Morgunblaðið - 13.01.1999, Page 23
MORGUNBLABIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 23
Ný tillaga um framtíð Austur-Tímor
Opnað fyrir
mög’uleikann á
fullu sjálfstæði
Adeleide. Reuters.
Þrír kunnir gyðingar skrifa Clinton bréf
_
Askorun um
lausn Pollards
Los Angeles. Reuters.
JOSE Ramos Horta, útlægur leið-
togi andspyrnuhreyíingar Austur-
Tímora, fagnaði í gær stefnubreyt-
ingu áströlsku stjórnarinnar, sem
kveðst nú vera hlynnt því að Austur-
Tímor fái aukna sjálfstjórn og íbúun-
um verði síðan gefínn kostur á að
greiða atkvæði um sjálfstæði þegar
fram líða stundir.
Astralía er eina ríkið utan Asíu sem
hefur viðurkennt yfíiTáð Indónesíu
yfír Austur-Tímor og hefur hingað til
aðeins stutt þá hugmynd að land-
svæðið fái aukna sjálfstjórn. Alexand-
er Downer, utanríkisráðhen'a Ástral-
íu, sagði hins vegar í gær að Astralar
væru hlynnth- því að deilan um Aust-
ur-Tímor yrði leyst með sama hætti
og deilan um sjálfstæði Nýju
Kaledóníu, eyju í sunnanverðu
KyiTahafí. Frakkar hafa haft yfm'áð
yfír eyjunni en samþykktu á liðnu áiá
að veita henni aukna sjálfstjórn og
heimila þjóðai’atkvæðagi-eiðslu um
sjálfstæði eftir fimmtán ár.
Downer sagði að stjórn Astralíu
teldi að sjálfstæði Austur-Tímor
væri enn „næstbesta lausnin". Að-
skilnaður Austur-Tímor gæti orðið
til þess að Indónesía leystist upp og
valdið óstöðugleika í Austur-Indíum.
Astralar teldu hins vegar ijóst að
Austur-Tímorar myndu ekki fallast á
tilboð Indónesa um aukna sjálfstjórn
nema þeim yrði gefín kostur á þjóð-
aratkvæðagreiðslu um sjálfstæði
þegar fram líða stundir. Ibúarnir
fengju þannig tækifæri til að meta
hvort stjómvöld í Indónesíu stæðu
við tilboð B.J. Habibie, forseta
landsins, um að Austur-Tímor fengi
víðtæka sjálfstjórn.
Ramos Horta kvaðst vera mjög
ánægður með stefnubreytingu
Ástrala og sammála henni um að
hægt væri að leysa deiluna um fram-
tíð Austur-Tímors með sama hætti
og í Nýju Kaledóníu. „Eini munurinn
er sá að aðskilnaðarsinnarnir í Nýju
Kaledóníu fást við siðmenntaða
stjórn í París, en við glímum við villi-
menn ... her Indónesíu.“
Hann sagði þó að hugsanlegt væri
að íbúar Austur-Tímor myndu sam-
þykkja að vera áfram undir yfirráð-
um Indónesíu efth’ fímm eða sex ár
ef staðið yrði við tiiboðið um sjálf-
stjórn og ef stjórnvöld í Indónesíu
kæmu á raunverulegu lýðræði og
hegðuðu sér „á siðaðan hátt“.
Austur-Tímor var portúgölsk ný-
lenda til ársins 1975 og Indónesar
innlimuðu landsvæðið með hervaldi
ári síðar.
Norður-Irland
Yalda-
framsal í
mars?
Belfast. Reuters.
BRESKIR stjómarerindrek-
ar sögðu í gær að bresk
stjórnvöld hygðust framselja
völd sín á Norður-írlandi í
hendur heimastjórnarþinginu
nýja í Belfast 10. mars næst-
komandi. Eykur þetta mjög
þrýsting á stjórnmálaleiðtoga
á Norður-írlandi um að jafna
ágreining sinn um stofnun
heimastjórnar með aðild allra
stærstu flokka, en án hennar
getur ekki orðið af valdafram-
salinu.
Sambandssinnar á Norður-
Irlandi hafa neitað að setjast í
heimastjórn með fulltrúum
Sinn Féin, stjórnmálaarms
írska lýðveldishersins (IRA),
nema IRA hefji afvopnun
fyrst. Hefur stofnun heima-
stjórnarinnar því tafist von úr
viti enda eru IRA-menn sem
kunnugt er afar tregir til að
láta vopn sín af hendi. Halda
leiðtogar Sinn Féin því aukin-
heldur fram að ekki sé að
fmna í friðarsamkomulaginu
nein ákvæði sem gera afvopn-
un IRA að skilyrði þess að
Sinn Féin fái aðild að heima-
stjórninni.
ÞRIR kunnir gyðingar hafa skorað á
Bill Clinton, forseta Bandaiíkjanna,
að sýna „miskunn“ og sleppa Jonath-
an Pollard,
Bandaríkjamanni,
sem staðinn var
að því að njósna
fyrir ísraela, laus-
um úr fangelsi.
Þeir, sem undir
áskorunina skrifa,
eru Edgar Bron-
fman, forseti AI-
heimsráðs gyð-
inga, Elie Wiesel,
friðarverðlaunahafí Nóbels, og Alan
Dershowitz, lagaprófessor við Har-
vard-háskóla.. I bréfínu, sem þeir
sendu frá sér, biðja þeir einnig um
fund með Clinton.
Clinton hét því í október, þegar
hann hafði milligöngu um Wye-sam-
komulagið milli ísraela og Palest-
ínumanna, að mál Pollards yrði tek-
ið til skoðunar en þá hafði Benjamin
Netanyahu, forsætisráðherra Isra-
els, krafíst þess, að frelsi Pollards
yrði hluti af samkomulaginu. Sam-
starfsmenn Clintons ýmsir og leyni-
þjónustumenn vara Clinton hins
vegar harðlega við því að sleppa
Pollard, sem byrjaði að afplána lífs-
tíðardóm árið 1986..
í bréfínu, sem Reuters-fréttastof-
an fékk afrit af, segja höfundarnir,
að afbrot Pollards séu fyrirlitleg og
þeir vilji ekki reyna að réttlæta þau
á neinn hátt. I ljósi þess, að hann
hafi setið lengi í fangelsi og marg-
sinnis iðrast gerða sinna, vilji þeir
samt biðja Clinton að sýna honum
miskunn og veita honum frelsi.
Svo leynileg að þau eru
ekki nefnd á nafn
Pollard, sem er haldið í sérstöku
öi’yggisfangelsi í Butner í Norður-
Karólínu játaði 1986 að hafa afhent
ísraelsku leyniþjónustunni mjög
mikilvæg skjöl. Frá því segir líka í
grein, sem birtist sl. mánudag í
tímaritinu New Yorker. Vitnar höf-
undur hennar, rannsóknafréttamað-
urinn Seymour Hersh, í „háttsetta
menn“ í bandarísku leyniþjónust-
unni og hefur eftir þeim, að Pollard
hafi komið áleiðis upplýsingum um
afar leynilegt eftirlitskerfi og upp-
lýsingum um önnur kerfi, „sem eru
svo leynileg, að þau hafa aldrei ver-
ið nefnd á nafn opinberlega".
Pollard hefur oft vísað á bug yfír-
lýsingum af þessu tagi og segir, að
stjórnvöld hafi ekki sagt rétt frá því
efni, sem hann kom í hendur Israel-
um.
Jonathan
Pollard
Þnggja punkta
öryggisbelti meö
strekkjurum og
höggdempurum
fyrir alla farþega
bílsins, líka aftur í.
Farangursrými
stækkaö meó einu
handtaki.
Veró
1.678.000
y
Það er líkt og Renault Mégane
Scénic stækki þegar þú sest inn í
hann, enda er hann fyrsti fjölnota-
bfllinn í flokki bfla í millistærð. Segja
má að Scénic sé í raun þrír bflar,
fjölskyldubíil, ferðabfll og sendibfll.
Hann er aóeins 4,23 m á lengd
en hugmyndarík hönnun og mikið
innanrými gerir hann ótrúlega
notadrjúgan og hagkvæman fyrir
einstaklinga og fjölskyldur.
Pað er því engin furða þó hann hafi
umsvifalaust verið valinn bíll ársins
af öllum helstu bílatímaritum í
Evrópu þegar hann var kynntur. Hér
á landi hefur hann þegarfengið
frábærar viðtökur.
Mégane Scénic
stækkar þegar þú
sest inn í hann:
Rýmiö kemur á
óvart, þú situr
hátt og hefur því
frábært útsýni.
Góö lesljós
í farþegarými,
leslampi yfir
framsætum, Ijós
í farangursrými.