Morgunblaðið - 21.01.1999, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 21.01.1999, Qupperneq 42
"42 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Illdeilur eru alltaf til góðs! Áfengi og vímuefni I áramótaávarpi okkar ástsæla lista- manns Flosa Olafsson- ar sem hann flutti Is- lendingum fjallaði hann um jákvæðar ''hliðar þess að troða illsakir við náungann. „Uldeilur eru alltaf til góðs,“ sagði Flosi, sem ávallt hefur lög að mæla. Þetta veit Páll Tryggvason barnageð- læknir, sem greinilega vill láta gott af sér leiða á nýju ári. Og hvers vegna að velja frið þegar maður á kost á góðu stríði? Páll fjallar um mig og Barnaverndarstofu, þá stofnun sem ég veiti forstöðu, í tveim af þrem greinum í Mbl. und- anfarið. Þar sem rými í Mbl. er orð- ið jafn takmörkuð auðlind og físk- j!rinn í sjónum verð ég að takmarka athugasemdir mínar stórlega. Afstaða Barnageðlæknafélags Islands Páll titlar sig formann Barnageð- læknafélags íslands í greinarskrif- um sínum en notar ekki starfsheiti. Með því lætur hann að því liggja að hann tjái skoðanir félagsins. Sé þetta raunin er mér brugðið, þá þekki ég barnageðlækna á íslandi iila. Nú óska ég eftir að fá úr þessu skorið og fer þess á leit við stjóm ^ess ágæta félags að hún fræði les- endur blaðsins um þetta atriði. Þetta skiptir miklu máli í ljósi þess að bamageðlæknar, t.a.m. greinar- höfundur sjálfur, hafa hingað til lagt sig fram um að fá meðferðar- vistun fyrir skjólstæðinga sína á meðferðarheimilum Barnaverndar- stofu sem, að mati Páls Tryggva- sonar, em hins vegar „á engan hátt fær um að veita sérhæfða með- ferð“. Augljóslega er hér um stóra þversögn að ræða, sem Barna- verndarstofa á kröfu á að fá skýr- ingu á. Hver em þau rök sem Páll til- greinir þegar hann fellir þann dóm að Barnaverndarstofa sé á engan hátt fær um að veita lögbundna þjónustu? Annars vegar að stór hluti þeirra sem vistast á meðferð- arheimili Barnaverndarstofu eigi við geðrænan vanda að stríða og hins vegar að skortur sé á sérhæfðu starfsfólki á meðferðarheimilum stofunnar. Að síðarnefndum rökum Páls verður vikið í seinni hluta greinar þessarar. Geðrænn vandi og meðferð Nokkur hluti þeirra unglinga sem nýtur þjónustu Barnaverndar- stofu á við geðræn vandamál að stríða. Þessi börn eru flest vistuð að beiðni barna- og unglingageð- deildar Landspítalans (BUGL), sem Barna- verndarstofa á náið samstarf við. Þótt ein- staklingur sé haldinn sjúkdómi er sjaldnast ástæða til að hann dveljist á sjúkrahúsi nema þá í vissan tíma. Unnt er að halda sjúk- dómum niðri, ýmist með lyfjameðferð, við- talsmeðferð eða heil- brigðu lífemi. I örfáum tilvikum væri að sönnu heppilegra að þau væru á geðdeild í lengri tíma, en geðdeild fyrir ung- linga til langtímameðferðar er því miður ekki til í landinu. Barna- verndarstofa hefur meiri áhuga á að leysa vandamál en að skapa þau og þegar samstarfsaðilar okkar á BUGL leita til okkar með slík mál með fulltingi barnaverndarnefndar Barnaverndarmál Væri ekki nær að þeir sem bera hag mála- flokksins fyrir brjósti legðu sitt á vogarskál- arnar til að vinna þess- ari stefnu fylgi, segir Bragi Guðbrandsson í fyrri grein sinni, heldur en bíta í hælana á þeim sem gera sitt besta til að veita börnum þá að- stoð sem unnt er við ríkjandi aðstæður? þá gerum við okkar besta. Hitt er svo annað mál að við höfum stund- um spornað við en dæmi er um að þá höfum við sætt úrskurði ráðu- neytis í kjölfar læknisfræðilegs sér- fræðiálits um að sinna þeim samt, þá í samvinnu við BUGL. Vart verður því haldið fram með rökum að stofan sé að seilast eftir þessum skjólstæðingahópi þótt okkur þyki vænt um hann eins og aðra. Meginhluti þeirra umsókna sem berst Barnaverndarstofu um með- ferðarvistun fyrir börn varðar hegðunarraskanir þar sem neysla vímugjafa kemur oft við sögu. Stór hluti þessara barna hefur fengið Bragi Guðbrandsson - Gœðavara Gjaíavdra — malar- og kafíistell. Allir verðflokkar. Heimsfrægir hönnndir m.a. Gianni Versace. VEIiSLUNlN Laugavegi 52, s. 562 4244. Undir Jökli margháttaðan stuðning og grein- ingu sálfræðinga og lækna. Mörg þeirra eiga að baki ítrekaðar inn- lagnir á Vog sem þau gátu ekki nýtt sér vegna mótþróa. Niðurstaða sér- fræðinga barnaverndarnefndanna er sú að þessi böm þurfí fyrst og fremst á atferlis- og umhverfismeð- ferð að halda, ekki lyfjameðferð. Þau eru því ekki veik í þeim skiln- ingi að þau þurfí á sjúkrameðferð að halda og oft alls ekki líklegt að það hjálpi til að börnin líti á sig sem sjúklinga. Þess vegna er engin ástæða til að slík meðferð heyiá undir heilbrigðisyfírvöld eins og Páll heldur fram. Meiru varðar að samstarf sé gott á milli sérfræðinga óháð því hvar þeir starfa. Samstarf um lausnir Barnaverndarstofa er ekki heil- brigðisstofnun og því hlýtur lækn- isþjónusta á hennar vegum að vera takmörkuð. Það hefur verið afstaða stofunnar að rétt sé að leita eftir geðheilbrigðisþjónustu innan heil- brigðisþjónustunnar. Að vísu höf- um við talið nauðsynlegt að hafa geðlækni í okkar þjónustu á Stuðl- um þar sem fer fram greiningar- meðferð auk neyðarvistunar í bráðatilvikum. Þar njótum við starfskrafta Péturs Haukssonar geðlæknis sem sinnir okkur frá- bærlega þótt um hlutastarf sé að ræða. Sú áhersla sem Barnaverndar- stofa leggur á mikilvægi barnageð- læknisþjónustu kemur m.a. fram í skipan fagteymis sem starfað hefur á vegum stofunnar frá upphafi. í því eiga sæti m.a. yfirlæknirinn á BUGL, geðhjúkrunarfræðingur sem starfar á Barnaverndarstofu og forstöðumaður Stuðla. Hinir tveir síðarnefndu hafa áður starfað á BUGL í áraraðir. Á vettvangi fagteymisins er fjallað um allar um- sóknir um meðferðarvistun sem kunna að yera á gráu svæði m.t.t. verkaskiptingar BUGL og Barna- verndarstofu. Jafnframt er þar fjallað um geðheilbrigðisvandamál þeirra einstaklinga sem eru í með- ferð á hverjum tíma eftir því sem tilefni er til, og dæmi eru um að í kjölfarið fylgi innlögn á BUGL. Á fundum fagteymis kemur yfirlækn- irinn jafnframt á framfæri þeim skjólstæðingum sem að hans mati þyrftu að njóta meðferðar hjá Barnaverndarstofu. Þetta samstarf er stöðugt að verða nánara og Ólaf- ur Guðmundsson yfirlæknir hefur reynst stofunni haukur í horni við úrlausn flókinna mála. Af ofangreindu má ljóst vera að Barnaverndarstofa leggur ríka áherslu á að börn á hennar vegum njóti geðheilbrigðisþjónustu þegar það á við. Vandinn er hins vegar sá að geðheilbrigðisþjónusta barna á Islandi er afar veikburða svo oft er ekki unnt að fá þá þjónustu sem börnunum ber. Þessu eru ítarlega gerð skil í skýrslu geðstefnunefnd- ar, sem afhent var heilbrigðisráð- herra nýlega. Þar er að fínna merk- ar tillögur um eflingu geðheilbrigð- isþjónustu fyrir börn og unglinga. Væri ekki nær að þeir sem bera hag málaflokksins fyrir brjósti legðu sitt á vogarskálarnar til að vinna þessari stefnu fylgi, heldur en bíta í hælana á þeim sem gera sitt besta til að veita börnum þá að- stoð sem unnt er við ríkjandi að- stæður? Höfumlur cr forstjóri Bnrmi vcrn dnrs tofu. ÉG get ekki orða bundist. Get ekki setið þegj- andi þegar mér berast slæmar fréttir frá minni ástkæru heima- byggð. Þessar fréttir segja, að nú fækki fólki í Snæfellsbæ. Og þegar ég nýverið heimsótti þann stað, blasti við sjónum nokkuð, sem kom mér á óvart. Það standa auð og yfirgefin hús í Ólafsvík. Hús með stórum spjöldum í gluggum, þar sem þau eru auglýst til sölu. Eitt sinn vildi fólk svo gjarnan eiga heima í Ólafsvík og á Hellissandi. í stórum hópum fluttist fólk undir Jökul, af því að þar var lífsbjörgina að fá. Lífsbjörgina sem fólst fyrst og fremst í fiskfanginu, því undir Jökli er að finna bestu og gjöfulustu fiskimið í heimi. Og þessi fiskimið eru þarna svosem ennþá og eru jafnvel gjöfulli en þau hafa nokkru sinni verið. Og nú er þessi byggð orðin mun betur í sveit sett, en hún var. Þar er bættum sam- göngum fyrir að þakka. Nú er ekki meira en tveggja tíma akstur, á góðum degi, frá Reykjavík og undir Jökul. En í dag ber skugga yfir Snæ- fellsjökul. Byggðamál Ef byggðin undir Jökli fengi að dafna með eðli- legum hætti og jafn- ræði fengi að vera með fólki, segir Grétar Kristjónsson, þá hafið þið ekkert að sækja til Reykjavíkur. Þessi skuggi er ákvörðun misvit- urra manna sem hafa löggjafarvald. Þeir hafa ákveðið að hin fengsælu mið undir Jökli skuli vera í einka- eign. Þeir hafa dregið markalínu milli afkomenda hinna gengnu sæ- víkinga sem byggja þetta ægifagra land. Einn skal vera lénsherra - annar þræll. Ekkert skilur þessa menn að annað en það, að þeir sem nú eiga fiskimiðin, þeir voru svo heppnir að eiga fiskibát á ákveðnum tíma. Þessir heppnu menn, sem eiga auðlindina, sem dró fólk úr ýmsum áttum, virðast ekkert hafa til henn- ar unnið, frekar en aðrir. Jafnvel eru þess dæmi, að lögfræðingar í Reykjavík, sem aldrei hafa migið í saltan sjó, þeir eigi nú bát undir Jökli, og þar með einkarétt á fiski- miðunum - auðlindinni sem er und- irstaða mannlífsins í landi sólarlags- ins. Þessum bátum er síðan róið til fiskjar, af dugandi sjómönnum - af- komendum víkinganna fornu. Af- komendum þeirra sem skópu vel- sældina. Þeirra manna sem með dugnaði sínum og seiglu gerðu garðinn frægan. Afkomendur þeirra eru nú þrælar þemra sem af einhverjum ástæðum, góðum eða slæmum, eiga nú ein- hverja peninga að ráði. En nú kemur það sem mér þykir merki- legast vai’ðandi þessa löggjöf, sem er óðum að leggja margar fagr- ar og auðugar byggðir í auðn: Hæstiréttur dæmdi nýverið svo, að þessi löggjöf væri brot á stjórnarskránni. Hæstiréttur landsins lítur svo á, að meiri- hluti alþingis brjóti jafnræðisreglu stjómarski'árinnar á þegnunum. Svo mörg voru þau orð. Þetta, sem hér um ræðir, er auð- vitað hlutur sem því miður er alltaf og ævinlega að gerast í heiminum. Harðstjórar heimsins leggja undir sig auðlindir landanna, meðan þjóð- irnar búa við kröm og neyð. En þessir herrar þurfa ráð, sem ekki virðist þörf á hér. Þeir beita her- valdi. En meðan þetta gerist og andmælendur valdníðslunnar eru teknir af lífi eða fangelsaðir, annars staðar í heiminum - þá er annað uppi á teningnum hér á landi. Þo- lendur stjómarskrárbrotanna gera sér lítið fyrir og kjósa þessi ósköp. Eins og ekkert sé ganga svínbeygð- ir sævíkingar undir Jökli að kjör- borðinu og greiða kúgurum sínum atkvæði. Mér skilst að stuðningur við ríkisstjórn íslands hafi aukist, frekar en hitt, þegar áfellisdómur hæstaréttar var kveðinn upp. Og líkt og Neró lék á hörpu, meðan Rómarborg brann, þá situr Davíð Oddsson og yrkir sálma, meðan byggðin undir Jökli bíður afhroð. Ibúum þessa svæðis hefur verið stillt upp í tvær andstæður sem ger- ir þá ósátta hvern við annan. Sumir eiga fiskimiðin - aðrir eru réttlausir og mega ekki sækja sjóinn nema í umboði einhvers annars. Og nú vil ég beina orðum mínum beint til sveitunga minna undir Jökli: Hversu lengi ætlið þið að láta þetta viðgangast? Ólsarar og Sand- arar, sem lömdu hvor annan í ómeg- in, svona af því að þeim þótti bara svo gaman að slást. Ætlið þið að láta allt þetta gerast baráttulaust? Hvergi á Islandi er náttúrufegurðin meiri en undir Jökli. Hvergi er víð- áttan meiri og sólarlagið fegurra. Hvergi er auðveldara að Iifa auðugu og gefandi lífi, enda hef ég nýverið sannreynt, það sem ég svosem vissi, að í Snæfellsbæ býr listamaður í öðru hverju húsi. Ég átti þess kost að sækja menningarviðburð í Röst, þar sem hver snillingurinn á fætur öðrum kom á svið og sló í gegn. Og viku síðar var sú saga endurtekin í Klifí í Olafsvík. Þetta segir mér, ásamt mörgu öðru, að ef byggðin undir Jökli fengi að dafna með eðli- legum hætti og jafnræði fengi að vera með fólki, þá hafið þið ekkert að sækja til Reykjavíkur. Og þótt Esjan sé að vísu fögur, þá stenst hún ekki samanburð við Jökulinn, sem ég sé í góðu skyggni í blámóðu út um gluggann minn. Grétar Kristjónsson Byrjendanámskeið í karate að hefjast. Upplýsingar í síma 551 4003 www.itn.is/thorshamar f \ BIODROGA snyrtivörur Fréttagetraun á Netinu ^mbl.is Við Breiðafjörð A Breiðafirði bára rís í vindi og berst um langan veg til fjörusanda; eldgömul fjöll mót Ægi sjálfum standa, Utnesið bláa skartar Jökultindi. Minn hugur ber mig heim til æskuslóða og hér var borinn drengur ungur forðum, og mætti ég því mæra þig í orðum, þú mikla, góða móðir ungra ljóða. Úrsvali breiður, blástu lengi - lengi, ljúfsárum trega fylltu hugann draumi, þegar ég hugsa heim í ríki þitt. Leiktu sem forðum létt á þýða strengi, lýriskan draum í sjávarfallastraumi. Eldbrunnar strendur, eru landið mitt. Höfundur er rithöfundur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.