Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Iþróttahús vígt á Þórshöfn Þórshöfn - Nýtt íþróttahús var vígt á Þórshöfn sl. sunnudag að viðstöddu fjölmenni. Með tilkomu þessa glæsilega húss er nú brotið blað í sögu íþrótta- og æskulýðs- mála hér í byggðarlaginu enda býður nýja húsið upp á ótal mögu- leika sem ekki voru áður fyrir hendi til íþróttaiðkana. Hátíðardagskrá var í íþrótta- húsinu og hófst hún með því að sóknarpresturinn, sr. Ingimar Ingimarsson, blessaði laugina meðan yngri kynslóðin fór í sund. Aðaldagskráin var eftir hádegi og hófst með því að presturinn bless- aði húsið. Kórsöngur var á dag- skrá og margir gestir tóku til máls, bæði heimamenn og aðrir. Það var mál manna að þetta myndarlega hús, sem loksins er orðið að veruleika, beri merki um þor og framsýni þeirra sem á sín- um tíma ákváðu að ráðast í þetta verk en það voru sveitarstjórnir í Þórshafnar- og Svalbarðshreppi. íþróttahúsið fékk góðar gjafír á hátíðinni, m.a. eina milljón króna frá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. sem nota skal til tækjakaupa í húsið eða það sem helst þurfa þyk- ir, frá Rauða kross-deildinni á svæðinu kom fullkominn endur- lífgunarbúnaður sem er skilyrði í SR. INGIMAR Ingimarsson blessaði húsið. vel búnum sundlaugum og Spari- sjóður Þórshafnar gaf 250.000 kr. Bygging hússins hófst sumarið ‘97 og er táknrænt að leikskóla- börn tóku fyrstu skóflustunguna. Húsið er hannað af AVT teikni- stofunni á Akranesi sem hefur mikla reynslu af hönnun slíkra húsa og þykja hús þeirra hag- kvæm og hafa reynst vel. Um byggingu hússins sáu ÞH-verk- takar á Þórshöfn og Trévangur hf. í sameiningu. Byggingarmeistari verksins var Jón Beck frá ÞH- verktökum og stýrði hann verkinu með styrk og dugnaði frá upphafi til enda. Einnig komu nokkrir undirvertakar að byggingunni t.d. sá vélaverkstæðið Þistill hér á Þórshöfn um gerð stiga, handriða ogaðra járnavinnu. I íþróttahúsinu er íþróttasalur, 33x24 metra, vel búinn tækjum og er fullkomin aðstaða til íþrótta- kennslu, æfmga og keppni. Sund- Iaugin er 17x8 metrar, glæsileg innisundlaug þar sem mikið hefur verið lagt upp úr að rýmið sé opið, bjart og aðlaðandi. Við sundlaug- ina eru tveir heitir pottar og vatnsgufubað. I þjónusturýminu er líkamsræktarstöð, ljósabekkur, 4 búningsherbergi, félagsaðstaða fyrir skóla og fleiri auk mötuneyt- is fyrir skóla, einnig skrifstofur. Þarna verður því frábær aðstaða til íþrótta- og félagsstarfs og er betri tími framundan fyrir skólana í Svalbarðs- og Þórshafnarhreppi og yngri kynslóðina í þessum sveitarfélögum. Sundkennsla, sundþjálfun og sundleikir verða nú stundaðir allt árið um kring. íþróttasalurinn gefur bömunum færi á að kynn- ast, læra, æfa og keppa í nánast öllum þeim íþróttagi-einum sem áhugi þeiri'a stendur til. Auðvelt verður að skipuleggja í húsinu byggðarlagið því þegar fólk velur sér búsetu hugsar það ekki síst um það hvernig búið er að skóla-, íþrótta- og æskulýðsmálum fyrir börn. Að loknum kaffiveitingum tók við flugeldasýning í boði Lions- klúbbsins á staðnum og var það glæsilegur endir á góðum degi. Norðurland vestra Prófkjör Sam- fylkingar ákveðið PRÓFKJÖR Samfylkingar Alþýðu- bandalagsins, Alþýðuflokksins og Kvennalistans á Norðurlandi vestra íyrir alþingiskosningarnar 8. maí 1999 verður haldið 13. febrúar nk. Allir íbúar á Norðurlandi vestra sem fæddir eru árið 1981 eða fyrr hafa rétt til að greiða atkvæði í prófkjörinu. Kosið er um fjögur efstu sætin. Kosning í tvö efstu sætin er bind- andi. Frestur til að tilkynna fram- boð er til 23. janúar. Tilkynnt skal um framboð til eftirtalinna aðila: Unnars Rafns Ingvarssonar, Jöklatúni 14, Sauðárkróki og sJóns Karlssonar, Hólavegi 31, Sauðárkróki. Skákmót til minning- ar um Ottó Arnason Ólafsvík - Á dögunum hélt Taflfélag Ólafsvíkur árlegt hraðskákmót til minningar um Ottó Árnason bókara en hann var á árum áður aðalfrum- kvöðull að öflugu skákmóti í Ólafs- vík. Keppt er um farandbikar sem Bakki sf. gaf fyrir allmörgum árum. Tólf keppendur voru á mótinu og urðu úrslit sem hér segir: 1. Gylfí Scheving, 9 vinningar, 2. Gísli Boga- son, 8 vinningar og í 3.-4. Sigurður Scheving og Sæþór Gunnarsson, 7 vinningar. Nokkur lægð hefur verið í starf- semi Taflfélags Ólafsvíkur undan- farin ár en nú ætla menn að endur- heimta gamla keppnisandann í fé- laginu. Ráðgert er að hafa skákæf- ingar á hverju sunnudagskvöldi í Gistiheimilinu Höfða. Skora félags- menn á alla þá er áhuga kunna að hafa á skák að koma á æfingar. Morgunblaðið/Anna Ingólfs. MARIA Lárusdóttir og Sigurður Þórðarson eru bjartsýn á rekstur Shellskálans á Egilsstöðum. Nýir rekstraraðilar Shell- skálans á Egilsstöðum Egilsstöðum - María Lárusdóttir og Sigurður Þórðarson hafa tek- ið við rekstri Shellskálans á Egilsstöðum. Þau hafa bæði starfað sem lögregluþjónar í Reykjavík en ákváðu að söðla um og reyna eitthvað nýtt og taka við rekstri skálans til eins árs. Reksturinn verður með hefð- bundum hætti að viðbættu því að í veitingasölu verður boðið upp á súpu og brauð og rétt dagsins, allan daginn, auk skyndibita. Kokkur er Guðmundur Sigurðs- son. Þau eru bjartsýn á rekstur- inn og bjóða Austfirðinga og ferðafólk velkomið. Eigenda- skipti hjá Noru í Stykk- ishólmi Norður-Hérað Röskun á sköla- starfí veg’iia ófærðar á vegum Vaðbrekku, Jökudal - Eftirhreytur stórhríðarinnar sem gekk yfír Jök- uldal og Norður-Hérað um síðustu helgi hafa komið niður á skólastarfi á Norður-Héraði í þessari viku. Að sögn Sverris Kristinssonar, skóla- stjóra Skjaldólfsstaðaskóla, hefur skólastarf legið niður á Skjaldólfs- stöðum mánudag og þriðjudag vegna ófærðar en hluti af nemend- um mætti í gær en þá var enn ófært á Efra-Jökuldal. Allir vegir á Norður-Héraði urðu ófærir í stórhríðinni en þjóðvegur 1 og Austurdalur voru opnaðir á mánudag og slóð lögð að Efradal, aftur kófaði á veginn og í slóðina aðfaranótt þriðjudags svo færi spilltist. Allir vegir voru síðan opn- aðir í gær en óvíst er að þeir haldist opnir fram að helgi vegna þess að ennþá spáir éljagangi og kófi. Að sögn Elsu Árnadóttur, skólastjóra í Brúarárskóla, hefur nokkur röskun verið þar einnig. Nemendur í Efra- Jökuldal komust ekki til skólans fyrr en seinnipart mánudags þegar búið var að leggja slóðina þar, og ekki varð frekari röskun hjá þeim vegna þess að þeir Efradælingar eru allir í heimavist. Aðrir nemend- ur Brúarárskóla hafa komið of seint til skólans alla daga sem af er þess- ari viku vegna vondrar færðar og biðar eftir að vegurinn sé opnaður á morgnana. Reiknað er með að skólastarf verði með eðlilegum hætti í dag vegna þess að búið er að opna alla vegi í sveitarfélaginu og vonast er til að þeir haldist færir fram að helgi þótt spáð sé kófgarra. Stykkishólmi - Kavíai'verksmiðjan Nora í Stykkishólmi var stofnuð árið 1990 upp úr þrotabúi Bjargar hf. Stofnendur voru Ágúst Sigurðs- son og Olafur Kristjánsson og hef- ur sá síðarnefndi verið fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Nú um áramót urðu eigendaskipti á fyrirtækinu. Sigurður Ágústsson hf. keypti helmingshlut Ólafs Krist- jánssonar sem á nú allt hlutafé í fé- laginu og hefur reksturinn verið sameinaður öðrum rekstri Sigurð- ar Ágústssonar hf. Verksmiðjan hefur framleitt kavíar úr grásleppu- og loðnu- hrognum. Framleiðslan hefur öll farið á erlendan markað. Á undan- fórnum árum hefur orðið sam- dráttur í framleiðslunni vegna samkeppni og verðfalls. Nora hef- ur með gætni staðið af sér niður- sveiflur sem hafa orðið. Að sögn Sigurðar Ágústssonar framkvæmdastjóra verða engar breytingar á rekstrinum við eig- endaskiptin. Hann segir að verk- efnastaðan hafi breyst til batnaðar á síðustu mánuðum. Gerður hefur verið mikilvægur samningur við erlendan kaupanda sem tryggir næg verkefni á þessu ári. Hann reiknar með að framleiðslan nái jafnvel að tvöfaldast á þessu ári miðað við árið í fyrra. Hjá Noru starfa nú um 14 manns þegar framleiðslan er kom- in í fullan gang. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason VERKSTJÓRARNIR Bernt Sigurðsson og Karvel Jóhannesson ásamt franikvæmdastjóra fyrirtækisins, Sigurði Ágústssyni. Þeir halda á krukkum með kavíar sem verið er að framleiða fyrir kaupendur í Ástralíu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.