Morgunblaðið - 21.01.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Framdi
Pol Pot
sjálfs-
morð?
TÍMARIT í Hong Kong hélt
því í gær fram að Pol Pot,
hinn alræmdi leiðtogi Rauðu
kmeranna í Kambódíu sem
talinn er hafa á samviskunni
dauða milljóna manna á með-
an á ógnarstjórn hans stóð á
áttunda áratugnum, hefði
framið sjálfsmorð, en Pol Pot
dó í fyrra. Sagði Far Eastern
Economic Review að Pot hefði
tekið banvæna blöndu valíums
og klórokíns, lyfs sem tekið er
gegn malaríu, eftir að hann
komst að raun um að fyrrver-
andi samstarfsmenn hans
væru í þann mund að svíkja
hann í hendur Bandaríkja-
stjórn. Sagði fréttamaður
tímaritsins að heimildir sínar
fyrir þessu væru óvefengjan-
legar.
Flugskeyti
til sýnis
INDVERJAR hyggjast sýna
gervallan flugskeytaflota sinn
á þjóðhátíðardegi sínum í
næstu viku. Verður þar í
fyrsta skipti hægt að líta aug-
um ný langdræg flugskeyti,
sem Indverjar bættu nýlega í
vopnabúr sitt.
Minnihluta-
hópum hætt-
ara við
krabbameini
SVERTINGJUM, fólki af
rómönsku bergi brotið og öðr-
um minnihlutahópum í
Bandaríkjunum, þ.m.t. hvítum
fátæklingum, er hættara við
að fá krabbamein en öðrum
hópum. Þetta kemur fram í
skýrslu heilbrigðisstofnunar
sem starfar á vegum ríkisins.
Er því t.d. haldið fram að tíðni
krabbameins meðal svertingja
sé 15% meiri en hjá hvítum
mönnum. Margir halda því
fram að tíðni krabbameins
geti ráðist af mataræði og
hreyfíngu og er það t.d. talið
skýra háa tíðni hjá fátækum.
A hinn bóginn er tekið fram
að tengsl þessara þátta og
krabbameins hafi ekki verið
rannsökuð að fullu og því
óvíst að þeir útskýri muninn
milli kynþátta.
FIMMTUDAGUR 21. JANUAR 1999
Pottaplöntu
Nokkur verðdæmi
Prímúla
Fíkus 1 m
StofuaskuSt
uman
XJrvals
gróðurmold
Friðarlilja
Burkni
Verð áður kr.-Töð'
Gjafavöruútsala
»0-70% afsl
10,- Túlípanar
Mikiö úrval göngu- og hlaupabrauta ásamt mesta úrvali landsins
af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki.
Öfflug hlaupabraut með
stillanlegum æfingabekk
Rafdrifin hlaupabraut
Hraði 0-16 km/klst. Hæöarstilling,
neyðarstopp, fullkomið tölvumælaborð auk
stillanlegs æfingabekks með handlóðum,
2-4-6 pund.
Hægt að leggja saman.
Stgr. 159.600,
kr. 168.000.
Stærðir:
L 173 x br. 83 x h. 134 cm.
• • Reiðhjóla verslunin —
ORNINNP*
STOFNAÐ1925
- ÞREKTÆKJADEILD -
Skeifan 11, sími 588-9890