Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 1
16. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS { BtUÚj Ashdown Herskip inn á Adríahaf og viðbúnaður flugflotans aukinn vegna Kosovo hættir London. Reuters. PADDY Ashdown, leiðtogi Frjálslynda demókrataflokks- ins í Bretlandi, tilkynnti í gær, að hann hygðist láta af því emb- ætti að loknum Evrópuþings- kosningunum í júní nk. Ashdown skýrði frá þessu á fundi með 46 þingmönnum flokksins og sagði, að hann myndi hverfa af þingi þegar kjörtímabilinu lyki. Ashdown tók við leiðtoga- embættinu 1988 og í kosningun- um 1997 tvöfaldaði flokkurinn þingmannatölu sína og gott bet- ur. Hefur flokkurinn nú meiri áhrif í breskum stjórnmálum en um langt skeið og einkum vegna þess samstarfs, sem Tony Blair forsætisráðherra hefur haft við hann varðandi hugsanlegar stjórnarskrár- breytingar. Cohen segir trúverðug- leika NATO vera að veði Yfirmaður eftirlitssveitanna hvattur til að hunsa brottrekstur frá Kosovo Brussel. Reuters. NATO ákvað í gær að senda herskip inn á Adríahaf eftir að Slobod- an Milosevic, forseti Júgóslavíu, neitaði að gefa nokkuð eftir í Kosovo-deilunni. Jafnframt verður viðbúnaður flughersins aukinn til að unnt sé að hefja loftárásir með skömmum fyrirvara. William Cohen, varnarmálaráðheira Bandaríkjanna, sagði í gær, að trúverð- ugleiki NATO væri undir því kominn, að brugðist yrði við atburðun- um í Kosovo af mikilli festu. Fastafulltrúar NATO-ríkjanna komu saman í Brussel í gærkvöld til að ræða viðbrögð bandalagsins. Talsmenn NATO sögðu í gær, að fastafloti bandalagsins á Miðjarðar- hafi yrði sendur til ítölsku hafnar- borgarinnar Brindisi við Adríahaf og auk þess yrði stefnt þangað bandarískum flota frá Eyjahafi með flugmóðurskipið Enterprise í farar- broddi. Ýmis ríki, þ. á m. Danmörk og Holland, ákváðu í gær að senda herflugvélar til stöðva á Ítalíu. Unnið er einnig að áætlun um hugsanlegan brottflutning 800 al- þjóðlegra eftirlitsmanna í Kosovo en Milosevie hefur gefið yfirmanni þeirra, Bandaríkjamanninum Willi- am Walker, frest þar til í kvöld til að koma sér burt. Vollebæk, utanríkis- ráðherra Noregs og yfirmaður ÖSE, hvatti í gær Walker til að fara hvergi og sagðist ekki trúa því, að Milosevic gerðist sekur um jafn „svívirðilega ögrun“ og þá að reka hann burt með valdi. Komið að ákvörðun Wesley Clark, yfirhershöfðingi NATO, sagði í gær, að viðræður hans við Milosevic í fyrradag hefðu lítinn sem engan árangur borið og hefði það valdið vonbrigðum þótt ekki hefði það komið á óvart. Sagði hann ljóst, að innan NATO væru menn mishrifnir af valdbeitingu en öllum væri þó farið að skiljast, að nú væri komið að NATO að taka af- dráttarlausa ákvörðun. Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í Washington í gær, að í deilunni við Milosevic væri trúverðugleiki NATO í húfi. Minnti hann á, að heimild NATO til loft- árása frá því í október væri enn í gildi og nú hefði Milosevic brotið alla samninga, sem þá voru gerðir. Hann kvað þó ástæðu til að varast, að NATO yrði að leiksoppi skæru- liða í Kosovo. Skæruliðar hóta átökum Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í gær fjöldamorðin á óbreyttum borgurum í þorpinu Racak í Kosovo og hvatti til tafar- lausrar rannsóknar á þeim. Fasta- fulltrúar komu saman í Brussel í gærkvöld til að ræða viðbrögð við ástandinu í Kosovo og fulltrúar ríkj- anna sex, sem aðild eiga að Tengsla- hópnum svokallaða, munu eiga fund í London á morgun. Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær ályktun þar sem hvatt er til varkárni og við- ræðna um Kosovo en talsmaður Frelsishers Kosovo í Þýskalandi sagði, að stöðvaði NATO ekki hern- að Serba með loftárásum, myndu skæruliðar hefja hernað að nýju. Greenspan lofar efnahagsþróttinn Andvíg’ur hlutafjárkaupum tryggingasjóða Washington. Reuters. ALAN Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, lofaði í gær stöðuna í bandarísku efnahagslffi en varaði jafnframt við þeim hættum, sem stöfuðu af óróa á fjármálamörkuðunum. Hann kvaðst hins vegar ekki styðja þá tillögu Bills Clintons forseta, að velferðar- eða tryggingasjóðirnir fjárfestu á hlutafjármarkaði. Greenspan sagði í vitnisburði fyr- ir þingskapanefnd fulltrúadeildar- innar, að þótt almennt væri búist við, að heldur drægi úr hagvexti á þessu ári, þá væru horfurnar áfram góðar. Vel yrði þó að fylgjast með framvindunni á fjármálamörkuðum og viðbúið, að eitthvað drægi úr út- flutningi vegna efnahagsþrenginga í öðrum heimshlutum. Gengi bandarískra hlutabréfa hefur sjaldan verið hærra en nú en Greenspan lét í ljós efasemdir- um, að það héldist jafn hátt lengi vegna minni hagnaðar fyrirtækja. Greenspan lagði líka áherslu á, að hann væri andvígur þeirri hug- mynd, sem Clinton hreyfði í stefnu- ræðu sinni, að fjármagnið í opinber- um tryggingasjóðum yrði notað að hluta til fjárfestinga á hlutafjár- markaði. Kvaðst hann óttast, að það myndi leiða til minni ávöxtunar og minni greiðslna til tryggingaþega og auk þess, sem væri enn alvar- legra, væri þá um að ræða há- marksnotkun alls tiltæks fjármagns og þ.ám. þeirra sjóða, sem ætlað væri að tryggja lífskjörin. Reutei*s Lenín límd- ur saman SJÖTIU og fimm ár voru liðin í gær frá andláti Vladímírs Leníns, stofnanda Sovétríkjanna, og minntust rússneskir kommúnistar þess með yfirlýsingum um, að sig- ur sósíalismans væri óumflýjan- , legur. Hér er verið að koma sam- an brotinni styttu af þessum leið- toga bolsévika í stjórnmálasögu- safninu í Pétursborg. Segja meinsærisákær- una vera marklausa Washington. Reuters. VERJENDUR Bills Clintons, for- seta Bandaríkjanna, hófu aftur málsvörn hans í gær og vísuðu því harðlega á bug, að hann hefði unnið til þess að vera sviptur embætti. Clinton sjálfur átti hins vegar leik- inn í fyiTakv'öld er hann flutti stefnuræðu sína, en hún féll í mjög góðan jarðveg meðal kjósenda. Minntist hann þó ekki einu orði á málareksturinn gegn sér. Greg Craig, einn lögfræðinga Clintons, sagði í ræðu sinni í gær, að vörnin myndi sýna fram á það með rökum, sem reist væru á lands- lögum og stjórnarskránni, að ákær- urnar á hendur Clinton væru út í hött. Raunar sagði hann, að sjálf ákvæði stjórnarskrárinnar um emb- ættissviptingu forseta væru svo óljós, að þau stæðust ekki þær lág- markskröfur, sem gerðar væru til laga. Craig gerði sérstaklega að um- talsefni þá ákæru fulltrúadeildar- innar, að Clinton hefði gerst sekur um meinsæri og benti á, að í ákærunni væri þó ekki minnst á þau orð eða ummæli, sem hún byggðist á. Með því hefði verið brotinn réttur á forsetanum. Líkti hann ákærunni við morðákæni þar sem ekkert segði um hinn myrta. Annar verjenda Clintons, Cheryl Mills, mælti í gær gegn ákærunni um, að forsetinn hefði hindrað framgang réttvísinnar, en máls- vörninni lýkur í dag. Afdrifaríkur mánudagur Á morgun og á laugardag munu öldungadeildarþingmenn leggja spurningar fyrir saksóknara og verjendur. Mánudagurinn gæti skorið úr um framhaldið, því talið er líklegt, að þá verði lögð fram tillaga um að vísa málinu frá. Verði hún felld liggur næst fyrir að taka ákvörðun um vitnaleiðslur, en tals- menn Clintons segja, að þá muni málareksturinn dragast fram í maí eða júní. ■ Stefnuræða/26 Veijendur Clintons ljúka málsvörninni í dag Reuters ÞÓTT mikill meirihluti Bandaríkjamanna sé ánægður með frammistöðu Clintons á forsetastóli, þá eru þeir ekki allir á einu máli. Þetta fólk kom saman í gær í Buffalo í New York til að krefjast afsagnar hans en á sama tíma kom hann fram á fundi í borginni, sem meira en 20.000 manns sóttu. SRBIQJ ■ •You IM HHHBi í'OWiKS t V HSBSi'pnRAfCD oip'jpU g)qi U-i Hovj CQD vi our koders , vJWn \Wy- Ml \qqV. SO ) Batú Roifj:- K t iJj THE. -pivnr ~...... HJE Líec i _un*r lOat h ® ÍSGRACEi am ------ ^ f ö TYEARS OLO ÍTIPJPÉR! I THE ítknoWTheÍ h<iw / OfflCE. DifRö*E6£^f L^. L>2J I I o fA 1 £; TH» * lR1W 1ONÉ ???
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.