Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ _______UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR____ Samfylkingin farveg'ur hugsjóna nútímans SAMFYLKINGIN er komin af stað og skriðþunginn mikill strax í upphafi. Fimm eða sex prófkjörsþátt- takendur opnuðu kosningaskrifstofur um helgina. Alls staðar .'var krökkt af fólki, þrátt fyrir dýpstu og kröppustu lægð í manna minnum. Ahugi almennings á prófkjör- inu sýnir að kosning- arnar í vor verða spennandi. Samruni þeirra afla, sem að framboðinu standa sannar að hér er fólk að verki sem vill breyta til, svara kalli tímans og hlusta á kjósendur. Kjósendur í vor eiga í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins aðeins um tvennt að velja. Kjósendur geta valið sam- einað og þrekmikið afl þeirra sem vinna að frelsi og jöfnuði eða flokk ^peirra manna sem telja það heppi- legast til framfara að standa kjur eins og steinn. Hóglífið hefur til dæmis dregið svo duginn úr núver- andi stjómarherrum að þeir þora ekki að láta reyna á margrómaðar vinsældir sínar í opnu prófkjöri. Ef ánægja fólks með stjómarherrana er svona mikil, hversvegna má það ekki láta hana í ljós í opnu próf- kjöri? Hvernig á fólk að trúa því að þessir menn nenni að vinna fyrir hag þess þegar þeir nenna ekki að Xierjast fyrir pólitískri framtíð sinni, heldur tryggja sér með valdi örugg sæti á fremsta bekk án tillits til vilja flokksfélaga sinna? Virð- ingarleysi stjómarherranna gagn- vart borgurum og samferðamönn- um birtist augljósast í því að þeirra eigin lagabrot em snar- hendis gerð lögleg með einni lagasetn- ingu eftir aðra og framvörpum þrykkt í gegnum þingið án um- ræðu eins og hálendis- framvarpinu og gagnagrannsfrum- varpinu. Mesta ógn sem steðjar að íslenskri menningu í dag er virðingarleysi fyrir mönnum og umhverfi. Raunveraleg mark- mið í pólitík snúast ekki um peninga, hagræðingu, sparnað, ávöxtun fjár og stöðug- leika á fjármagnsmarkaði. Það eru sjálfsagðir og eðlilegir hlutir í dag- legu lífi siðaðra manna. Raunveru- Raunveruleg markmið í pólitík, segir Stefán Benediktsson, snúast ekki um peninga. leg pólitísk markmið snúast um frelsi og jafnrétti allra þegna til að lifa lífi sínu með fullri reisn og varðveislu þess umhverfis sem við berum ábyrgð á. Velferðarríkið er ekki óskhyggja eða draumur. fs- lendingar era í hópi ríkustu þjóða heims. Við búum við mikið góðæri en samt er vegið að velferð og sam- hug. Aðför að velferðarríkinu er aðfór að menningu okkar. Það er bágbylja að velferðarríkið sé baggi á þjóðinni. Velferðarátgjöld á Is- landi eru helmingi lægri en hjá þeim þjóðum sem við beram okkur saman við og sumar þessara þjóða eiga engar auðlindir og allar þurfa þær að halda úti her. Það er blettur á menningu okkar að banna öryrkjum og öldruðum að njóta þeirrar sjálfsvirðingar sem felst í að nýta hæfileika sína í starfi. Það er blettur á menningu okkar að refsa öryrkjum og öldrað- um fyrir að vilja vera nýtir sam- borgarar. Það er blettur á menn- ingu okkar að eiga engin úrræði fyrir starfsfólk sem hrekst úr vinnu vegna „hagræðingar". Það er blettur á menningu okkar að gera foreldram ókleift að vera samvist- um við börn sín samtímis og þau koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það er blettur á menningu okkar að ætla að rásta viðkvæmu lífríki norðan jökla til að byggja álver fyrir menn sem mega ekki byggja það heima hjá sér. Byggjum vel- ferðarríki þar sem einstaklingur- inn og reisn hans er í öndvegi. Tryggjum frelsi og rétt allra til mannsæmandi lífs. Varðveitum jafnrétti og samstöðu, órjúfanlegan þátt menningar okkar. Tökum höndum saman og nýtum náttúra okkar þannig að ekkert fari til spillis. Stöndum vörð um umhverfi okkar, því við fáum aldrei annað land. Við eigum val. Veljum það sem er menningu okkar til fram- dráttar og höfnum því sem ógnar henni. Veljum velferð fólks og verndun umhverfis. Höfundur er arkitekt og þjóðgarðs- vörður og tekur þátt íprófkjöri Samfylkingar í Reykjavík á vegum Alþýðuflokksins Stefán Benediktsson Samfylking í þágu jafn- réttis og kvenfrelsis NÚ STEFNIR í prófkjör Samfylking- arinnar í Reykjavík þann 30. janúar og í Reykjanesi þann 6. janúar. Það er mér mikið fagnaðarefni að samkomulag hefur tekist um að stofna samfylkingu í þágu jafnaðar, félagshyggju og kvenfrelsis eins og að var stefnt. Það er forvitnilegt að hugleiða stöðu jafn- réttis kynjanna á ís- landi á þessum tima- mótum í hitanum í Suður-Afríku, þar sem Vég var stödd í nokkra daga. Hér kraumar enn óánægja þrátt fyrir mikil umskipti. Væntingarnar eru miklar og mörgum finnst framfar- irnar of hægar. Robbin-eyja, þar sem Nelson Mandela forseti var í fangelsi í 27 ár, blasir við út um gluggann og ferðamaðurinn er minntur á þrælasölu og kúgun með sögulegum minjum og listaverkum. Þrátt fyrir 5 ára lýðræði hefur ekki tekist að jafna þjóðartekjunum réttlátlega og mismunun leynir sér ekki. -*■ Þó að aðskilnaðarstefnan hafi grandvallast á kynþáttamismunun þá er jafnrétti og mismunun kynj- anna einnig áhyggjuefni margra. Konur sem eru menntaðar kvarta undan tvöföldu vinnuálagi og þjón- ustuleysi vegna barna, á meðan aðrar mega þola mjög lág laun eða m^itvinnuleysi. Au-pair þjónustan er umfangsmikil, enda hentar hún bæði fjölskyldum þeirra kvenna sem hafa atvinnu og atvinnulausum stúlk- um sem ekki eiga margra kosta völ. Það vakti athygli mína að í Háskóla Höfðaborgar ■ starfar Rannsóknar- stofa um lög, kynþætti og kynferði og í dag- blöðum er nú mikið talað um að framgang- ur kvenna í utanríkis- þjónustu landsins sé mjög góður. Þrátt fyr- ir þessi jákvæðu merki hafa fræðimenn héðan áhyggjur af því að draumurinn um jafn- rétti þegnanna, draumurinn um endurreisn á grandvelli lýðræðis muni seint ná til kvenna vegna þess að þær búi Látum það ekki verða örlög samfylk- ingar A-flokkanna og Kvennalista, segir Guðný Guðbjörns- ddttir, að standa sig ekki í jafnréttis- málum. oft við mikið ofbeldi og kúgun heima fyrir, stúlkur sæki síður grannmenntun en piltar, og valda- tilfærslan sem þegar hefur orðið hafi ekki orðið til kvenna í sama mæli og karla. Síðastnefnda atriðið á einnig við um nýju lýðveldi Austur-Evrópu. Þar hafa kvenfrelsishreyfingar átt erfitt uppdráttar og konurnar sem börðust í mannréttindahreyfing- um hurfu af sjónarsviðinu þegar karlarnir mynduðu nýja valda- kjarna. Svipuð gagnrýni er nú orðuð við stjórn Blairs í Englandi, sem margar konur bundu miklar vonir við. Látum það ekki verða örlög samfylkingar A-flokkanna og Kvennalista að standa sig ekki í jafnréttismálum. Eg hef tekið þátt i að móta stefnuskrá Sam- fylkingarinar á öllum vinnslustig- um. Þar hafa jafnréttismálin skip- að verðugan sess. Þó að vandinn birtist öðruvísi á Islandi en í Suð- ur-Afríku, eins og greint verður frá í annarri grein, eru verkefnin bæði ærin og brýn. Núverandi stjórnvöld hafa viðurkennt brot á jafnréttislögum í svari við fyrir- spurn minni á Alþingi og lítið hef- ur miðað í þeirra stjórnartíð við að afnema launamun kynjanna. Stjórnvöld þurfa að átta sig á fé- lagslegri og þjóðhagslegri óhag- kvæmni kynjamisréttis, og hafa vilja til breytinga. Það hafa stjórn- arflokkarnir ekki sýnt þrátt fyrir fagrar áætlanir. Samfylkingin hef- ur metnaðarfull áform í jafnréttis- málum. Því er mikilvægt að í próf- kjörinu framundan verði þeim tryggð seta á Alþingi sem setja kvenfrelsi og jafnrétti þegnanna í víðustu merkingu þess orðs á odd- inn. Höfundur er þingkona Kvennalist- ans og þátttakandi íprófkjöri Sam- fylkingarinnar í Reykjavik. Guðný Guðbjörnsdóttir Prófkjör Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999. Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is Arnbjörgu Sveinsdóttur í 1. sæti Kristín Þóra Garðarsdóttir, Smárahvammi 3, Fellahreppi, skrifar: í STÖRFUM sínum sem sveit- arstjórnar- og al- þingismaður hefur Arnbjörg Sveins- dóttir sýnt að þar fer traust kona sem eflst hefur að þekkingu til að gegna forystuhlut- verki innan Sjálf- stæðisflokksins. Aralöng afskipti hennar af sveitarstjórnarmálum hafa gefið henni innsýn í þarfir fólks og atvinnulífs í fjórðungnum. Sem þingmaður á Alþingi Islend- inga hefur hún m.a. setið í fjárlaga- nefnd, menntamálanefnd og félags- málanefnd og þar hefur hún aflað sér þeirrar reynslu sem forystu- maður Sjálfstæðisflokksins á Aust- urlandi þarf að hafa. Málflutningur Ai'nbjargar einkennist af ki’afti, þekkingu og reynslu sem sýnir að hún er tilbúin að takast á við og nýta þau verkefni og tækifæri sem kjördæminu bjóðast. Kynni mín af Arnbjörgu segja mér að þar fer sterk persóna sem hefur mikla löngun til að vinna af krafti og skynsemi fyrir hag sinna umbjóð- enda. Eg vil hvetja alla Austfirðinga til að fjölmenna í prófkjörið og tryggja Sjálfstæðisflokknum á Austurlandi trausta forystu í kosn- ingunum í vor. Kjósum Arnbjörgu Sveinsdóttur í fyrsta sætið á D- lista. ►Meira á Netinu Styðjið Aðalstein í annað sætið Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmda- stjóri Bændasamtaka Islands, skrifnr: AÐALSTEINN Jónsson í Klaust- urseli gefur kost á sér í annað sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Austur- landskjördæmi. Eg leyfi mér, þótt utan frá sé, að skora á þátttak- endur í prófkjör- inu á laugardaginn að styðja hann, það styrkir listann. Það skiptir máli, að samsetning hans endur- spegli breytilega búsetu og at- vinnuhætti í kjördæminu. Aðalsteinn hefur fyrir löngu áunnið sér traust stéttarbræðra sinna, bæði heima fyrir og á lands- vísu. Hann var um tíma formaður Búnaðarsambands Austurlands og er nú formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Hann er því í for- ystusveit félagssamtaka bænda, ódeigur en sanngjarn talsmaður umbjóðenda sinna, og berst fyrir framgangi atvinnulífs á lands- byggðinni. Búskapurinn í Klausturseli, og sú nýbreytni í atvinnusköpun sem þar er í gangi, sýnir að fólkið þar gefst ekki upp fyrir aðsteðjandi vanda, það berst til sigurs. Aðalsteinn á erindi á lista Sjálf- stæðisflokksins. ►Meira á Netinu Frestum ekki framtíðinni - veljum Albert Sigurpáll Ingibergsson, kerfisstjóri, Höfn, Hornafirði, skrifar: VIÐ eram nú að upplifa mestu tæknibyltingu mannkyns. Ef Austfirðing- ar ætla að ná til sín bita af tækni- kökunni þá þarf trausta en jafn- framt hugmynda- ríka ráðamenn. Al- bert Eymundsson hefur skilning á mikilvægi menntunar og þekking- ar. I prófkjöri sjálfstæðismanna á Austurlandi hefur hann meira en aðrir frambjóðendur lagt áherslu á möguleika upplýsingatækninnar. Nám, viðskipti, afþreying, ferða- þjónusta og samskipti verða að mestu tölvuvædd. Upplýsinga- tæknin er forsenda þess að ná við- skiptalegu forskoti í framleiðslu- greinum, viðskiptum og þjónustu- greinum. Upplýsingatæknin sem slík er einhver arðbærasta atvinnu- starfsemi sem íyrirfinnst sé rétt að verki staðið. Eg vil því skora á ungt og fram- sýnt fólk að velta þessum hlutum fyrir sér. Kjósum Albert í fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðisfólks á Austurlandi því við höfum ekki efni á að fresta framtíðinni. ► Meira á Netinu Kjósum Arnbjörgu i efsta sætið! Emma Tryggvadóttir Fagrahjalla 3 Vopnafirði skrifar: Á laugardaginn velja austfirskir sjálfstæðismenn forustusveit sína fyrir næstu kosn- ingar. Hart er barist um 1. sæti listans en í það sæti þurfum við að setja okkar sterkasta fram- bjóðanda. Arnbjörg Sveinsdóttir hefur verið þingmaður okkar Austfirðinga sl. 4 ár og starfað m.a. í þremur mikilvægum nefnd- um þ.e. fjárlaga-, mennta- og fé- lagsmálanefnd. Auk þeirrar dýr- mætu reynslu sem hún hefur afl- að sér á Alþingi hefur hún víð- tæka reynslu af sveitarstjórnar- málum. Sem þingmaður hefur hún ferðast um kjördæmið og kynnst vel hagsmunamálum einstakra byggðarlaga og unnið ötullega að málum þeirra, verkefnin eru þó enn næg og með þrautseigju og dugnaði mun Arnbjörg áfram vinna að málefnum okkar Aust- firðinga. Það er gott og hæfileikaríkt fólk sem býður fram krafta sína í þessu prófkjöri en í mínum huga er eng- inn efi, ég met reynslu, þekkingu og kraft Arnbjargar að verðleikum og kýs hana í 1. sæti listans. ► Meira á Netinu Kristín Þóra Garðarsdóttir Sigurgeir Þorgeirsson SigurpáU Ingibergsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.