum við nýtt hótel geti risið í hjarta borgarinnar. Að- dragandi þessa er býsna langur. Þegar ég skip- aði nefnd í árslok 1991 til að kanna möguleika og hagkvæmni þess að ráðstefnumiðstöð yrði byggð í Reykjavík hafði umræðan um nauðsyn þeirrar framkvæmdar staðið í fjölmörg ár. Tónlistarhúsið á sér ennþá lengri sögu. Árið 1943 gaf Tónlistarfélagið Passíusálmana út í hátíðarútgáfu í 1.000 tölusettum eintökum og skyldi ágóðanum varið til byggingar tónlist- ai'hallar í Reykjavík. Arið 1945 komu Kvæði og rímur Hallgríms út í sömu útgáfu og Sálmar og hugvekjur 1957. Og kann ég þá sögu ekki lengri. A undanfómum árum hefur orðið gífurlegur vöxtur í ferðaþjónustu og á það ekki hvað síst við um ráðstefnu- geirann. Ráðstefnuskrifstofa Islands var opnuð 1992 til þess að leggja meiri þunga á þennan þátt ferðaþjón- ustunnar. Stofnaðilar voru Ferða- málaráð, Reykjavíkurborg, Flugleið- ir, Samband veitinga- og gistihúsa og Félag íslenskra ferðaskrifstofa. Það sýndi sig strax að þetta var rétt ákvörðun. Nú eru aðilamir orðnir rétt um fjömtíu og frá 1994-1998 hef- ur fjöldi alþjóðlegra ráðstefna og ráð- stefnugesta hér á landi þrefaldast. Það er til marks um mikilvægi þessa þáttar ferðaþjónustunnar að reiknað er með að brúttótekjur af 600 manna ráðstefnu sem stendur í þrjá daga geti numið 30 millj. kr. Ef ráðstefnan er aíf erlendum uppruna er talið að um 2/3 hlutar þeirrar fjárhæðar verði eftir hérlendis. Slík ráð- stefna nýtir allt að 20% gistirýmis í Reykjavík meðan hún stendur yfir. Kannanir sýna að ráð- stefnugestir leita eftir afþreyingu af ýmsum toga og framlengja jafnvel dvöl sína til að njóta þess betur sem gestgjafalandið hefur upp á að bjóða. Má þar nefna jöldaferðir, hvala- skoðunarferðir, hesta- ferðir og hvers konar afþreyingu aðra sem í boði er. Hér hef ég nefnt það sem er einstakt fyr- Ráðstefnumiðstöð á að vera lifandi hús, segir Halldór Blöndal, með ótal uppákomum á hverjum degi, stórum og smáum. ir ísland til að undirstrika að ráð- stefnuþáttur ferðaþjónustunnar nýt- ist ekki einungis höfuðborginni eða næsta nágrenni hennar heldur land- inu öllu. Lykillinn að ráðstefnumiðstöð í Reykjavík er vitaskuld sá að hér rísi hótel í gæðaflokki sem getur keppt á alþjóðlegum markaði þar sem mest- ar kröfur eru gerðar. Það er sjálf- stætt verkefni að finna fjárfesta að slíkri framkvæmd og rekstraraðila sem gjarnan má vera hinn sami. Ugglaust má segja að affarasælast sé að alþjóðleg hótelkeðja standi að rekstri hótelsins og ráðstefnumið- stöðvarinnar til þess að tryggja markaðssetninguna erlendis. Og minni ég þá á að hinar voldugu hótel- keðjur hafa fasta viðskiptavini sem færast á milli hótela í mismunandi löndum og mismunandi stöðum. Það sem gefur okkur sérstaka möguleika í því sambandi er þetta tvennt sem við þreytumst aldrei á að endurtaka: Island er miðja vegu milli Evrópu og Ameriku með beinu flugi til milli 20 og 30 áfangastaða beggja vegna Atl- antshafsins. Og svo er hin sérstaka náttúra landsins sem enginn getur keppt við. En ráðstefnumiðstöð er ekki ein- ungis fyrir erlenda gesti eða form- legar ráðstefnur. Hún verður að vera lifandi hús með ótal uppákomum á hverjum degi, stórum og smáum. Ég skoðaði slíka miðstöð í Helsinki. Auðvitað voru þar haldin skákmót og bridsmót, þar voru vörusýningar og myndlistarsýningar. En mesta at- hygli vakti og það var stolt forstjór- ans að heimsmeistaramót í pílukasti var árlegur viðburður á þeim bæ. Og til útskýringar lét forstjórinn þess getið að til þess að ná upp nýting- unni stæðu dyrnar opnar íyrir allri starfsemi og öllum viðburðum svo lengi sem þeir væru löglegir. Það er fjölnota hús af þessu tagi sem ég sé fyrir mér þegar ég hugsa um hina væntanlegu ráðstefnumiðstöð í Reykjavík og er raunar stoltur af því að við setjum markið ögn hærra með því að við ætlum því að vera tónlist- arhöll um leið. Ekki hefur farið hjá því að nokk- urrar tortryggni gæti hjá tónlistar- mönnum og í ferðamálageiranum í garð þeirrar hugmyndar að sameina ráðstefnumiðstöð og tónlistarhús. Sú tortryggni er ástæðulaus. Heimkynni sinfóníuhljómsveitarinnar verða stóri 1.200 manna salurinn. Svo stórar ráð- stefnur verða mjög fátíðar og ákveðnar með löngum fyrirvara svo að ekki þarf að koma til árekstra. Ég vil að endingu óska okkur öll- um til hamingju með að ákvörðun skuli tekin um ráðstefnumiðstöð og tónlistarhús í Reykjavík. Það er íyrsta skrefið og á nýrri öld hillir undir að framkvæmdir hefjist. Höfundur er samgönguráðherra. Ráðstefnu- miðstöð er tím- anna tákn Halldór Blöndal TILKYNNING UM SKRÁNINGU HLUTABRÉFA Á VERÐBRÉFAÞING ÍSLANDS HHAÐFRYSTISTÖÐ ÞORSHAFNAR HF. SKRÁNING HLUTABRÉFA Stjórn Veröbréfaþings íslands hefur samþykkt aö skrá hlutabréf félagsins á Aöallista og veröa bréfin skráö þann 11. janúar 1999. Hlutafé sem Á stjórnarfundi 15. desember 1998 var ákveðfð að óska eftir skráð verður: skráningu á Aðallista Verðbréfaþings íslands. Heildarnafnverð hlutafjár er alis 431.250.000 kr. Ekki verða gefin út ný hlutabréf í tengslum við skráninguna. Starfsemi: Tllgangur félagsins samkvæmt 3. gr. samþykkta er að „starfrækja útgerð og fiskvinnslu. Einnig sölustarfsemi, rekstur fasteigna, lánastarfssemi og annan skyldan atvinnurekstur.” Félagið starfar skv. lögum um hlutafélög nr. 2/1995. Markmið með Að unnt verði að elga viðsklpti með bréf félagsins á skráningu: skipulegum markaði, Verðbréfaþingi íslands. Skránlng hlutabréfanna á VÞÍ er eðlilegt skref í þróun fyrirtækisins sem opið almenningshlutafélag. Umsjón meb Landsbanki íslands hf., Viðskiptastofa, kt. 540291-2259, skránlngu: Laugavegi 77, 155 Reykjavík og Strandgötu 1, 600 Akureyrl. Skráningarlýsing og önnur gögn vegna ofangreindra hlutabréfa liggja frammi hjá Landsbanka íslands hf., Laugavegi 77,155 Reykjavík, Strandgötu 1, 600 Akureyri og á skrifstofu Hraöfrystistöövar Þórshafnar, Eyrarvegi 16, 680 Þórshöfn. Landsbanki Islands Landsbanki íslands hf. - Viöskiptastofa Laugavegl 77, 155 Reykjavfk, síml 560 3100, bréfsíml 560 3199, www.landsbankl.l Að læra gegn- um húðina Bjarni Ragnhildur Ólafsson Richter FYRIR margt löngu var sú saga sögð að nemandi nokkur í menntaskóla beit í sig að náttúrufræði skyldi hann aldrei læra. Hann taldi þá námsgrein fyr- ir neðan virðingu sína, sagnfræði var hins veg- ar eftirlæti hans og henni helgaði hann tíma sinn. Sá hængur var á afstöðu hans að náttúrufræði var grein til stúdentsprófs. I þá daga var hægt að fá mínus 23 fyrir að standa algerlega á gati og ólíklegt að nokkur þyldi það. Bekkjarbræður okkar manns lögðu sig því í líma við að telja honum hughvarf en töluðu fyr- ir daufum eyrum. Fyrir munnlegt próf í náttúrufræði lá hann uppi á bæli, sneri sér til veggjar og þuldi ártöl. Rétt áður en kom að honum í prófi settist vinur hans inn til hans, Okkur dettur jafnvel í hug, segja Bjarni Ólafsson og Ragnhild- ur Richter, að eðlis- fræði lærist léttast í gegnum húðina. sló upp í kennslubókinni sem opnað- ist á ánamaðkinum og fór vinurinn upphátt með helstu fregnir af þein-i þarflegu skepnu á meðan hinn bjó sig til prófs. Ekki er að orðlengja það að á prófinu kom hann upp í ánamaðkinum og töldu kunnugir að nú væri sagnfræðingnum borgið. Þvílík hundaheppni. En sá varðist allra frétta og svaraði spumingum kennara og prófdómara með djúpri þögn. Loks gáfust þeir upp og stóri mínusinn blasti við, próftaki vai' sendur út. En í dyi'unum fékk hann bakþanka, sneri sér við og sagði: „Það sakar kannski ekki að geta þess að kvikindið andar með húð- inni!“ Það er ekkert nýtt að nemendur eigi sér eftirlætisnámsgreinar. Það er líka hætt við að kennsla yrði daufleg ef kennari væri ekki sann- færður um að eigin námsgrein væri öðrum merkilegri. Nemendur brosa í kampinn þegar hann talar innblás- inn um „aðalgreinina". Smáýfingar geta orðið á kennarastofum þar sem tekist er á um mikilvægi náms- greina. Oftast er þetta á spaugsnót- unum og gerir svo sem engum til. Við nánari umhugsun er öllum ljóst að vel unnið verk ber launin í sjálfu sér hvort sem nemandi gerist inn- vígður í náttúrufræði eða sögu. Húðarnám Sagan um orminn sem andar með húðinni kom okkur í hug þegar við lásum viðtal Salvarar Nordal við Þorstein Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði, í Morgunblaðinu 6. des. sl. Viðtalið er sjálfsagt tekið vegna þess að Þorsteinn er ritstjóri nýút- komins safns greina um raunvísindi. Ein millifyrirsögn í viðtalinu er: „Lærum ekki gegnum húðina." Og hér er tekið beint upp eftir Þor- steini: í Háskólanum finnum við mikið fyrir því agaleysi sem ríkir hér og birtist meðal annars í því að fólk tel- ur sig geta lært gegnum húðina sem ég kalla svo, líkt og við lærum móð- urmálið og ef til vill önnur mál. En það er ekki hægt að læra raungrein- ar í gegnum húðina, það er aðeins hægt með skipulögðum vinnubrögð- um. Þessi skortur á aga birtist í því að nemendur koma sér hjá því að læra raungreinar sem krefjast ag- aðra vinnubragða. Þar sem við erum íslenskukenn- arar í framhaldsskóla sjáum við okkur knúin til að gera nokkrar at- hugasemdir við þessi orð Þorsteins. Þorsteinn ber saman ósambæri- leg atriði þegar hann ber það hvern- ig börn læra að tjá sig í málum- Titboð 30% afsláttur mán.-mil kl. 9-13 AndlitsbaS 1 asn Litun oq plokkun Handsnijrtinq tl.980 1.690 2.690 Samt. 9.160 30% ajsl. 6.612 cö <7^ . SNYRTI & NUDDSTOFA HönnuKristínarDidriksen Laugavegi 40, sími 561 8677 Peysuúrvalið er í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 É SÖLUKEniNSLA GUNNARS ANDRfl Einkaþjálfun • Námskeið • Ráðgjöf • Fyrirlestrar váí> mbl.is ALLTAf= enrTH\SA£> NÝT1 Við höfum sameiginlegt markmið - að þér gangi vel! Upplýsingar í síma 561 3530 og 897 3167 a 1 1 w HÚSGAGNALAGERINN • Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.