Morgunblaðið - 21.01.1999, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Ásdís
HILMAR Jensson, Andrew D’Angelo, Matthías Hemstock, Eyþór Gunnarsson, Bryndís Halla Gylfadóttir og
Óskar Guðjónsson leika fyrir gesti Kaffileikhússins í kvöld.
Skipulagt frelsi
IKAFFILEIKHÚSINU í
Hlaðvarpanum í kvöld verða
haldnir tónleikai- undir heitinu
Djasskvöld með Andrew
D’Angelo. Andrew D’Angelo er
gjarnan talinn með helstu saxófón-
leikurum hins frjálsa djass, en hann
er hingað kominn til að leika inn á
plötu með Hilmari Jenssyni og fé-
lögum. Á tónleikunum verður flutt
tónlist sem gefín verður út síðar á
árinu í bland við önnur verk.
Á tónleikunum í kvöld verður
flutt verkið Kerfill í nýiii gerð, en
það var frumflutt fyrir ári með
djasskvartett. I kvöld eru hljóð-
færaleikarar aftur á móti fleiri og
samsetningin merkileg; Hilmar
Jensson leikur á rafgítar, Eyþór
Gunnarsson á hljómborð, Óskar
Guðjónsson á saxófón, Matthías
Hemstock á slagverk, Bryndís
Halla Gylfadóttir á selló og Andrew
D’Angelo á altsaxófón, en D’Angelo
er hingað kominn frá New York til
að leika á sviði og inn á band með
hópnum.
Alvanajegt er að þeir Hilmar,
Eyþór, Óskar og Matthías leiki
djass og framsækna tónlist, en
Bryndís Halla hefur aftur á móti
ekki leikið djass eða spunatónlist
opinberlega áður. Meðal verka sem
flutt verða er verkið Kerfíll, sem
þessir hljóðfæraleikarar hafa rétt
lokið við að hljóðrita.
Hilmar Jensson segir að verkið
Kerfill hafi orðið til hjá honum fyr-
ir ári og þá flutt með kvartett skip-
uðum honum, Matthíasi Hemstock,
Eyþóri Gunnarssyni og Óskari
Guðjónssyni. Þegar síðan kviknaði
hugmyndin að útgáfuröðinni
Frjálst er í fjallasal á vegum
Smekkleysu, sem ætluð var fyrir
frjálsan jass og framúrstefnu, þótti
honum kjörið að draga verkið fram
og vinna í því eitthvað meira. „Ég
fór að skoða verkið en áttaði mig
fljótt á því að það gengi ekki upp
eins og það var. Ég ákvað því að
skrifa það upp á nýtt en gekk illa
að ná því fram sem ég vildi. Ég
fékk Bryndísi Höllu inn í verkefnið
sem miðaði því áfram en ekki nógu
langt og það var ekki fyrr en ég
kom heim frá New York fyrir jól að
ég áttaði mig á því að D’Ángelo var
einmitt maðurinn sem vantaði til
að láta allt ganga upp.“
Hilmar skrifaði því hluta verks-
ins upp á nýtt fyrir D’Angelo og
sendi út og D’Angelo segist strax
hafa fallið fyrir því. „Mér fannst
svo mikill Hilmar í því og þekkti
það því svo vel þegar ég fór að spá
í minn hluta. Ég áttaði mig aftur á
móti ekki á því hversu erfitt það
væri fyrr en við byrjuðum að æfa
það fyrir upptökurnar," segir hann
og hlær að tilhugsuninni. „Mér
fannst verkið Hilmarslegt, en ekki
bara nýr Hilmar heldur næsta kyn-
slóð af Hilmari ef svo má segja.“
Skrifaður spuni
Kerfill er skrifað verk að mestu
leyti en síðan spinna tónlistar-
mennimir við verkið frá eigin
brjósti. D’Angelo segir að þeir fái
I kvöld verður frum-
flutt í nýrri gerð skrif-
aða spunaverkið Kerfill
á tónleikum í Kaffileik-
húsinu. Arni Matthías-
son tók tali þá Hilmar
Jensson, höfund Kerf-
ils, og Andrew D’Ang-
elo, sem hingað er
kominn til að leika í því
á sviði og inn á band.
ákveðna vegvísa og leiðbeiningar
um hvert farartækið eigi að vera
en síðan komi þeir sér sjálfir frá A
til B. Aðspurður hvort ekki sé
skammt í óreiðuna þegar verið er
að spila frjálst segir D’Angelo að
erfitt sé að svara því, mat manna á
óreiðu sé svo mismunandi. „Lík-
lega finnst Bryndísi Höllu það sem
við erum að gera algjör óreiða, eða
fannst það líklega þegar við vorum
að byi'ja á verkinu, og kannski
fannst eða finnst Eyþóri það líka.
Við Hilmar, Matthías og Óskar
höfum aftur á móti verið að leika
slíka tónlist svo lengi að óreiðu-
þröskuldurinn er orðinn ansi hár
hjá okkur.“ „Reyndar hefur óreiðu-
þröskuldurinn hækkað almennt hjá
fólki,“ heldur Hilmar áfram. „Tón-
listaráhugafólk, og þá sérstaklega
ungt fólk, hefur mun meiri áhuga á
að heyra eitthvað nýtt og framand-
legt núorðið og við finnum fyrir
áhuga á því sem við erum að gera
úr ólíklegustu áttum.“
Frelsi innan
ákveðins ramma
Spuni hjá djasstónlistarmanni er
að miklu leyti saminn fyrirfram,
þ.e. snjallir spunamenn eiga í fór-
um sínum þrautreynd stef og æfð-
ar hugmyndir sem þeir síðan flétta
saman í spunakafla og velta til og
frá. Aftur á móti kann klassískur
tónlistarmaður ekki eða illa slíkan
spuna, eða er yfirleitt ekki undir
hann búinn. Þeii’ félagar Hilmar og
D’Angelo taka undir þetta en
D’Angelo segir að einmitt fyinr
þær sakir sé gaman að heyra
spuna Bryndísar Höllu á sellóið og
í raun eigi hún líklega auðveldara
með frjálsan spuna en Eyþór
Gunnarsson; það sé minna mál fyr-
ir hana að gleyma sjálfri sér í
spunanum.
Hilmar segir að menn hafi mjög
deilt um það í gegnum árin hversu
langt er hægt að ganga í frjálsum
spuna, hvort yfirleitt sé hægt að
tala um frjálsan spuna þegar í hlut
eiga þjálfaðir og sprenglærðir tón-
listarmenn. Kerfill snúist reyndar
ekki um frelsið, heldur frelsi innan
ákveðins ramma, að samþætta
frelsi og fyrirfram ákveðna skrif-
aða kafla. Það er þó meira en segja
að láta slíkt ganga upp og Hilmar
segir að þegar hann hafi hlustað á
upptökur af fyrstu æfingunni hafi
honum þótt sem hann hafi aldrei
hlustað á neitt hræðilegra um æv-
ina og D’Angelo skýtur inn að
Hilmar hafi tárast þegar hann
hlustaði á upptökurnar. „Þegar ég
hlustaði síðan á fyrstu upptökulot-
una,“ heldur Hilmar áfram, „var
aftur á móti allt annað uppi á ten-
ingnum og mér fannst sem okkur
væri að takast ætlunarverkið."
Verkið heitir Kerfill eins og get-
ið er og Hilmar segir að með því sé
hann að vísa í gerð þess en ekki í
jurtina; hann byggi það upp með
ákveðið kerfí í huga og það sé sam-
svörun innan þess, en ekki síst sé
nafnið eins konar skens á hann
sjálfan. Kerfill verður fluttur á tón-
leikum í Kaffileikhúsinu í Hlað-
varpanum í kvöld og er á dagskrá
seinni hluta tónleikanna. Fyrri
hlutinn er óákveðinn, að sögn
þeirra félaga, hann verður leikinn
af fingrum fram.
Mannhatur
KviKtnMin;
Regnboginn
THE BRANDON TEENA STORY
Leikstjórar: Gréta Ólafsdóttir
og Susan Muska. Bless Bless
Productions 1998.
BRANDON Teena er tvítugur
strákur sem flytur til Falls City í
Nebraska. Hann kann að koma rétt
fram við ungar stúlkur sem eru
mjög hrifnar af honum. Þegar upp
kemst að Brandon er í raun stelpa,
nauðga tveir vinir hennar henni á
jólakvöldi, drepa hana síðar ásamt
ungri móður og vini, til að Brandon
geti ekki borið vitni gegn þeim.
Þessi heimildarmynd er um það
sem kallast „hate crime“ í Banda-
ríkjunum; þegar fólk er drepið fyrir
það sem það stendur fyrir. Saga
þessarar ungu stúlku sem fann sig
ekki kynferðislega og er drepin fyi-fr
það, lýsir þessu fyrirbæri mjög vel
og hvernig samfélagið bregst oft
rangt við þvi, oft eru fórnarlömbin
öðruvísi en fólk gerist flest.
Gréta og Susan byggja aðallega á
frásögnum vina Brandons, yfirvalds;
ins og svo morðingjanna tveggja. í
nálgun sinni við efnið leita þær víða
fanga oggefa þannig alhliða mynd af
málinu. Ég bjóst við að myndin fjall-
aði meira um Brandon Teena sem
hugsanlegan kynskipting, og það
slæma viðmót sem fólk með svipað
eðli þarf að mæta. Myndin fjallar
hins vegar um mannhatur almennt,
mannhatara og hvernig sumir geta
virkilega álitið sig æðri öðrum
mannverum. Þeir sem ætla að sjá
The Brandon Teena Story kl. 17 í
dag, sem er eina sýning myndarinn-
ar, ættu að vera viðbúnir að verða
reiðir undir viðtölunum við þessar
óskiljanlega dofnu mannfýlur.
Hildur Loftsdóttir
VINIR OG
RIDDARAR
KVIKMYJVDIR
Regnboginn
SÁ VOLDUGI
„THE MIGHTY“
★*★
Leikstjóri: Peter Chelsom. Handrit:
Charles Leavitt. Kvikmyndatöku-
stjóri: John De Borman. Tónlist:
Trevor Jones. Aðalhlutverk:
Kieran Culkin, Eldon Hansen,
Sharon Stone, Gena Rowlands,
Harry Dean Stanton, Gillian
Anderson, Meat Loaf.
Bandarikin. 1998.
ÞJÓÐSAGAN um Artúr kon-
ung spilar stóra rullu í þessu
óvenjulega nærfærna bandaríska
melódrama um vináttu tveggja
drengja sem hvor með sínum
hætti á erfitt uppdráttar í samfé-
lagi ungdómsins. Annar er lítil
písl sem þjáist af sjaldgæfum
beinsjúkdómi en hinn, tröll að
burðum, er álitinn af öllum hinn
mesti heimskingi. Báðum er
strítt út í eitt þar til þeir sameina
krafta sína
og líkt og
riddarar Ar-
túrs kon-
ungs drýgja
hetjudáðir.
Sá voldugi
eða „The
Mighty" er
þroskasaga
stóra stráksins en hann er sögu-
maður myndarinnar og lærir á
getu sína og krafta íýrir tilstilli
vinar síns litla. Sjúklingurinn er
bráðklái' í kollinum og sér tvíeyk-
inu fyrir gáfunum en sá stóri sér
um kraftana
og gætir
þess að ekk-
ert komi fyr-
ir þá og það
þróast með
þeim sterk
vinátta; þeir
líta á sig sem
riddara
hringborðsins.
Myndin fjallar fyi-st og fremst
um þessa vináttu og leikstjóran-
um, Peter Chelsom, tekst að gera
hana að mestu væmnislausa. Hún
er miklu fremur raunsönn og hef-
ur yfir sér ósvikinn ævintýrablæ
æskuáranna með innskoti Ártúrs-
þjóðsögunnar, eitthvað göfugt og
heillandi, auk þess sem grimmdar-
leg fortíðin bankar upp á í lífi
stóra stráksins þegar fóður hans
er sleppt úr fangelsi.
Strákarnir, Kieran Culkin og
Eldon Hansen, fara sérstaklega
vel með hlutverk sín og það gera
aðrir leikarar einnig: Sharon Sto-
ne er áhyggjufull móðir sjúk-
lingsins, Gena Rowlands og
Harry Dean Stanton eru amma
og afi stóra stráksins og Gillian
Anderson úr Ráðgátum er frá-
bær sem dragmella í slagtogi
með engum öðrum en Meat Loaf,
dísin sem þeir bjarga frá drekan-
um.
Arnaldur Indriðason
llllllllMMMMMIIlHll
KVIKMYNDAHÁTÍÐ í
REYKJAVÍK
15 - 23janúar1999
■ ■■■■■nririMiiiirm
Skemmtigildi
ofbeldismynda
Raunsæisbíó
frá Iran
KllKMYJVDIR
R i! g n b o g i n n
GRÁTT GAMAN
„FUNNY GAMES“
★★
AUSTURRÍSKA sakamála-
myndin Grátt gaman eftir Michael
Hanke er skoðun á því í smáatriðum
hvað gerist þegar tveir gersamlega
samviskulausir morðingjar banka
uppá hjá þriggja manna fjölskyldu í
sumarleyfi og taka að murka úr
henni líftóruna. Þetta er sérstak-
lega óþægileg ofbeldismynd sem
kvelur áhorfandann miskunnar-
laust. En hún er jafnframt að reyna
að vera einskonar yfirlýsing um öf-
ugsnúið skemmtigildi ofbeldis-
mynda með því að annar morðihgj-
anna talar til áhorfenda í salnum og
morðingjai-nir ræða sín á milli um
kvikmyndina. Af hverju hættið þið
þessu ekki? spyr fómarlambið. Þá
yrði engin kvikmynd, er svarið eða
eitthvað á þá leið. Sumsé, ekkert
gaman lengur. Það er umdeilanlegt
hvemig til tekst. Leikstjórinn
Hanke gengur mjög langt í ofbeld-
isverkunum undir þessu yfirskini en
kannski er það rétt hjá honum.
Kannski eigum við það bara skilið.
Arnaldur Indriðason
KVIKMYIVDIR
II (“ ir II h o » i n n
SALAM CINEMA
★★
Leikstjórn og handrit: Mohsen Mak-
hmalbaf. Aðalhlutverk: Azadeh Zan-
geneh, Maryam Keyhan og Feyzolah
Ghashghai. MKL 1994.
LEIKSTJÓRINN Makhmalbaf
leikur hér sjálfan sig, þar sem
hann prófar leikhæfileika áhuga-
leikara fyrir nýja kvikmynd sína.
Salam Cinema er sérstök kvik-
mynd sem gerist að mestu leyti í
einum sal þar sem áhugaleikar-
arnir era myndaðir. Myndin er
með eindæmum raunsæ, og spurn-
ing hvort hér sé um að ræða
áhugaleikara að leika áhugaleik-
ara eða ekkert að leika. Leikstjór-
inn varpar fram spumingum svo
hann og leikararnir velta því fyrir
sér hvað leikari er. Stelpumai’
tvær sem mest koma fram era
heillandi og myndin býr yfir mörg-
um góðum augnablikum, en það er
ekki hægt að segja að hún sé
spennandi eða varpi nýju ljósi á
eitt né neitt.
Hildur Loftsdóttir