Morgunblaðið - 07.01.1999, Page 76
I
Það besta
úr báðum heimum!
unix og NT = hp
OPIN KERFIHF
Wtipl hewlett
mL'LM PACKARD
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUFVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Verð á símtölum milli landa
62-77% lækkun
á tíu árum
KRISTINN H. Gunnarsson, for-
maður sjávarútvegsnefndar Alþing-
is, segir að breytingar þær sem
nefndin leggur til á kvótafrumvörp-
um sjávarútvegsráðherra, sem lögð
voru fram í kjölfar dóms Hæstarétt-
ar, uppfylli kröfur smábátasjó-
manna. „Eg held þeir geti ekki ann-
að en verið sæmilega sáttir," segir
Kristinn.
Kristinn vildi ekki tjá sig efnislega
mn tilhögun sóknardagakerfísins
'.jamkvæmt tillögum nefndarinnar,
enda hafa þær ekki verið kynntar
þingmönnum stjórnarandstöðunnar.
„Niðurstaða lögmanna sem við höf-
um helst stuðst við er að öll kerfi,
hvort sem er aflamarkskerfi eða
önnur, verði að vera þannig að sæmi-
lega greiður aðgangur sé fyrir ný-
liða, með öðrum hætti heldur en til
dæmis að kaupa skipið með öllu.
Svipað gildir um sóknardagakei'fið,
það verður að gefa mönnum kost á
að komast inn með því að kaupa sér
sóknardaga. Það verður því að vera
eitthvað framseljanlegt.“
Tillögurnai- voni kynntar í gær á
þingflokksíundum Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks. Fulltrúar
Félags smábátaeigenda komu einnig
á fund nefndarmanna í gærkvöldi.
Nefndarmenn funduðu fram á
kvöld í gær og annar fundur var ráð-
gerður í dag. Stefnt er að því að
fnimvörpin verði afgreidd formlega
úr sjávarútvegsnefnd í dag og tekin
til annarrar umræðu á Alþingi á
morgun.
Valgerður Svemsdóttn, þing-
flokksformaður Framsóknarflokks-
ins, segir að líklega verði frumvörpin
tekin til umræðu í sjávarútvegs-
nefndinni að nýju milli annarrai- og
þriðju umræðu.
„Eg held að þetta sé þokkaleg
lending miðað við aðstæður,“ segir
Valgerður.
Stjóimarþingmenn sem haft var
samband við í gær vildu ekki tjá sig
um efnisatriði breytinganna.
samninga Landssímans við erlend
símafyrirtæki, en einnig hefur
samkeppni innanlands leitt til
lækkunar á síðustu mánuðum.
Skíma/Netsíminn býður símnot-
endum að greiða lægra verð fyrir
minni gæði í talsambandi í gegnum
Netið, og einnig hefur Tal hf. til-
kynnt að fyrirtækið bjóði milli-
landasímtöl frá og með 15. janúar
næstkomandi með 20% lægri gjald-
ski-á en gjaldskrá Landssímans.
Hjá Islandia Internet er í athugun
að hefja þjónustu af þessu tagi og
Íslandssími hefur lýst því yfir að
fyrirtækið muni bjóða upp á alhliða
símaþjónustu, jafnt innanlands-
sem millilanda- og farsímtöl.
■ 34,5% meðaltalslækkun/39
Kristinn H. Gunnarsson um breytt kvótafrumvörp
, Smábátasjómenn
ættu að vera sáttir
GJALDSKRÁ millilandasímtala
hefur farið ört lækkandi frá því
fjarskiptarekstur var gefínn frjáls
hér á landi 1. janúar 1998, og að
meðaltali hefur orðið 34,5% lækk-
un á gjaldskrá millilandasímtala
frá því í október 1997.
Þegar litið er á verðþróun milli-
landasímtala síðustu tíu ára kemur
í ljós að verð á símtölum til þeirra
landa sem einna mest er hringt til
hafa lækkað 'á bilinu 62-77% á
þessu tímabili. Mínútugjald á sím-
tölum til Bandaríkjanna hefur
lækkað um 76,5%, símtöl til Norð-
urlandanna hafa lækkað um 64,2%
og mínútugjald til Japans hefur
lækkað um 77%. Þessar lækkanir
eru raktar til alþjóðlegrar sam-
keppni á símamarkaði og betri
Samvinnunefnd Landafundanefndar
og starfsliðs Bandaríkjaforseta
Gefa saman út
minnispeninga
FYRIRHUGAÐ er að Bandaríska
myntsláttan (US Mint) og Seðla-
banki íslands gefi hvort út sinn
minnispeninginn um aldamótin í til-
efni þess að 1000 ár verða þá liðin
frá því Leifur Eiríksson fann Am-
eríku. Þetta er meðal samvinnu-
mála sem rædd hafa verið í sam-
vinnunefnd starfsliðs Bandaríkja-
forseta og Landafundanefndar
■^gna landafundaafmælisins og er
málið til meðferðar í Bandaríkja-
þingi. Verði af útgáfunni er það í
fyrsta skipti í rúmlega 200 ára sögu
Bandarísku myntsláttunnar sem
samvinna er höfð við aðra þjóð um
útgáfu penings.
Steingrímur Hermannsson, fyrr-
verandi seðlabankastjóri, annast
mál þetta fyrir Seðlabankann.
Kvaðst hann í gær hafa átt nokkra
fundi með framkvæmdastjóra
nefndar bandaríska þingsins um
fjármála- og bankastarfsemi um út-
gáfu minnispeninganna. Til þess að
af útgáfu Bandarísku myntslátt-
unnar geti orðið þarf þingið að
samþykkja frumvarp þar að lútandi
-r,Qt fór það í gegnum fulltrúadeild
þingsins síðastliðið haust en
strandaði síðan í öldungadeildinni
vegna mála Bills Clintons
Bandaríkjaforseta, að sögn Stein-
gríms. Frumvarpið þarf því að fara
aftur fyrir fulltrúadeildina og síðan
fyrir öldungadeildina og sagðist
Steingrímur ekki vita til að nein
fyrirstaða væri fyrir að frumvarpið
kæmist í gegn.
Arðurinn í sjóð kcnndan við
Leif Eiríksson
Steingrímur sagði að ætlunin
væri að myntin frá báðum þjóðun-
um yrði seld sameiginlega og arð-
urinn lagður í sjóð sem hugmynd er
að stofna og kalla Sjóð Leifs Eríks-
sonar. Sjóðnum er ætlað að styrkja
Islendinga til náms í Bandaríkjun-
um og Bandaríkjamenn til fram-
haldsnáms hér á landi.
„Það er þegar búið að ræða um
grundvallaratriði þessa sjóðs og
myndi Háskóli Islands annast hann
fyrir okkar hönd en Virginíuháskóli
í Bandaríkjunum fyrir þeirra hönd
og hann yrði að öllum líkindum með
búsetu þar. Þetta mál bíður hins
vegar þess að þingið ljúki málinu,"
sagði Steingrímur.
Morgunblaðið/Kristinn
Málflutningur vegna ógreiddrar kröfu úr ábyrgðarsjóði launa ákveðinn
EFTA-álit ekki látið nægja
RÍKISLÖGMAÐUR hefur tekið
ákvörðun um að ríkið gangi ekki til
^|tta í máli Erlu Maríu Svein-
igörnsdóttur gegn íslenska ríkinu
og í kjölfar þess hefur málflutning-
ur verið ákveðinn í Héraðsdómi
Reykjavíkur um miðjan næsta
mánuð. Erla höfðaði mál og krafð-
ist greiðslu ógreiddrar launakröfu
úr ábyrgðarsjóði launa. EFTA-
jtómstóllinn hefur gefíð álit sitt í
fyíssu máli í þá veru að Erlu beri
að fá laun.
Erla hafði unnið hjá fyrirtæki
sem varð gjaldþrota en kröfu
hennar um laun var hafnað vegna
ákvæða laga sem útiloka systkini
hluthafa í gjaldþrota fyrirtæki frá
greiðslum. Erla höfðaði skaðabóta-
mál á hendur ríkinu á þeim grund-
velli að neitun ríkisins væri óheim-
il samkvæmt tilskipun sem er hluti
EES-samningsins.
Meðan á undirbúningi málsins
stóð taldi Héraðsdómur Reykja-
víkur þörf á að leita til EFTA-
dómstólsins um hvernig skilja
bæri umrædda tilskipun. Hinn 10.
desember síðastliðinn var gert op-
inbert ráðgefandi álit EFTA-dóm-
stólsins og þar segir m.a. að aðil-
um samningsins um Evrópska
efnahagssvæðið sé skylt að sjá til
þess að það tjón fáist bætt sem
einstaklingar verði fyrir vegna
þess að landsréttur er ekki rétti-
lega lagaður að ákvæðum EES-
samningsins.
„Þetta álit er eins skýrt og það
gat orðið og í raun miklu skýrara
en maður þorði að vona. Embætti
ríkislögmanns virðist hins vegar
ekki telja þetta nægjanlegt til að
ganga til sátta í málinu. Mér finnst
álit EFTA-dómstólsins svo skýrt,
að ekki sé sérstök ástæða til að
halda málinu áfram, en það er hins
vegar auðvitað réttur hvers og
eins að reka mál sín fyrir íslensk-
um dómstólum allt til enda,“ segir
Stefán Geir Þórisson, hrl., lögmað-
ur Erlu.
Þrettánda-
brennur
haldnar í
blíðviðri
ÞRETTÁNDABRENNUR log-
uðu glatt víðs vegar um borgina
í gær. Sú stærsta var við Vals-
heimilið að Hlíðarenda í
Reykjavík og þar hitti ljós-
myndari Morgunblaðsins fyrir
þessa litlu hnátu og fleiri börn
og fullorðna, sem komu að
brennunni, horfðu á leiftur af
flugeldum og skemmtu sér.
Samkvæmt þjóðtrúnni heldur
Kertasníkir síðastur jólasveina
til íjalla þrettánda dag jóla og
við þrettándabrennur er
rökkrið jafnan fagurt og þá
kætast álfar er þeir kveða hátt
og halda álfagleði hinstu nótt
um heilög jól.
Alls voru níu þrettánda-
brennur haldnar á Stór-Reykja-
víkursvæðinu í gærkvöld.
Blönduós
Jólin
lengd um
einn dag
Blönduós. Morgunblaðið.
JÓLIN vai-a einum degi leng-
ur hjá Blönduósingum en öðr-
um landsmönnum ef íbúarnir
hlýða kalli bæjastjóra síns.
Bæjarstjórinn, Skúli Þórð-
arson, óskar eftir því að íbúar
Blönduóss taki ekld niður jóla-
skreytingamar fyrr en á
morgun og kemur hann þess-
ari ósk á framfæri í almennri
auglýsingu til bæjarbúa.
Ástæða þessarar óskar bæjar-
stjórans er ekki af persónuleg-
um toga heldur vegna þess að
hinir nýju íbúar Blönduóss
sem komu frá Júgóslavíu í júní
í fyrra tilheyra grísku rétt-
trúnaðarkirkjunni og er jóla-
dagur hjá þeim í dag.