Morgunblaðið - 21.01.1999, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Vegurinn í Ljósavatnsskarði opnaður á ný í gær
Enn viðvarandi
snj óflóðahætta
Morgunblaðið/Kristján
Fjárhagsaðstoð lækk-
aði um 18% milli ára
Húsaleigu-
bætur og at-
vinna skýra
lækkun
FJÁRHAGSAÐSTOÐ á vegum
Akureyrarbæjar á liðnu ári var 18%
lægri en árið á undan eða 20,5 millj-
ónir króna. Árið á undan nam upp-
hæðin 25 milljónum króna.
Valgerður Magnúsdóttir félags-
málastjóri sagði að helstu skýringar
á því að upphæðin lækkaði milli ára
væru minna atvinnuleysi og þá hefði
Akureyrarbær tekið upp greiðslu
húsaleigubóta á síðasta ári, sem
skipti miklu máli.
Valgerður sagði að mun færri er-
indi hefðu borist á síðasta ári en ár-
ið á undan, en þau voru alls 830 á
liðnu ári og rúmlega 1.000 þar á
undan. Síðustu ár eða frá árinu 1994
hafa að jafnaði borist á milli 1.000
og 1.100 erindi um fjárhagsaðstoð
til Akureyrarbæjar. Erindin sem
bárust í fyrra eru álíka mörg og þau
voru árið 1993 og hafa því ekki verið
færri í fímm ár.
Færri atvinnulausir
vegna góðæris
Að stærstum hluta eru það ör-
yrkjar og atvinnulaust fólk sem leit-
ar eftir aðstoð. Almennt góðæri
skilaði sér í minna atvinnuleysi og
því þyrftu færri að óska aðstoðar
nú. Að jafnaði voru 355 manns á at-
vinnuleysisskrá við lok hvers mán-
aðar á síðasta ári en árið á undan
voru þeir að jafnaði 384.
„Ég er hóflega bjartsýn í upphafí
þessa árs, en það eru ýmsar aðgerð-
ir í gangi sem miða að því að rétta
hag hinna verst settu,“ sagði Val-
gerður.
Fannbarð-
ar vélar
OLL tiltæk snjómoksturstæki
hafa síðustu daga verið keyrð
áfram svo til allan sólarhringinn
á Akureyri, enda ógrynni af snjó
sem ryðja þarf burtu af vegum
og bílastæðum. Leiða má getum
að því að „þetta par“, vörubíll og
ýta eigi ærið verkefni fyrir hönd-
um, en stjórnendur þurfa aug-
ljóslega að byija á því að berja
snjóinn af.
ÞJÓÐVEGUR 1 um Ljósavatns-
skarð var opnaður fyrir umferð
skömmu eftir hádegi í gær en vegin-
um var lokað frá Stórutjamaskóla
suður að Ki’ossi um miðjan dag á
þriðjudag vegna snjóflóðahættu. St-
arfsmenn snjóflóðadeildar Veður-
stofu íslands, þeir Sigurður Kiernan
og Þorsteinn Sæmundsson, fóru frá
Akureyri austur í Ljósavatnsskarð
strax og vegurinn um Víkurskarð
var opnaður í hádeginu í gær.
Sigurður og Þorsteinn skoðuðu að-
stæður m.a. með sérstökum fjar-
lægðarkíki þar sem snjóflóðahættan
var talin mest og efth- samráð við
vegaeftirlitsmenn og lögreglu frá
Húsavík var ákveðið að opna veginn
fyrir umferð.
Veðurútlit ekki gott
Sigurður Kiernan sagði í gær að
mikil snjósöfnun ætti sér stað í hlíð-
inni ofan við svokallaða Sandvík, þar
sem vegurinn liggur úti í Ljósavatn-
inu en þar er þekkt snjóflóðasvæði.
„Það er veikt lag undir og því getur
snjórinn farið af stað. Við töldum því
rétt að eftirlit yrði haft með þessum
vegarkafla."
Sigurður sagði veðurútlit ekki gott
en spáð var áframhaldandi úrkomu í
gærkvöld og í dag, fímmtudag, og
því rétt að fylgjast vel með. Lögregl-
an á Húsavík var með vakt í Ljósa-
vatnsskarði fram eftir degi í gær en
þar var nokkur umferð. Sigurður
Brynjólfsson yfirlögregluþjónn sagði
seinni partinn í gær að tekin hafi
verið ákvörðun um að hafa veginn
áfram opinn í nótt.
„Það hefur engu að síður verið
gefín út viðvörun til fólks um að vera
ekki á ferðinni að óþörfu. Vindáttin
hefur snúist og það er farið að skafa
á ská upp hlíðina og við teljum að við
þær aðstæður dragi frekar úr hættu.
Við teljum þó að enn sé hér viðvar-
andi hætta, þótt hún fari minnkandi í
þessari vindátt en veður fer versn-
andi,“ sagði Sigurður yfirlögreglu-
þjónn. Hann sagði jafnframt viðbúið
að Víkurskarðið yrði ófært um leið
og snjóruðningstækin færu niður.
Sigurður og Þorsteinn ætluðu í
sömu ferð að kanna aðstæður í
Fnjóskadal, þar sem einnig var yfir-
vofandi snjóflóðahætta en gátu það
ekki vegna ófærðar utan þjóðvegai- í
dalnum. Þeir héldu því suður á bóg-
inn í gær en ætluðu m.a. að koma við
í Skagafirði og kanna aðstæður við
bæinn Kross, þar sem hestar
drápust í snjóflóði um helgina.
Fyrr í vikunni skoðuðu Sigurður
og Þorsteinn aðstæður við bæinn
Birkihlíð í Ljósavatnsskarði, þar
sem snjóflóð féll um síðustu helgi.
Þeir framkvæmdu m.a. mælingar í
hlíðinni ofan við bæinn og sagði Sig-
urður flóðið hafa verið um 1-1,5 m á
dýpt rétt fyrir neðan klettabelti í
hlíðinni og dýpt þess hafi verið svip-
uð á láréttu. Þá mældist flóðið um
300 metra breitt.
Stórt snjóflóð í
Dalsmynni
Fyrh- rúmum þremur árum féll
snjóflóð úr hlíðinni ofan við Birkihlíð
og þá gjöreyðilagðist sumarhús sem
stóð undir henni. Þorsteinn skoðaði
aðstæður á vettvangi þá og taldi
hann að snjóflóðið um helgina hafi
komið frá svipuðum stað og þá en i
fyrra skiptið náði flóðið ekki niður að
bænum.
Á mánudag fóru Sigurður og Þor-
steinn í Dalsmynni í Fnjóskadal, þar
sem stórt snjóflóð féll um helgina,
skammt frá bænum Þverá, en þeir
sáu lítið vegna myrkurs. Sigurður
sagði þó að um stórt flóð hafi verið
að ræða og brotstálið um 700 m.
Snjóflóðið fór yfh’ veginn og
Fnjóskána á kafla og upp á stall hin-
um megin, skammt frá eyðibýlinu
Skuggabjörgum.
Félagslega kerfíð í
Dalvíkurbyggð
Um 50
íbúðir í
útleigu
UM 50 íbúðir eru nú í útleigu
hjá félagslega íbúðakerfinu í
Dalvíkurbyggð sem ekki hafa
selst og hefur fjölgað um sjö á
þessu ári. Skuldir félagslega
íbúðakerfisins hafa hækkað frá
árinu 1992 úr 38 milljónum
króna í 190 milljónir í lok árs
1996, en þá var peningaleg staða
neikvæð um 101 milljón ki’óna.
I fjárhagsáætlun Dalvíkur-
byggðai’ fyrir árið 1999 kemur
fram að rekstrartekjur félags-
lega íbúðakerfisins eru áætlað-
ar 18,2 milljónir ki’óna og
rekstrai’gjöld 9,7 milljónir,
þannig að tekjur umfram gjöld
eru 8,5 milljónh’. Áætlað er að
vextir og afborganir verði 11,5
milljónir og fjáfestingar ársins
nemi 21,6 milljónum króna.
Ráðstöfun umfram tekjur er
4,5 milljónir króna en gert er
ráð fyrir 20 milljóna króna lán-
töku vegna eignakaupa.
Rögnvaldur Skíði Frið-
bjömsson, bæjarstjóri í Dalvík-
urbyggð, sagði að af 80 milljóna
ki’óna lántöku bæjarsjóðs á
næsta ári yrðu 20 milljónir
króna notaðar vegna félagslega
íbúðakerfisins, en það væri sú
upphæð sem gera mætti ráð
fyrir að þyrfti að nota til að inn-
leysa íbúðir sem fólk væri að
skila. Fólk væri enn að skila inn
íbúðum í gamla félagslega kerf-
inu og væri sveitarfélögum
skylt samkvæmt lögum að taka
við þeim.
Morgunblaðið/Kristján
STARFSMENN snjóflóðadeildar Veðurstofu Islands, Þorsteinn Sæmundsson, t.v., og Sigurður Kiernan,
skoðuðu aðstæður í Ljósavatnsskarði í gær og ræddu við vegaeftirlitsmenn og lögreglu. Hér spá þeir í spil-
in með Sigurði Brynjólfssyni yfirlögregluþjóni á Húsavík.
Fjárhagsáætlun Dalvfkurbyggðar samþykkt í bæjarstjórn
Skatttekjur 357 milljdnir
SKATTTEKJUR Dalvíkurbyggðar eru áætlað-
ar á þessu ári 357,2 milljónir króna, en útgjöldin
eru áætluð samtals 281,2 milljónir króna. Þetta
kemur fram í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar
fyrir árið 1999 sem samþykkt var á fundi bæjar-
stjórnar í vikunni. Nokkru meiri vinna var við
gerð fjárhagsáætlunarinnar nú að sögn Rögn-
valdar Skíða Friðbjörnssonar bæjarstjóra enda
sameinuðust þrjú sveitarfélög, Dalvík, Árskógs-
hreppur og Svarfaðardalshreppur, í eitt um mitt
síðasta ár. Sveitarfélagið er þannig orðið mun
stæn-a en þegar síðast var lögð fram fjárhagsá-
ætlun.
Útsvar verður 12,04% eða í hámarki og fast-
eignagjöld og fráveitugjöld eru þau sömu og
voru á síðasta ári.
Skatttekjur bæjarsjóðs skiptast þannig að 257
milljónir króna koma vegna útsvars, fasteigna-
skattur gefur 41,6 milijónir króna í tekjur og
framlag úr jöfnunarsjóði er áætlað 58,6 milljónir
króna.
Almenn rekstrargjöld eru áætluð 367 milljónir
króna. Gert er ráð fyrir að tekjur málaflokka
nemi um 70 milljónum króna. Til fjárfestinga og
greiðslu afborgana og vaxta skilar reksturinn
samkvæmt áætluninni tæplega 17% skatttekna
eða um 60 milljónum króna. Kostnaður við
rekstur málaflokka er 83,1% sem hlutfall af
skatttekjum.
Mest til fræðslu- og félagsmála
Þeir málaflokkar sem mest taka til sín eru
fræðslumálin, sem kosta bæjarsjóð 148,8 millj-
ónir króna, og félagsþjónustan með útgjöld upp
á 41,3 milljónir króna. Þriðji stærsti málaflokk-
urinn er yfirstjórn bæjarins, sem kostar 31,7
milljónir króna, en kostnaður við yfirstjórn
lækkar um 8,7 milljónir frá því sem var við end-
urskoðaða fjárhagsáætlun fyrir síðasta ár.
Lægri útgjöld koma bæði til af hagræðingu
vegna sameiginlegrar yfírstjórnar sveitarfélags-
ins og einnig kostnaðar sem til féll í fyrra vegna
sameiningarinnar.
Á árinu er áformað að taka ný langtímalán að
upphæð 80 milljónir króna og sagði bæjarstjóri
að af þeirri upphæð yrði 48 milljónum króna var-
ið til að greiða niður samningsbundnar skuldir
til lengri tíma þannig að skuldir bæjarsjóðs
myndu aukast um 32 milljónir.
Uppbygging í Ungó
Bæjarsjóður hefur til ráðstöfunar 141 milljón
króna til framkvæmda og fer bróðurpartur upp-
hæðarinnar til skólabyggingar á Dalvík. Á fundi
bæjarstjórnar var samþykkt tillaga um að verja
2 milljónum króna í rekstur leikhússins Ungó en
Rögnvaldur sagði að í framhaldi af því þyrfti að
ráðast í kostnaðarsamar endurbætur á húsinu,
sem væri nú gamalt og þreytt.
„Um 83% skatttekna fara í rekstur mála-
flokka, en hlutfallið hefur farið hækkandi milli
ára, þannig að Ijóst er að gæta þarf aðhalds í
rekstri og fjárfestingum," sagði Rögnvaldur.
Hann nefndi að 71% alls rekstrarkostnaðar
sveitarfélagsins færi í laun. Að megninu til er nú
einnig farið að greiða mótframlög í lífeyrissjóð
þannig að eftirlaunaskuldbindingar sem ekki
hafa verið gjaldfærðar eru nú farnar að birtast í
rekstrarreikningum sveitarfélaganna.