Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fjórir slasaðir eftir árekstur EINN maður rétt undir tvítugu liggur á gjörgæsludeild Borgarspít- alans eftir bflslys á gatnamótum Sóleyjargötu og Hringbrautar klukkan eitt eftir miðnætti aðfara- nótt miðvikudags, þar sem bifreið rakst á ljósastaur. Hann er ekki í lífshættu en verður næstu daga á gjörgæslu að sögn læknis. Þrír aðr- ir á svipuðum aldri sem voru í bif- reiðinni voru einnig fluttir á sjúkra- hús, en slösuðust minna. Að sögn lögreglunnar missti ökumaður bif- reiðarinnar stjórn á bifreiðinni í hálku á Hringbrautinni með fyrr- greindum afleiðingum. Bifreiðin er talin ónýt. Göngutúr í Lóni Á ÞESSUM árstíma fara nokkrir tugir hreindýra af há- lendinu, um Lónsöræfi og nið- ur í Lón, og því er ekki óal- geng sjón að sjá hreindýr þar um þessar mundir. Tarfar, sem eru kollóttir á þessum árstíma, ráfa stundum einir á meðan kýrnar halda sig frekar í hóp- um og stundum tarfar með þeim. Ljósmyndari Morgun- blaðsins rakst á þennan full- orðna tarf sem spókaði sig í Lóni. Vinnueftirlitið skoðar aðstæður hjá Norðuráli Dagamunur er sagður á mengun í kerskála álversins STARFSMENN Vinnueftirlits ríkisins skoðuðu aðstæður í álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga í gær og funduðu með öryggisnefnd fyiúrtækisins. Guðjón Sólmundsson, umdæmisstjóri VinnueftWitsins á Akranesi, segir að Vinnueftirlitinu hafí ekki borist kvartanh' frá starfsmönnum álversins eða öryggisnefnd vegna aðstæðna á vinnustaðnum. Vinnuaðstæður þessa fyi-stu mánuði hafi einkennst talvert af því að verið sé að koma fyrirtækinu í gang. Morgunblaðið/RAX „Þetta er fyrirtæki sem er rétt farið af stað. Það hefur verið byggt upp á mjög skömmum tíma og það tekur tíma að fullklára þá uppbyggingu. Það var veríð að taka síðasta kerið í notkun sl. föstudag og meðan verið er að koma kerunum í fullan gang er ekki venjulegt ástand í kerskálunum,“ sagði Guðjón. Guðjón sagði að dagamunur væri á því hve mikil mengun væri í kerskálanum. Astandið í gær hefði ekki verið slæmt. Hann sagði að Vinnueftirlitið kæmi til með að gera mælingar og fylgjast þannig með mengun frá álverinu. Það væri hins vegar vitað að mengun væri mikil meðan verið væri að koma kerunum í gang og þess vegna hefðu þessar mælingar ekki hafíst enn. Menn hefðu metið það svo að fram að þessu gæfu mengunarmælingar ekki rétta mynd af rekstrinum eins og hann yrði þegar verksmiðjan væri komin í fullan rekstur. Guðjón var spurður um hvort mikið hefði verið um vinnuslys í álverinu. Hann sagðist ekki hafa tekið saman tölur um slys í verksmiðjunni. Sem betur fer hefði ekkert alvarlegt slys orðið þarna, en nokkur minniháttar óhöpp. Hann sagði að öryggismál í álverinu hefðu verið til skoðunar í gær.'Verið væri að vinna að ýmsum málum og koma öryggismálum til betri vegar. Hafa þyrfti í huga að hluti af búnaðinum kæmi úr eldra álveri í Þýskalandi og hann væri settur niður í nýtt umhverfi. Það tæki smá tíma að finna þessum hlutum farveg. Guðjón sagði að Vinnueftirlitið hefði fylgst með öryggismálum og aðbúnaði hjá Norðuráli. Þegar fyrirtækið væri komið í fullan rekstur yrði gerð úttekt á fyrirtækinu og reglubundnar mælingar hæfust. SÓL í Hvalfírði krefst úrbóta Stjórn samtakanna SÓL í Hvalfirði hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er þungum áhyggjum vegna þess ástands sem ríkir hjá Norðuráli, eins og komist er að orði. Vísað er til þess að fréttir hafi borist af mikilli mengun á vinnusvæði starfsmanna og tíðum vinnuslysum. Stjórn samtakanna krefst þess að Hollustuvernd ríkisins upplýsi um stöðu mengunarvarna hjá Norðuráli hf. og jafnframt að Vinnueftirlit ríkisins birti tölur um tíðni vinnuslysa, eðli þeirra og hvernig forvörnum sé háttað. I samþykkt stjórnarinnar segir að SOL líti deilur Norðuráls hf. og eigenda jarðarinnar Tungu í Svínadal mjög alvarlegum augum og óski eftir fundi með stjórendum Norðuráls vegna þessa máls. Deilurnar brjóti gegn anda viljayfirlýsingar sem gerð var milli samtakanna og Norðuráls í mars á sl. ári. • • Ororkuþegi mótmælir því að uppbætur skerðist vegna peningalegrar eignar Bætur skertar eigi öryrki 2,5 milljónir eða meira í peningum eða verðbréfum SKERÐING bóta af ýmsum toga veltur yfirleitt á tekjum, hvort sem það eru laun eða fjármagnstekjur. Uppbætur á lífeyri skerðast hins vegar þegar ákveðinni eign í pen- ingum eða verðbréfum er náð og er markið sett við 2,5 milljónir króna íyrir einstakling. Þessu er mótmælt í bréfi, sem stflað er á Davíð Odds- son forsætisráðherra og birtist í fréttabréfi samtakanna Geðhjálpar í lok liðins árs undir fyrirsögninni „Gjör rétt, þol ei órétt“. Óssur Skarphéðinsson, þingmað- ur jafnaðarmanna og formaður heil- brigðis- og trygginganefndar, kveðst ekki þekkja þetta tilvik, en segist harma það þegar gert sé upp á milli spamaðarforma hjá bótaþeg- um. Guðni Ágústsson, sem situr í nefndinni fyrir hönd Framsóknar- flokks, sagði að þetta kæmi sér á óvart. Bréfið skrifaði Garðar Sölvi Helgason örorkulífeyrisþegi og seg- ir hann að með þessu marki sé sér refsað fyrir að hafa lagt til hliðar af þeim bótum, sem honum hafa verið greiddar. Aldrei komið til útlanda eða keypt áfengi eða tóbak „Ég vil leyfa mér að mótmæla þeirri grundvallarstefnubreytingu í almannatryggingamálum sem felst í reglugerð heilbrigðisráðherra sem afnemur gi'eiðslu frekari uppbótar á lífeyri til þeirra sem eiga „peninga- lega eign“ yfir 2,5 milljónir kr.,“ segir í bréfmu, sem dagsett er 19. ágúst 1996 og enn hefur ekki verið svarað að því er segir í fréttabréf- inu. „Ég hef verið öryrki frá 1971 þegar ég var 17 ára og á því engan rétt á lífeyrissjóði. Allan þennan tíma hef ég lagt fyrir af bótunum. Sem dæmi um sparnað má nefna að ég hef aldrei átt bfl, aldrei komið til útlanda og aldrei keypt áfengi eða tóbak. Lengi vel brann spamaður- inn upp í verðbólgunni en á síðustu árum hefur safnast svolítill sjóður sem ég hyggst nota til að mæta óvæntum útgjöldum.“ Garðar Sölvi skrifar að nú sé hon- um refsað fyrir að hafa talið fram allt sitt sparifé. Bætur sínar lækki um 13.000 krónur á mánuði og sér sé ætlað að lifa af 39.000 krónum á mánuði. Bætur aldraðrar móður sinnar séu skertar með sömu rökum um 10.000 krónur á mánuði þannig að alls nemi skerðing þeirra 25.000 krónum á mánuði. „Ósanngjarnt að það sé gert upp á milli sparnaðarforma“ Össur Skarphéðinsson kvaðst telja að öðru máli hefði gegnt ef við- kornandi hefði sett féð í lífeyri. „Ég þekki ekki þetta mál, en mér finnst ósanngjarnt að það sé gert upp á milli sparnaðarforma," sagði Össur. „I þessu tilviki er um að ræða mann sem, eftir þvi sem hann segir sjálfur, hefur ekki leyft sér mikinn munað til áð spara til elliár- anna. Ef hann hefði lagt fyrir með öðrum hætti hefði hann að ég held ekki goldið fyrir með þessum hætti. Ef maðurinn hefði átt þetta í stórri fasteign hefði það ekki leitt til þess að uppbótin yrði skert. Ég held að þetta sé mál sem þurfi að skoða." Guðni Ágústsson sagði að ekki ætti að gera upp á milli eigna með þessum hætti. „Þetta kemur mér á óvart,“ sagði hann. „Ég hafði ekki áttað mig á þessu og ég tel að það þurfi að vera fullt samræmi og jafn- ræði hvort sem menn eiga peninga- legar eignir eða eignir af öðrum toga. Mín fyrstu viðbrögð eru að þetta mál þurfi að athuga.“ Sæmundur Stefánsson, upplýs- ingafulltrúi Tryggingastofnunar ríkisins, sagði að hugsunin að baki því að uppbótin skertist þegar menn ættu meira en 2,5 milljónir króna í peningum eða verðbréfum væri sú að þegar viðkomandi hefði náð þessari peningalegu eign væri hann þannig staddur að hann gæti séð vel fyrir sér. Hann sagði að þetta væri eitt af mörgum dæmum, sem sýndu hvað erfitt væri að gera þetta kerfi réttlátt. Á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins er fjallað um frekari uppbót á lífeyri, sem heimilt sé að greiða ef sýnt þyki að lífeyrisþegi geti ekki framfleytt sér án hennar. „Við mat á því skal taka tillit til eigna og tekna bótaþega, þar á meðal bóta almannatrygginga, og kostnaðar," segir þar. „Til þess að geta notið uppbótar á lífeyri verður viðkom- andi að hafa einhverja tekjutrygg- ingu. Uppbót á lífeyri er heimildar- bótaflokkur og er upphæð hennar metin í hverju tilviki. Frekari upp- bætur skulu þó aldrei greiddar til lífeyrisþega sem á eignir í pening- um eða verðbréfum yfir 2.500.000 kr., eða hefur heildartekjur, að meðtöldum bótum almannatrygg- inga, yfir 92.529 kr. á mánuði. Við- miðunarmörk hjóna eru 5.000.000 kr. í peningum eða verðbréfum, og 185.058 kr. í heildartekjur á mánuði samanlagt."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.