Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 39
38 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 + MORGUNB LAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 39 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STORHUGAINN í NÝJA ÖLD AKVORÐUN um að reisa tónlistarhús í Reykjavík er mikið fagnaðarefni. Eftir þær yfírlýsingar, sem ráð- herrar menntamála og samgöngumála og borgarstjórinn í Reykjavík gáfu í fyrradag má ganga út frá því sem vísu, að nú verði unnið ötullega að því að reisa þetta hús, sem verður fyrst og fremst aðsetur Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Mannvirkið mun einnig rúma ráðstefnumiðstöð en eins og fram kom í máli Björns Bjarnasonar, mennta- málaráðherra, á blaðamannafundi um málið mun hvergi verða gengið á hlut Sinfóníuhljómsveitar Islands og tón- listarmanna við að reisa sameiginlega byggingu af þess- um toga. Er það mjög mikilvægt. Sömuleiðis er afar mikilvægt að náðst hafi þverpólitísk samstaða um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumið- stöðvar en eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri, benti á felst í því trygging fyrir því að mannvirkið verði reist óháð því hvaða pólitísku vindar blása á næstu misserum. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um staðsetn- ingu hússins en það mun annaðhvort verða reist við höfn- ina og Faxaskála eða við Suðurgötu, austan Hótels Sögu. Báðir kostirnir hafa sína kosti og galla en ljóst má vera að mannvirki sem þetta myndi setja nýjan svip á miðborg- ina, gæða hana nýju lífi. Augljóst er að með byggingu þessa mannvirkis munu stoðir hins blómlega tónlistarlífs hér á landi verða styrkt- ar en jafnframt er ljóst að ráðstefnumiðstöð af því tagi sem hér er áformuð mun auka mjög möguleika í ferða- þjónustu. Mannvirkið er ótvírætt merki um að landsmenn stefna stórhuga inn í nýja öld og með nýjar áherslur í far- angrinum. Þessi niðurstaða hlýtur að vera sérstakt ánægjuefni fyrir Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, en eftir að hann tók við því embætti bundu tónlistarmenn og unn- endur tónlistar miklar vonir við að hann mundi koma þessu máli í örugga höfn á yfirstandandi kjörtímabili. Hann hefur með þeim ákvörðunum, sem nú hafa verið teknar staðið undir þeim væntingum með þeim hætti, sem vænta mátti. SAMKEPPNIUM ÍBÚÐALÁN LANDSBANKI íslands hf„ veðdeild, ætlar að bjóða einstaklingum upp á almenn íbúðalán í samkeppni við hinn nýstofnaða Ibúðalánasjóð, sem tók við af Húsnæðis- stofnun ríkisins um áramótin. Þar með er komin opinber samkeppni við það íbúðalánakerfi, sem verið hefur í land- inu í áratugi og ber að fagna slíku framtaki, sem ætti að geta orðið einstaklingum, sem eru að koma sér upp þaki yfír höfuðið, til hagsbóta. Veðdeild Landsbankans hefur um langan aldur séð um innheimtu og lánaafgreiðslu fyrir ^ Húsnæðisstofnun, en um leið og ákveðið var að stofna íbúðalánasjóð samdist ekki milli hins nýja sjóðs og Landsbankans um framhald viðskipta þessara aðila. Veðdeildin, sem hafði nær ein- göngu sinnt Húsnæðisstofnun, varð því verkefnalaus eða verkefnalítil við þessa breytingu. Nú hefur hins vegar stjórn Landsbankans ákveðið að nýta áfram reynslu veð- deildarinnar með því að fara í samkeppni við hinn ríkis- rekna íbúðalánasjóð um íbúðalán til einstaklinga. Strax við upphaf þessarar samkeppni er bryddað upp á nýlundu. Landsbankinn ætlar að bjóða viðskiptavinum veðdeildarinnar lán í hinum nýja gjaldmiðli Myntbanda- lags Evrópu, evrunni. Það þýðir að þau lán verða ekki með verðtryggingu tengda vísitölu og væntanlega bjóðast lántakendum mun lægri vextir en ella. Aftur á móti taka lántakendur í evrulánum ákveðna gengisáhættu og þá er spurning, hvort menn hafa orðið það mikla trú á stöðug- leika íslenzkra efnahagsmála, að þeir taki þann kost. Alla vega eiga menn fleiri kosta völ en áður. Aukinn fjölbreytileiki í fasteignalánum og samkeppni er af hinu góða. Nauðsynlegt er einnig, eins og Halldór Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið, að bankakerfinu hérlendis verði gert kleift að sinna þessari starfsemi á jafnréttisgrundvelli við ríkisstofnunina Ibúðalánasjóð. „A flestum þróaðri fjár- málamörkuðum heimsins hafa bankar og sérhæfðar fjár- málastofnanir yfirtekið starfsemi af þessu tagi og hún er ekki lengur í höndum ríkisstofnana.“ Venileg breyting á skipulagi húsnæðismála Ibúðalánasjóður tók formlega við hlutverki Húsnæðisstofnunar rík- isins um áramót og af því tilefni boðaði Páll Pétursson, félagsmála- ráðherra, til blaða- mannafundar ásamt stjórnendum stofnunar- innar, þar sem farið var yfír þær breytingar sem þetta hefur í för með sér. íbúðalánasjóður tók við hlutverki Húsnæðisstofnunar um áramót Hið ág*ætasta mál að Landsbankinn sinni slíkri þjónustu PÁLL Pétursson, félagsmálaráð- herra, segir að sér lítist ágætlega á það að veðdeild Landsbankans bjóði upp á almenn íbúðalán í samkeppni við Ibúðalánasjóð, en frá fyrirætlun- um þar að lútandi var skýrt í Morg- unblaðinu í gær. „Ef stjómendur Landsbankans meta það svo að þeir geti þjónað neytendum með jafngóðum eða betri hætti en Ibúðalánasjóður þá er það hið besta mál,“ sagði Páll. Hann sagði að ef Landsbankinn gæti útvegað lán á lægri vöxtum og þeir treystu sér til að taka meiri áhættu og ef það kæmi viðkomandi til góða og yrði ekki til þess að hann færi sér að voða fjárhagslega, þá væri það bara hið ágætasta mál, að Landsbankinn færi út í slíka þjón- ustu. PÁLL Pétiirsson sagði að með tilkomu íbúðalánasjóðs hefði orðið veruleg breyting á skipulagi húsnæðismála. Far- ið hefði fram heildarendurskoðun í þeim efnum og mikilvægt væri að koma á framfæri upplýsingum þar að lútandi. Breytingar á almenna hús- bréfakerfinu væru einkum fólgnar í því að bankarnir fengju aukið hlutverk og fólk ætti ekki að þurfa að gera annað en hafa samband við sinn fasteignasala og bankaútibú þegar húsnæðisvið- skipti væru annars vegar, sem ætti að vera þægilegra fyrir neytandann. Breytingar á félagslega íbúðakerfinu væru hins vegar töluvert miklar. Við- komandi fengi húsbréfalán og síðan viðbótar peningalán og samtíma- greiddar vaxtabætur, sem væri greið- ari og betri félagsleg aðstoð heldur en áður hefði verið. Guðmundur Bjamason, umhverfis- ráðherra, sem ráðinn hefur verið for- stjóri íbúðalánasjóðs, sagði á fundin- um að hann myndi fylgjast með starf- seminni eins og hann gæti vegna starfa sinna á öðrum vettvangi næstu vikum- ar, en gerði ráð fyrir að hann kæmi til starfa á stofnuninni um það leyti sem þingstörfum lyki í vor, en reiknað væri með þinglokum í kringum 10. mars. Gunnar S. Björnsson, formaður Morgunblaðið/Arni Sæberg ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR tók við hlutverki Húsnæðisstofnunar ríkisins um áramót. Taldir frá vinstri Gunnar S. Björasson, formaður stjórnar Ibúðalánasjóðs, Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, og Guðmundur Bjarnason, um- hverfisráðherra, sem ráðinn hefur verið forstjóri Ibúðalánasjóðs. stjórnar íbúðalánasjóðs, sagði að mikil vinna hefði verið samfara þeirri form- breytingu sem orðið hefði um áramót, enda væri verið að stokka íbúðalána- kerfið upp að verulegu leyti. Meðal þess sem breyttist væri að þjónustan væri færð nær viðskiptavinunum. Þannig myndi greiðslumat og öll um- fjöllun um lánasamninga og kaup- samninga lántaka fara fram í bönkun- um og fyrir tilverknað beinlínutengsla við íbúðalánasjóð. Lántakinn ætti ekki að þurfa að leita til annarra en síns við- skiptabanka. Varðveita um 140 þúsund lánsskjöl Gunnar sagði að starfsemin væri mjög viðamikil. I ár yrðu sennilega sendir út nærfellt 800 þúsund greiðsluseðlar til fólks alls staðar á landinu og það skipti miklu máli fyrir stofnunina að vera í tengslum við þetta fólk og að það gæti fengið þessa þjónustu hvar sem væri í bankakerf- inu. Þá varðveitti Ibúðalánasjóður um 140 þúsund lánsskjöl. Gunnar sagði að mikil uppstokkun hefði átt sér stað samfara því að íbúðalánasjóður tæki við hlutverki Húsnæðisstofnunar. Deildum væri fækkað og sviðið einfaldað. Að meðtal- inni veðdeild Landsbankans hefði Húsnæðisstofnun verið með 73 starfs- menn, en eftir uppstokkun yrðu starfsmenn 49 talsins að meðtöldum starfsmönnum í defid íbúðalánasjóðs á Sauðárkróki þar sem væru sex manns. Gunnar sagði að ný vefsíða íbúða- lánsjóðs væri með margvíslegum upp- lýsingum og ætlunin væri jafnframt að bæta við þær upplýsingar smátt og smátt. Hún væri þannig úr garði gerð að fólk ætti að geta farið beint þar inn, greiðslumetið sig sjálft og aflað sér þar þeirra upplýsinga sem það þyrfti um það hvar það stæði í þeim efnum. Ibúðakaup væru mikilvæg ákvörðun og miklu skipti að fólk fengi góða leið- beiningu í þeim efnum og því skipti geysilega miklu máli að upplýsinga- gjöf væri góð. Gunnar fjallaði einnig um þær breytingar sem verða á félagslega íbúðakerfinu og sagði að í hinu nýja félagslega kerfi hefði fólk nákvæmlega sama frjálsræði og fólk í hinu almenna húsnæðiskerfi. Þetta væri kannski stærsta breytingin sem nú yrði. Að vísu kynnu þeir sem kæmu inn í kerfið fyrstu tvö árin að þurfa að lúta ein- hverjum skilmálum húsnæðisnefnd- anna um að kaupa innlausnaríbúðir innan kerfisins, en eftir þau tvö ár gæti einstaklingur farið út á markað- inn og keypt sér þar íbúð án þess að hann væri háður nokkrum öðrum skil- yrðum en þeim að viðkomandi sveitar- félag væri tilbúið til þess að leggja fram þann skerf sem það þyrfti í ábyrgðarsjóð vegna viðbótarlánanna. Gunnar sagði að það væri nokkurn veginn ljóst miðað við fyrstu útboð á húsnæðisbréfum, sem fjármögnuðu viðbótarlánin og leiguíbúðalánin, að hægt yrði að bjóða hagstæð kjör á þeim. Vaxtakjörin væru innan við 4% á þeim lánum sem væru til 40 ára og með hliðsjón af þeim kjörum sem þeim væru að bjóðast á markaðnum ættu þeir sjálfsagt að geta verið fyrir neðan 5,1% í vöxtum á viðbótarlánum, en vextir í almenna húsbréfakerfinu eru 5,1%. Á blaðamannafundinum í gær opn- aði félagsmálaráðherra formlega nýja heimasíðu íbúðalánasjóðs, þar sem hægt er að afla sér upplýsinga um stofnunina og starfsemi hennar og framkvæma bráðabirgðagi-eiðslumat. Margir bankar og sparisjóðir bjóða lán til húsnæðiskaupa Bjóða vexti á bilinu 5,9 til 8,95% BANKAR og sparisjóðir hafa margir hverjir boðið sérstök langtímalán til húsnæðiskaupa og ráðast vaxtakjör þeirra af hlutfalli skulda sem á við- komandi eign hvíla. Lánin eru yfirleitt veitt til allt að 25 eða 30 ára, vextir eru á bilinu 5,9 til 8,95%, fastir og verð- tryggðir. Lántakendur geta notið vaxtabóta vegna þeirra uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði um slíkar bætur. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis hefur allt frá stofnun árið 1932 veitt húsbyggjendum lán og gerir enn að sögn Olafs Haraldssonar að- stoðarsparisjóðsstjóra. I dag eru boð- in lán til allt að 30 ára á 5,95 tfi 8,95% vöxtum. Segir Ólafur mikið um eins til tveggja milljóna króna lán en einnig talsvert um mun hærri lán. Flestir taka lán til 15 til 30 ára. Sé eign skuld- laus eru boðin lægstu vaxtakjörin en ef veðhlutfall er orðið 6(4-80% eru lán- in á dýrustu kjörunum. Ólafur segir að mestu miðað við veðhlutfall en einnig verðmæti eignar og aðrar kringum- stæður viðskiptavina sem oft eiga sér langa sögu hjá SPRON. Olafur Haraldsson segir fasteigna- lán sparisjóðsins áfram í boði, þau taki til nýbygginga, íbúðakaupa, endurnýj- unar eða til annarra verkefna svo sem sumarbústaðakaupa, endurskipulagn- ingar á fjármálum og fleira. Hann seg- ir hugmyndir Landsbankans um að taka upp sérstök fasteignalán ekki breyta miklu hvað SPRON varði. Sparisjóðurinn hafi alltaf verið snögg- ur að laga sig að markaðsaðstæðum og sérgrein hans hafi verið einstaklingur- inn og svo verði áfram. Þá segir hann ekkert því til fyrirstöðu að útvega er- lend lán, vaxtamunur sé enn nokkur milli Islands og annarra landa en á móti komi gengisáhættan. Búnaðarbanki íslands hf. hefur síð- ustu tvö til þrjú árin veitt húsnæðislán til 10-25 ára og eru vaxtakjörin á bil- inu 6,25 til 8,45%. „Vaxtakjörin ráðast af veðsetningarhlutfalli viðkomandi eignar og ef aðeins er um 10% veð- setningu að ræða getum við boðið lægstu kjörin, við bjóðum 7,25% vexti fyrir þá sem eru með 30 til 40% veð- hlutfall en sé það á bilinu 55-60% tök- um við hæstu vextina, 8,45%“, segir Moritz W. Sigurðsson, framkvæmda- stjóri einstaklingslána Búnaðarbank- ans. Moritz segir lánsupphæðina oft á bilinu tvær til þrjár milljónir króna en hún geti verið mun hæm ef verðmæti eignar og veðhlutfall leyfa og viðkom- andi viðskiptamaður er talinn geta staðið undir slíku láni. Hann segir nokkur þúsund slík lán í gangi nú og Vaxtabætur af öllum fasteignalánum VEXTIR af öllum lánum vegna húsnæðiskaupa, svo og lántöku- kostnaður vegna þeirra, skapar rétt til vaxtabóta í fjögur ár frá því kaup áttu sér stað, ef um notað húsnæði er að ræða, en í sjö ár ef um nýbyggingar er að ræða, sam- kvæmt lögum um tekju- og eigna- skatt. Að þessum tíma liðnum skapa vextir og lántökukostnaður af öll- um lánum til lengri tíma en tveggja ára rétt til vaxtabóta og skiptir í því sambandi ekki máli hver lánveitandinn er, t.d. hvort um er að ræða húsbréfalán, lífeyr- issjóðslán, eða lán frá banka eða sparisjóði eða hvort um veðlán er að ræða eða lán frá lánastofnun með sjálfskuldarábyrgð, enda séu lánin sannanlega til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota. hafi viðskiptamenn tekið þau bæði vegna fjárfestinga í íbúðarhúsnæði, vegna skuldbreytinga svo og til breyt- inga eða viðhalds. I sumum tilvikum er eins konar greiðslumat gert. Aðspurður segir Moritz það koma til greina að veita slík lán í erlendum gjaldmiðli enda sé tiltölulega gott að fá lán erlendis. Hann benti á að þótt vextir væru lægri erlendis fylgdi gengisáhætta erlendum lánum. Sigurveig Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Islandsbanka, sagði bankann lengi hafa veitt lán til fjárfestinga í íbúðarhúsnæði. Þau væru að nokkru leyti í samkeppni við Húsnæðisstofn- un og nú íbúðalánasjóð og væri það ætlan bankans að þróa áfram þennan kost fyrir íbúðarkaupendur. Hún sagði þessi lán bankans bera nokkru hærri vexti en væra fyrir hendi í hús- bréfakerfinu enda nyti bankinn ekki ríkisábyrgðar á þeim. Á móti kæmi hins vegar ákveðinn sveigjanleiki, möguleikar á breytilegri tilhögun af- borgana og slíkt. Umsækjendur um þessi lán verða að fara í gegnum greiðslumat. Lánin eru veitt til 25 ára hið mesta og eru vextir á bilinu 5,9% til 7,75%. Miðast það við veðhlutfall eignanna. Sigui-veig sagði lánin yffrleitt á bilinu 1,5 til 5 milljónir króna og að þúsundir viðskiptavina bankans hefðu nýtt sér þessi lán. 4 Ekki ríkisábyrgð til annarra „Bankarnir eru fullir af peningum og þeir þurfa að reyna að koma þeim út. Þeir verða að meta sín viðskipti sjálfir," sagði Páll. Aðspurður hvort til greina kæmi að veita öðrum aðilum en Ibúðalána- sjóði ríkisábyrgð á lánveitingum sín- um sagðist Páll ekki sjá það fyrir sér. „Þetta er ríkisstofnun og ég sé það ekki að hlutafélög geti farið að sækja á það,“ sagði Páll. Hann sagði hins vegar að ríkisá- byrgðin heyrði fyrst og fremst undir fjármálaráðuneytið. Niðurstaðan hefði orðið sú að hafa ríkisábyrgð á húsbréfunum og það stæði áfram. Ef menn ætluðu að taka upp ríkisá- byrgð á annars konar húsnæðislán- um þá væri það sérákvörðun. Aðspurður hvort ekki mætti velta því fyrir sér, úr því ýmsir aðilar á fjármagnsmarkaði, eins og lána- stofnanir og lífeyrissjóðir, væru farnir að bjóða fólki lán til húsnæðis- kaupa á hagkvæmum kjörum, hvort almennt húsnæðislánakeríí með rík- isábyrgð væri orðið tímaskekkja, sagðist Páll ekki líta svo á. Hann sagðist telja að við kæmumst ekkert hjá því að hafa einhverja stofnun, eins og Ibúðalánasjóð til þess að framkvæma húsnæðismálastefnu stjórnvalda og til þess að halda utan um hina félagslegu aðstoð. „Því mið- ur erum við ekki komnir á það stig ennþá í ríkidæminu að allir hafi möguleika á því að komast yfir hús- næði aðstoðarlaust,“ sagði Páll einnig. Skipað í stjórn Ibúðalánasjóðs SAMKVÆMT lögum um húsnæðis- mál frá því í fyrra skipar félagsmála- ráðhen-a stjórn íbúðalánasjóðs til fjögurra ára í senn. Félagsmálaráðherra hefur skipað eftirtalda aðila í stjómina frá 1. jan- úar 1999 til fjögurra ára. Gunnar S. Bjömsson, húsasmíðameistara, sem jafnframt er formaður stjórnarinnar. Varamann hans: Ingunni Guð- mundsdóttur, forseta bæjarstjórnar á Selfossi. Hákon Hákonarson, vél- virkja, sem jafnframt er varaformað- ur stjórnarinnar. Varamann hans: Kristin H. Gunnarsson, alþingis- mann. Arnbjörgu Sveinsdóttur, al- þingismann. Varamann hennar: Kristján Guðmundsson, trésmið, for- mann verkalýðsráðs Sjálfstæðis- flokksins. Kfristínu Ástgeirsdóttur, alþingismann. Varamann hennar: Kristján Gunnarsson, foi-mann Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur. Árna Gunnarsson, fyrrverandi aðstoðarmann ráðherra. Varamann hans: Guðránu Kr. Oladóttur, skrif- stofustjóra Starfsmannafélagsins Sóknar. Aukin samkeppni í millilandasímtölum leiðir til lægra verðs Verðþróun ó simtöluin P&S og Lmidsímmis til útlanda 1ð89-ð9 34,5% meðaltalslækk- un á 14 mánuðum Mikil verðlækkun hefur orðið á símtölum til útlanda undanfarið. Ný fyrirtæki hafa bæst 1 hóp þeirra sem bjóða slíka þjónustu og útlit er fyrir harða samkeppni á þessum markaði. Ragna Sara Jónsdóttir skoðaði verðþróun á símtölum til útlanda og núverandi og vænt- anlega keppinauta Landssímans. Gjaldskrá í jan.’99 HINN 1. janúar 1998 lauk 92 ára einkarétti ríkisins á rekstri rit- og talsíma hér- lendis. Samkvæmt tilskip- un Evrópusambandsins var fullu samkeppnisfrelsi í fjarskiptaþjón- ustu komið á. Frá þeim tíma hafa nokkrir keppinautar Landssímans í fjarskiptaþjónsutu hafið rekstur. Má þar nefna Tal hf., Skímu/Netsímann, dótturfyrirtæki Landssímans, ís- landssíma og Islandia Intemet. Þótt einokun ríkisins á fjarskipta- þjónustu hafi formlega lokið 1. janú- ar 1998, kom fyrsti keppinauturinn á sviði millilandasímtala ekki fram fyrr en undir lok síðasta árs. Frá 1. desember síðast liðnum urðu þátta- skil að því leyti að nýtt fyrirtæki sem veitir þá þjónustu hóf starfsemi. Skíma/Netsíminn, dótturfyrirtæki Landssímans, býður símnotendum að greiða lægra verð fyrir minni gæði í talsambandi í gegnum net- síma, þ.e. símtöl sem berast í gegn- um Netið. Tal hf. hefur jafnframt til- kynnt að fyrirtækið bjóði millilanda- símtöl frá og með 15. janúar nk. og lýst því yfir að gjaldskráin verði 20% lægri en gjaldskrá Landssímans. Hjá Islandia Intemet er til athugun- ar að hefja slíka þjónustu og Islands- sími hefur lýst því yfir að fyrirtækið muni bjóða upp á alhliða símaþjón- ustu, jafnt innanlands- sem milli- landa- og farsímtöl. Allt að 77% Iækkun á síðustu 10 árum Gjaldskrá millilandasímtala hefur farið ört lækkandi síðast liðið ár, eða frá því að fjarskiptarekstur var gef- inn frjáls. Að meðaltali hefur orðið 34,5% lækkun á gjaldskrá millilanda: símatala frá því í október 1997. 1 nóvember 1997, skömmu áður en fullu samkeppnisfrelsi var komið á, varð t.a.m. 22% lækkun að meðaltali á öllum millilandasímtölum hjá Landssímanum og á nýliðnu ári voru gjöld til ýmissa ríkja sem mikið er hringt í lækkuð. Símtöl til Norður- Ameríku lækkuðu 4. september sl. um 13%, úr 54 í 47 krónur mínútan, og 1. janúar sl. lækkuðu þau enn, um 15% úr 47 krónum í 40 krónur. Á fjögurra mánuða tímabili lækkuðu símtöl til Norður-Ameríku því alls um 26%. Þann 21. september sl. lækkaði gjaldskráin til Bretlands, Norður- landa og Þýskalands úr 38 krónum í 33 krónur, sem nemur um 13% lækk- un. Hinn 5. nóvember sl. var einnig gerð víðtæk lækkun til bæði Vestur- og Austur-Evrópulanda, Rússlands, Japans og Ástralíu. Mínútugjald til ýmissa Vestur-Evrópulanda lækkaði úr 44 krónum í 38 krónur, eða um 13,6%. Símtöl til Austur-Evrópu- landa lækkuðu einnig, úr 64 krónum í 44 krónur, sem samsvarar 14% lækkun. Símtöl til Rússlands, Japan og Ástralíu lækkuðu úr 84 la-ónum í 73 krónur, sem er 13,1% lækkun. Þegar litið er á verðþróun út- landasímtala síðustu tíu ára kemur í ljós að símtöl til þeirra landa sem einna mest er hringt til hafa lækkað á bilinu 62-77% á árabilinu 1989- 1999. Fyrir tíu árum var mínútu- gjald til Japan til dæmis rámar 318 krónur, en í dag er það 73 krónur. Lækkunin nemur 77%. Mikil lækkun hefur einnig orðið á símtölum til Bandaríkjanna á síðustu tíu árum, eða 76,5%, úr 170,3 krónum í 40 krónur. Símtöl til Norðurlandanna hafa einnig lækkað mikið í verði, um 64,2%, úr 92,1 krónu í 33 _______ krónur. Að sögn Olafs Stephensen, forstöðu- manns kynningar- og upplýsingamála Lands- símans má rekja þessar lækkanir til alþjóðlegrar samkeppni á símamarkaði og betri samninga Landssímans við erlend símafyrir- tæki. 20-30% ódýrari simtöl með netsima Netsíminn/Skíma býður milli 20 og 30% ódýrari millilandasímtöl en Landssíminn, miðað við dagtaxta Landssímans sem er hærri en kvöld- og næturtaxti, en taxti Netsímans gildir allan sólarhringinn. 32 krónur kostar að hringja til Bandaríkjanna, í stað 40 króna hjá Landssímanum, sem er 20% ódýrara, 26,4 krónur til Norðurlandanna, Bretlands og Þýskalands í stað 33 króna hjá Landssímanum, einnig 20% ódýrara, Land Landsíminn kr./mín. Netsíminn/ Skíma kr./mín. Danmörk 33,00 26,40 Noregur 33,00 26,40 Svíþjóð 33,00 26,40 Finnland 33,00 26,40 Bretland 33,00 26,40 Þýskaland 33,00 26,40 Bandaríkin 40,00 32,00 Ástralía 73,00 58,20 Japan 73,00 58,20 Hjá Landsímanum er um dagtaxta að ræða. Næturtaxtinn er lægri og gildistíminn er breytilegur. Hjá Netsímanum/Skímu er sami taxti allan sólarhringinn. Næstum heilt ár án samkeppni og 58,2 krónur til Ástralíu og Japan í stað 73 króna hjá Landssímanum, munurinn er 20%. Netsíminn lækkaði símgjöld til Bandaríkjanna og Kanada hinn 30.■ * desember sl., úr 37,6 krónum í 32 krónur. Tveimur dögum síðar gekk í gildi ný gjaldskrá hjá Landssíman- um þar sem símtöl til Bandaríkjanna lækkuðu úr 47 krónum í 40 krónur, eða um tæp 15%. Verðlækkanir á millilandasímtöl- um má einna helst rekja til aukinnar samkeppni, svo og aukinna tækninýjunga. Flutningsgeta ljós- leiðarastrengja hefur stóraukist og betri nýting fæst á tækjabúnaði en áður. Hvað varðar Netsím- ann/Skímu, er fyrirtækinu kleift að bjóða ódýrari millilandasímtöl með hefðbundnum símtækjum þar sem símtalið fer i, gegnum Netið. Ástæður fyrir verðlækkunum _________ Landssímans eru hins vegar einkum vegna tækninýjunga og aukinnar sam- keppni, en fyrirtækið hefur náð hag- stæðari samningum við erlend síma- félög, sem fela í sér lækkun á enda- stöðvai-gjaldi. „Vaxandi samkeppni hefur knúið símafyrii’tæki til að leita allra leiða til að lækka verð á símtölum. Varðandi innanlandsmarkað hefur ekki komið í ljós fyrr en á allra síðustu mánuðum að Landssíminn myndi hljóta sam- keppni í millilandasímtölum. Þó má skýra verðlækkanir Landssímans fyrir þann tíma með þróuninni á al- þjóðlegum símamarkaði og hefur fyr- irtækið árum saman tekið þátt í þeim þróun,“ segir Olafur Stephen- sen, forstöðumaður kynningar- og upplýsingamála Landssímans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.