Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 5 KRISTÍN ÁRNADÓTTIR + Kristín Árna- dóttir fæddist á Látrum í Aðalvik í Sléttuhreppi, N-Is., 3. maí 1917. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Isa- firði 24. desember síðastiiðinn og fór útför hennar fram frá ísafjarðarkirkju 4. janúar. _ Nú er hún Kristín Árnadóttir látin. Ég veit ekki hvað margir ísfirðingar kannast við það nafn, en allir kannast við Stínu Gríms. Ég veit ekki hvort það var tíðarandinn í litlu samfélagi, eða samheldni þeirra hjóna, en alltaf þekktust þau hvort af öðru, Stína og Grímur. Mér finnst oft eins og ég hafi ver- ið ein af börnunum hennar Stínu, því að allar mínar æskuminningar eru samofnar henni, og það eru margar góðar minningar. Þegar Stína og Grímur bjuggu á Stakkanesi - í næsta húsi við ömmu mína - var þar alltaf góður sam- gangur. Stína var líka góð vinkona móður minnar, svo að þess vegna var ég alltaf inni á gafli hjá Stínu. Það var gósentíð fyrir mig, ég lék mér við börnin hennar, við höfðum lítinn kofa fyrir bú, fjárhús og rollur uppi á túni, svo var farið í ferðalög á sumrin til að heyja. Þetta eru yndis- legir tímar að minnast. Ég var ekki gömul þegar ég hafði það á hreinu hvenær bökunardagar voru hjá Stínu, og þá var ég mætt, enda var mér oft strítt á því að ég talaði upp úr svefni, og það um kök- ur frá Stínu og harðfisk frá Grími. Síðast þegar ég kom til ísafjarðar, buðu þau Stína og Grímur mér á heimili sitt á Hlíf. Hún bakaði pönnukökur fyrir mig og Grímur gaf mér harðfisk. Við rifjuðum upp gamlar minningar. Eg er þakklát fyrir þá stund. Það veldur alltaf depurð að missa ástvin, en það slær á hryggðina og gleður hjartað að vita að hún Stína þjáist ekki af veikindum lengur. Og sú fullvissa að þú ert hjá Drottni, það slær líka á dapur- leika. Minningin um þig gleður hjartað, þú varst alltaf svo sérstök, hlý, góð og jákvæð. Við systumar, ég, Brynja og Hrefna, og foreldr- ar okkar þökkum þér samveruna gegnum líf- ið. Við biðjum Ki'istínu guðsblessunar og send- um Grími, börnum hans, barnabörnum og tengdabörn- um hugheilar samúðarkveðjur. Rannveig Höskuldsdóttir. Elsku Stína mín. Mig langar að kveðja þig með ör- fáum orðum. Ég held að ég hafi ekki áttað mig almennilega á því að þú varst farin, fyrr en í jarðarför- inni þinni, þá verður einhvern veg- inn allt svo ljóst. Mér þykir leitt núna að ég skyldi ekki vera duglegri við að hafa sam- band við þig hin seinni ár, það er nú bara þannig að maður finnur sér ekki tíma fyrir þá sem manni þykir vænt um í hraða nútímans, því mið- ur. En minningin lifh' um yndislega manneskju sem var bæði hlý, glað- vær og örugg. Við vorum svo heppnir, púkarnir á Seljalandsveginum, að við voram eins og ein stór fjölskylda alla barn- æsku okkar. í hverju húsi voru ein- hver heimilisdýr, kindur, kýr og hænur, allar mömmur voru heima- vinnandi, og við áttum greiðan að- gang að þeim. Þegar ég hugsa til baka sé ég að flestir þessir foreldr- ar komu frá Homströndum, ef til vill kom andblærinn þaðan. Við krakkarnir lékum okkur saman í risaleik, brennibolta eða fallin spýt- an. Við voram út af fyrir okkur eins og í litlu þorpi, og ég held að við höfum aldrei hugsað út í það hvað við áttum raunverulega gott, þessi börn, að eiga aðgang að öllum þess- um foreldrum og öllum þessum heimilum. Nú þegar þið hverfið eitt af öðru fylgir hugsunin ykkur með þakklæti fyrir öll góðu árin í öryggi og skjóli. Ég átti marga góða stund í eld- húsinu hjá þér og þótt húsið væri lítið var alltaf pláss fyrri alla ung- ana, sem langaði að koma inn og fá mjólkurglas og kleinur eða pönnu- kökur. Því fylgdi líka alltaf glaðleg- ur dillandi hlátur og skemmtilegar sögur af samferðamönnum fyrr og síðar. Aldrei kom þó styggðaryrði af þínum vörum, Stína mín, þú mundir alltaf það góða og skemmti- lega í fari samferðamanna þinna. Þessa eiginleika bera börnin þín áfram. í dag er þetta litla sérstaka sam- félag ekki lengur til, þar sem þoi-pið innst á Seljalandsveginum er horfið inn ýstærra samfélag sem heitir í dag ísafjarðarbær, en ég er alveg örugg um að minningin um þessa yndislegu tíma lifir áfram með okk- ur sem fengum að taka þátt í þeim, og gerir okkur að betri manneskj- um. Takk fyrir allar ánægjustundirn- ar og pönsumar og bestu kleinur í heimi, sem þú gaukaðir meira að segja stundum að mér eftir að ég byrjaði sjálf að búa, þá var plast- poka fullum af iimandi kleinum stungið í þakkláta hönd. Guð geymi þig- Oft þá hvarflar hugur minn, horfms tíma til, í eldhúsið þitt góða inn, ég elsku Stína vil. Glaðlyndið og góðsemin, geislaði, og því hlýjan geymi hlátur þinn huga mínum í. A gamlan tíma - gjörðin fín gafst þú okkur sýn. Þannig mun ég minnast þín mektarfrænka mín. Nú bið ég Guð að geyma sál, sem góð svo var og hlý. M varst laus við pelli og prjál, en perla fyrir því. (íja.) Ásthildur Cesil Þórðardóttir. BOGI ÞORSTEINSSON + Bogi Ingiberg Þorsteinsson fæddist í Ljárskógaseli í Hjarðarholtssókn 2. ágúst 1918. Hann lést á Landspítalanum 17. desember síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Ytri-Njarð- víkurkirkju 29. desember. Jarð- sett var í Innri-Njarðvíkur- kirkjureit. Mig langar að minnast vinar míns Boga Þorsteinssonar lítillega, en hann lést 17. desember sl. eftir langa baráttu við erfið veikindi. Boga þekktu allir Njarðvíkingar, og í rauninni íþróttaáhugamenn um allt land ungir sem gamlir fyrir hið mikla starf hans að íþróttamálum og öðrum félagsmálum í bænum. Það var því mikill heiður fyrir okk- ur félagana sem litla gutta að fá far með Boga í bæinn á leiki fyrir nokkrum árum, og þannig má segja að vinskapur milli okkar félaganna hafi byrjað, áhugamálin voru þau sömu, íþróttir og ferðalög. Bogi sagði skemmtilega frá, og hafði gaman af því að segja frá þeim lönd- um, sem hann hafði heimsótt en þau voru fjölmörg, og líklega eru ekki margir Islendingar eins sigldir og Bogi var, á þeim árum þegar hann var hvað mest á ferðinni var ekki eins algengt að menn færa til út- landa líkt og gerist í dag. Hann talaði oft um að gaman væri að fara eins og eina ferð enn til sólarlanda, létum við svo verða af því fyrir þremur árum að fara sam- an til Kanaríeyja með Antoni vini okkar. Þar var okkar maður á heimavelli, þekkti alla þá veitinga- staði .og bari sem vert var að heim- sækja, hann talaði ágæta spönsku og hafði sérstaklega gaman af að biðja um vínlistann og koma okkur félögunum á óvart með þeim eð- alvínum sem hann pantaði, stundum þurftu þjónarnh' að fara niður í kjallara og ná í vínið, því það var ekki á hverjum degi sem menn pöntuðu þær tegundir og þá ár- ganga sem Boga fannst við hæfi að drekka með steikinni. Bogi var nefnilega heimsborgari í sér, alltaf vel til fara, vel mæltur á nokkur tungumál og hafði gaman af að veita og gefa öðrum. T.d. kostaði Bogi skólagöngu barna í Afríku og á Ind- landi um margi-a ára skeið, og þeg- ar ég var í stjórn körfuknattleiks- deildarinnar í Njarðvík kom Bogi hvað eftir annað, og vildi styðja enn frekar við bakið á deildinni. Þegar hann fékk sér nýjan bíl, þótti honum ekki taka því að selja þann gamla, spurði bara hvort við gætum ekki notað þann gamla undir erlendu leikmennina eða eitthvað slíkt. Hann átti líka til að koma á síðasta heimaleik fyrir jól og færa gjaldkeranum álitlega peningaupp- hæð, og spurði hvort við værum ekki blankir! Það eina sem hann bað um til baka var góður árangur „sinna“ manna, árangurinn þekkja allir sem eitthvað fylgjast með íþróttum, sigursælasta lið boltaí- þróttanna sl. tvo áratugina, það lík- aði honum ekki illa. Allt það mikla starf hans að fé- lagsmálum vann hann hins vegar í sjálfboðavinnu og hugsa ég að hon- um hafi aldrei svo mikið sem dottið það til hugar að fá greitt fyrir, þó hann hafi átt það skilið frekar en nokkur annar. Bogi lá ekki á skoðunum sínum, og þegar hann hafði gert upp hug sinn varð því ekki hnikað, hvort sem um var að ræða skoðanir á mönnum eða málefnum, kannski er körfuknattleikurinn orðin önnur vinsælasta íþróttagrein landsins vegna þess að Bogi og hinir sem ruddu brautina gengu ákveðið til verks og létu verkin tala. Hann sagði mér t.d. einu sinni að það væri munur á körfunni þegar hann var að setja Islandsmótið fyrstu árin og hóf ávarpið „kæru leikmenn og ágæti áhorfandi!" og núna þegar hann væri á leikjum í „Ljónagryfj- unni“ innan um yfir 1.000 áhorfend- ur, flesta á bandi Njarðvíkinga og allt á suðupunkti. Þetta fundust Boga miklar breytingar og fannst honum að sem til einhvers væri unnið, sérstaklega gladdist gamli maðurinn þegar hann las að fleiri iðkendur væru í körfubolta en hand- bolta, því þeir sem þekktu Boga vissu að á þeirri íþrótt hafði hann ekki miklar mætur. Þó Bogi hafi verið mikill sjúklingur hin síðustu ár og ekki viljað láta aðra hafa of mikið fyrir sér, neitaði staðfastlega að fara á elliheimili, og keyrði sjálf- ur þar til fyrir skemmstu, þá var það vinur hans Ingi Gunnarsson sem var honum innan handar með það sem hann ekki var fær um að gera sjálfur, og ber að virða þann mikla vinarhug sem Ingi og Lilla sýndu Boga, sérstaklega eftir að veikindi fóru að hrjá hann. Bogi var lagður á sjúkrahús 15. desember sl., tveimur dögum seinna var hann allur. Heiðurssætið í stúkunni, sem var gert sérstaklega fyrh' hann, er nú autt. Það verður eflaust tómlegi'a um að litast nú þegar Bogi er farinn frá okkur en minningin um góðan dreng mun lifa. Guð blessi minningu Boga Þor- steinssonar. Jón Einarsson. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KLARA SIGURÐARDÓTTIR, Hólmgarði 62, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 26. des- ember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Blésastöðum, Skeiðum. Erna Petersen Kragh, Sigurbjörn E. Þorbergsson, Guðbergur S. Sigurbjörnsson, Elísabet H. Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Vagnsson, Guðrún K. Sigurbjörnsdóttir, Erna Karen Sigurbjörnsdóttir, Elmar Þorkelsson og langömmubörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐLAUGUR S. FRIÐÞJÓFSSON, Litlagerði 11, Hvolsvelli, verður jarðsunginn frá Stóradalskirkju föstu- daginn 8. janúar og hefst kl. 14.00. Guðrún Árnadóttir, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, Ómar Ingi Bragason, Valborg Hlín Guðlaugsdóttir, Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, Þorvaldur Skúli Pálsson, Orri Ómarsson, Guðlaugur Már Ingibjörnsson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN N. JÓHANNESSON, Blönduhlíð 12, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 5. janúar. Útförin auglýst síðar. Sigríður B. Jóhannsdóttir, Siggeir Siggeirsson, Þórður Jóhannsson, Sigríður Ólafsdóttir, Stefán Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁLFHILDUR ERLA GESTSDÓTTIR, Heiðarholti 18, Keflavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 5. janúar. Lára Yngvadóttir, Geir Garðarsson, Kolbrún Sveinbjörnsdóttir, Lúðvík Jóelsson, Ingunn Erla Yngvadóttir, Ragnar Margeirsson, Brynjólfur Yngvason, Gróa Ingvadóttir og barnabörn. w t Bróðir minn og föðurbróðir, ÞÓRARINN NÍELSSON, Oddagötu 5, Akureyri, andaðist á hjúkrunarheimilinu Hlíð að kvöldi mánudagsins 4. janúar. Minningarathöfn verður í Höfðakapellu, Akureyri, föstudaginn 8. janúar kl. 10.00. Jarðsett verður frá Snartastaðakirkju laugardaginn 9. janúar kl. 14.00. Sigurður Níelsson, Jón Friðjónsson. I + Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ÞÓRDÍSAR ÁGÚSTSDÓTTUR, Ytra-Hrauni, Landbroti. Fyrir hönd aðstandenda, Arnar Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.