Morgunblaðið - 21.01.1999, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að styrkja stoðir almannatryggingakerfísins
Stefnuræðu
Clintons
víðast hvar
veltekið
Reuters
CLINTON lióf stefnuræðu sína með því að lýsa því yfir að staða Bandaríkjanna væri sterk um þessar mund-
ir. Hann þurfti margoft að gera hlé á máli sínu þar sem þingmenn klöppuðu honum óspart lof í lofa.
STEFNURÆÐU Bills Clintons
Bandaríkjaforseta í fyrrinótt var
víða vel tekið og t.d. hrósuðu bæði
The New York Times og The Was-
hington Post forsetanum í gær fyrir
þær hugmyndir sem hann kynnti í
ræðunni. Sagði í leiðara fyrrnefnda
blaðsins að Clinton hefði á þriðjudag
kynnt sína metnaðarfyllstu stefnu-
skrá síðan 1993. Pótti Clinton flytja
ræðuna fumlaust og af öryggi og
ekki að sjá að þessi forseti ætti í nið-
urlægjandi og tvísýnni baráttu um
að forða sjálfum sér frá því að verða
sviptur embætti, fyrstur forseta
Bandaríkjanna.
En einnig bentu bandarískir fjöl-
miðlar á að þriðjudagurinn hefði lík-
lega verið einkennandi fyrir forseta-
tíð Clintons; fyrir hádegi þurftu lög-
menn Clintons að halda uppi vörnum
fyrir hann í öldungadeild Banda-
ríkjaþings, þar sem meintar lygar
hans vegna kynferðislegs sambands
hans við Monicu Lewinsky voru á
dagskrá, en eftir hádegi lét forsetinn
ljós sitt skína í starfi leiðtoga valda-
mestu þjóðar í heimi. A einum degi
gátu menn því orðið vitni að því
besta og því versta sem þessi um-
deildi maður stendur fyrir.
Vill tryggja framtíð
eftirlaunakerfisins
í stefnuræðunni vék Clinton
hvergi að réttarhöldunum í öldunga-
deildinni en hvatti m.a. til aukinna
fjárframlaga í vai-narmálum og sagði
dómsmálaráðuneytið nú undirbúa
skaðabótamál á hendur tóbaksfram-
leiðendum vegna kostnaðar ríkisins í
tengslum við sjúkdóma sem rekja
má til tóbaksneyslu.
„Skattgreiðendur eiga ekki að
þurfa að greiða fyrir þann kostnað
sem hlýst af lungnakrabbameini,
lungnaþembu og öðrum reykinga-
sjúkdómum. Fyrirtækin sem fram-
leiða tóbak ættu að greiða hann,“
sagði Clinton. Lýstu tóbaksframleið-
endur í gær mikilli óánægju með
þessi ummæli forsetans.
Clinton gerði hins vegar almanna-
tryggingakerfið að meginefni stefnu-
ræðu sinnar og lagði til að á næstu
fimmtán árum yrðu 189 þúsund
milljarðar ísl. króna lagðir til hliðar
af áætluðum tekjuafgangi ríkissjóðs
til að fjánnagna eftirlaunakerfið í
Bandaríkjunum. Jafnframt yrði hug-
að að eflingu heilbrygðistrygginga-
kerfisins með svipuðum hætti.
Repúblikanar hafa lagt til að í ljósi
þess að gert er ráð fyrir tekjuaf-
gangi hjá ríkissjóði verði skattar
Bandaríkjamanna lækkaðir á næstu
árum. Leiðarahöfundar The Was-
hington Post og The New York
Times hrósuðu forsetanum hins veg-
ar í gær fyrir tillögur hans í þessum
málum og sögðu repúblikana á villi-
götum. Tekjuafgangur af ríkissjóði
væri í raun blekking því staðreyndin
væri sú að fyrirsjáanlegt væri að rík-
ið gæti í nánustu framtíð ekki staðið
við skuldbindingar sínar vegna al-
mannatrygginga. Því væri nú meðan
vel áraði rétti tíminn til að leggja fé
til hliðar. Hafa sérfræðingar spáð
því að sjóðir ríkisins vegna eftir-
launakerfisins verði á þrotum árið
2032 verði ekkert gert til að efla þá.
Sagði leiðarahöfundur The New
York Times að ræðu Clintons væri
ætlað að sýna pólitíska staðfestu
hans á þessum erfiðu tímum. Fagn-
aði blaðið því að forsetinn hefði sýnt
framsýni og djörfung í stefnuræðu
sinni í stað þess að leggja fram
óraunhæfan „óskalista", eins og ótt-
ast hafði verið.
Repúblikanar ekki ánægðir
Og þótt Clinton viki ekki að mál-
sókn á hendur sér ávarpaði hann
nýjan forseta fulltrúadeildarinnar,
repúblikanann Dennis Hastert, beint
við nokkurn fógnuð viðstaddra og
hvatti til þess að repúblikanar og
demókratar tækju höndum saman
við að styrkja innviði bandarísks
samfélags.
„Bandaríkin njóta góðæris á nýjan
leik um þessar mundir," sagði Clint-
on. „Framtíðin býður upp á óþrjót-
andi möguleika. En við getum ekki
nýtt þessa möguleika ef við leyfum
sefandi hljómi velmegunar að valda
stöðnun, við verðum að halda vöku
okkar.“
Margir repúblikana tóku undii'
það með Clinton að styrkja yrði stoð-
ir almannatryggingakerfisins með
tekjuafgangi ríkissjóðs en sögðu að
Bandaríkjamenn yrðu einnig að fá
sína skattalækkun. „Við réttum ekki
hag ríkissjóðs af til þess að færa út
kvíar ríkisbáknsins," sagði Pete
Domenici öldungadeildarþingmaður.
Var Clinton m.a. sakaður um að
„lofa öllum einhverju“ en að hann
hefði ekki sagt hvernig greiða ætti
fyrir öll ósköpin. „Þetta var frábær
pólitísk ræða en hún var uppfull af
óframkvæmanlegum draumum,"
sagði fulltrúardeildarþingmaðurinn
Sonny Callahan. Gagnrýndi fulltrúa-
deildarþingmaðurinn Bill Ai-cher
harðlega þá hugmynd Clintons að
festa hluta fjármagns almannatrygg-
ingakerfisins á hlutabréfamörkuðum
í því skyni að auka umráðafé sitt.
„Nei. Nei. Þúsund sinnum nei,“ sagði
Archer. „Ríkisstýrðar fjárfestingar á
fjármálamörkuðum ganga þvert
gegn hugmyndum um frjáls viðskipti
og gefa færi á alls kyns bellibrögð-
um, einkavinavæðingu og öðru þess
háttar.“
Helstu leiðtogar repúblikana fóru
sér hins vegar hægar í sakimar og
sagði Dennis Hastert, forseti fulltrúa-
deildarinnar, að ræða Clintons hefði
verið góð miðað við þá erfiðu stöðu
sem forsetinn væri í. Sagði Trent
Lott, leiðtogi repúblikana í öldunga-
deildinni, að ekki mætti „hafna öllum
hugmyndum Clintons fyrirvaralaust"
þótt honum sýndist reyndar ekki að
tillögur hans í velferðarmálum
myndu nægja til að styrkja stoðir al-
mannatryggingakerfisins.
Á hinn bóginn fógnuðu demókrat-
ar langflestir stefnuræðu forsetans
og tóku undir með bandarísku stór-
blöðunum um að hún sýndi framsýni
sem fulltrúar á Bandaríkjaþingi
ættu að gera að sinni, einblína á að
bæta stöðu Bandaríkjamanna í stað
þess að halda áfram á braut sem orð-
ið gæti til þess á endanum að velta
úr sessi forseta sem, hvað svo sem á
hefði gengið, hefði alltaf notið mikOs
fylgis meðal þjóðar sinnar.
Ruff ræðst á rök-
semdir repúblikana
Verjendur Clintons Bandaríkjaforseta
reyna annars vegar að sýna fram á að
málflutningur saksóknara fulltrúa-
deildarinnar sé gloppóttur og hins vegar
að málið réttlæti undir engum kringum-
stæðum að forseta sé vikið úr embætti.
CHARLES F.C. Ruff, aðalverjandi
Bills Clintons Bandaríkjaforseta, er
fyrrum saksóknari í District of Col-
umbia og með virtari lögmönnum
Washington, þekktur fyrir hógværð
og prúðmennsku. Hann er 59 ára
gamall og hefur verið bundinn við
hjólastól frá því hann veiktist af dul-
arfullri lömunarveiki er hann starf-
aði við kennslu í Afríku á fyrri hluta
sjöunda áratugarins.
Ruff þótti sáttfús er hann á síðasta
ári reyndi að sannfæra dómsmála-
nefndarmenn í fulltrúadeildinni um
að ekki væri rétt að samþykkja
ákærur á hendur forsetanum. Viður-
kenndi hann að þótt forsetinn teldi
sig hafa sagt satt og rétt frá er hann
mætti fyrir kviðdóm gætu skynsamir
menn komist að þeirri niðurstöðu að
hann hefði sagt ósatt. Ruff sagði
framkomu skjólstæðings síns vera
„siðferðilega fráhrindandi“ og að
hann rofið „heilagan sáttmála" við
fjölskyldu sína og brugðist trausti
þjóðarinnar.
Það var hins vegar í fulltrúadeild-
inni. Þegar Ruff hóf málsvörn forset-
ans í öldungadeildinni sýndi hann
hins vegar á sér aðra hlið og réðst
harkalega á málflutning saksóknara
fulltrúadeildarinnar. Röksemdir
þeirra byggðust á getgátum og mál-
flutningurinn minnti á nornaseið.
Hvatti hann öldungadeildarþing-
menn til að bjarga þjóðinni frá
stjórnarfarslegri kreppu. Þeir yrðu
að meta hvort hegðun Clintons, jafn-
vel þótt hún væri jafnslæm og sak-
sóknararnir hefðu haldið fram, væri
það alvarleg að áframhaldandi seta
hans í embætti væri óhugsandi.
Hann sagði að ekki væri nægjan-
legt að öldungadeildarþingmenn
væru algjörlega sannfærðir um að
forsetinn væri sekur. Þeir yrðu
einnig að vega og meta afleiðingar
þess að víkja forseta úr embætti,
hvort að málið væri það alvarlegt að
í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna
yrði að beita því neyðarúrræði er
sett hefði verið í stjórnarski-ána.
Minnti á lagaprófessor
Minnti Ruff, að sögn New York
Times, á köflum á lagaprófessor er
messaði yfir nemum er ættu erfitt
með að einbeita sér. Repúblikanar
höfðu um síðustu helgi bent á að þar
sem öldungadeildin hefði í gegnum
tíðina vikið nokkrum alríkisdómur-
um úr embætti fyrir svipaðar sakir
og Clinton væri ekki annað hægt en
að beita sömu mælistiku á forsetann.
Ruff blés á þessar röksemdir, sem
munu hafa fallið í góðan jarðveg
meðal margra öldungadeildarþing-
manna og sagði þetta vera ósam-
bærileg dæmi. Dómarar væru kjörn-
ir í embætti ævilangt. Stjórnmála-
menn yrðu að sæta dómi kjósenda á
fjögurra ára fresti.
Ruff réðst einnig á fjölmargar
röksemdir saksóknara og reyndi að
færa rök fyrir því að málflutningur
þeirra stæðist ekki. Til að mynda
sýndu ný yfirlit yfir símtöl þeirra
Monicu Lewinsky og Betty Currie
úr farsímum að Currie hefði hringt í
Lewinsky klukkan hálffjögur síðdeg-
is daginn sem hún kom og sótti gjaf-
ir er forsetinn hafði gefið Lewinsky.
Samkvæmt vitnisburði Lewinsky
átti Currie að hafa sótt gjafirnar
klukkan tvö. Repúblikanar voru hins
Reuters
CHARLES Ruff, lögmaður
Bandaríkjaforseta, á leið í þing-
sal ásamt David Kendall, einka-
Iögmanni Bills Clintons.
vegar fljótir til og sögðu þetta sýna
fram á nauðsyn þess að kalla fyrir
vitni.
Eftir að Ruff lauk máli sínu lýstu
margir öldungadeildarþingmenn yfir
hrifningu með málflutning hans.
Blaðið Washington Post sagði þó
ólíklegt að honum hefði tekist að fá
marga til að skipta um skoðun, ekki
frekar en saksóknararnir í síðustu
viku, sem einnig hefur verið hrósað
fyrir skeleggan málflutning.
Bumpers til varnar
Hvíta húsið hefur greint frá því að
Dale Bumpers, fyrrum öldunga-
deildarþingmaður demókrata frá
Arkansas, muni flytja lokaræðuna í
málsvöm forsetans. Lögmenn for-
setans eru sagðir hafa velt því fyrir
sér að fá George Mitchell, fyrrum
öldungadeildarþingmann, til að
flytja ræðuna. Þeim hafi hins vegar
verið ráðið frá því þar sem tengsl
hans við repúblikana hafa ekki verið
jafngóð og tengsl Bumpers, sem um
áramótin lét af þingmennsku eftir 24
ára setu í öldungadeildinni. Hvíta
húsið er einnig sagt hafa fallið frá
hugmyndum um að láta einhvem
fulltrúa demókrata úr dómsmála-
nefnd fulltrúadeildarinnar taka þátt í
málflutningnum og lýsa þeim aðferð-
um er repúblikanar beittu í nefnd-
inni. Var hætt við þau áform eftir að
öldungadeildarþingmaðurinn Robert
Byrd, helsti sérfræðingurinn í hefð-
um þingsins, gagnrýndi þau harka-
lega.
Seligman sögð vera
leynivopnið
Hins vegar er talið að það muni
mælast almennt vel fyrir að láta
Nicole Seligman kynna hluta varnar-
innar. Myndi það m.a. draga fram þá
staðreynd að saksóknararnir þrettán
voru allir karlmenn. Seligman er 42
ára gömul og þykir glæsileg kona
gædd afburðagáfum. George Steph-
anopoulos, fyrrum talsmaður Clint-
ons, hefur lýst henni sem „leyni-
vopni“ og Brendan Sullivan, fyrrum
verjandi Oliver Norths, sagði hana
oft koma vitnum í opna skjöldu með
því að beita á víxl hörku og kvenleg-
um þokka. Seligman tók einmitt þátt
í vörn Norths í Iran-Kontra-málinu.
Hún er menntuð í Harvard og er
fyrrum ritstjóri hins virta lögfræði-
tímarits Harvard Review. Undanfar-
in ár hefur hún starfað hjá lögfræði-
stofunni Williams & Connolly og
unnið þar með David Kendall, einka-
lögmanni Clintons.