Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 07.01.1999, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ 68 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 FÓLK í FRÉTTUM Má ég sjá þig hoppa? LJÓSMYNDARINN Phiiippe Halsman fékk fyrirsætur sínar til að stökkva hæð sína af gieði eins og myndir hans bera með sér. „Myndir Halsman hafa greypst inn í minningar mann- kynsins á þessari öld,“ segir Mary Panzer, umsjónarmaður ljósmynda í National Portrait Gallery í Washington. Philippe Halsman tók yfír 100 forsíðumyndir fyrir tímarit- ið Life á sinni tíð, en hann lést árið 1979, þá 73 ára að aldri. Myndir hans af þekktum ein- staklingum hafa haldið nafni hans víða á lofti. Halsman sagði eitt sinn í viðtali að þegar fólk tekur undir sig stökk fellur gríman dauð á gólfið og mann- eskjan birtist. Flestar fyrirsætur hans féllust góðfúslega á að taka þátt í hoppi fyrir ljósmyndavélina, en ekkja Halsman, Yvonne, seg- ir að aðeins þrír hafi neitað, en það voru Herbert Hoover, þá- verandi forseti Bandaríkjanna, tjölmiðlamaðurinn Edward R. Murrow og píanóleikarinn Van Clibum. Allir aðrir tóku tiltæk- inu vel og hafa eflaust skemmt sér hið besta eins og meðfylgj- andi myndir bera með sér. HÉR eru Dean Martin og Jerry Lewis á flugi, en myndin er tekin 1951. Af myndinni má ráða að hopp er stórlega van- afþreying. OG hér hoppar Richard Nixon sem síðar varð . forseti Bandarikjanna. Myndin er tekin þegar hann var varaforseti árið 1955. AUDREY Hepburn fannst greinilega líka gaman að hoppa. UrhoPl>iekkiftl'PríaSess HÉR hefúr Ijósi myndarinn rat-' að inn á mynd- ina, en konan hans Yvonne tók' hana af honum og Marilyn Monroe árið 1959. Dóttir Halsm- an, Jane, sagði að Monroe hefði ekki viljað hætta að hoppa. STRAKAR!!! ÞAÐ ER STUNDUM GOTT AÐ VERA NAKINN EN... ...EKKI ALLTAF!!! KRINGLUNNI MYNPBÖNP Hálfkveðin vísa Elskan mín (The Objeet of My Affection)_ I) r a in a ★★ Framleiðandi: Laurence Mark. Leik- stjóri: Nicholas Hytner. Handrit: Wendy Wasserstein. Kvikmyndataka: Oliver Stapleton. Aðalhlutverk: Jennifer Aniston og Paul Rudd. (107 mín.) Bandarísk. Skífan, desember 1998. Öllum leyfð. ÞEGAR Nína Borowski (Jennifer Aniston) býður hinum samkynhneigða ljúflingi George Hanson (Paul Rudd) að leigja með sér þróast með þeim náið vinasamband. En samband- ið tekur að flækjast verulega þegar Nína verður svo hænd að George að hún biður hann að taka þátt í uppeldi barnsins sem hún gengur með. Hugmyndin virð- ist góð í fyrstu en brátt koma fram erfiðleikar sem m.a. snerta bamsíoður Nínu, kærasta George og síðast en ekki síst Nínu sjálfa. Þessi kvik- mynd hefur furðanlega margt gott við sig miðað við útkomuna. Umfjöll- unarefnið er frjálslegt og djarft á Hollywood-mælikvarða en er um leið haldið innan „viðsættanlegra" marka, svo úr verður háifkák sem teygt er og togað í ýmsar áttir út í gegnum myndina. En utan þess að vera langdregin og ómarkviss er sagan ósköp Ijúf, enda rómantísk, víða áhugaverð og ágætlega leikin. Þá er ánægjulegt að sjá Jennifer Aniston stíga út úr hlutverkinu sem hún virtist samgi'óin í sjónvarpsþátt- unum „Vinir“, með einlægum og til- finningaríkum leik. Heiða Jóhannsdóttir Brimbrettafúsk Vinahópurinn (Oceun Tríbe) A’.tt.ytw Pu'L «OlUECT"»»> AFFECTION U r a in a ★ ‘/2 Framleiðandi, leikstjóri og handrits- höfundur: Will Geiger. Kvikmynda- taka: Harris Done. Aðalhlutverk: Greg Rainwater, Robert Caso og Troy Fazio. (106 mín) Bandarísk. Skífan, desember 1998. Bönnuð innan 12 ára. ÞEGAR Bob veikist af krabba- meini bjóða æskuvinirnir honum með sér í brimbrettaferð til Mexíkó. Bob er tregur til farar, en vinirnir gefast ekki upp, því brimbrettasportið er sameiginleg ástríða og tákn um vináttu þeirra. Ferðalagið tekur síðan óvænta stefnu og reynist vinunum djúp- stæð lífsreynsla. Þó svo að fjármagn og atvinnu- mennska þurfi ekki endilega að fara saman við gæði kvikmynda, líður Vinahópurinn mjög fyrir viðvanings- hátt og lítið ráðstöfunarfé. Leikur er vandræðalegur á köflum, einstakar tökur eru klaufalegar og heildaryfir- bragð myndarinnar hrátt án þess að vera sjarmerandi. Þá er handritið fremur ósennileg og klisjukennd út- færsla dæmigerðrar stráka-þroska- sögu, með tilheyrandi kvennafari, fíflalátum, rifrildum yfir gömlum kærustum, tilvistarkreppum og fá- einum slagsmálum. Þrátt fyrir góðan vilja og dramatískan metnað er sag- an sem hér er sögð lítið betri en mörg Hollywood-klisjan sem þar að auki er illa gerð, ef frá eru taldai' ágætar brimbrettasenur og örlítið átakanlegt lokaatriði. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.