Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 35 Er byggðastefn- an vonlaus? FORSENDUR til málefnalegrar umræðu um byggðamál hafa batnað mikið upp á síðkastið. Nú vitum við mun meira um ástæðui’ búseturöskunar. Ekki tjóar lengur að keyra byggðumræðuna áfram á frösum, fordómum og upphrópunum, eins og því miður hefur tíðkast alltof mikið í gegn um árin. Fyrir tilstilli stjórnar Byggðastofnun- ar hefur farið fram gríð- arleg vinna að því að skoða betur byggðamál- in, meðal annars með fræðlegum hætti. Þekk- ing okkar á þessum málaílokki er þess vegna núna allt önnur og miklu betri. Þegar Morgunblaðið opnar um- ræðu um byggðamálin í leiðara sl. sunnudag er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir framansögðu. Það er mjög þýðingarmikið að menn ræði byggðamálin út frá þeim staðreynd- um sem fyrir liggja. Byggðaþróunin er enda eitt alvarlegasta þjóðfélags- mein okkar og því viðfangsefni sem menn komast ekki hjá að nálgast af alvöru. I forystugrein Morgunblaðs- ins segir meðal annars: „Vel má vera að tímabært sé orðið að stjórnvöld endurskoði stefnu sína í byggðamál- um og búsetuþróun en það er hins vegar fullkomið álitamál hvort þess- ari þróun verður yfirleitt snúið við með stjórnvaldsaðgerðum.“ MUIjarða herkostnaður Eins og allir vita hefur búsetu- þróunin að flestu leyti verið á einn veg síðustu árin. Fólki fjölgar á suð- vesturhorninu. Annars staðar horfir víðast hvar verr. Fólksfækkun, eða stöðnun, einkennir ástandið víðast hvar á landsbyggðinni. Nú eru flest- ir að gera sér grein fyrir hversu al- varlegt þetta er. Mönnum er meðal annars að verða það ljóst, að jafnvel sveitarfélögin sem njóta fólksfjölg- unarinnar þurfa að taka á sig gríð- arlegan kostnað. Tölur sem forsæt- isráðherra vitnaði nýverið í á Al- þingi gefa til kynna að þessi her- kostnaður íbúaþróunarinnar geti numið 6 til 10 milljörðum á ári. Á sama tíma liggja óbættar hjá garði fjárfestingar einstaklinga, sveitar- félaga, ríkis og atvinnulífs, úti um landið, sem nýtast verr en ella. Engum blöðum þarf um það að fletta að þetta er þjóð- félagslega stórháska- legt ástand. Er hægt að snúa þessu við? Er hægt eða æskilegt að snúa þessu við? Svarið er að sjálfsögðu já. Það er mikill mis- skilningur að að hér sé um að ræða óhjákvæmi- lega þjóðfélagsþróun; eitthvað sem ekkert fær megnað að stöðva. Öðru nær. Það er hægt að sýna fram á að hið opinbera hefur einmitt hvatt til þessarar þró- unar. Byggðastefnan hafi með öðrum orðum verið með öf- ugum formerkjum árum og áratug- um saman. Byggðastefna með öfugum formerkjum I samantekt sem unnin var fyrir Byggðastofnun af Haraldi L. Har- aldssyni hagfræðingi kemur einmitt fram að ríkisútgjöldin hafa frekar runnið til höfuðborgarsvæðisins, en út á land, gagnstætt því sem menn hafa gjarnan haldið. Þar verða störf ríkisins líka fyrst og fremst til. í höf- uðborginni búa um tæp 40 prósent landsmanna. Af heildarfjölda stöðu- Byggðamál Byggðaþróunin er enda eitt alvarlegasta þjóðfé- lagsmein okkar, segir Einar K. Guðfínnsson, og því viðfangsefni sem menn komast ekki hjá aðnálgast af alvöru. gilda hjá stofnunum og fyrirtækjum á vegum ríkisins eru hins vegar um 62,5 prósent í Reykjavík. I skýrslu sinni segir Haraldur orðrétt: „Þegar hlutfall stöðugilda er borið saman við hlutfall af útgjöldum er ljóst að þau útgjöld ríkisins sem skapa mesta eftirspurn falla að miklu leyti til í Reykjavík, þar sem hlutfallslega hærri hlutur þeirra fer til greiðslu launa. Afur á móti fer hærra hlutfall af útgjöldum ríkisins í öðrum kjör- Einar K. Guðfínnsson dæmum til fjárfestinga sern skapa ekki sambærilega eftirspum eins og þegar um launagreiðslur er að ræða.“ Þetta eru athyglisverðar stað- reyndir, sem í reynd svai’a spurn- ingu Morgunblaðsins. Við erum í raun ekki að spyrna gegn búsetuþró- uninni. Þvert á móti. Ein ástæða hennar er einmitt það sem vakin er athygli á í samantektinni, sem hér var vitnað til. Ríkisútgjöldin og ráð- stöfun þeirra stuðla í reynd að hinni neikvæðu búsetuþróun. Þetta er það sem stundum hefur verið nefnt: Byggðastefna með öfugum for- merkjum. Fdlk vill fremur búa á landsbyggðinni Annað sem ástæða er til þess að vekja athygli á kemur fram í rann- sókn, sem unnin var fyrir frum- kvæði stjórnar Byggðastofnunar af Stefáni Ólafssyni, prófessor við Há- skóla Islands. Hann vekur athygli á því að í reynd kjósi mun fleiri að flytja út á land en þaðan; svo fremi að aðstæður m.a á atvinnusviði séu skapaðar til þess. Fólki er núna í rauninni stillt upp. Það á ekki völ og er gert, meðal annars með stjórn- valdsaðgerðum, að búa á höfuðborg- arsvæðinu. Ekki síst vegna þessa er afar mikilvægt að breyta aðstæðum í okkar þjóðfélagi þannig að fólk eigi í raun völ um búsetu sína. Hér er um sameiginlega hagsmuni allra Is- lendinga að ræða. Ekki síður þeirra sem á höfuðborgarsvæðinu búa, en hinna. Einsdæmi Byggðaþróunin á Islandi á sér tæpast nokkurn líkan. Samanburður við nágrannalöndin leiðir í Ijós að íbúaþróun eins og við þekkjum hér á landi er einsdæmi. Við getum vissu- lega mikið lært af þeim þjóðum. Þar er byggðaúrræðum beitt hiklaust, markvisst og varið til þess miklu fé. Mun meira fé en við leggjum til byggðamála. Þar er mönnum Ijóst að samþjöppun byggðar er óæskileg. Víða hefur líka tekist vel til í þessum efnum og þangað hljótum við að leita fyrirmynda. Vitaskuld þurfum við að gera ráð fyrir búsetubreytingum. Fólk er nú meira á faraldsfæti en áð- ur. Það verður meira um að fólk búi víðar - en skemur - á hverjum stað. Aukin sókn ungs fólks til náms í út- löndum gerir það opnara íyrir búsetu á landsbyggðinni eða erlendis, til jafns við að setjast að á höfuðborgar- svæðinu. I þessu felast líka tækifæri fyrir byggðimar á landsbyggðinni; tækifæri sem við þurfum að nýta okkur með markvissum hætti. Höfundur er alþingismaður, 1. þingmaður Veslfjarða. í ÖLLUM umræðum um framtíðarhorfur í fjármálum íslensku þjóðarinnar, virðast menn helst komast að þeirri staðreynd að fjölgun eldra fólks á næstu 30 árum sé slík, að liggi við stórháska og eldra fólk sé slík byrgði að ekki verði við neitt ráðið. En eru þetta ein- hverjar óbjákvæmilegar staðreyndir? Lítum fyrst á stöðuna í dag! Hér á landi er fjöldi fólks á lífeyrisaldri um 27000 manns eða tæplega 11% af þjóðinni. Á hinum Norðurlöndunum er þetta miklu hærra hlutfall eða 16% í Danmörku og Noregi, um 14% í Finnlandi, en nálægt 18% í Svíþjóð. Þetta stafar að nokkru leyti af mis- munandi aldri við upphaf ellilífeyris- töku og svo miklu lægri fæðingar- tölu. Hér á landi vilja menn vinna með- an heilsa og lög leyfa. Hinar þjóðirn- ar hafa hvatt fólk til að hætta vinnu miklu fyrr eða miðað við 60 ára aldur (Danmörk), sem þeir iðrast nú vegna óhæfilegra útgjalda, sem það hefur skapað. Sveigjanleg starfslok og bamavænlegt þjóðfé- lag gætu bætt hér úr. Bömin eru lífsfylling foreldra og besta fjár- festing þjóðfélagsins. Byrði á þjóðfélaginu? Það hefur ■ löngum heyrst, en þeim fer fækk- andi, að fjöldi aldraðra sé óhæfilegur og að þeir hafi eignast hús og eignir á ódýran hátt vegna verðbólgu og vaxtar- gróða frá lífeyrissjóðum. Vissulega er það rétt að lán féllu í Aldraðir Eignir þjóðarbúsins eru 1800 milljarðar, segir Páll Gíslason. Því skilum við til eftirkomenda. verði og sparifé varð lítils virði, en kaup missti líka gildi sitt og erfitt var að framfleyta fjölskyldu, 20-80% dýr- tíð er óhugsanleg.----- ------ . Þá segja menn að við höfum eytt fé óhóflega og skilið eftir óhóflegar skuldir fyrir börn og barnaböm til að borga. En er þetta rétt? Lítum á staðreyndir. Upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun sýna að þjóðarskuldir erlendis eru um 235 milljarðar króna. Vissulega gríðarleg há tala fyrir þjóð sem telur 280 þúsund íbúa. En lítum á hvað við höfum lagt til í þjóðarbúið. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar era eignir þjóðarbús- ins 1800,3 milljarðar króna, sem við skilum til eftirkomenda og þá er búið að afskrifa 150 milljarða. Svo að mér fínnst að þegar á allt er litið, þá get- um við eldri borgarar verið ánægðir og stoltir af þeim arfi sem við skilum. Ótalinn er hinn mikilvægasti þáttur, sem er hið glæsilega unga, vel mennt- aða fólk sem nýtur betri heilsu en áð- ur hefur þekkst á Islandi. En mikil- vægt er að ekki myndist hugmynda- gjá milli kynslóða og ekkert er okkur eldra fólki mikilvægara en að geta sinnt afkomendum okkar og vináttu- bönd bindi ættliði saman, þar mega ekki peningasjónarmið spilla fyrir. Niðurstaðan er: Stöndum öll saman og styðjum hvert annað, þá er víst að vel fer fyrir íslensku þjóðfélagi. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Er eldra fólk byrði á þjóðfélaginu? Páll Gíslason Að hafa „efni“ á GUÐFAÐIR frjáls- hyggjustefnu Sjálf- stæðisflokksins, Hann- es Hólmsteinn Gissur- arson, kom við á ís- landi á dögunum og messaði fyrir flokkinn yfir kvótaeigendum undir lófaskellum sægammanna. Enda ekki að furða því að þetta er þeirra maður. Hugmyndasmiðurinn, sem kenndi Sjálfstæð- isflokknum að hætta að vera flokkur allra stétta með kjörorðinu „Stétt með stétt“ á ís- landi. Hugsjónamaður- inn, sem gerðist leiðtogi lífs Sjálf- stæðisflokksforystunnar og fékk hana til að venda sínu kvæði í kross og taka að þjónusta örfáa auðmenn og mylja undir þá þjóð- arauðinn með því fororði að auður- inn væri bezt kominn í höndum sem fæstra, en lýðurinn geti étið það sem af borðum Bogesenanna hrýtur eða það sem úti frýs, ef ekki vill betur. Góð ráð eru dýr til að hafa Fiskveiðistjórnun Vegna svívirðilegs leiguverðs lénsherr- anna með gjafakvótann hafa leiguliðarnir, segir Sverrir Hermannsson, ekki „efni“ á að hirða nema stærsta og bezta þorskinn. gróðapungana góða því þeir eiga að borga allan herkostnað ríkis- stjórnarflokkanna í kosningabar- áttunni, og hafa raunar boðizt til þess að fyrra bragði og kalla fram- lög til menningarmála. Þessvegna kemur ekki til mála að styggja þá með því að taka hið minnsta mark á Hæstarétti, hvað þá öðrum, enda ríður hólmsteinskan stjórnarherr- unum við einteyming. I Morgunblaðinu 19. þ.m. er við- tal við fisksölumann í Bremer- haven. Hann skýrir svo frá, að á sinni tíð hafi afli af íslandsmið- um verið mjög misjafn að gæðum. Síðan segir orðrétt í viðtalinu: „Nú hefur þetta breyst töluvert mikið vegna þess að það eru allir orðnir góðir. Það hefur enginn efni á að vera með slakan fisk. Menn geta haft sínar skoðan- ir á kvótakerfinu á Is- landi, en eitt hefur komið út úr því: Við fá- um miklu betri fisk en áður og getum því þjónustað markaði, sem eru langt í burtu, út af því. Þetta var kannski óhugsandi fyrii’ fjóram, fimm áram.“ Það er nefnilega það. Það hefir enginn „efni“ á að vera með slakan fisk. Vegna fiskveiðistjórnar á ís- landi hefii’ enginn „efni“ á að flytja að landi nema úrvalsfisk. Öllu hinu er í sjó aftur skilað. Vegna svívirði- legs leiguverðs lénsherranna með gjafakvótann hafa leiguliðamir ekki „efni“ á að hirða nema stærsta og bezta þorskinn. Öllu hinu er hent. En það er íslenzka þjóðin sem hefir „efni“ á að henda í hafið milljarða verðmætum vegna afglapastjórnar á fiskveiðum. Milljónir manna um víða veröld deyja drottni sínum úr hungri vegna þess að íslenzk þjóð hefir ' „efni“ á að varpa fyrir borð bæti- efnaríkustu fæðu heims. Þessi verk eru íslenzkir sjómenn kúgaðir til að vinna. Að öðra leyt- inu nauðbeygðir til að bjarga at- vinnu sinni og afkomu. Að hinu leytinu undir svipu sægreifanna. En það mega menn vita að þessi ósvinna gengur hjarta sjómann- anna nær. Að morgni laugardagsins 23. þ.m. heldur Fijálslyndi flokkurinn fyrsta landsþing sitt að Borgartúni 6 í Reykjavík. Þar munu menn fylkja liði gegn þeirri óáran, sem tröllríður íslenzku samfélagi og hér að framan er lýst. Ekki er seinna vænna ef takast á að sporna gegn óföram sem ella bíða á næsta leiti. Höfundur er fyrrverandi banka- sljóri og formaður Frjálslynda flokksins. Sverrir Hermannsson — 1969-1999 30 ára reynsla Eii nai ígrunargler 1 GLERVERKSMIÐJAN j 8am%/e$*k | Eyjasandur 2 • 850 Hella » 487 5888 • Fax 487 5907 Veöur og færð á Netinu ýS> mbl.is /Ki.L.TTAf= eiTTH\SA£> /VÝT~7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.