Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 50
4)0 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ALBERT JÓHANNSSON + Albert Jóhanns- son fæddist í Teigi í Fljótshlíð 25. september 1926. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 26. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Ey- vindarhólakirkju í Austur-Eyjafjölhnn 5. janúar. Kf Nú er fallinn frá vin- ur minn og skólabróðir, Albert Jóhannsson í Skógum. Hann var bú- inn að vera heilsutæpur í mörg ár, féll oft niður sárveikur en reis aftur upp á ný og var þá ótrúlega dugleg- ur að komast um allar jarðir, stund- um í hjólastól. Hinn mikli þróttur, sem í andan- um bjó knúði hann til dáða, þótt lík- amlegir burðir væru ekki til að sækja kjarkinn í. Hann átti svo mörg áhugamál, það var ekkert mannlegt, sem hug- myndir hans gátu ekki leikið sér að, ekkert sem hann ekki ræddi af þekkingu og reynslu, þó aldrei f^lgdi oflæti. Skarpar skoðanir og lysingar skorinorðar, enginn undan- sláttur eða vöflur, hver fékk sinn skammt af hreinskiptnu hugarfari og ekki auðvelt að umróta því. Ekki var hann þó þráablóð en hreinn og sannur, afar aðgengilegur og við- ræðugóður, hafði skoðanh’ sem hann bar fram án þess að nokkurn meiddi. Hlýr og drenglundaður. Albert Jóhannsson var alinn upp í Fljótshlíðinni, ekki fjarri þeim stað „þar sem Gunnar sneri aftur“. Var af góðum bændaættum, foreldrarnir í^iluðu af sér jörð, sem þeir höfðu strórbætt og hópi systkina, sem urðu þekkt fyrir dugnað og góða hæfíleika. Drengurinn ólst upp við sveita- störf og þekkti þau vel, kunni til verka. Hestarnir eignuðust merkisbera sinn í honum því af hinum fjölmörgu áhugamálum er ekki vafi að þar stóð hesturinn fremst. Ekki var því nema eðlilegt að samtöl okkar félaganna gengju í þá átt m.a. er ég heimsótti hann á sjúkrahús, nýlega. Þá hafði Albert eftir ungum sonarsyni sínum „að hann afí hefði níu líf“ eins og sagt er. Því næst barst talið að syn- inum norður í Húnavatnssýslu, JSkólastjóranum, sem var sestur á stórbýli með álitlegan hóp hrossa. Vindótt hross norður í Hegranesi, að vísu óhöpp í því, folaldakaup og hvað væri hugsanlega hægt að gera fyrir barnabömin. Þannig lifði Albert sig fullkomlega inn í líðandi stund, ráð- gerði helst langferðir í hrossaskoð- un, trúlega yrði erfitt að bæla niður að verða sér úti um efnilegt folald, eða hvað það nú var, áhuginn alltaf virkur, ráðagerðir, athafnir. Þetta er undrunarefni þeim, sem vissu hve mjög heilsunni hafði hrak- að þótt aldrei væri kvartað, æ oní æ, þegar rofaði til, var hugurinn og kjarkurinn samur við sig. Þannig minnist ég Alberts, fullur agðdáunar, hvemig hann bar sitt híutskipti og er viss á því, að enginn hefði staðið sig betur. A sinni tíð voram við bekkjar- bræður í „yngri-deild“ hér í Héraðs- skólanum á Laugarvatni. Albert var tvíburi en dvajdi hér með öðram bróður sínum, Agústi, sem var tæpu ári yngri. Þeir bræður hlupu svo yfir næsta bekk og fóra í gagnfræða- ^XXXXXXXIXIIXXXXr; H H H > H H H H H H H H H H >• V* Erfisdnkkjur P E R L A N Sími 562 0200 deild og luku því prófi með miklum ágætum, enda greindir vel og mig minnir þeir væru hnífjafnir á útskrift- inni. Þeir voru sínu heimili til sóma. Félagsmál voru Al- berti í blóð borin, hann starfaði víða í félögum, oftast í fremstu röð m.a. hreppsnefndar- maður í áratugi og odd- viti hluta af þeim tíma. Þá var Albert kosinn varaformaður Lands- sambands hestamanna 1964-1969, en þá lést af slysfórum Einar heitinn Sæmundsen og tók Albert þá við formennskunni og gegndi því starfi allt til 1983. Þessi störf vora rækt af samviskusemi og reglusemi og hann naut sín þar, kunnáttan var ríkuleg en ekki var það þó síst hinn lifandi áhugi, sem skóp hæfnina. Albert var heiðursfélagi í hesta- mannafélaginu Sindra og landssam- bandi hestamannafélaga og fleira mætti eflaust upp telja af þeirri virð- ingu er hann naut. A skólaáram minnist ég hve Albert var drátthagur og framhluti af hesti var oftar en ekki rissaður á blað hjá honum. Það kom líka upp úr dúmum að töluvert hefur hann skilið eftir sig bæði af teikningum og ljómandi fal- legum vatnslita- og olíumálverkum. Listhneigðin leyndi sér ekki, þótt ólærður væri á þeirri braut. Albert var skínandi vel hagmælt- ur, vísur hans og kvæði sýna að þar er margt vel orðað og gjarnan dýrt kveðið undir alls kyns bragarhátt- um. Já, hann Albert var fjölhæfur og var svo margt vel gefið. Hestamennskan var hans hjartans mál. Vill einhver renna með austur undir Fjöllin fríðu, þegar vorið er að byrja að láta á sér kræla? Það vora alltaf einstök viðbrigði að fara úr hásveitum Arnessýslu, meðan enn voru skurðir og gil full af snjó, rindarnir sem upp voru komn- ir, sinugráir, berangurslegir, skóg- urinn svartur, líflaus, vötnin ísilögð, köld. En þegar kom austur fyrir Seljalandsmúlann rann í fangið allt annar heimur, tún orðin græn, og stutt í það að tré færa að laufgast. Þá fór hrollurinn úr manni, skyndi- lega voraði. Að mörgu leyti var þetta líkt og flogið væri snemma vors frá íslandi suður til annama landa, þar sem sól- in er komin hærra á loft, allt annar heimur. Við ökum vestur á hlaðið á Ytri- Skógum og göngum á smábrú yfir skoppandi fjallalæk við hesthúsvegg- inn, undir bröttum hlíðum og vindum okkar inn í burstabyggt hesthús þar sem svolítið eimir eftir af gömlu við- byggingarstefnunni. Þar standa á stíum rauð og bleik hross, flest bles- ótt, kannski einn jarpur hestur, aðrir litir sjást varla. Það jafnvel glittir í fallegt auga með grönnum hringi, við dálítið glannalega blesótt. Já, margs konar fjörlegar lýsingar klingja manni í eyrum. - Hringur minn frá Rauðafelli er 152 cm, heldurðu að hann beri ekki meðaldrjóla? Það er ótrúlega gaman að hitta slíkan tómstundabónda og fá að kynnast ættliðabilunum, skoða allt frá folöldum í gamla hesta. Já, þarna var líka stóðhesturinn Vöggur, vel blesóttur, drifhvítur á fax og tagl. Hvernig líst þér á? - Síðan var spjallað við þá bænd- ur í Skógum og tryppi skoðuð víða í Fjalla-Blesafélaginu. Þetta er einn af þessum ógleymanlegu vordögum, þar sem heyra mátti grasið spretta. Manni auðnast, sem oft áður að rækja kynni við samfélag góðra hrossaræktarmanna, vænn dagur í minningunni þar sem vaxtarbrodd- urinn er ungviðið. Alltaf jafn gaman að vera með. Albert Jóhannsson var mikill gæfumaður í einkalífi, átti glæsilega heiðurskonu austan úr Alftaveri, Erlu Þorbergsdóttur, og með henni fjóra syni og eina dóttur, öll hin mannvænlegustu, tengdabörn og afabörn, öll á sömu lund. Hér var fólgin lífshamingjan, sem Albert kunni að meta, það leyndi sér ekki, því hann var stoltur af hópnum sín- um og hafði alveg efni á því. Mikil sorg var það fjölskyldunni er þau misstu soninn Gísla Þóri úr krabbameini, ungan og efnilegan dreng, sem hér í Menntaskólanum á Laugarvanti var að feta sig áfram til manndóms og meiri þroska. Hann varð mörgum haiTndauði. Eg vil fyrir hönd okkar hjóna þakka ánægjustundir í gagnkvæm- um heimsóknum og votta Erlu og fjölskyldunni samúð og biðja þeim allra blessunar. Það býr heiði’íkja og hressilegur blær í minningunni um Albert vin minn í Skógum. Far í guðs friði. Þorkell Bjarnason. Enn einu sinni hefur skarð verið höggvið í þann hóp sem útskrifaðist frá Kennaraskóla fslands vorið 1948. Einn bekkjarfélaginn enn, Al- bert Jóhannsson, er horfinn til feðra sinna. Hann kvaddi þennan heim á Sjúkrahúsi Selfoss annan dag jóla, sjötíu og tveggja ára að aldri, eftir hetjulega baráttu árum saman við óvæga sjúkdóma. Albert settist í þriðja bekk Kenn- araskólans haustið 1946 ásamt þrem öðram piltum. Hann féll fljótt og vel inn í hóp okkar bekkjarsystkinanna þótt hann kæmi í skólann tveim áram síðai’ en við hin og varð brátt framar- lega í flokki bæði í námi, leik og fé- lagslífi. Albert reyndist traustur fé- lagi og tryggur vinur, áreiðanlegur, reglusamur og Ijúflyndur og mátti ekki vamm sitt vita. Samverastund- irnar í bekknum okkar gleymast seint. Þeim bekk er okkur þótti skai-a fram úr um flest! Bekkjarandi var hvergi betri í skólanum, að okkar mati. Við voimm samhent og sjálfum okkur nóg, iðulega heimsóttum við hvert annað og ræddum hugstæð efni. Mikið var sungið og var Albert þar áhugasamur þátttakandi með sína ágætu rödd og ómældan sjóð af söngtextum er hann kunni. Sumir létu fjúka í kviðlingum og bar Albert þar af, þegar sá gállinn var á honum, en hann flíkaði ekki hæfileikum sín- um meðan hann var í Kennaraskólan- um. Þeir komu enn betur í ljós síðar þegar hann hóf störf að námi loknu. Mér er það minnisstætt hvað Al- bert var snjall á málfundum í skól- anum. Hann hafði gott vald á máli og var drengilegur ræðumaður, rök- fastur og sannfærandi, beitti á stundum ísmeygilegri kímni sem fór í taugarnar á andmælendum hans. Hann var aldrei orðheitur og þaðan af síður stríðmæltur, hvað henti okkur hina á stundum þegar við vor- um á öndverðum meiði við hann á fundum. Og Albert naut sannarlega samverunnar í Kennaraskólanum sbr. þessi orð sem hann reit í minn- ingarbók mína að skilnaði: „Þessi tvö ár, sem við höfum verið skóla- og bekkjarbræður hafa liðið eins og ljúfur draumur." Að loknu námi í Kennaraskólan- um aflaði Albert sér framhalds- menntunar í Danmörku og Svíþjóð og var því vel búinn undir ævistarf sitt. Frá árinu 1949 var hann kenn- ari í Skógaskóla við góðan orðstír og nemendum sínum mikil hjálparhella í félagsstarfi þeirra. Og nú kom brátt í ljós hvílíkum hæfileikum hann var búinn. Það hlóðust bók- staflega á hann störf þarna fyrir austan því margir leituðu til hans um lausn mála. Hann var hreppsnefndarmaður í tuttugu ár í sinni sveit, Austur- Eyjafjallahreppi, og oddviti í fjögur ár. Þá gegndi hann lengi for- mennsku í Landssambandi hesta- mannafélaga og var ritstjóri tíma- rits hestamanna. Einnig stundaði Albert ritstörf, skrifaði fjölda blaða- greina og samdi merkar bækur um hestamenn og hestamennsku. Það var með ólíkindum hve miklu hann kom í verk á þessum árum. Og það er ekki öll sagan sögð enn því hon- um var fleira til lista lagt. Hann var skáldmæltur vel, kunni ógrynni af vísum og birtust ljóð hans víða. Einnig var hann áhugasamur mynd- listarmaður og hélt einkasýningu á málverkum sínum af íslenska hest- inum. Og enn fleiri strengir vora í hörpu hans. Það mun ekki hafa verið á margra vitorði að hann var tón- smiður og samdi eitt sinn sönglag við ljúfan óð er hann orti til konu sinnar, Guðrúnar Erlu Þorbergs- dóttur. Þau kynntust í Skógaskóla þar sem hún var ráðskona, felldu hugi saman og gengu í heilagt hjónaband 1955. Settu saman bú og byggðu sér reisulegt hús á staðnum. Eignuðust með tíð og tíma fimm mannvænleg börn og eru fjögur þeirra á lífi. Þau vora samhent um uppeldi og velferð barna sinna sem og flest annað og hjónaband þeirra var því farsælt og fjölskylduböndin sterk. Þau höfðu mikið umleikis um tíma með barna- hópinn og margvísleg störf húsbónd- ans. Það var því gestagangur hjá þeim hjónum, enda gestrisni mikil og ekki farið í manngreinarálit. Það má því nærri geta að húsmóðirin sat ekki auðum höndum. Meginþunginn af uppeldi barnanna og miklum og margþættum heimilisstörfum hvíldi á herðum hennar. Meðfædd atorka og viljastyrkur Erlu kom sér nú vel. Hún er forkur duglegur sem hafði hinar bestu forsagnir "um heimilis- haldið. Hún var því sannkölluð „mat- er familias" eins og Rómverjar nefndu miklar fjölskyldumæður. Albert lét af störfum fyrir áratug af heilsufarsástæðum. Hann leitaði sér lækninga í Reykjavík og lagðist stundum inn á sjúki’ahús sér til heilsubótar. Þá heimsótti ég hann iðulega og við rifjuðum upp fyrri kynni í Kennaraskólanum. Þegar ég spurði um líðan hans eyddi hann því tali oftast nær og fór að segja mér spaugilegar sögur frá skólaáram og fara með hestavísur og annan fróð- leik. Hann kunni ógrynni af kveð- skap, var stálminnugur og sagði vel frá. Hann kvartaði ekki og var jafn- an hress í anda þó líðanin væri ekki sem best. Lífsviljinn var mikill og sálarstyrkurinn og andlegir hæfi- leikar óskertir til hinstu stundar. Endurfundir okkar bekkjarsystk- ina ásamt mökum austur á Skógum í ofanverðum júnímánuði í tilefni af fimmtíu ára útskriftarafmælinu verða okkur ógleymanlegir. Höfð- inglegar móttökur á heimili þeirra hjóna, Alberts og Erlu, veglegar veitingar húsmóðurinnar og fjörleg- ar frásagnir húsbóndans. Síðan kvöldvakan í félagsheimil- inu Fossbúanum þar sem söngur okkar hljómaði stafna á milli og sög- ur voru sagðar frá skólaárunum. Þar sat Albert hnarreistur í hjóla- stólnum við hliðina á Erlu, konu sinni, og sagði allra manna best frá, hafsjór af hestavísum og gamansög- um af kennurum og bekkjarsystkin- um. Þessi síðasta mynd af vini mín- um og bekkjarbróður stendur mér skýi' fyrir hugskotssjónum nú er ég kveð hann hinstu kveðju með þess- um fáu orðum. Albert kom miklu í verk á allt of stuttri starfsævi. Það mun seint fenna í fótspor hans austur undir Eyjafjöll- um. Fráfall hins látna heiðursmanns er öllum harmsefni er þekktu hann. En sárastur er söknuður hans nán- ustu. Það er huggun harmi gegn að löngu sjúkdómsstríði er nú lokið og Albert horfinn í dýrð annars heims og nýtur þar næðisstunda hjá því Al- mætti sem öllu ræður. Við Rannveig sendum Erlu, börn- um hennar, barnabömum og tengdafólki innilegar samúðarkveðj- ur. Ingólfur A. Þorkelsson. Við andlát vinar míns og skóla- bróður, Alberts Jóhannssonar, stíga minningarnar fram hver af annarri líkt og myndir á tjaldi. Fyrsta myndin er skýr, gleymist ekki. Nýi' kafli var að hefjast í lífi okkar. Á lýðveldisárinu haustið 1944 hófum við mám við Héraðsskólann að Laugarvatni í hópi fjölmargra ung- menna hvaðanæva af landinu. Dvöl- in á Laugarvatni var eins konar op- inberun fyrir okkur, enda flest okk- ar aðeins með þáverandi skyldunám að baki, en aftur á móti höfðum við öðlast víðtæka reynslu með þátt- töku í atvinnulífi þjóðarinnar bæði til lands og sjávar. Sú reynsla var dýrmætt veganesti inn í þetta nýja samfélag. Það ríkti bjartsýni í nem- endahópnum, við vorum komin til að læra og taka þátt í félagslífi skól- ans. Á blómaskeiði sínu voru hér- aðsskólarnir eins og sólargeisli í menningarlífi þjóðarinnar með því að opna dyr sínar fyrir þúsundum ungmenna, sem að öðrum kosti hefðu ekki átt greiðan aðgang að framhaldsnámi. Allt var nýtt bæði nám og félagslíf og minnisstæðir eru málfundirnir í skólanum. Þar var rætt um allt milli himins og jarðar og ekki hvað síst nýfengið frelsi og framtíð þjóðarinnar. Sveitapilturinn úr Fljótshlíðinni blómstraði í þessu samfélagi skól- ans. Albert var námsmaður í fremstu röð og mál sitt flutti hann af hógværð og studdi það ljósum rökum. Hann var réttsýnn og sann- gjarn, öfgar voru eitur í hans bein- um og hann var eindreginn talsmað- ur þeirra sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Bekkjarsystkinin frá Laugarvatnsárunum kveðja vin sinn og félaga með virðingu og þökk. Að loknu námi í fyrstu gagnfræða- deild Laugarvatnsskólans vorið 1946 lá leið okkai' í Kennaraskóla Islands og settumst við þá um haustið í þriðja bekk skólans. Þar var íyi-ir góður og glaðvær hópur, sem alla tíð hefur haldið vel saman. Svo stóð á fyrir mér þetta haust, að ég átti ekki á vísan að róa með húsnæði og fæði. Albert var búinn að leysa þau mál. „Eg fæ að vera hjá góðu fólki, sem nýlega er flutt í bæinn austan úr Fljótshlíð," sagði hann og bætti svo við: „Eg ætla að vita, hvort þú getur ekki fengið að deila með mér her- berginu og fengið fæði líka.“ Er ekki að orðlengja það að þetta gekk eftir. Fyrir þetta drengskaparbragð er ég vini mínum ævinlega þakklátur og þetta lýsir honrfe vel. Árin tvö á Bi-agagötu 22 A voru sólskinstími í mínu lífi. I Kennaraskólanum naut Albert sín vel, stundaði námið af kappi og tók þátt í félagslífinu af áhuga. Hann var prúðmenni í sam- skiptum við aðra, hrókur alls fagnað- ar á gleðistundum, kunni frá mörgu að segja, gamansamur án allrar græsku, söngvinn, ágætur hagyrð- ingur og margt fleh'a var honum til lista lagt. Hann orti ekki aðeins ljóð, hann samdi líka lög við þau og kunnir eru hæfileikar hans á sviði myndlist- ar. Hér var enginn meðalmaður á ferð. Eins og vænta mátti hlóðust á kénnarann í Skógaskóla margs konar félagsmálastörf. Hesturinn átti hug hans allan, þjóðkunnur varð hann fyrir störf sín í þágu hestamanna og þar kom sér vel hversu gott vald hann hafði á íslensku máli og hversu næmt auga hann hafði fyrir skáld- skap, bæði í bundnu og óbundnu máli. Þeir, sem betur til þekkja, munu greina frá störfum Alberts að hinum ýmsu félagsmálum. Fyrir um það bil tíu áram veiktist vinur okkar og háði harða baráttu við erfiða sjúk- dóma til hins síðasta. Hann bar veik- indi sín ekki á torg, eyddi jafnan tal- inu, ef um þau var rætt, vildi heldur ræða aðra hluti svo sem að hlusta á eða fara með vel kveðnar vísur, rifja upp gamlar minningar og fleira af því taginu. Við hlið hans í sjúkdómsstríð- inu stóð eiginkona hans, Erla Þor- bergsdóttir, og fjölskyldan öll. í mín- um fóram er framsamið ljóð og lag eftir Albert tileinkað konu hans. Nefnir hann það: Til þín og sýnir það vel, hversu mikils hann metur hana. Ljóðið er þannig: Þegar veturinn víkur af stóli/og vorsól á tinda skín. Hugurinn háloftin flýgur/heim til þín, ástin mín. Og þar leikur sér blærinn í laufi/um litfógur skógargöng, í lofti er áfengur ilmur/og ómur af fuglasöng. Og hvert sem að leiðimar liggja/lífsins um farinn veg, minningu æsku og ástar/eigum við, þú og ég. Við bekkjarsystkinin úr Kennara- skólanum höfum oft hist í gegnum tíðina og síðast í vor á 50 ára kenn- araafmælinu. Við fjölmenntum aust- ur í Skóga og áttum þar tvo dýrlega daga með þeim hjónum, Albert og Erlu. Á heimili þeirra nutum við gestrisni þeirra og góðra veitinga og um kvöldið kom hópurinn saman í Fossbúð. Stundin gleymist ekki: Maturinn góður, slegið var á létta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.