Morgunblaðið - 07.01.1999, Side 63

Morgunblaðið - 07.01.1999, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 63 BRÉF TIL BLAÐSINS Burt með vistvænsta veiðarfærið Frá Svavari Gunnþórssyni: „BURT með vistvænsta veiðarfærið sem þekkt er við ísland,“ segir sjáv- arútvegsráðherra, „eða var það ekki það sem þú sagðir, Kristján minn?“ „Ég vil kyrrstæðan bisness-veiði- skap,“ segir Arthúr Bogason tals- maður nokkurra útvaldra trillukarla og ski-umari. „Dauður fiskur er dauður, látið okkur vísindamennina og langskólagengnu mennina vita það,“ segja fiski- og tölfræðingar Hafró. „Engin væri hænan ef ekkert hefði verið eggið og ekkert væri eggið ef engin væri hænan“ (kennslugagn í fiskifræði við margar akademíur). „Það má nota hagla- byssur við veiðarnar, okkar vegna, þær ei-u okkar uppáhalds veiðar- færi,“ vildu sagt hafa fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar. „Kjósið okkur,“ segir stjórnarandstaðan, „við skulum koma ykkur inn í eilífð- ina með gjaldtöku, eins og hinir.“ En af hverju leggja allir þessir að- ilar og jafnvel fleiri svona mikið á sig til þess eins að koma okkur, sem höfum leyfi til handfæraveiða í ákveðinn dagafjölda á ári, fyrir katt- amef? Er það vegna þess að við sé- um landi og þjóð til skammar nú á tækniöld, hangandi yfir færarúllum á veltandi smábát, tínandi einn og einn fisk af krókunum, milli þess sem vesaldardroparnir eru sleiktir burt? Og þessa iðju stundum við yfir há-ferðamannatímann, hvílík land- kynning. Eða er það vegna þess að við höf- um guðsblessunarlega ekki haft leyfi til þess að braska með þessar veiðiheimildir, eða erum við bara óhreinu börnin hans Davíðs? En gæti okkar „ástkæri" sjávarútvegs- ráðherra ekki staðið manneskjuleg- ar að því að koma okkur íyrir katt- arnef? Hann stóð fyrir stofnun þró- unarsjóðs sjávarútvegsins (en sá gjörningur minnir mikið á aðferðir Adolfs heitins Hitlers og starfs- manna hans, sem ku hafa látið fóm- arlömb sín í fangabúðum taka grafir sínar sjálf fyrir aftöku). En við höf- um undanfarin ár verið látnir borga umtalsverða fjármuni í þennan sjóð, og var því logið í okkur að peninginn ætti að nota til að kaupa handhafa „veiðileyfis-aflahlutdeildar-afla- marks-dagakrókabáta“ út úr kerfinu (ath. höfundur gæti hafa ruglast í hugtökum þar sem hann er hvorki í Sjálfstæðis- né Framsóknarflokki) og þar með að auka lífslíkur hand- færaveiða við ísland. Útkoman úr þeirri hagstjórnar- brellu er að fiskveiðiárið 1996-1997 var okkur úthlutað 84 sóknardögum og héldu handfæradagakarlar að nú væru landsfeður orðnir vistvænir ekki bara í orði heldur líka á borði, en fiskveiðiárið 1997-1998 var sókn- ardögum fækkað í 40, og stór hluti dagamanna ginntur yfir í brott- kastskei'fi, með framsalsheimildum og alls konar mattadorsbrellum. Fiskveiðiárið 1998-1999 voru þorsk- veiðiheimildir við Island auknar verulega vegna góðs ástands þorsk- stofnsins, þrátt íyrir gífurlegan afla handfærabáta undanfarin ár, en til þess að þorskstofninn gæti nú haldið áfram að vaxa og dafna, ákvað sjáv- arútvegsráðherra að fækka sóknar- dögum í 9 hjá handfærabátum, en að sögn sjávarútvegsráðherra tók Hæstiréttur sig til og fækkaði sókn- ardögunum í 32. En til að fyrir- byggja frekari handfæraveiðar við Island hefur sjávarútvegsráðherra nú ákveðið að sóknardagakerfi skuli aflagt og núverandi dagabátar settir á hefðbundið brottkastskerfi, sem þýðir að aflinn verður tekinn i þorskanet á hrygningartímanum, og ráðherrann getur skemmt sér við að horfa á þorskabrottkast í sjónvarp- inu á milli þess, sem hann gluggar í kynningarbæklinga frá LIÚ. En ég hef hlerað að stjórnvöld hafi í pokahorninu lausn á vanda fyrrverandi handfæraveiðimanna, en hún er sú að þeir verði látnir framfleyta sér á því að fara með er- lenda og innlenda ferðamenn út á sjó, til að horfa á fiskabrottkast- skeppni í bland við hvalaskoðun. Því verður að sjálfsögðu logið í túristana að það sé verið að gefa hvölunum að éta og framtakið sé styi’kt af sjávar- útvegsráðuneytinu/c.o. LÍÚ og Landssambandi smábátaeigenda, brottkast á fiski héti þar með whale lunch. Nú, það eru (voru) til sýnis- horn af whale lunch á myndbandi sem sýnt var í sjónvarpi fyrir nokkrum misserum. Þetta gæti ut- anríkisráðherrann haft meðferðis framvegis þegar hann fer utan til að tilkynna erlendum stjórnmálamönn- um og umhverfissamtökum, að nú sé björninn unninn. „Ástsælum" sjáv- arútvegsráðherra ásamt ríkisstjórn íslands/LÍÚ hafi nú loksins tekist að koma böndum á handfæraveiðar við Island, og þær séu hér með úr sögunni. Þar með séu ýsu-, ufsa-, blálöngu-, karfa-, og grálúðustofn- arnir hólpnir, svo og humarstofninn, síldin og jafnvel rækjan. Félagar handfæraveiðimenn, köstum okkar villutrú, framtíðin er björt, hallelúja. SVAVAR GUNNÞÓRSSON, smábátasjómaður á Grindavík. Ókeypis lögfræóiaóstod íkvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema OMEGA OMEGA-úrin eru enn í gangi frá síðustu öld Garðar Ólafsson úrsmiður Lækjartorgi, s. 551 0081. BYRJENOUR Ahugavert og spennandi skipulagt starfsnám Tölvur og vinnuumhverfi Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun og veita nemendum innsýn í notkunarmöguleika á útbreiddustu ritvinnslu- og töflureiknisforritum sem eru á markaðinum í dag. Námið er 120 kennslustundir og hentar þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Boðið er upp á morgunn og kvöldtíma tvisvar sinnum í viku. Skráning og upplýsingar í síma 568 5010 RAFIÐNAÐARSKÓLINN Skeifan 11 b ■ Sími 568 5010

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.