Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 23
Breskur ráðherra sakaður um að „lifa
hátt“ á kostnað skattborgara
Ihaldsmenn fara
fram á rannsókn
London. The Daily Telcgraph.
IHALDSMENN í Bretlandi vilja að
Tony Blair forsætisráðherra efni til
formlegrar rannsóknar á ásökunum
um að ráðherrann Jack Cunning-
ham hafi „lifað hátt“ á kostnað
skattborgara. Ritaði Tim Yeo,
skuggaráðherra íhaldsmanna í
landbúnaðarmálum, Blair bréf í
byrjun vikunnar þar sem rifjuð var
upp yfirlýsing forsætisráðherrans
er hann tók við embætti árið 1997,
en þá sagði Blair að Verkamanna-
flokkurinn væri ekki kominn til
valda eftir átján ára bið til þess eins
að njóta þeirra forréttinda sem
fylgja valdastólum.
Sagði Yeo að í ljósi þessarar yfir-
lýsingar væru fregnir af „óhóflegri
eyðslusemi" Cunninghams alger-
lega óviðunandi og vísaði þar í
fréttaflutning The Sunday Times
um helgina þar sem Cunningham er
sagður hafa flogið til Bandaríkjanna
með Concorde-flugvél, dvalist
reglulega á fimm stjörnu hóteli í
Brussel og boðið Evrópuþingmönn-
um Verkamannaflokksins í veislu í
Strassborg þar sem veitt var ótæpi-
lega af kampavíni.
Cunningham var áður landbúnað-
arráðherra en tók í fyrrasumar við
sérstöku „yfirráðherrastarfi“ þar
sem honum er ætlað að samræma
störf og stefnu ríkisstjórnarinnar.
Hefur hann neitað ásökunum í sinn
garð og hafnar því jafnframt að óá-
nægt starfsfólk undir hans stjórn
hafi lekið upplýsingum um eyðslu-
semi hans í fjölmiðla, segist hann
eiga afar náið og gott samstarf við
starfsmenn ráðuneytisins.
„Svívirðileg sóun
á fjármunum almennings"
Haft var eftir talsmanni ráðu-
neytis Cunninghams á þriðjudag að
öll ferðalög hans væru í samræmi
við stjórnsýslureglur og að ferða-
hættir ráðherrans hefðu ávallt hlot-
ið samþykki starfsmanna ráðuneyt-
anna. Jafnframt hefðu náðst góðir
samningar við Conrad-hótelið í
Brussel, sem þykir með þeim allra
dýrustu og fínustu þar í borg, og
Cunningham hefði því ekki greitt
Reuters
JACK Cunningham brosti breitt
þegar honum var úthlutað nýtt
ráðherraembætti í fyrrasumar.
tæplega þrjátíu þúsund krónur fyrir
nótt á hótelinu, eins og verðskrá
þess segði fyrir um, heldur mun
minna.
Sagði talsmaðurinn ennfremur að
fréttir þess efnis að Cunningham
sæti gjaman að sumbli fram á nótt
á bar Conrad-hótelsins og drykki þá
einungis rándýrt Macallan-maltvi-
ský væru ýktar úr hófi fram.
Hvað sem þessum staðhæfingum
líðui- hafði The Sunday Times eftir
ónefndum opinberum starfsmanni
um helgina að Cunningham væri
„sekur um þá svívirðilegustu sóun á
fjármunum almennings sem ég hef
nokkurn tíma orðið var við“.
Er það einnig sett á syndaregist-
ur Cunninghams að hann hafi flogið
með Concorde-þotu til Bandaríkj-
anna í stað þess að fljúga með hefð-
bundnu áætlunarflugi, sem er mun
ódýrara. Kostaði flugferð Cunning-
hams til Bandaríkjanna í síðustu
viku með Concorde næstum fjögur
hundruð þúsund krónur en Cunn-
ingham hefði skv. The Sunday
Times getað farið þennan sama dag
með áætlunarflugi, hálftíma fyrr,
fyrir mun minni pening.
Krýningarathöfn
Karls verði tengd
öllum trúarbrögðum
London. The Daily Telegraph.
HATTSETTIR embættismenn inn-
an ensku biskupakirkjunnar velta
nú fýrir sér hugmyndum um að
tengja krýningarathöfn Karls
Bretaprins öðrum trúarbrögðum,
þegar og ef af henni verður. Hefur
hópur fræðimanna, guðfræðinga og
presta fundað reglulega undanfarið
eitt og hálft ár í því skyni að ræða
um breytingar í þessa átt.
Er það tillaga hópsins að breyt-
ingar verði gerðar á ævafornri
krýningarathöfninni í þá átt að hún
verði „veraldlegri", og ennfremur
að fleiri trúhópar komi að athöfn-
inni. í stað þess að athöfnin verði
einungis samkvæmt venjum ensku
biskupakirkjunnar muni leiðtogar
rómversk-kaþólsku kirkjunnar og
meþódista einnig leika þar hlutverk,
sem og rabbíni á vegum gyðinga,
auk fulltrúa múhameðstráar.
Jafnframt yrðu nokkrir þættir
sjálfrar krýningarathafnarinnar
lagðir niður, t.d. kvöldmáltíðar-
sakramentið sem tilheyrir aðeíns
tráarkenningum biskupakirkjunn-
ar, en á sér ekki stoð i tráarkenn-
ingum annarra. Hafa gagnrýnis-
raddir einmitt lengi bent á að krýn-
ingarathöfnin sjálf sé fjandsamleg í
garð kaþólikka.
Þykja breytingar á athöfninni,
eins og þær sem nú eru ræddar,
vekja spumingar um tengsl ríkis og
kirkju og um stöðu biskupakirkj-
unnar sem þjóðkirkju. Þykir mörg-
um sem tími sé kominn til að kon-
ungur/drottning sé þjóðhöfðingi
allra íbúa Bretlands, ekki aðeins
þeirra sem eru í ensku biskupa-
kirkjunni. Hefur Karl Bretaprins
reyndar þegar látið hafa eftir sér að
sem konungur myndi hann vilja
taka að sér að vera verndari allra
tráarskoðana, ekki aðeins þjóðtrú-
arinnar.
George Carey, erkibiskupnum af
Kantaraborg, þykir þessi umræða
hins vegar ekki tímabær og sendi
hann frá sér yfirlýsingu á sunnu-
dag. Sagði þar að krýningarathöfn
næsta þjóðhöfðingja væri alls ekk-
ert á dagskrá innan kirkjunnar,
Elísabet Englandsdrottning væri
við bestu heilsu og því ekki við
hæfi að ræða þessa hluti að svo
stöddu.
1.-5. apríl - 4 nætur
Verð á mann í tvíbýli á Burlington Hotel
Innifalið f verðdæmum er flug, gisting, akstur til og frá
flugvelli erlendis, fslensk fararstjórn, skattar og gjöld.
14 nætur
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn (2-11 ára) í íbúð
með tveimur svefnherbergjum á La Colina, Albir.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna í stúdíóíbúð á La Colina, Albir.
31. mars - 12. apríl - 12 nætu
46.862 kr. stgr.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn (2-11 ára) (íbúð
með einu svefnherbergi á Playa Ferrera, Cala d'Or.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi
á Playa Ferrera, Cala d'Or.
1.-5. apríl
Verð á flugsaeti K
Innifalið skattar og gjöld,
með gistingu á Cliftorn Ford, fjögurra stjörnu
hóteli á frábærum stað í borginni. Spennandi
skoðunarferðir, m.a. til Stonhenge og Bath.
Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir.
Verð 49.900 kr.
KAIMARIEYJAR
Spennandi vorferðir!
Vorferð til Mallorca
12. aprfl - 24. maí - © vikur
Vorferö til Benidorm
13. apríl - 25. maí - 6 vikur
Eitthvað skemmtiiegt
um páskana
Örfá sæti laus!