Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 21.01.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 57 FRETTIR Opinn fundur um mann- réttindi OPINN fundur um mannrétt- indi á vegum Félags stjórn- málafræðinga _og Mannrétt- indaskrifstofu Islands verður haldinn fimmtudaginn 21. jan- úar á Litlu-Brekku (bakhús Lækjarbrekku) og hefst kl. 17.15. Þar mun Lilja Hjartar- dóttir stjórnmálafræðingur flytja erindi um þátttöku Is- lands í mannréttindakerfí Sa- meinuðu þjóðanna og Evrópu- ráðsins en Island tekur við foi-mennsku í Evrópuráðinu 8. maí á þessu ári. „Lilja er með meistara- gi'áðu í stjórnmálafræði frá Háskólanum í Cincinnati í Bandaríkjunum. Lokaverkefni hennar fól í sér heildstæða út- tekt á þátttöþu, framlagi og stefnumótun Islands í hinu al- þjóðlega mannréttindakerfí á tímabilinu 1944-1994. I erindi sínu mun Lilja leita skýringa á takmarkaðri þátt- töku Islands, fjalla um þá mannréttindasáttmála sem Is- land er aðili að og gera grein íyrir fuligildingarferli þeiiTa. Hiutverk Alþingis, stjórnsýsl- unnar og óháðra félagasam- taka í þróun mannréttinda- starfs verðui' skoðað og áhrif alþjóðlegra mannréttindasátt- mála á innlenda þróun greind. Að loknu erindi sínu mun Lilja ásamt Ragnari Aðal- steinssyni, hrl. og stjórnai-for- manni Mannréttindaski’ifstofu Islands, taka þátt í opnum umræðum. Fundarstjóri verð- ur Magnea Marinósdóttir, for- maður Félags stjórnmála- fræðinga. Allir áhugasamir velkomn- ir,“ segir í fréttatilkynningu frá Félagi stjórnmálafræðinga og Mannréttindafélagi Is- lands. Sellóleikarinn Morgunblaðið/Keli SELLÓLEIKARINN, stytta eftir Gerði Helgadóttur frá árinu 1949, hefur verið sett upp í anddyri Vest- urbæjarapóteks. Sanikvæmt upp- lýsingnm frá Gerðarsafni er hér um að ræða eina af sjö afsteypum sem Lista- og menningarráð Kópa- vogs lét gera af styttunni en frum- myndin, sem er í brenndum leir, er í eigu Gerðarsafns í Kópavogi. Námskeið í skjalastjórnun SKIPULAG og skjöl ehf. heldur tvö námskeið í skjalastjórnun á næst- unni. Þann 8. og 9. febrúar nk. verður námskeiðið Inngangur að skjala- stjómun sem er kynning á viðfangs- efninu og því hagi-æði sem skjala- stjómun felur í sér fyrir íslenska vinnustaði. Faiið verður í helstu hug- tök skjalastjómunar, lífshlaup skjala, skjalalykill, skjalaáætlun og verkleið- Fyrirlestur um olíu- myndun við Island FYRSTI fræðslufundur Hins ís- lenska náttúrufi’æðifélags á þessu ári verður haldinn mánudaginn 25. janú- ar kl. 20.30 í stofu 101 í Odda, hugvís- indahúsi Háskóla Islands. A fundin- um flytui- Guðmundur Ómar Frið- leifsson, jarðfí-æðingm' á Rannsókna- stofu Orkustofnunai', erindi sem hann nefnir: Olíumyndun í setlögum við Is- land. I fréttatilkynningu segir: „Myndun olíu og brennanlegs gass í setlögum við Island hefur yfirleitt verið talin nær óhugsandi sökum þess hve landið er ungt og sökum þess hve setlögin era fá og þunn. í erindinu verður sýnt fram á hið gagnstæða. Olíu- og gas- myndun er í rauninni ekkert annað en jarðhitamyndun á lífrænum leifum landgi'óðurs eða sjávarlífs og er með öllu óhjákvæmilegt að hvort tveggja sé til staðai'. í Oxarfirði höfum við reyndar dæmi um að slík myndun eigi sér stað í dag. Ný gögn um mikið magn lífræns kolefnis í ungu botnseti frá Eyjafirði gefa til kynna að sambærilegt magn lífrænna leifa kunni að hafa varð- veist í þykkum setlagamyndunum úti fyrir Norðurlandi. Umtalsverð verðmæti í formi gass og olíu gætu hafa myndast þar vegna jarðhita. Leiddar era líkur að því að heppileg jarðlög til að geyma gas og olíu séu innan um setlögin. Nauðsynlegai' forsendur fyrir mundun og varð- veislu goss og olíu virðast því geta verið til staðar hér við land. Hæfileg- ur skammtur af jarðfræðilegri slembilukku kann að vera það eins sem vantar á. I erindinu er auk þess komið inn á nýlega skýrslu starfshóps iðnaðar- ráðuneytisins um olíuleit og álit bresks ráðgjafa úr olíuiðnaðinum á okkar málefnum. Jafnframt er vikið að olíumyndun í Indónesíu. Indónes- ar eru u.þ.b. hálfdrættingar á við Norðmenn í olíuframleiðslu og olíu- auði. Nánast öll olía Indónesa er mynduð úr tertíerum jarðlögum og á nokkrum olíusvæðum er móðurberg olíunnar úr setlögum frá mið-míósen og yngri allt aftur til setlaga frá ís- öld. ísland og Indónesía eiga mai-gt sameiginlegt, en ekki síst það að vera mjög eldvirk og jarðhitavirk." Fræðslufundir Hins íslenska nátt- úrafí'æðifélags era öllum opnir og að- gangur ókeypis. beiningai' um meðferð skjala. Námskeiðið Skjalastjórnun 2; skjöl í gæðaumhverfi, verður haldið viku síðai', 15. og 16. febráai' nk. I námskeiðinu verðui' bent á hagnýt- ingu Internetsins fyi'ir skjalastjórn- unarvinnu. Stjórnun tölvupósts er sérstakt viðfangsefni og skjala- stjórnun tölvugagna. Einnig verður farið yfir þær kröfur sem gera verð- ur til tölvuhugbúnaðar sem nota á við skjalstjórnun. Námskeiðið er sjálfstætt framhald námskeiðsins Inngangur að skjalastjórnun. Sigmar Þormar MA kennir. Nám- skeiðsgjald er 15.000 kr. Námskeiðs- gögn ásamt kaffi og meðlæti báða dagana eru innifalin í þessu gjaldi. Til liðs við Frjálslynda flokkinn MORGUNBLAÐINU hefur borist eftii'farandi yfírlýsing frá Valdimari Jóhannessyni: „Vegna nauðsynjai' þess að mynda öflugan valkost fyrir kjósendur í komandi alþingiskosningum til að kjósa gegn núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfí hef ég ákveðið að ganga til liðs við Frjálslynda flokk Sverris Hermannssonar. Viðbrögð þingliðs Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks við Hæstaréttardóminum í máli mínu gegn íslenska ríkinu eru sönnun þess að þessir flokkar ætla að verja þetta óréttláta kerfi með öllum tiltækum ráðum og vinna þar með spjöll á framtíð íslensku þjóðarinnar. Ég hvet því alla samherja mína í barátt- unni gegn núverandi kvótakerfi að styðja ekki þessa flokka sem vinna gegn baráttumáli þeirra í stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar heldur fylkja sér undir mei'ki Frjálslynda flokksins. Aðeins með myndarlegum stuðningi þjóðarinnar við Frjáls- lynda flokkinn er von til þess að hrundið verði þeirri ómálefnalegu mismunun sem núverandi kvótakerfi hefur innleitt til skaða fyrir alla þjóðina nema þá sem hafa þegið fisk- miðin að gjöf frá skammsýnum eða spilltum stjórnvöldum, þjóðareign sem hefur verið varlega metin til 3.000 milljarða króna. Þessu verður þjóðin að hrinda af sér.“ Áhrif skyldleika á áhættuþætti hjá Héraðsbúum BJARKI Jónsson Eldon, MS-nemi, flytur erindi um rannsóknarverkefni sitt á föstudagsfyrii'lestri Líffræði- stofnunar 22. janúar. Erindið verður haldið á Grensásvegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan 12.20. Allir era vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Erindið nefnist: Áhrif skyldleika á áhættuþætti hjarta- og æðasjúk- dóma hjá Héraðsbúum. EYBJÖRG Guðmundsdóttir, einn eigandi stofunnar. LEIÐRETT Rangur titill í Morgunblaðinu á þriðjudag var grein birt eftir Jóhannes Þór Guð- bjartsson framkvæmdastjóra Sjálfsbjargai', félags fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu. Með kynningu á greininni var hann sagður formað- ur Sjálfsbjargar. Það er ekki rétt, heldur er formaðurinn Sigurrós M. Sigurjónsdóttir. Hlutaðgeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Nafn féll niður í frétt frá Vinstrihreyfingunni - grænt framboð um stofnfund kjör- dæmisfélags á Norðurlandi eystra í blaðinu í gær féll niður nafn eins stjórnarmanna kjördæmisfélags- ins, Önnu Helgadóttur í Eyjafjarð- arsveit. Beðist er velvirðingar á þessu. Heilsustofan Systrasel hef- ur starfsemi HEILSUSTOFAN Systrasel lióf starfsenii sína í Miðbæ við Háa- leitisbraut 58-60 í byrjun janúar. Eigendur eru hjúki unarfræðing- arnir og systurnar Eybjörg Guð- mundsdóttir, Friðrikka Guð- mundsdóttir og Helga Rún Guð- mundsdóttir. Á stofunni er notað nýtt og öfl- ugt tæki sem vinnur gegn appel- sínuhúð og bætir útlit lníðarinnar. Einnig er í boði rafnudd til grenn- ingar, styrkingar og við verkjum. Boðin er húðmeðferð með ávaxta- sýrum sem bætir útlit og litarhátt húðarinnar svo og leirvafninga til grenningar og styrkingar. Á stof- unni eru ennfremur til sölu eftir- meðferðarvörur frá MD Forté. HEFUR ÞU GENGIÐ FRÁ ÞÍNUM LÍFEYRIS SPARNAÐI? Greiddu 2% viðbótaridgjaid af iaunum þínum í Frjálsa Hfeyrissjóðinn, eista og stærsta séreignarlHeytissjóð landsins Það er einfalt að hefja sparnað í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Veldu þér leið. 1. Þú sendir svarseðil bláa bréfsinssem þú fékkst í pósti. 2. Þú hringir í sima 540 5000. 3. Þú notar Internetið WWW. fjarvangur.is 4. Þú ferð í Fjárvang Laugavegi 170, eða næsta útibú VÍ& yt FRJALSI LÍFEYRISSJÓÐURINN Frjálsi lifeyrissjóðurinn er [ vörslu Fjárvangs hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.