Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 24

Morgunblaðið - 21.01.1999, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Hótaði að iiaíiigTeina í skjóli þinghelgi þá sem grunaðir eru um Omagh-tilræðið Akvað „frestun“ á síðustu stundu ANDREW Hunter, þingmaður íhaldsmanna á breska þinginu, ákvað í gær að „fresta“ því að láta verða af hótun sinni að nafngreina þá menn sem grunaðir eru um að hafa verið valdir að_ sprengjutilræð- inu í Omagh á N-írlandi á síðasta ári, þar sem 29 manns létu lífið. Hunter hafði hugsað sér að nafn- greina mennina á fundi þingsins í gær en þegar mjög var þrýst á hann að láta ekki verða af hótun sinni leitaði hann sér lögfræðiálits. Akvað hann að því loknu að „fresta“ áætl- un sinni en útilokaði ekki að hann léti verða af ásetningi sínum síðar. Enginn hefur enn verið ákærður vegna ódæðisins í Omagh jafnvel þótt lögreglan á N-írlandi hafi gefið í skyn að hún viti nokkurn veginn hverjir tóku þátt í tilræðinu. Hefur lögreglunni einfaldlega ekki tekist að afla nægra sannanna á hendur viðkomandi aðilum. Hunter segir það svívirðilegt hversu margir ódæðismenn hafí á undanförnum áratugum fengið að ganga lausir þrátt fyrir að í mörgum tilfellum viti allir hvað þeir hafa á samviskunni. Hugðist Hunter nýta sér þing- helgi sína til að fletta ofan af Omagh-tilræðismönnunum enda myndi þinghelgin vernda hann gegn lögsókn sem að öðrum kosti hefði getað fylgt í kjölfarið. Hafði Mo Mowlam, N-írlands- málaráðherra, mjög þrýst á Hunt- er að láta ekki verða af hótun sinni enda sagði hún það móðgun við þá sem fórust í Omagh og einnig við lögregluna á N-írlandi sem ynni ötullega að rannsókn málsins. Sagði hún óttast að Hunter hefði hugsanlega getað skaðað möguleg- ar ákærur á hendur ódæðismönn- unum með uppljóstrunum sínum, auk þess sem hún ítrekaði að sú regla yrði að gilda að menn séu taldir saklausir uns sekt þeirra er sönnuð. Oskar Lafontaine kynnir fjárlög sín í Þýzkalandi Segist vilja stuðla að atvinnu og stöðugleika Bonn. Reuters. OSKAR Lafontaine, fjármáia- ráðherra Þýzkalands, kynnti í gær fyrir Sambandsþinginu í Bonn fyrsta fjárlagafrumvarpið frá því miðju-vinstristjórn Ger- hards Schröders tók við völdum fyrir þremur mánuðum. Sagði Lafontaine að með þeim aðgerð- um sem fyrirhugaðar væru í rík- isfjármálunum yrðu aðstæður skapaðar til að fjölga störfum og auka efnahagslegan stöðugleika. A meðan Lafontaine var í stjórnarandstöðu var hann þekktur sem vinstrisinni af gamla ríkisafskipta-skólanum sem hvorki vildi lækka skatta né útgjöld hins opinbera. Nú kvað hins vegar við annan tón, þegar ráðherrann hélt sig við þann aga í fjárlagagerðinni, sem hin hóf- sama hægristjórn Helmuts Kohls hafði haldið sig við. Lafontaine tjáði fréttamönnum að á nýja árinu væri útlit fyrir að LAFONTAINE þurfli að sperra eyrun til að heyra spurningar blaðamanna á fréttamannafundi í gær. heldur hægðist á efnahagsbatanum sem vart varð við á síðasta ári, þeg; ar hagvöxtur í landinu náði 2,8%. í ár yrði hagvöxtur sennilega ekki meiri en 2%. Lafontaine gerði lítið úr gagn- rýni þess efnis að fjárlögin legðu lítið af mörkum til að stuðla að hagvexti eða að draga úr skuld- um ríkissjóðs. Hann sagði stjórnina hafa „erft erfiða stöðu ríkisfjármála" frá fyrri stjórn. Sakaður um að fegra bókhaldið Fjárlagaramminn hljóðar upp á um 20.000 milljarða króna. Gert er ráð fyrir 56,2 milljarða marka halla á rekstri þýzka rík- issjóðsins, sem er nærri ná- kvæmlega sami halli og var á fjárlögum ársins 1998. Talsmenn stjórnarandstöð- unnar sökuðu Lafontaine um að fegra bókhaldið. Með fjárlaga- frumvarpi hans myndu útgjöld hins opinbera hækka um 6,8% en ekki 1,7% eins og stjórnin héldi fram. r *tv < ¥ LANDSÞING 23.- 24. janúar. að Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðin) Dagskrá Laugardagur 23. janúar. 09:00 Skráning og gögn. 10:00 Þingsetning. 10:30 Ræða. -Sverrir Hermannsson. Fiskveiðimál. -Jón Sigurðsson. 12:30 Hádegishlé. 13:30 Kosningar. 14:30 Framsaga um. 1. Fiskveiðimál. 2. Samfélagsmál. 3. Umhverfismál. Málstofur starfa. 18:30 Þorramatur. Sunnudagur 24. janúar. 10:00 Niðurstöður málstofa. 13:30 Kosningar. 13:00 Kjördæmamál. 14:00 Stjómmálaályktun. 15:00 Þingslit. Við boðum breytingar FRJÁLSLYNDIFLOIKUBINN Hliöasmára 10 Kópavogi. sími 564-6050 V J Tveir Evrópuþingmenn íhaldsflokksins segja sig úr flokknum Ursagnirnar setja flokks- leiðtogann í bobba TVEIR Evrópuþingmenn brezka íhaldsflokksins hafa sagt sig úr flokknum vegna þess að þeir telja hann vera kominn inn á braut of mikillar andstöðu við samrunaþró- unina í Evrópu. Þingmennirnir, John Stevens og Brendan Donnelly, hyggjast bjóða fram í Evrópuþingkosningunum í júní á nýjum iista í beinni sam- keppni við sinn gamla flokk. Er talsmaður Ihaldsflokksins var inntur álits á úrsögnunum sagði hann umrædda þingmenn hafa hvort eð er hafa verið komna út í horn í þingflokknum og engin eftir- sjá væri að þeim. Tímasetning afsagnanna kemur William Hague, leiðtoga íhalds- ílokksins, samt sem áður illa eins og er, því hann er að reyna að styrkja stöðu sína í leiðtogahlutverkinu með því að ráðast gegn hinni svoköiluðu „þriðju leið“ Tonys Blairs forsætis- ráðherra. Hague býður kjósendum upp á valkost, sem hann kallar „brezku leiðina". Stevens segist hafa ákveðið úr- sögn sína vegna þess að hann hafí sannfærzt um að hann gæti ekki sjálfur varið það fyrir eigin sam- vizku að greiða íhaldsflokknum at- kvæði í komandi Evrópuþingkosn- ingum. Donnelly rekur ástæður ursagnar sinnar til þess, að Ihaldsflokkurinn er að hans mati að vinna sem hemill á möguleika Bretlands til að geta orðið aðili að myntbandalaginu, og slíku vilji hann ekki taka þátt í. Lengi hefur borið á klofningi í röðum íhaldsmanna að því er varðar afstöðuna til Evi’ópusamrunans. Aform Evrópuþingmannanna tveggja um að setja á fót nýjan evr- ópusinnaðan framboðslista íhalds- manna munu ábyggilega vera Hague mjög á móti skapi. Hann hafði talið sér hafa tekizt að ná friði innan flokksins um Evrópu- málin; á flokksþingi í fyrra studdi yfírgnæfandi meirihluti flokks- manna þá stefnu sem hann markaði - að Bretland myndi hvað sem öðru líður vera utan EMU að minnsta kosti næstu átta árin. En allnokkrir áhrifamenn í flokknum, þ.á m. Michael Hes- eltine, sem eitt sinn var aðstoðar- forsætisráðherra, og Kenneth Clar- ke, sem var fjármálaráðherra í stjórn Johns Majors, eru þeirrar skoðunar að Hague hafí rígbundið Evrópustefnu flokksins um of. Furby-dýr „d^epast14 með dular- fullum hætti London. The Daily Telegraph. ÚTVARPSMAÐUR í Hampsliire í Bretlandi hefur verið sakaður um að hafa „drepið“ fjölmörg Furby-Ioðdýr, leikföng með upptökubúnað og tölvukubb sem gerir þeim kleift að tala og endurtaka það sem þau heyra. Fjölmargir hlustendur hringdu í útvarpsstöð mannsins og kvörtuðu yfír því að Furby- loðdýr þeirra hefðu „drepist“ eftir að hafa tekið þátt í tilraun hans í beinni útsendingu. Hann hafði beðið hlustendur að setja leikföngin við útvarpstækin til að athuga hvort þau gætu hlust- að á Furby-loðdýr í hljóðstof- unni. Nokkrum mínútum síðar þögnuðu loðdýrin eftir að hafa gefíð frá sér „undarleg hljóð“, eins og einn hlustendanna, átta ára stúlka, orðaði það. Hún fór með loðdýrið sitt í leikfanga- verslun en afgreiðslufólkinu tókst ekki að endurlífga það. Útvarpsmaðurinn, Spencer Kelly, kveðst saklaus af því að hafa fargað loðdýrunum og heldur því frain að þau hafí sjálf „lagt á ráðin urn að svipta sig lífí“ með einliverjum dularfull- um hætti. Útvarpsstöð í Banda- ríkjunum gerði svipaða tilraun í morgunþætti sínum og niður- staða hennar rennir stoðum undir fullyrðingu Kellys því tvö Furby-leikföng geispuðu gol- unni. „Þetta var stórfurðulegt," sagði sfjórnandi þáttarins. „Þau röbbuðu saman og svo drápust þau skyndilega. Sjálfur vildi ég reyna þetta í útsendingu út um allt, land. Mér fínnst þau hvim- leiðustu kvikindi í heiminum.“ Fyrirtækið sem framleiðir leikföngin, Tiger Elect.ronics, neitaði því að þau hefðu verið hönnuð þannig að þau gætu „svipt sig lífi“. „Þetta hljómar allt svo fárán- lega,“ sagði talsmaður fyrirtæk- isins. „Það gleður okkur að menn skuli sýna leikföngunum svona mikinn áhuga, en ef til vill hafa þeir látið ímyndunar- aflið hlaupa með sig í gönur.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.