Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 4Í Fyrst þú ert koinin á fjórða ár / fara áttu að vinna. / Þú átt að læra Iistir þrjár: / lesa, prjóna og spinna. Þessi gamli húsgangur er að öllum líkindum nokkur hundruð ára gamall. Þó ekki eldri en fjög- ur til fimm hundruð ára, því eitt orð í vísunni gef- ur mikla heimild um að hægt er að takmarka aldur hennar en það er orðið að „prjóna". I vísunni kem- ur fram að bamið eigi að læra að prjóna en íslend- ingar kunnu ekkert með prjóna að fara fyrr en á 16. öld. í íslenskum ritum kemur orðið „prjónað- ur“ fyrst fyrir í biblíu Guðbrands biskups árið 1584. Áður en prjónið kom til vora ofnar flestar þær flíkur sem nú þykir eðlilegt að prjóna. Þessi vísa ber í sér, fyrir utan það að vera til skemmtunar, merki- legar heimildir um hversu ung börn vora þegar þau fóra að taka full- an þátt í vinnu og lífi fullorðna fólksins. Þótt í dag þyki óraunhæft að kenna þriggja ára gömlu barni að lesa, pijóna og spinna þá var það ekki svo á þessum tíma sem um ræðir því þegar málið er skoðað ofan í kjölinn þá er þetta alltaf spurning um viðmið. Miðað við nútímabarn sem elst upp í venjulegu nútímasamfélagi er þetta nokkuð ósannfær- andi lýsing en þannig er viðmiðið líka rangt eins og oft hættir til þeg- ar verið er að meta hluti hvort þeir era tníverðugir eða ekki. Aðstæð- ur þá vora allt aðrar, bæði samfélagslegar og svo aðstæður á heimil- um, en þær stuðluðu að því að börnin voru tekin strax inn í samfélag fullorðinna. Börnin höfðu engin tækifæri þá til að hlaupa um víðan völl og rífa allt og tæta eins og þau eru mörg hver þekkt fyrir nú. í fyrsta lagi voru húsakynnin það lítil og í öðru lagi var ekkert til að rífa og tæta. Fyrir utan það að liýsakynnin vora ekki stór þá var íverastaður heim- ilisfólksins nánast eingöngu í baðstofunni. Fólk sat á rúmum sínum við að koma ull í fat eða við aðra vinnu er til féll því þá var það heim- ilið sjálft sem var hin viðurkennda vinnueining samfélagsins. Nálægð fólksins við hvert annað var því mjög náið og skapaði aðstæður sem við þekkjum ekki í dag og nærri má geta að börn á mannmörgum heimiium voru fljót að verða vör við hvað fullorðna fólkið var að að- hafast allan daginn. Börnin vissu því fljótt hvers var ætlast til af þeim því það var íjótt Iitið á þau sem nánast fullorðnar manneskjur að einu undanskildu, þau voru smávaxnar manneskjur. Þar ineð höfðu þau heldur engin forréttindi umfram aðra innan heimilisins. Ut frá því viðmiði hversu mikil nærvera barnanna var við fullorðna fólkið öllum stundum, bæði gamalt og ungt, þá skilur maður frekar af hverju og hvernig börnin lærðu svo fljótt listir hinna eldri, að lesa, prjóna og spinna. Börn hafa og munu alltaf tileinka sér það sem fyrir þeim er haft og eru fljót að því. f fyrsta þætti Spuna á nýju ári er boðið upp á kaðlapeysu úr Sisu-ull- argarni sem er vélþvæg ull, einstaklega létt og þægileg að vinna með. Hún er örlítið fínni en t.d. Peer Gynt og hentar vel bæði í fullorðins- og baraaflíkur. Þessi jakkapeysa er þægileg á hvaða mannamótum sem er, vinnunni, sumarbústaðnum, veislunni eða kránni. Gleðilegt ár! KAÐLAJAKKINN er pijónaður úr Sisugarai sem er 80% ull og 20 nylon. X ó V 7 V X X V V V V X X V V V V X X V V V V X X V V V V X X V V V V X XI V V V V X X V V V V X X V V V V xí & Y v v1 Y xi X V v V Y X X V V V Y X X v V V V X X V V V V X X V V V V X X V V V V X X V V V V X X X X V V V V X Xj Y y Y Y ' X V V V V V V V Y X V V' V V V V Y V X X V V V V V V V V X X, V V y V V V V Y X X V V y V V V Y Y IX X V V V 4 V V V V V X X V V V V V V V V X X V V ý V V V V y X X V V V V V Y Y V X & V. Y, V V V i2 f Munstur B, endurtekið prjóna hér ’ Munstur Á Endurtakið Endið hér Byijið hér H = Kantlykkja, slétt bæði á réttu og röngu. Cl = Slétt á réttu, brugðið á röngu. 12! = Bmgðið á réttu, slétt á röngu. B = Slétt með bláu. ^ I-----11 = Setjið 2 lykkjur á kaðlapijón fyrir aftan, 2 sléttar, pijónið lykkjumar af kaðlapijóninum sléttar. I —J = Setjið 2 lykkjur á kaðlapijón fyrir framan, 2 sléttar, pijónið lykkjumar af kaðlapijóninum sléttar. Karrýgulur kaðlajakki Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 102 108 114 120 Garn: Sisu 80% ull Sinnepsg. nr. 2337 13 14 14 15 d Blátt nr. 5563 1 dokka í allar stærð- ir Einnig er hægt að nota Mandarin Petit Addi-pijónar: 80 sm hringprj. nr. 2.5 og 3 Tölur: 9 stk. Góðir fylgihlutir: Merkihringir, prjónanælur, kaðlaprjónar, þvotta- merki fyrir garnið. Prjónfesta á Sisu: -27 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 3 = 10 sm. 34 lykkjur í kaðlaprjóni á prjóna nr. 3 = 10 sm. Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna. Ef of fast er prjónað þarf grófari prjóna. Bolur: Fitjið upp með bláu á hring- prjón nr. 2.5, 342-362-382-402 lykkjur. Slítið frá. Skiptið yfir í sinnepsgult og prjónið munstur A fram og til baka. Skiptið yfir á hringprjón nr. 3 þar sem sýnt er á teikningunni. Prjónið munstur B. Þegar allur bolurinn mælist 30-31- 32-33 sm er skipt í hliðum með 86- 91-96-101 lykkju á hvoru fram- stykki og 170-180-190-200 lykkjur á bakstykki. Prjónið hvert stykki fyr- ir sig. Bakstykki: Haldið áfram að prjóna munstur B. Þegar handvegurinn mælist 22-23-24-25 sm eru 36- 38- 40-42 lykkjur í miðju felldar af. Prjónið fyrst öðrum megin við háls- málið. Fellið af í byrjun prjóns við hálsmálið 5 lykkjur 3 sinnum = 52- 56-60-64 lykkjur á öxl. Prjónið áfram þar til handvegurinn mælist 24-25-26-27 sm. Felhð af lykkjurnar á öxlinni. Framstykkin: Prjónið eins og bak- stykkið, en þegar handvegurinn mæhst 17-18-19-20 sm er komið að hálsmálinu. Fellið af í byrjun prjóns við hálsmálið 10-11-12-13 lykkjur 1 sinni, 7 lykkjur 1 sinni, 5 lykkjur 1 sinni, 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 3 sinnum og 1 lykkju 3 sinnum. Prjónið áfram þar til framstykkið er jafn langt og bakstykkið. Felhð af. Ermar: Fitjið upp með bláu á hring- prjón nr. 2.5, 82 lykkjur á öllum stærðum. Slítið frá. Skiptið yfir í sinnepsgult og prjónið munstur A fram og til baka. Skiptið yfír á hringprjón nr. 3 þar sem sýnt er á teikningunni. Prjónið munstur B og aukið jafnframt í 1 lykkju í byrjun og enda prjóns fyrir innan kant- lykkjumar með 1 sm millibili þar til 164-170-176-184 lykkjur eru á erminni. Útauknu lykkjurnar koma smátt og smátt inn í munstrið. Þeg- ar öll ermin mælist 48-49-50-51 sm er fellt af. Hálslíning: Saumið axlir saman. Prjónið upp í hálsmálinu með sinn- epsgulu á hringprjón nr. 2.5, 5-6 lykkjur á hverja 2 sm. Prjónið slétt prjón fram og til baka 2.5 sm. Skipt- ið yfir í blátt og prjónið 1 prjón sléttan á réttunni + 1 prjón sléttan á röngunni (garður) = brotlína. Prjónið áfram 2.5 sm slétt prjón með bláu. Fellið af. Brjótið hálshð^* inguna um brotlínuna yfir á röng- una og saumið niður. Listar: Prjónið fyrst töluhstann. Prjónið upp meðfram annarri fram- brúninni með sinnepsgulu á hring- prjón nr. 2.5, 5-6 lykkjur á hverja 2 sm. Prjónið eins og hálslíninguna. Merkið fyrir 9 tölum á miðjan list- ann, þeirri efstu á móts við miðja hálslíninguna, þeirri neðstu 1.5 sm frá brún og hinum með jöfnu milli- bili. Prjónið hinn listann eins, en með hnappagötum á móts við tölurnar. Hvert hnappagat er gert yfir 3 lykkjur (munið einnig eftir að gera hnappagöt á innafbrotið). Saumið ermamar saman. Saumið þær í handveginn, næhð miðjuna erminni við axlasauminn og saumið niður í báðai’ áttir. Festið tölumar á. Saumið þvottamerki innan í jakkann. Rlvöru FRAMTIÐARSTARFSKRAFTUR FRAMTIÐARSTARFSKRAFTUR FRAMTIDARSTARFSKRAFTUR nám í vefsíðugerð FVRIR FOLH SEM ER Rfl SRRPR SÉR NVTT RTVINNUTEHIFERI Nám í vefsíðugerð er 200 tíma nám. Kennt er tvo morgna í viku frá kl. 8:30-12:00 og annan hvern föstudagsmorgunn frá kl. 8:30-12:00. Námið er að fullu lánshæft. RAFIÐNAÐARSKÓLINN Skeifan 11 b • Sími 568 5010 2 M 2 wiuvinisjiivisavaiiwviij anuvaasjavisavauwvaj anuvaasjavisavauwvaj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.