Morgunblaðið - 07.01.1999, Page 64

Morgunblaðið - 07.01.1999, Page 64
34 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Leifar af hátíðamat Mikið er til af mataraí'söngum á heimilum nú eftir hátíðirnar segir Kristín Gestsdótt- ir, en þá má nýta í gómsæta rétti. Ég vaknaði um níuleytið á ný- ársdagsmorgun og gekk fram í stofu, óvenjuleg birta mætti mér, er fullt nýárstunglið spegl- aðist í Skógtjöminni og varpaði birtu hingað upp á Garðaholtið. Ég opnaði fyrir Rás 1 í útvarp- inu. Þar hljómuðu hinar ýmsu kirkjuklukkur landsins, hver með sitt sérstaka hljómfall. Síð- an var að venju leikin 9. sinfónía Beethovens með hinu fagra stefi í „Oði til gleðinnar“, sem er ein- kennandi fyrir fjórða kafla. Hug- urinn fylltist friði og gaf fyrir- heit um gott og gjöfult nýár. Ég skreið upp í á ný, en þegar leið að hádegi sagði hungrið til sín, enda vissi ég af ýmsu góðgæti í ísskápnum, en böm og bama- böm ætluðu að koma síðdegis og hjálpa okkur að borða það. Ég bretti upp ermamar, skellti deigi í hrærivélina og bjó til fyllt brauð og böku með hangikjöt- inu, kalkúnaleifar fóra í salat. tvær meðalstórar bökur. Deigið sett á botninn og upp með börm- unum á tveimur meðalstórum bökuformum eða álformun, þá er fyllingin sett yfir, 2 egg slegin saman með örlitlu salti og hellt yfir. Þá er aukalega ¥t dl af rifn- um osti stráð yfir hverja böku. Bakað við sama hita og smá- brauðin í 30 mínútur. Kalkúnasalat 1 dós sýrður rjómi Ilmur af nýbökuðu hangikjöts- brauði mætti gestunum þegar þeir knúðu dyra. 2 tsk. mæjonsósa % tsk. rifinn sítrónubörkur 1/2 tsk. papríkuduft . 1-2 dl sósa af kalkúnanum Smábrauð eða baka 1 stór bolli soðin hrísgrjón með hangikjöti smábiti laukur, helst salatlaukur Vh dl hveiti eða vorlaukur 1 msk. þurrger 2 meðalstórir sellerístönglar 1 tsk. salt 2 sneiðar græn eða rauð paprika 1 dl matarolía 1 stór bolli smátt skorið 210 dl fingurvolgt vatn kalkúnakjöt (úr krananum) væn grein steinselja eggjarauða til að pensla með 20-30 vínber Fyllingin: 1/2 dl saxaðar möndlur 1 dl rjómaostur án bragðefna 1. Setjið sýrðan rjóma, mæj- onsósu, sítrónubörk, papriku- duft, kalkúnasósu, hrísgrjón, smátt saxaðan lauk og þunnt 1 dl kotasæla 1-2 dl saxaður aspas úr dós 2 msk. safi úr dósinni 2 dl fínt skorið hangikjöt sneidda sellerístöngla í skál og hrærið vel saman. 2. Setjið út í smátt brytjaða papriku, smátt skorið kalkúna- kjöt og smátt klippta steinselju og blandið saman. 3. Kljúfið vínberin, takið úr steina ef einhverjir era. Setjið saman við. Hellið í skál og látið standa í kæliskáp í 2-3 klst. eða lengur. 4. Brúnið saxaðar möndlurnar smástund á þurri pönnu. Kælið og stráið yfir skálina þegar þetta er borið fram. í smábrauðin er deigið látið lyfta sér og flatt út frekar þunnt, síðan skorið í aflanga feminga 6x8 sm. Öllu sem fer í fylling- una er blandað saman, 1 tsk. af því sett á hvern deigbút, hann brotinn um þetta langsum og síðan brotið upp á endana. Rað- að á bökunarpappír og penslað með eggjarauðu. Bakað við 200°C í bakarofni, í blástursofni við 180-190°C í um 15 mínútur. I bökuna passar þetta deig í í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Jólagjöf R-listans! ENN og aftur gefur R-list- inn okkur Reykvíkingum jólagjöf, en ég ætla að af- þakka hana í ár eins og í fyrra. Fyrir ári skrifaði ég grein í Morgunblaðið um jólagjöf R-listans sem var boðun á hækkun leiguí- búða borgarinnar um helming. I ár kemur enn ein „gjöfin“ og nú er hún stærri en í fyrra enda höfðingjar þar á ferð. Jóla- gjöf R-listans í ár er: 1. Hækkun á útsvari, 2. hækkun í sundlaugar, 3. hækkun á dagvistargjöld- um, 4. sorpgjald, 5. hækk- un í heilsdagsskóla, 6. heil- brigðisgjöld. Ekki veit ég hver sendi R-listanum óskalistann í ár, en grunur minn er að R-listinn hafi sent sér hann sjálfur. Ef maður skoðar þessar boðaðar hækkanir má sjá að þær koma mest niður á barna- fólki. Sagðist R-listinn ekki vera með fjölskyldu- stefnu í fyrirrúmi? Höfð- inginn nr. 1 sagði í apríl á Lækjartorgi: Lækkun á gjöldum til Reykvíkinga. Hvar er sú lækkun? Höfð- ingi nr. 1 hjá R-listanum, þetta heitir á íslensku svik við kjósendur borgarinnar. Guðjón Sigurðsson, Hátúni lOa, Rvík. Jól fram á þrettánda ÉG VAR að hlusta á lauf- skálann á Rás 1 milli jóla og nýárs, svona með öðru eyranu á leiðinni í vinnuna. Heyri ég þá umsjónarkonu þáttarins segja að nú sé jólunum lokið og hvers- dagsleikinn tekinn við. Ég varð fyrh- smávegis áfalli. Ég sem hélt að jólin stæðu fram á þrettándann eða að minnsta kosti fram á ný- ársdag. Mér hefur nefni- lega alltaf fundist, þ.e.a.s. síðan ég komst til vits og ára og eignaðist eigið heimili, að besti tími jól- anna væru dagarnir á milli jóla og nýárs og jafnvel á milli nýárs og þrettánda. Þegar ekki er lengur ætl- ast til að borin séu fram veislufóng á fjögurra klukkustunda fresti eða oftar. Þegar maður þarf ekki að standa í eldhúsinu mest allan daginn og skera, raða, þeyta, blanda, skreyta, ná í hreinan dúk, hreinsa bletti og allt þetta vesen. í þokkabót á maður að vera afslappaður og láta sem ekkert sé að gera. Ekki misskilja mig. Auð- vitað hjálpumst við að og auðvitað er yndislegt að halda hátíð með fjölskyld- unni. En á milli jóla og nýárs er allt svo afslappað, þótt maður þurfi að mæta í vinnu, það er samt tími til að líta í jólabækurnar og njóta þess að koma heim í skreytt og fallegt hús. Ég held að ég sé varla eina manneskjan sem lít svona á þetta. Ég vil halda jól fram á þrettándann og ætla að gera það hvað sem hver segir. Jólin eru hér og við skulum pjóta þeirra - núna. Með bestu kveðju, Dóra. Tapað/fundið Hleðslutæki fyrir myndbandsupptökuvél týndist HLEÐSLUTÆKI fyrir myndbandsupptökuvél týndist í vikunni fyrir jól á höfuðborgarsvæðinu. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 565 6868. Dýrahald Pjakkur er týndur ÞESSI bröndótti köttur á myndinni heitir Pjakkur. Hann hefur verið týndur frá því aðfaranótt 24. des- ember sl. Hann býr á Bergstaðastræti 28b, var merktur með svartri ól og nafnspjaldi, sem á stóð Monsi því hann kom ólar- laus heim og ól af öðrum ketti var sett á hann. Fólk er beðið að ath. skúra, kjallara og kompur hjá sér. Eins ef einhver veit um afdrif hans, að láta vita í símum 5510539 eða 553 2877. Fundarlaun. Tík týndist frá Berg- staðastræti LITIL tík, brún-grá-svört á lit, týndist frá Berg- staðastræti 82. Er af Yorkshire Terrier kyni. Þeir sem hafa orðið henn- ar varir hafi samband í síma 568 9055 eða 552 4082. Kettlingur óskar eftir heimili 8 VIKNA kettlingur, svartur og hvítur, kassa- vanur, óskar eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 555 3403 eða 897 7436. Kettlingur óskar eftir heimili KETTLINGUR, 2ja mán- aða læða, óskar eftir góðu heimili. Er af síðhærðu blendingskyni, falleg og bláeygð. Upplýsingar í síma 562 5504. Jósefína er týnd HUN er svört læða sem hvarf frá Bræðraborgar- stíg 21 fyrir nimri viku. Jósefina er frjálslega vaxin með bláa ól og húðflúr í eyra. Þeir sem vita um af- drif hennar eru beðnir að hringja í síma 552 8047. Víkverji skrifar... IGAMLARSDAGSBLAÐI Morg- unblaðsins auglýsti borgarstjór- inn í Reykjavík, hreinsunardeild Reykjavíkurborgar „Betri nýtingu - meiri sparnað", þar sem m.a. er tilkynnt nýtt sorphirðugjald, sem verður 6.000 krónur á hverja 240 lítra tunnu. I auglýsingunni er þess getið að um mitt ár verði gerð sér- tök tilraun með að fjölga dögum á milli tunnutæminga, þ.e. að sorpið verði hirt á 10 daga fresti í stað 7 daga áður. Það er rétt eins og borgaryfir- völd telji borgarana vera til hins mesta trafala, að krefjast einhverr- ar þjónustu fyrir þau gjöld sem þeir greiða, hvílík frekja í borgurunum. Nú er það svo að ekki veitir af tunnutæmingu á 7 daga fresti, því að við hvert meðalheimili flæðir út úr tunnunum, ef þær eru ekki losað- ar vikulega. Víkverji reyndi það í Fossvogshverfi nú um hátíðarnar. Tunnan var tæmd hjá honum á Þor- láksmessu og síðan ekki fyrr en sunnudaginn 3. janúar. Það liðu sem sé rúmir 10 dagar milli tunnutæm- inga og sorpið flóði víða út um allt og fólk varð að nota sérstaka plast- sekki undir sorpið. Sorphirðumenn- irnir vissu greinilega upp á sig skömmina, því að loks er þeir tæmdu tunnurnar og tóku pokana, var það á sunnudegi, sem er alla jafna ekki sorphirðudagur í Reykja- vík. Það lítur út fyrir að nú sé borgar- stjórnin að lauma inn 100% hækkun á sorphirðugjaldi. Það er nokkuð ljóst að 240 lítra tunna í heila viku er um það bil sú tunna sem hæfir meðalfjölskyldunni í Reykjavík mið- að við losun á 7 daga fresti. Nú ætl- ar borgarstjórinn, hreinsunardeild hins vegar að gera tilraun með að fækka tunnulosunardögum þannig að sorphirðan verði á 10 daga fresti. Þá verður meðalfjölskyldan að bæta við sig tunnu og það kostar aðrar 6.000 krónur á ári. Þannig verður sorphirðugjaldið á hvert heimili hækkað um 100%. Sniðugt hjá Reykjavíkurborg að taka sorphirðu- gjaldið út úr fasteignasköttunum og taka fram að fasteignaskattar lækki á móti um sömu upphæð. En búinn hefur verið til nýr skattur, sorp- hirðugjald, sem unnt er að hækka án þess að fasteignaskattar hækki nokkuð. Það er líka hægt að hækka gjaldið með því að neyða fólk til að fá sér fieiri tunnur. xxx VÍKVERJI hefur áður minnst á það að á sviði sorphirðu hefur þjónustu við borgarana hrakað mjög. Nokkur ár eru síðan sorp- hirðan hætti að hirða garðaúrgang, en lengi vel voru til innan hverfanna stöðvar þar sem menn gátu losað sig við garðaúrgáng. Þeim hefur á síðustu árum fækkað mjög og eru nú heilu hverfin án slíkrar þjónustu. Menn eru sem sé sífellt að fá minni þjónustu frá borginni fyrir þau gjöld, sem þeir borga til hennar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.