Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 52
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNA HJARTARDÓTTIR + Jóhanna Hjart- ardóttir var fædd á Saurum í Laxárdal 24. ágúst 1911. Hún andaðist á heimili sínu sunnudaginn 27. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Hjört- ur Jónsson, f. 4.12. 18897 d. 22.2. 1918, -~og Asa Egilsdóttir, f. 17.6. 1886, d. 1.7. 1931. Systkini Jó- hönnu voru Bene- dikt Hjartarson, f. 4.2. 1909, d. 7.2. 1990; Friðrik Hjartarson, f. 7.8. 1912, d. 24.12. 1985; Margrét Hjartar- dóttir, f. 28.7. 1913, húsfreyja í Reykjavík; Jón Sigurður Hjart- arson, f. 12.9. 1917, d. 9.12. 1996; og Kristján Bjarnason, f. 23.9. 1906, d. í mars 1998. Hinn 20. nóvember 1943 gift- ist Jóhanna eftirlifandi eigin- manni sínum, Ingólíl Guðjóns- syni, frá Skaftafelli í Vest- mannaeyjum, f. 15.7. 1913. For- , ^ildrar hans voru Guðjón Haf- liðason, f. 8.6. 1889, d. 13.7. 1963, og Halldóra Þórólfsdóttir, f. 10.7. 1893, d. 10.1. 1985. Jó- hanna og Ingólfur eignuðust Elsku amma mín, mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Þú varst svo góð amma, þú kenndir mér að biðja margar fal- legar bænir og ég er svo þakklát fyrir það. Mikið er ég fegin að hafa komið til Hafnarfjarðar í ^þdentaveisluna hjá henni litlu systir minni og fá að vera með þér. Þú varst svo stolt af því að sjá hana með hvítu húfuna og ég er ennþá ánægðari núna að hafa fengið að vera með þér og sjá fal- lega brosið þitt. Það sem er efst í huga mér núna er hvað hann afi á eftir að vera einn því að þið voruð aldrei í sitthvoru lagi, afi var alltaf svo ánægður með litlu sætu konuna sína. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir að hafa verið amma mín, ef eitthvað bjátaði á þá var svo gott að hringja í þig og alltaf sagðir þú þegar þú varst að kveðja mig: „Drottinn blessi þig, nafna mín“, og alltaf var ég með ^rorin í augunum, þegar ég var bú- in að leggja símann á því að þessi orð voru mér svo mikils virði. Þegar ég keyrði þig heim eftir stúdentsveisluna sagðir þú við mig: „Elsku nafna mín, ég er nú búin að lifa í 87 ár og hver má ekki þakka fyrir þennan aldur? En samt varð mér svo brugðið þegar mamma hringdi til mín til Vestmannaeyja og sagði mér að þú værir dáin. Elsku afi minn, pabbi, mamma, Esra og fjölskyldur, ég bið góðan Guð að styrkja okkur öll því að ég veit að það gerir hann. Guð veri með þér, elsku amma mín. %>Þín nafna Jóhanna Inga. tvo syni, átta barna- börn og átta barna- barnabörn. 1) Hjörtur Ásgeir, f. 29.5. 1945, hann er kvæntur Margréti Helgadóttur, f. 16.12. 1945, og eiga þau þijú börn. Þau eru: Jóhanna Inga, f. 1.7. 1966; Jónas Friðrik, f. 28.10. 1969; og Iljördís Ósk, f. 20.9. 1978. 2) Jóhannes Esra, f. 7.10. 1948, hann var giftur Báru Guð- mundsdóttur, f. 6.11. 1946, þau eiga fjögur börn. Þau eru: Ása Svanhvít, f. 15.9. 1966; Guð- mundur Ingi, f. 9.10. 1972; Ingólfur, f. 27.8. 1976; og Bryn- dís f. 22.7. 1981. Jóhannes og Bára slitu samvistum. Seinni kona Jóhannesar er Guðný Anna Thórshamar, f. 18.1.1953, og eiga þau eina dóttur, Irenu Dís, f. 4.2. 1991. Jóhanna og Ingólfur bjuggu lengst af í Lukku í Vestmannaeyjum en fluttu til Reykjavíkur eftir gos 1973. Utför Jóhönnu fer fram frá Fíladelfíu, Hátúni 2, í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma, það er erfitt að setjast niður og skrifa um þig minningarorð, því að mér finnst eins og þú sért ennþá hér hjá okk- ur. Elsku amma, það er huggun harmi gegn að þú skyldir fá að deyja heima hjá honum afa, sem elskar þig svo heitt. Söknuður hans er sár. Það er margs að minnast en ég man hve gott var að koma til þín þegar ég var að læra mitt fag, þá kom ég á hverjum degi úr vinnunni og fékk að hvíla mig áður en skólinn byrjaði og oft- ar en ekki sofnaði ég og þá vaktir þú mig, það var svo notalegt. Ég mun alltaf muna eftir ykkur afa svo haimingjusömum. Þið leiddust alltaf og voruð sem eitt. Hvar sem þið komuð vöktuð þið eftirtekt. Það má læra margt af ykkur, að vera ánægður með það sem maður hefur. Við komum oft til ykkar afa á sunnudögum og það leið ekki á löngu þar til Halldóra var farin að toga í pilsið þitt „amma áttu ís?“ Þá komst þú að vörmu spori með ísblóm handa henni. Það er erfitt að útskýra fyrir þig þriggja ára gömlu barni að langamma sé dáin og við vitum að það verður erfitt að fara með hana á Dalbrautina því að hún á eftir að spyrja mikið um þig. En við höfum sagt henni að þú sért hjá Guði og þar Mði þér vel. Það var gaman að geta komið til þín á afmælisdaginn þinn þann 24. ágúst sl. og sýna þér í fyrsta skipti yngsta langömmubarnið þitt, hana Helenu Hrund. Þú hélst á henni svo lengi og við tókum svo fallegar myndir af ykkur afa með hana. Því miður mun hún ekki muna eftir þér, en við munum HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR + Helga Kristjánsdóttir fædd- ist í Reykjavík 11. janúar 1948. Hún lést á Landspítalan- um 9. desember síðastliðinn og „|fór útför hennar fram frá Foss- 'vogskirkju 17. desember. Hve langt sem er á milli okkar og hversu sem Mfið hefur breytt okkur, þá eru tengsl okkar órjúfan- leg, þú verður alltaf sérstakur partur af lífi mínu. _ Elsku besta Helga mín, eða Welga systir eins og ég kallaði þig alltaf, ég vil þakka allar þaer yndis- legu stundir sem ég átti með þér. Ég tel mig vera eina af þeim heppnu að hafa þekkt þig. Þú gafst lífinu gildi og gerir enn. Þú kenndir mér að meta Mfið á annan hátt, njóta stundarinnar og augnabliks- ins; I gegnum þessa löngu baráttu gafst þú aldrei upp, varst alltaf svo yfirveguð og þér leið alltaf svo vel að þinni sögn. Hláturinn þinn var aldrei langt undan og stundum gát- um við hlegið að óförum hvor ann- arrar svo tímunum skipti. Ég sakna þess nú þegar að segja henni frá þér þegar hún vex úr grasi. Elsku amma, takk fyrir allt það yndislega sem þú hefur gert fyrir okkur, ég mun alltaf muna eftir þér brosandi, glaðlegri og já- kvæðri með fallega hárið þitt, sem lengi vel var niður í mitti og alltaf í fléttu. Elsku afi minn, mikill er missir þinn og megi Guð veita þér styrk í sorg þinni. Jónas, Ólöf og dætur. Elsku amma mín, nú ertu búin að kveðja okkur, 87 ára að aldri. Um þig á ég margar góðar minn- ingar, sem ég mun geyma á góðum stað í hjarta mínu. Þegar ég hugsa um þig, sé ég fallega brosið þitt og fallegu flétturnar þínar. Ég man hvað þú hafðir alltaf gaman af því þegar ég var í heimsókn hjá þér og afa á Dalbrautinni og spurði þig hvemig ég hafði verið þegar ég var lítil stelpa eða hvernig pabbi minn hafði verið. Og ekki er hægt að segja að þú hafir verið gleymin, þú mundir alla afmæMsdaga og alla helstu atburði sem þú hafðir upp- lifað öll þessi ár. Þú hafðir alltaf svo gaman af að segja mér frá því þegar ég var í heimsókn hjá ykkur afa í Ljósheimunum. Þá sagðir þú mér frá því þegar ég átti að fara með afa út í búð að kaupa mjólk handa ykkur, ég og afi vorum komin hálfa leið þegar afi leit til baka og þá var ég horfin. Afi sem varð alveg undrandi, hélt bara að jörðin hafði gleypt mig fór til þín og þar var ég búin að fela mig í pilsfaldinum þínum, og sagðist vilja vera heima og passa hana ömmu mína. Amma mín, þú varst alltaf svo róleg og góð, fyrsta æskuminningin mín sýnir það hvað þú varst alltaf róleg, þegar ég læstist inni á klósetti aðeins þriggja ára gömul. Sat bara inni á klósetti og grét, á meðan varst þú fyrir utan og talaðir rólega til mín og söngst, og að lokum sofnaði ég, og þegar búið var að opna tókst þú mig í fangið og brostir. Ein af síð- ustu heimsóknum mínum til þín og afa var 15. desember sl. Þá kom ég til að segja þér og afa að nú væri ég orðin stúdent. Þú varst svo glöð og stolt að ég mun aldrei gleyma brosinu þínu þann dag. Ekki held- ur því hvað ég var stolt yfir því þegar þú og afi gátuð komið í stúd- entsveisluna mína. Síðasta stundin okkar saman var síðastliðið aðfangadagskvöld og þeirri stund mun ég aldrei gleyma. Élsku amma mín, ég þakka þér fyrir allar góðu stundimar sem við höfum átt saman, þær mun ég geyma á góðum stað og segja svo börnunum mínum frá þeim. Elsku afi minn, pabbi, mamma, Esra og fjölskyldur, megi góður Guð vera hjá okkur og styrkja. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín sonardóttir Hjördís Ósk. heyra ekki hlátur þinn, finna ekki lífsvilja þinn og hugrekki þitt. Þú fannst alltaf bjartar hliðar á öllum málum. Og ekki má gleyma kraft- inum sem þú hafðir, þrátt fyrir veikindin. Mér er það svo minnis- stætt að í sumar þegar við giftum okkur varst þú ekkert að gefa eftir. Varst allt í öllu og við hjónin viljum þakka fyrir það. Elsku Helga mín, þú fórst of snemma, þú áttir allt Mfið framund- an en ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna, með manninum þínum. Ég mun aldrei gleyma þér. Elsku Andrea, Hjörtur, Inga, Vilborg, Hilmar og böm, megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þín frænka, Hulda. + Holger Peter Clausen fæddist á Hellissandi 13. ágúst 1923. Hann lést á heimili dóttur sinnar í HoIIandi 27. desesmber síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 5. janúar. Með fáum orðum vil ég minnast Holgers Clausen og greina stuttlega frá kynnum mínum af honum, er hófust þegar ég var að- eins sex ára gamall. Ungur að árum var ég svo lánsamur að eignast marga góða vini. Sú vinátta efldist í gegnum unglingsárin. Minn stóri vinahópur hafði þá sérstöðu að eiga félagsmiðstöð á grunnskólaárunum. Hún var í Hraunbæ 97, á heimili Holgers og Guðrúnar, en þar hitt- umst við einatt hjá Einari syni þeirra. Langlundargeð og þolin- mæði þeirra hjóna gagnvart stráka- stóðinu, sem daglega hafði lengri og skemmri viðdvöl á_ heimili þeirra, var aðdáunaiverð. Ég hygg að það sé ekki síst þeim að þakka að hóp- urinn var svo samrýndur á þessum árum. Af því spratt traust vinátta fullorðinna einstaklinga. + Guðrún (Stella) Gunnars- dóttir fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1921. Hún lést á heim- ili sínu á Seltjarnarnesi 11. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 21. desember. Elsku hjartans Stella mín, nú ertu farin frá okkur. Margar góðar minningar leita á hugann tengdar þér og fjölskyldu þinni. Heimili ykkar á Barðaströnd var veisluhús- ið okkar í ættinni. Þangað var okk- ur boðið í dýrðlegar veislur og þá sérstaklega jólaveislur. Það hefur alltaf verið svo hátíðlegt í kringum veislurnar hennar Stellu frænku, enda var hún af Engeyjarætt, eins og við sögðum oft í gríni. Við erum veisluglöð fjölskylda. Matargerð hefur alltaf leikið í höndunum á Stellu og systrum henn- ar, enda var móðir þeirra, Ása Krist- ín, þekkt fyrir góðan mat. Snillingar elda góðan mat með hjartanu og það gerði hún Stella móðursystir mín. Ég sé ennþá ljóslifandi iyrir mér hvemig hún gengur rösklega til verks, ekkert vol og víl. En þetta fólk er allt svona, heilsteypt og gott. Stella og systkini hennar reyndu margt erfitt á yngri árum þegar móðir þeirra dó frá þeim ungum. Það hefur líklega orðið til þess að systkinin eru nánari en ella. Það hefur eflt þau í stað þess að sundra þeim. Tengslin eru sterk í ættinni og veislur oft haldnar, sem styrkja enn frekar böndin á milli okkar. Það nýjasta eru frænkuveislurnar okkar. Stellu verður sárt saknað úr þeim hressa hópi kvenna á öllum aldri. Ég þekki vel allt móðurfólkið mitt, en það þakka ég fyrst og fremst systkinum móður minnar, sem séð hafa til þess að við hitt- umst reglulega í gegnum tíðina. En nú er Stella ekki lengur á meðal okkar og ég mun sakna henn- ar. Hún var ein af þessum sterku stólpum í ættinni. Hún sá um að kalla okkur saman á jóladag, opnaði heimili sitt fyrir öllum sem vildu gleðjast með frændfólkinu á jólun- um. Það voru allir ætíð velkomnir. Hún snaraði fram kræsingum eins og ekkert væri. Þetta var heimili gnægtar. Skipstjórinn á heimilinu færði björg í bú og húsfreyjan bauð til veislu. Það hefur alltaf verið ein- hver ævintýraljómi í kringum heim- ili Stellu og Margeirs. Holger var ljúfur maður og léttur í lund og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarn- ar á tilverunni. Ég minnist hans vart öðruvísi en brosandi og með gamanyrði á vörum. Við áttum sam- eiginlegt áhugamál sem var tónlistin; Hol- ger söng með Kirkjukór Árbæjar- kirkju en sjálfur söng ég í Kór Langholts- kirkju við hlið systkin- anna Einars og Krist- bjargar. Holger og Guðrún voru fastagestir á tónleikum Kórs Lang- holtskirkju. Oft spjölluðum við saman í hléi eða að tónleikum lokn- um og ég fann að áhugi hans var sannur og einlægur. Það er ungu fólki gott veganesti að kynnast mönnum sem bera byrð- ar sínar af trtmennsku og hógværð en lifa lífinu léttir í lundu og með bros á vör. Minningin um Holger Clausen lifir í huga mér. Ég bið góðan guð að styrkja Guðrúnu og börn hennar í sorginni. Fóstbróður mínum Einari Clausen sendi ég mínar hjartanlegustu samúðar- kveðjur. Helgi Þór Ingason. Ég hef oft hugsað til þess þegar ég hitti Stellu og Margeir í sumar- leyfi okkar á Flórída fyrir mörgum árum. Hún bauð mér auðvitað í matarveislu og svo fórum við líka á búðaráp saman. Það var skemmti- leg búðaferð. Við fórum m.a. inn í skóbúð og hún vildi máta einhverja skó og talaði íslensku með látbragði við afgreiðslustúlkuna. Ég hló mig máttlausa og hún hafði gaman af öllu saman. Þá vorum við í essinu okkar á sólríkri pálmaströnd. Ég veit að við hittumst aftur, elsku frænka. Þá veit ég að þú tek- ur á móti mér með dýrðarinnar veislu. Þau eru væntanlega mörg kunnugleg andlitin sem taka vel á móti þér núna, SteHa mín. Minningarnar lifa áfram í hjört- um okkar. Þær tekur enginn frá okkur. Ég bið algóðan Guð að blessa okkur öll þegar við kveðjum Stellu frænku. Megi englar Guðs vaka yfir Margeiri og hans nán- ustu, varðveita lífsgleði þeirra og veita þeim öllum styrk og trú á lífið aftur. Þín Marta. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. HOLGER PETER CLAUSEN GUÐRUN (STELLA) GUNNARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.