Morgunblaðið - 07.01.1999, Síða 54
■^4 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999
MORGUNB LAÐIÐ
+ Þóra Árnadóttir
fæddist á Ytri-
Rauðamel, Eyja-
hreppi, Hnappa-
dalssýslu, 28. febr-
úar 1903. Hún lést á
Elliheimilinu Grund
21. desember síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Dómkirkjunni 4.
janúar.
Elsku amma mín
hún Þóra er látin.
Konan sem var fasti
punkturinn í mínu lífi.
Bárugatan hennar var mín Báru-
gata, húsið sem amma mín og afi
byggðu og bjuggu í. Hún Þóra
amma var engin venjuleg amma,
hún var oft mitt eina haldreipi á
erfiðum tímum, hún var mitt lífs-
ins tré. Hún er konan sem fylgdi
móður minni í sína hinstu ferð til
Kaupmannahafnar þar sem reyna
átti til þrautar að bjarga lífi henn-
ar. Það hefur efalaust ekki verið
auðvelt fyrir hana ömmu að snúa
aftur úr þeirri ferð. En ég veit að
^a^ðir mín tekur á móti ömmu opn-
um örmum og þakkar henni alla
hennar aðstoð. Það var eins og erf-
iðleikar styrktu hana ömmu mína,
með sínu jákvæða lundarfari
komst hún í gegnum atburði sem
mörgum hefðu verið ofviða.
Ósjaldan sagði hún mér frá því
þegar henni var vart hugað líf
vegna berkla en hún lifði þá af og
læknarnir sögðu að hennar góða
skap hefði bjargað lífi hennar. Eða
þegar hún greindist með krabba-
ýijgin áttræð að aldri og við pabbi
íluttum til hennar fullviss um að
nú þyrfti hún á okkur að halda. En
það var öðru nær, hún sat ekki
auðum höndum þá frekar en fyrri
daginn. í dag er mér
efst í huga þakklæti,
þakklæti fyrir allar
minningarnar sem ég
á, minningar um hluti
eða atburði sem mér
þóttu kannski ekkert
svo ýkja merkilegir
þegar ég var lítil
stelpa. Æ það eru svo
margir hlutir sem við
lærum að meta með
aldrinum og auknum
þroska. Margir litlir
hlutir sem við teljum
ekki merkilega en þeir
eru það einhvern veg-
inn. Eg hugsa með hlýju til heim-
sóknanna hennar Ingu Jóns til
ömmu. Inga Jóns, eins og hún var
alltaf kölluð, bjó á Nýlendugötunni
og var vinkona hennar ömmu.
Nánast hverjum einasta morgni
eyddu þær saman í eldhúsinu á
Bárugötunni. Á leið sinni til ömmu
kom Inga gjarnan við í búðinni
hans Birgis á hominu og tók með
sér einn og einn pott af mjólk ef
ömmu skyldi vanta. Síðan sátu
þær í eldhúsinu, drukku kaffi og
spjölluðu um daginn og veginn. Eg
held að fá okkar hafi gert sér grein
fyrir því nána sambandi sem á
milli þessara kvenna ríkti. En í
dag hugsa ég til þessara heim-
sókna með hlýju og þakklæti,
þakklæti fyrir að hafa fengið að
fylgjast með þeim og þeirra vin-
áttu.
Hin síðari ár hef ég oft óskað
þess að hafa verið eldri og
þroskaðri þegar amma var upp á
sitt besta en kannski líður mér
einmitt þannig í dag af því ég varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga
svona ömmu, ömmu sem lét vel-
ferð mína sig varða. Amma náði
ekki að lifa þessi jól en ég veit að
ÞORA
ÁRNADÓTTIR
MINNINGAR
hún fylgist með okkur sátt við líf
sitt og þakklát fyrir að hafa loksins
fengið hvíldina, búin að standa sín
skil í þessu lífi og gott betur. Það
var samt svo notaleg tilfinning að
vita af henni undir sama himni og
við hin. Á mánudeginum áður en
hún dó kyssti ég hana á kinnina og
sagði: „Takk fyrir að vera til.“ Hún
horfði á mig smástund með brúnu
augunum sínum og sagði síðan
„sömuleiðis". Eg kveð þig núna
elsku amma mín, takk fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig - takk fyr-
ir að hafa verið til.
Þóra Magnea.
Látin er í hárri elli síung rausn-
ar- og höfðingskona. Síung;
kannski er aldurslaus betra orð.
„Kenn oss að telja daga vora að
vér megum öðlast viturt hjarta"
segir í góðri bók (Davíðss. 90.12).
Hvað merkja þessi orð? Eru þau
áminning um að við megum ekki
láta dagana renna tilfinningalaust í
gegnum greipar okkar, heldur beri
okkur að líta á þá sem dýrmæti,
virða þá og gefa þeim verðugt inni-
hald? Ef okkur tekst það getur þá
stutt líf verið langt og langt líf
sínýtt? Er það munurinn á að vera
bara til eða lifa sem hin látna vin-
kona mín taldi skipta máli. Jónas
Hallgrímsson segir í kvæðinu Á
nýársdag (1845):
En heldur vil ég kenna til og lifa,
og þó að nokkurt andsreymi ég bíði
en liggja eins og leggur upp í vörðu,
sem lestastrákar taka þar og skrifa,
og fylla, svo hann finnur ei, af níði.
Við mörg hver, nútímafólk, er-
um aftur á móti ofurhrædd við
sársauka, andlegan og líkamlegan.
Þóra Árnadóttir upplifði bæði
skúr og skin. Hún var 5. í röð 11
syskina og vegna veikinda móður-
innar og erfiðra aðstæðna á heim-
ilinu var henni komið í fóstur til
bráðabirgða nokkurra vikna gam-
alli til góðra vinahjóna. Þarna
bundust tryggðabönd og telpan
valdi að vera áfram hjá fósturfor-
eldrunum. En mér fannst hún á
vissan hátt trega foreldrahúsin.
Þóra var víðsýn og víðlesin og
naut atlætis á menningarheimil-
um. Hún upplifði stórkostlegustu
breytingar á íslensku þjóðlífi til
sjávar og sveita í þúsund ár. Hún
þráði skólagöngu en aðstæður
leyfðu það ekki, en hún fór til Dan-
merkur eftir tvítugt og dvaldi þar í
heilt ár og það var henni mikill og
góður skóli.
Þóra þekkti bæði til þeirra sem
lítið höfðu milli handa af veraldleg-
um auði og eins hinna sem meira
máttu sín. Samúð hennar og hjálp-
fýsi við lítilmagna var ríkuleg og
hún var með afbrigðum gjafmild.
Þegar við kynntumst var ég ný-
stúdent og hún tæplega fimmtug
fjögurra barna móðir, eitt barn
hafði hún misst á 1. ári, hún var
sjómannskona, hjá henni bjuggu
aldraðir fósturforeldrar og uppeld-
isbróðir og vel voru fósturlaunin
goldin.
Þóra og eiginmaður hennar,
sómamaðurinn Eymundur Magn-
ússon, sem um árabil var stýri-
maður og síðan skipstjóri á skipum
Eimskipafélags íslands, byggðu
sér hús á Bárugötu 5 í Reykjavík
og þvílíkt hús, það var jú reist um
þjóðbraut þvera. Látlaus straumur
gesta ungra sem gamalla jafnt á
hvunndegi sem hátíðum, gesta
sem nutu andlegra og veraldlegra
veitinga eins og best varð á kosið.
Hver voru svo umræðuefnin sem
ungu stúlkunni þóttu svona
skemmtileg hjá hjónunum á Báru-
götunni, jú þau sömu og í félaga-
hópnum, bókmenntir, listir og
vangaveltur um lífið og tilveruna,
nema hvað víðsýni og almenn
þekking húsráðenda var meiri en
hjá þeim yngri, en aldrei var mað-
ur látinn finna til aldursmunar og
síns þrönga sjónarhorns. Við Þóra
urðum vinkonur og að því er mér
fannst jafnöldrur.
Fegurð, leiftrandi gáfur, frum-
leiki og snilli samræðunnar
prýddu hana fram á elliár og ljóðin
hurfu henni aldrei, en hún kunni
ógrynni ljóða, sem hún hafði á
hraðbergi. Mörg síðustu æviárin
liðu í skjóli óminnis, en sjarminn
og jákvæðnin voru óbrotgjörn.
Langt fram eftir aldri var dugnað-
ur hennar og vinnulag þannig að
hún virtist vart einhöm; áramóta-
veislur fyrir stórfjölskylduna, vini
og kunningja voru hristar fram úr
erminni að því er virtist áreynslu-
laust. Sama gilti um hefðbundna
árlega matargerð umfangsmikils
heimilishalds og daglegan heimilis-
rekstur og hvernig sem á stóð var
snarlega hellt upp á könnuna og
háleitar umræður settar í gang.
Hlutskipti sjómannskonunnar
hefur oft verið mér íhugunarefni.
Hún er framkvæmdastjóri innan-
stokks og utanhúss, og verður oft
að taka afdrifaríkar ákvarðanir
bæði varðandi barnauppeldi og
önnur umsvif. Slíkt reynir á sjálfs-
traust og styrk og eflir, ef vel tekst
til. Sjálfsöryggi og sjálfstæði ein-
kenndi Þóru, ein ferðaðist hún til
útlanda konin hátt á níræðisaldur.
Sjómannskonan fagnar þegar
maðurinn kemur í höfn en and-
vökunætur og kvíði hljóta oft að
verða hennar hlutskipti í
normalári, hvað þá á styrjaldar-
tímum, en Eymundur sigldi öll
stríðsárin í skipalestum á Ameríku
og hann var stýrimaður á Goða-
fossi sem var skotinn niður, uppi í
landsteinum árið 1944. Þá var ekk-
ert til sem hét áfallahjálp og hver
veit á hvaða vegu afleiðingar þess-
arar reynslu hafa komið fram eftir
því sem árin færðust yfir.
Nokkrum dögum áður en hún
sofnaði út af sagði hún við starfs-
fólk hjúkrunarheimilisins. „í dag
er himininn blár og mig langar að
sjá öll börnin mín.“ Þetta var
hennar stíll. Var hún kannski
skáld, athafnaskáld?
Rósa Björk Þorbjarnardóttir.
+ Guðmundur Er-
lendsson var
fæddur í Reykjavík
hinn 27. september
1921. Hann lést í
®Reykjavík 24. des-
ember siðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Vídalíns-
kirkju í Garðabæ 6.
janúar.
Móðir Guðmundar,
Sveinfríður Jóns-
dóttir frá Hamri í
Rípurhreppi í
Skagafirði, lést 23.7.
1967. Systir Guð-
mundar, Guðríður Fjóla Ólafs-
dóttir, fæddist 19.1.1941.
Guðmundur Erlendsson, hann
Gummi múrari, vinur minn - dáinn
^og það á aðfangadaginn. Ég
stend í biðröð í banka skömmu fyr-
ir nýár og er að fletta blaði þegar
ég rekst af hendingu á fregnina.
Eg leiði hugann að hverfulleika líð-
andi stundar þegar erill og eltinga-
leikur við ýmsa hiuti - oft fánýta -
truflar persónuleg tengsl og sam-
neyti og rýrir þannig ávöxtun
þeirra verðmæta sem þyngst vega
að leiðarlokum.
Kynni okkar Guðmundar hófust
fyrir liðlega tveimur áratugum við
byggingu járnblendiverksmiðjunn-
á Grundartanga. Reyndir og
lághentir múrarar, jafnan tveir
saman, völdust til að sjá um loka-
frágang múrverks í einstökum
byggingum og ýmsar smáviðgerð-
ir. Guðmundur var þeirra á meðal
og vel til þess fallinn vegna reynslu
sinnar og vandvirkni. Ég varð
bráðlega handlangari við þessa
4imu; hafði litla hrærivél og stund-
um dráttarvél til umráða, sá um
blöndun og aðdrætti
og aðstoðaði á annan
hátt eftir föngum.
Samstarf allt og fé-
lagsskapur var með
ágætum svo að aldrei
bar skugga á.
Um þetta leyti var
Guðmundur nær sex-
tugu en nokkuð mark-
aður af baráttu þess
manns sem séð hefur
tvenna tíma. Lágvax-
inn var hann og dálítið
krepptur - kannski af
erfiðum kjörum á
bemskuskeiði, sem þó
eru mér ókunn. Eigi að síður var
hann kvikur í hreyfingum og allt
svipmót bar vott um lífsfjör og ein-
beittan vilja. Sterkustu sérkenni
Guðmundar komu þó fyrst í ljós við
nánari kynni og verður að segjast
að þar mun sjón og heyrn - og síð-
an minningin - alltaf verða sögu
ríkari. Hann var greindur, fróður
um margt og kunni vel að meta
haglega orta stöku eða fallegt Ijóð.
Þó óx honum enn ásmegin þegar
hann fjallaði um ýmis málefni
mannlífsins og einstaklinga sem
þar komu við sögu. Voru þá afger-
andi einkunnir ekki skornar við
nögl - á hvom veginn sem var. Oft
fylgdu rík blæbrigði í málrómi og
svip til frekari áherslu. Eflaust má
segja að þama hafi kennt nokkurra
öfga, en í þeim fólst um leið sá
styrkur sem einkenndi skaphöfn
Guðmundar; oft er sá heilastur
sem tjáir skoðanir sínar og tilfinn-
ingar tæpitungulaust og það átti
svo sannarlega við um Guðmund,
þar var enga hálfvelgju að fínna.
Gagnvart mér komu þessir eðlis-
þættir hans fram sem vinsemd,
hlýja og trygglyndi sem ég naut
alla tíð síðan þótt samstaríinu lyki
innan árs.
Guðmundur gat séð kímilegar
hliðar á sjálfum sér eins og gjarnt
er um þá sem hafa af einhverju að
taka. Eitt sinn í vikulok bað hann
mig að hafa hraðan á við tiltekið
verk því að hann væri „kominn í
brottfararstellingar". Mér þótti
orðalagið myndrænt þar sem Guð-
mundur átti í hlut og mundi fleir-
um hafa fundist sem hann þekktu.
Stundum minnti ég hann á þetta
atvik og var honum þá mjög
skemmt. „Brottfararstellingamar"
voru reyndar ekkert einsdæmi og
þeim fylgdu lotulöng símtöl í eina
símaklefanum á vinnusvæðinu við
litla hrifningu sumra strákanna
sem lá á að mæla sér mót við
kærusturnar í upphafi helgar -
þeir skildu alls ekki „vesenið í kall-
inum“. Einhverjir hafa þó kannski
vitað betur; a.m.k. grunaði mig að
þar væri Guðmundur á tali við geð-
þekku, unglegu konuna sína, hana
Guðrúnu, sem hann hafði kvænst
fáum árum áður. Henni hafði hann
kynnst í ferð á hestum yfir Kjöl, en
hestamennska var helsta yndi hans
í tómstundum. Guðrúnu hitti ég
þegar ég heimsótti þau í einbýlis-
húsið á Heiðvanginum þar sem
glæsileiki og snyrtimennska ríkti
innan dyra sem utan. Á lóðinni var
gróið hraunið innan seilingar,
óraskað eins og það hafði runnið í
öndverðu að vilja máttarvaldanna.
Ekki fór þó Guðmundur varhluta
af áfóllum í lífinu og var hæst reitt
til höggs er hann missti Guðrúnu
snögglega árið 1983. Hann lét þó
ekki bugast, enda átti hann góða
að; hóp af systkinum sem sum eru
búsett í grennd. Áfram var snyrti-
mennska og rausn í garði á Heið-
vanginum þótt húsbóndinn væri
orðinn einbúi og var margt skrafað
þegar við hittumst eða spjölluðum í
síma. Var það allt of sjaldan, að
mér finnst nú, þegar ekki verður
um bætt. Þó hrósa ég happi er ég
minnist ferðar með Guðmundi á
liðnu sumri undir Hvalfjörðinn
þegar við heimsóttum Dóra, vin
okkar í Heynesi og vinnufélaga af
Tanganum. Þá voru karlar í essinu
sínu og engin ellimörk að sjá. Um
kvöldið urðum við auðvitað að gera
lykkju á leið okkar um Kjalarnesið
til að huga að hestum Guðmundar
og færa þeim brauð.
Guðmundur minn, það hryggir
mig að geta ekki fylgt þér síðasta
spölinn vegna fjarveru á erlendri
grund. Ég kveð þig með heilli þökk
fyrir einstaka tryggð og vináttu.
„Þar bíða vinir í varpa sem von er á
gesti".
Völundur Jónsson.
Það var á vordögum 1957 að ég
undirritaður var að byggja hús að
Hringbraut 13 í Hafnarfirði, þá ný-
fluttur á miðhæð hússins, en vant-
aði múrara til að pússa jarðhæð og
3. hæð. Þá hafði ég samband við
vin minn Olaf Pálsson, múrara-
meistara í Reykjavík, og bað hann
útvega mér 2 duglega múrara í
vinnu, sem hann og gerði snarlega
en hann var umsvifamikill í bygg-
ingageiranum og með marga menn
í vinnu. Olafur var stórhuga maður
og lét ekki sitja við orðin tóm, kom
að bragði með tvo menn á stóra
Fordinum sínum og var gustur á
þessum stóra manni. Hann kynnti
mennina svo; Þetta eru tveir af
mínum duglegustu mönnum, en
þeir neita að éta á sjoppum, en þá
var skylda vinnuveitanda að sjá
starfsmönnum fyrir fæði, ef þeir
unnu utan heimabyggðar. Annar
þessara manna var Guðmundur
Erlendsson, sem hér er í dag
kvaddur, þannig að kynni okkar
hafa spannað rúmlega 40 ár. Ég
var svo lánsamur að eiga dugmikla
og góða konu; Helgu Guðmunds-
dóttur, svo þeir komu báðir í fullt
fæði og húsnæði og æ síðan hafa
vináttuböndin við Guðmund verið
einlæg og sterk. Guðmundur var
mikill barnavinur og nutu börn
okkar 6 oft ómældrar ánægju við
að hlýða á og ræða við hann enda
afburða minnugur á menn og mál-
efni, ljóðelskui- og kvað rímur ef
svo bar undir. Guðmundur var
gleðimaður og hafði mikla ánægju
af hestum og ferðalögum og ekki
spillti ef örlítið væri til á glasi. Við
hátíðleg tækifæri gat Guðmundi
tekist svo vel upp í ræðumennsku
að unun var á að hlýða. Sama sum-
ar og Guðmundur varð 50 ára, kom
hann heim frá Svíþjóð í frí, en þar
hafði hann starfað um nokkurt
skeið, ásamt fleii'i Islendingum.
Kom hann að máli við mig og
kvaðst vilja efna til hópreiðar með
ættingjum og vinum yfir hálendið,
norður Kjöl og allt til Kambakots á
Skaga; heimahaganna. Þetta gæti
orðið skemmtileg ferð en það
þurfti marga hesta og síðan jeppa
og kerrur undir farangur og nesti,
gist skyldi í tjöldum á leiðinni. Ég
og kona mín ákváðum að slá til en
við áttum þá allnokkra hesta. Inn-
an tíðar var kominn 11 manna hóp-
ur, sem lagði upp í þessa ógleym-
anlegu ferð, þar á meðal var æsku-
vinkona konu minnar; ólofuð
blómarós úr Hafnarfirði, Guðrún
Sigurgeirsdóttir, sem síðar varð
eiginkona Guðmundar. Svona er
ástin og útiveran á okkar und-
urfagra landi. Þessi ferð, sem og
margar aðrar hestaferðir á lands-
mót víða um land, að vaka bjartar
sumarnætur þegar sólin gengur
ekki til viðar, geymast sem dýr-
mætar perlur í safni minninganna.
Þá er hægt að segja eins og skáldið
Einar Benediktsson: „Vér skynjum
vom þrótt, vér þekkjum í nótt,
vom þegnrétt í ljóssins ríki.“
Þegar stundaglas lífsins er nær
útrunnið er gott að fá að ganga á
fund Skapara síns án langvarandi
þjáninga, gjöf er lífið en dauðinn
náð, þegar heilsan er farin. Ég
votta aðstandendum Guðmundar
mína dýpstu samúð, Guð blessi
minningu hans.
Gunnlaugur Jón Ingason.
GUÐMUNDUR
ERLENDSSON