Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ólöf Matthías- dóttir var fædd á Litluhólum í Vest- mannaeyjum 28. maí 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 14. janú- ar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Matthías Finnbogason, járn- smiður, og Sigríður Þorsteinsdóttir, húsmóðir, þá búsett í Vestmannaeyjum en bæði ættuð úr Mýrdal. Þau eign- uðust átta börn. Þau voru Júlía, var gift sr. Þorsteini L. Jónssyni og eru þau bæði látin; Matthild- ur, var gift Sigurði Jónssyni, bæði látin; Klara, ógift látin; Bogi, var kvæntur Rósu Bjarna- dóttur og eru bæði látin; Frið- þjófur, ókvæntur, látinn; Ágúst, hann er lát.inn, kona hans, Sig- urbjörg Benediktsdóttir lifir mann sinn. Tvíburasystir (ílafar, Sigurbjörg, lést ung en þær systur voru yngstar. Ólöf ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum á Litluhólum fram yfír 16 ára aldur. Vann ýmsa vinnu í Vestmannaeyjum á ung- °ega[' leiðir okkar Ólafar tengda- móður minnar lágu saman voru vissir umbrotatímar í samfélaginu. Þetta var árið 1969 og við Svavar, yngri sonur hennar, kynntumst það vor. Hún var létt í spori og létt í lund og vakti strax athygli mína fyr- ir hvað hún var alltaf vel til höfð. Hún eyddi talsverðum tíma í að snyrta sig og mála hvern dag og hár hennar var alltaf greitt og lagt viku- lega á hárgreiðslustofu. Hún vann við afgreiðslustörf í mjólkurbúð sem þá voru I hverju hverfí í Reykjavík. Hún var góður fulltrúi sinnar kynslóðar. Eg kom úr annarri átt en hún átti von á um til- vonandi tengdadóttur og henni stóð ekki á sama um skoðanir mínar og lingsárum að lokinni skólagöngu þar. Hún var eitt ár í Hús- mæðraskóla í Reykja- vík og vann ýmis þjónustu- og verslun- arstörf næstu árin í Reykjavík þar sem hún bjó. Liðlega tvítug kynntist hún eftirlif- andi manni sínum, Stefáni Geir Svavars, viðskiptafræðingi, f. 4. maí 1920. Þau giftu sig hinn 2. febrúar 1947. Stefán er sonur Svavars S. Svavars kaupm. í Reykjavík og konu hans Jónu Bjarnadóttur Svavars, húsmóður. Systkini hans voru sr. Garðar, Hildur og Bjarni. Foreldrar og systkini Stefáns eru látin. Ólöf og Stefán áttu heimili í Reykjavík fram til ársins 1992 er þau flutt- ust í Sunnuhlíð í Kópavogi. Þau eignuðust tvo syni. Þeir eru 1) Þorsteinn Júlíus, mjólkurfræð- ingur. Hann er kvæntur Margréti Kristjánsdóttur, verslunarmanni, og eiga þau og reka verslunina Litabæ, Seltjarnarnesi, og eru búsett þar. Þau eiga tvö börn: a) ólöf, húsmóðir, býr í Mflanó á hugmyndir um hlutverk kvenna í samfélaginu sem ég lét óspart í ljós þegar tækifæri gafst. Hún hafði sín- ar skoðanir og þær fóru ekki beint við mínar á þessum tíma. Þetta tímabil riíjum við Svavar stundum upp til gamans í fjölskyldunni og tekið sem dæmi um að stundum er það ekki hnökralaust þegar kyn- slóðir mætast. Seinna þegar við Svavar flutt- umst austur í Neskaupstað og stofnuðum okkar heimili þar, fann ég strax að hún bar mikla um- hyggju fyrir okkur og bömum okk- ar þegar þau fæddust. Sambandið var nú aðallega í síma því ekki var farið til Reykjavíkur nema tvisvar til þrisvar á ári. En hún Olla amma Ítalíu ásamt manni sínum Andr- ea Bonometti framkvæmda- sljóra. Þau eiga einn son, Vikt- or Stein. b) Símon Geir, nemi í fþróttakennaraháskólanum á Laugarvatni. 2) Savar, prestur, nú forstöðumaður Svæðisvinnu- miðlunar Suðurlands. Hann er kvæntur Auði Björk Kristins- dóttur, sérkennslufulltrúa á Skólaskrifstofu Suðurlands og búa þau á Selfossi. Þau eiga þijú börn: a) Hildur Björk, verkefnastjóri hjá rannsóknar- þjónustu HI. Hún er gift Einari Frey Magnússyni, bygginga- fræðingi, starfsmanni VIS og eiga þau eina dóttur. Sóleyju Björk og búa í Reykjavík. b) Stefán, nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. c) Kristinn Arn- ar í foreldrahúsum. Ólöf vann lengst af ýmsa vinnu með heimili sínu, fyrstu árin í fiskvinnu. Fjölmörg sum- ur var hún til aðstoðar við heimilishald hjá Júlíu systur sinni og sr. Þorsteini er þau bjuggu í Söðulsholti á Snæfells- nesi. Ólöf vann einnig lengi við ræstingar og kaffiumsjón í Langholtsskólanum. Síðar sem afgreiðslukona hjá Mjólkursam- sölunni og síðast sem aðstoðar- maður hjá Lyfjaverslun ríkis- ins. Hún lét þar af störfum um 1993. títför Ólafar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og Stefán afí komu þó oft austur um páska og siimartímann og dvöldu hjá okkur. Eg veit að Olla átti frum- kvæðið að þessum ferðum því hún þráði það mjög að vera samvistum við barnabörnin sín. Þá var verið að spila við krakkana og segja sögur af henni og afa eða lífinu í Vestmanna- eyjum og Söðulsholti. Þær sögur voru stundum nokkuð skrautlegar og við vorum ekki alveg viss hverju átti að trúa enda átti hún ekki langt að sækja ýkjustílinn því faðir henn- ar var þekktur í Eyjum fyrir sögur af eigin svaðilfönim. Þegar við vor- um í námsdvöl í Ameríku fundum við að Ollu langaði til að koma til okkar og það varð úr að hún og afi komu þangað til okkar vorið 1990. Þá var haldið upp á 70 afmæli afa á fljótabát á Allegheny-ánni í mið- borg Pittsburgh. Okkur öllum var þetta ógleymanlegt ævintýri en þó bar þann skugga á að afi var farinn að þjást nokkuð af minnisleysi og ég fann að Olla átti mjög erfitt með að sætta sig við það. En samfundimir eru allir merktir hlýju og umhyggju hennar sem gott var að finna, hún var óspör á hrós og uppörvun og gaf sér tíma til að sinna þeim yngri. Nú síðustu árin bjuggu þau í íbúðum aldraðra í Sunnuhlíð í Kópavogi. Það var þeim töluvert átak að flytja úr Álfheimum 36 þar sem þau áttu fallegt og hlýlegt heimili. En þau komu sér fyrir í Sunnuhlíðinni og nú vorum við flutt suður. Henni fannst við koma sjald- an ef við litum ekki við einu sinni í viku. Nú var Kristinn Arnar, yngsti sonur okkar, gjarnan með í för og hún var alltaf svo ánægð að sjá hann, spjallaði við hann og stakk að honum nammi, oft meira en foreldr- amir kærðu sig um, en hún laumaði þá aukaskammti í vasa hans frammi í eldhúsi þegar enginn sá til. Þegar síðan Sóley, dótturdóttir mín, fædd- ist fékk hún ómældan skammt af aðdáun hennar og alltaf fagnaði amman langömmubarni sínu með sínum hætti. Olla var heilsuhraust og bar sig vel, grannvaxin og alltaf hélt hún sínum stfl að vera vel til höfð með skart við hæfi. En fyrir rúmum tveimur áram veiktist hún og dvald- ist síðustu misserin á hjúkrunar- heimilinu í Sunnuhlíð þar sem ein- staklega vel var hugsað um hana af hlýju og kærleika. Fyrir það viljum við þakka. Fyrir rúmri viku þegar við kvöddum hana við sjúkrabeðinn, var hún farin að heilsu og kröftum. Hún þekkti okkur greinilega þó að hún mætti ekki mæla og það var dæmigert fyrir hana að þegar Kristinn Arnar og Sóley litla lutu yfír hana til að kveðja ömrnu í síð- asta sinn, þá færðist bros yfir allt andlitið hennar. Því munum við ekki gleyma, það var síðasta brosið sem við sáum. Blessuð sé minning hennar, þakkir fyrir allt sem hún var mér og fjölskyldu okkar. Auður. Það var fínleg og vel snyrt kona í fallegum kjól sem hann Steini kynnti mig fyrir haustið 1965 og það var engin tilviljun því tilvonandi tengdamóður minni var mjög annt um útlit sitt og gaf sér góðan tíma áður en hún fór út úr húsi að greiða hárið og setja á sig farða og skart- gripi. Síðan var farið í skó með há- um hælum og sett yfir hárið þunn hvít slæða svo hárgreiðslan færi ekki úr skorðum. Þegar hún var komin hátt á áttræðisaldur og enn á háu hælunum og ég að vara hana við hættunum sem af því gætu hlot- ist, svaraði hún: „Margrét, ég er svo lítil og ef ég færi í sléttbotna skó myndi ég bara detta aftur fyrir mig.“ Það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann þegar ég kveð Ollu. Ein af þeim er þegar hún heimsótti okkur Steina til Dan- merkur sumarið 1967 í sinni fyrstu utanlandsferð og var þá margt til gamans gert og oft rifjuðum við upp skemmtileg atvik úr þessari yndis- legu ferð hennar. Þar bjuggum við í litlum bæ, með fáum verslunum og það átti nú ekki við hana tengda- móður mína. Því gerði hún sér lítið fyrir og hjólaði til næsta bæjar til að skoða í búðir og var þetta í fyrsta og eina skiptið sem ég sá hana hjóla. Þau hjónin áttu eftir að ferð- ast mikið saman um ævina, bæði innanlands og utan. Olla var oftast létt í lund og gam- an að vera nálægt henni, þó svo að hjá henni eins og okkur flestum hafi skipst á skin og skúrir. Hún var í essinu sínu þegar hún sagði sögur úr fortíðinni og fór oft á kost- um í frásögnum sínum enda ekki dóttir hans Matthíasar frá Litluhól- um í Vestmannaeyjum íýiir ekki neitt. Kom hún þá öllum í kringum sig í gott skap. Fræg er sagan hennar um frostaveturinn mikla 1918 en hann var ofarlega í minni Ollu, því hún mundi svo vel eftir þegar mjólkin fraus í pelanum hennar. Þessi eiginleiki hennar nýttist vel þegar hún passaði barnabörnin og sagði þeim sögur. Þá var ekki farið í bókaskápinn heldur skálduð fram hin fjölbreytt- ustu ævintýri með miklum tilþrif- um. Olla var einstaklega barngóð og hafði yndi af því að hafa barna- börnin hjá sér. Árið 1992 fluttu Olla og Stefán úr Álfheimum 36 og keyptu íbúð í Sunnuhlíð í Kópavogi. Það var mikil gæfa fyrir þau, því undir það síðasta hafa þau bæði þurft að nýta sér þá þjónustu sem Hjúkrunarheimilið í Sunnuhlíð býður upp á. Olla var vinnusöm, góður starfs- kraftur og ætíð mjög heilsuhraust. Það hefur því sjálfsagt verið mikið álag á hana þegar Stefán veiktist af Alzheimer, því mjög var farið að draga af henni bæði andlega og lík- amlega síðustu árin. Fyrir tæpum tveimur árum greindist hún með krabbamein í lunga og fluttist fljótlega á hjúkrun- ardeild Sunnuhlíðar þar sem hún naut einstakrar hlýju og umhyggju. Varð henni tíðrætt um hvað allir væru góðir við sig og hversu vel henni liði þar. Heilsu Ollu hrakaði ört undir lokin en við minnumst hennar sem duglegrar og kátrar konu sem þratt fyrir að vera orðin mikið veik, átti með fjölskyldu sinni notalegan dag, þegar hún varð 80 ára 28. maí sl. Olla mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Þú sagðir oft að þú kviðir ekki dauðanum, því þá mynd- ir þú hitta aftur foreldra þína og systkini og ef ég þekki ykkur öll rétt þá er eflaust glatt á hjalla yfir endurfundunum. Þín tengdadóttir, Margrét. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÞORSTEINN STEFÁNSSON fyrrum bóndi Víðihóli, Fjöllum, til heimilis á Miðvangi 22, Egilsstöðum, áður Löngumýri 12, Akureyri, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 30. janúar kl. 14.00. Gunnlaug Ólafsdóttir, Sigurður Sveinsson, Þórunn Guðlaug Ólafsdóttir, Einar Rafn Haraldsson, Gunnlaugur Oddsen Ólafsson, Oktavía Halldóra Ólafsdóttir, Margrét Pála Ólafsdóttir, Lilja S. Sigurðardóttir, Stefán Sigurður Ólafsson, Hrafnhildur L. Ævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁSGRÍMUR BJÖRNSSON, Hvanneyrarbraut 55, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laug- ardaginn 23. janúar kl. 14.00. Guðbjörg Friðriksdóttir, Sigurður Ásgrímsson, Ingibjörg Ó. Þorvaldsdóttir, Friðrik M. Jónsson, Birna Hauksdóttir, Björn Z. Ásgrímsson, Sóley Ólafsdóttir, Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, Jónas Jónasson, Stefán Ásgrfmsson, Hrefna Hjálmarsdóttir og barnabörn. ÓLÖF MA TTHÍASDÓTTIR Mér fannst hún alltaf öðravísi en aðrar ömmur. Frá því ég man eftir svaf hún til hádegis um helgar, snerti aldrei handavinnu, bakaði hvorki né hitaði kakó eins og ömm- um er oftast tamt. Ég komst að því að sennilega era það ekki þessi atriði sem gera ömmur að ömmum heldur miklu frekar ást, umhyggja og dálít- ið dekur við barnabömin. Kók og nammi geta alveg komið í stað kakós og kleina en hina þættina er erfiðara að finna staðgengil fyiir. Ég minnist áranna í Álfheimum, bíóferða og sundferða með afa sem voru ævin- týri fyrir böm sem bjuggu á stað þar sem slíkt var fátítt, bíltúra til að kaupa ís, sem oftast var borðaður ut- an bílsins þótt amma reyndi að full- vissa afa um að tíu ára böm misstu sjaldan niður ís í bílsæti. Vinnan hennar ömmu í Lyfja- versluninni gaf henni svo mikið, sér- staklega eftir að afi missti heilsuna. Hún var alltaf komin á fætur fyrir klukkan sjö á morgnana til að hafa sig til fyrir vinnuna - það er ein af mínum uppáhaldsminningum þegar ég sat með stírarnar í augunum snemma morguns hinum megin við eldhúsborðið og horfði á hana með kaffibollann og sígarettuna að taka úr sér hárrúllurnar eftir nóttina og snyi’ta sig. Amma var fjörug kona. Hún hafði gaman af því að segja sögur og þá skipti sannleikurinn ekki höfuðmáli, þó aðallega hvað hana sjálfa varð- aði. Ef henni tókst að ná fram hlátri eða jafnvel hneykslan var takmark- inu náð. Hún hafði líka gaman af því að spila á spil við barnabömin sín og vann þau yfirleitt alltaf með öll- um ráðum, okkur til sárrar gremju en henni til einstakrar ánægju. En svona var hún amma. Ánægja hennar yfir langömmubörnunum tveimur var ósvikin, hún þreyttist seint á að monta sig af þeim við hin- ar langömmurnar í húsinu. Þótt hún gæti ekki borið saman handavinnu eða skipst á kökuuppskriftum við þær átti hún samt þessi langömmu- börn eins og þær. Hún fann upp ótal gælunöfn fyrir Sóleyju; snússa, snúlla, gullið, og fannst ég agaleg móðir fyir að leyfa henni ekki að gefa baminu heilan konfektkassa að setja upp í sig þegar við komum í heimsókn. Síðustu tvö árin hennar ömmu voru henni erfið. Seiglan í henni var ótrúleg. Undir lokin var líkami hennar að engu orðinn en samt skynjaði hún svo vel kveðjustundina sem við áttum í síðustu viku, þekkti okkur öll og brosti þegar Sóley snerti hana. Það var mér ómetan- legt að fá að vera hjá henni síðustu mínúturnar í lífí hennar og ég mun aldrei gleyma því. Elsku afi hefur misst mikið þótt hann skynji það ef til vill ekki fullkomlega. Hann á ef- laust eftir að spyrja eftir henni Ollu sinni nokkrum sinnum. Guð veri með honum og Steina og pabba. Ég kveð hana ömmu mína með söknuði. Hildur Björk Svavarsdóttir. Elsku amma mín. Nú er komið að okkar hinstu kveðjustund og þeirri erfiðustu. Það er mér dýrmætara en orð fá lýst að hafa fengið að vera með þér þína síðustu daga, að hafa fengið að kveðja þig, en því mun ég aldrei gleyma. Eins og ég mun aldrei gleyma hvað það var gaman að fá að gista hjá þér þegar ég var lítil, máta flottu fötin þín, prófa fína skartið þitt og spila við þig olsen olsen fram á nótt. Ollum sögunum þínum sem þú oftar en ekki saltaðir og krydd- aðir eftir eigin smekk og fengu mann til að hlæja og sjá sögulegar staðreyndir eða hversdagslega at- burði í öðru ljósi. Öllum stundunum sem við sátum með kaffibolla og spjölluðum saman um lífið og tilver- una. Öllum blíðyi-ðunum, öllum faðmlögunum og allri gleðinni sem ég fann alltaf frá þér þegar við hitt- umst, þeirri trú og þeirri væntum- þykju sem þú hafðir alltaf á mér. Ég mun sakna þín mikið en ég veit að nú ert þú komin á stað þar sem þér líður vel, sæt og fín eins og þú varst alltaf. Þín Ólöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.