Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sverrir Hermannsson í ræðu á landsþingi Frjálslynda flokksins Ollum auðlindum verði skilað til þjóðarinnar SVERRIR Hermannsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, sagði í ræðu á fyrsta landsþingi flokksins, sem hófst í gær, að í kosningabar- áttunni sem framundan væri yrðu fiskveiðistjórnunarmálin á oddinum og um þau yrði fyrst og fremst kos- ið. Ótti stjórnarflokkanna við al- menningsálitið væri augljós og héldu þeir völdum eftir næstu kosn- ingar yrði áfram haldið á sömu ógæfubraut í fiskveiðimálum með háskalegum afleiðingum fyrir ís- lenskt þjóðfélag. Á landsþing Frjálslynda flokksins sem haldið er í Borgartúni 6 mætti hátt á fjórða hundrað manns, en þinginu lýkur í dag. Á þinginu tóku 183 þátt í kosningu stjórnar flokks- ins og var Sverrir Hermannsson kosinn formaður með 183 atkvæð- um, Gunnar Ingi Gunnarsson var kosinn varaformaður með 167 at- kvæðum og Margrét Sverrísdóttir var kosin ritari með 181 atkvæði. Mikill áhugi á Arnarnes- landinu MORG byggingarfyrirtæki hafa lýst áhuga á að byggja á Arnarneslandinu í Garðabæ sem Jón Ólafsson, eigandi Skíf- unnar, festi nýverið kaup á. Sigurður G. Guðjónsson, lög- maður Jóns, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Jón mun funda með bæjarstjórn Garðabæjar á þriðjudag um það hvernig uppbyggingu svæðisins verður háttað. Eittafbetri byggingarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu Landið, sem er á Arnarnes- hálsi austan Hafnarfjarðarveg- ar, er 44 hektarar að stærð. Kaupverð þess hefur ekki verið gefið upp, en talan 700 milljónir króna hefur verið nefnd. Sig- urður vill ekki tjá sig um hvort sú tala sé rétt. Jón Guðmundsson, formaður Félags fasteignasala, segir að landið sé eitt af betri bygging- arsvæðum á höfuðborgarsvæð- inu og þar séu miklir framtíðar- möguleikar vegna staðsetning- arinnar, en ekki sé Ijóst hvort það standi undir kaupverðinu. Sverrír sagði í ræðu sinní við þingsetninguna að Frjálslyndi flokkurinn væri stjórnmálahreyfing sem legði áherslu á frjálsræði, lýð- ræði og jafnrétti þegnanna, og ófrá- víkjanleg krafa flokksins væri að öllum auðlindum lagar og láðs yrði skilað aftur í hendur löglegra eig- enda, þjóðarinnar sjálfrar, til nýt- ingar og arðgjafar. Sverrir sagði að markmiðin sem Frjálslyndi flokkurinn setti sér í fiskveiðistjórnunarmálum væru m.a. jafn frumburðarréttur allra þegna til fiskveiða, hámörkun af- raksturs af auðlindunum í hafinu í þágu allrar þjóðarinnar, markviss þekkingarleit með rannsóknum, að hafa fyllstu gát í nýtingu auðlind- anna í hafinu og að allt sjávarfang, sem veitt er á skip, verði flutt í land. Á þinginu gerði Jón Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, nánari grein fyrir málatilbúnaði vegna fiskveiðimála ásamt tillögum sem lagðar voru fyrir þingið til sam- þykktar. Hvers kyns sérréttindum og einokun hafnað Sverrir sagði m.a. í ræðu sinni að Frjálslyndi flokkurinn aðhylltist frjálst markaðskerfi og hafnaði rík- isforsjá, þar sem því yrði við komið. Flokkurinn hafnaði með öllu hvers kyns sérréttindum og einokun, hverju nafhi sem nefnast, en hefði frelsi einstaklingsins og sjálfstæði til orðs og athafna að leiðarljósi. Lögð væri áhersla á að dregið yrði úr skattheimtu sem kostur er, en markmiðið ætti að vera að grund- valla skattheimtu á neyslu í stað tekna og eigna. í framhaldi af því bæri að afnema tekjuskatt á ein- staklinga, og eignaskatta. Landið verði eitt kjördæmi Sverrir sagði það vera tillögu Frjálslynda flokksins að landið yrði gert að einu kjördæmi og hatrammri deilu um vægi atkvæða linnti. Ping- mönnum yrði fækkað í 51. „Frjálslyndi flokkurinn minnir á að íslendingar eru Evrópuþjóð og vill að hún starfi með öðrum þjóðum álfunnar á jafnréttisgrundvelli. Bægt verði frá allri erlendri ásælni í atvinnumálum landsmanna eða fjár- málum og fordæmdar eru tilraunir ráðamanna til sölu mikilvægra þjóð- hagsþátta til erlendra auðjöfra, eins og dæmið um Landsbanka íslands sannaði. Gengið verði hið fyrsta úr skugga um hvaða staða íslandi býðst í samstarfi Evrópulanda með tilliti til auðlinda landsins sérstak- lega. Sé þess kostur að tryggja hagsmuni landsins nægjanlega í þeim efnum er einsætt að ganga til samstarfs svo fljótt sem kostur er. Ófrávíkjanleg krafa íslendinga í því sambandi er full eignarráð þeirra yfir íslenskri fiskveiðilandhelgi," sagði Sverrir Hermannsson. Morgunblaðið/Kristinn SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, í ræðustól við upphaf Iandsþings flokksins. Tillögur kynntar um nýjar leiðir í næstu kjarasamningum á kjaraþingi VR Vinnustaðasamningar en launataxtar falli niður BLAÐINU í dag fylgir 4ra síðna auglýsingablað frá Sjóvá-Almenn- um. Blaðinu er dreift um allt land. GUNNAR Páll Pálsson, forstöðu- maður hagdeildar Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur, leggur til í er- indi sem hann flutti á kjaraþingi VR í gær, að farnar verði nýjar leiðir í næstu kjarasamningum verslunar- manna. Launataxtar verði felldir niður en áhersla lögð á hlutdeild starfsmanna í hagnaði vegna fram- leiðniaukningar fyrirtækja með vinnustaðasamningum og launa- hækkanir með starfsmati. Veikindaréttur seldur fyrir aukna menntunarmöguleika Einnig leggur Gunnar til að samið verði um leiðir til að efla menntun og færni félagsmanna og gerir hann að tillögu sinni að versl- unarmenn selji hluta af veikinda- rétti slnum gegn auknum greiðslum atvinnurekenda í sérstakan fræðslusjóð. Einnig verði samið sér- staklega um frí til að afla sér menntunar. VR hóf fyrir nokkru undirbún- ingsvinnu vegna gerðar næstu kjarasamninga, en þeir verða laus- ir í febrúar á næsta ári. Var í því sambandi efnt til kjaraþingsins í gær, þar sem horfa á til framtíðar varðandi gerð kjarasamninga og fjallað verður um þær öru breyt- ingar sem eru að verða á vinnu- markaðinum. Gunnar Páll Pálsson hefur kynnt sér kjarasamninga verslunarmanna í Danmörku og leggur hann til að þeir verði hafðir að fyrirmynd í næstu samningum við viðsemjendj ur verslunarmanna hér á landi. I samningum HK industri í Dan- mörku hefur verið farin sú leið að fella niður launataxta, en áhersla þess í stað m.a. lögð á að laun end- urspegli vinnuframlag, hæfni, menntun, innihald starfs og ábyrgð starfsmanna. Gunnar telur að leggja eigi aukna áherslu á vinnu- staðasamninga og tengingu launa við frammistöðu á þeim sviðum sem mestu máli skipti fyrir fyrirtækin. Einnig beri að auka tryggingar og vinnuvernd með auknum greiðslum í lífeyrissjóði og auknu orlofi. Legg- ur hann til að á árinu 2000 verði samið um tiltekna prósentuhækkun allra launa í upphafi. Ekki verði samið um ákveðnar hækkanir á ár- inu 2001, en þess í stað verði m.a. samningsákvæði um hlutdeild í framleiðniaukningu með aukinni áherslu á vinnustaðasamninga, greiðslur í fræðslusjóð verslunar- manna og frí til starfsmenntunar. Á þinginu mun Guðmundur B. Ólafsson, lögfræðingur VR, ræða hvort rétt sé að leggja áherslu á menntamál í næstu samningum og bendir hann m.a. á að ef samið yrði um 1% greiðslu í sérstakan endur- menntunarsjóð þýddi það um 230 milljónir kr. fyrir VR á ári. Þá mun Einar Hermannsson, trúnaðarmað- ur VR hjá Flugfélagi íslands, fjalla um reynsluna af fyrirtækjasamn- ingum á þinginu sem fram fer á Grand Hótel í dag. ? l-64 Viðskiptaáætlanir og virkjun hugmynda ? Hringborðsumræður um ný- sköpun, frumkvöðla og gildi góðra viðskiptaáætlana vegna verkemis- ins Nýsköpun '99. /10-12 Handa systur minni ?Tvíburasysturnar Ragnheiður Sara og Rakel Ýrr Valdimarsdæt- ur urðu stúdentar fyrir síðustu jól, og telst það til tíðinda því önnur þeirra er heyrnarlaus en hin heyr- andi. /24 Höfum alltaf komið að opnum dyrum ?Klaus Otto Kappel, sendiherra Dana á íslandi, er á förum eftir fimm ára dvöl. /28 Allt frá títuprjónum upp í traktora ? í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við verslunar- stjóra Kaupfélags Stöðfirðinga /30 ?1-24 Á útpósti í áratug ?jóhann F. Sigurðsson var í ára- tugi okkar maður í London, full- trúi FI og þátttakandi í upphafi „túrismans" á íslandi /1&2-4 Það gekk oft mikið á ? Guðrún E. Bergmann eignaðist níu börn og þótti undir það síðasta vart taka því að vekja upp heimil- isfólkið þótt hún þyrfti að bregða sér á fæðingadeildina. /6 Sveiflukóngurinn skagfirski ? Geirmundur Valtýsson óttast fátt meira en kráarmenningin gangi af dansinum dauðum. /16 c FERÐALOG ? 1-4 Gistirýmið nánast tvö- faldað ? Hótel Framtíð á Djúpavogi fær- ir út kvíarnar. /3 Glaumur, gleði og langar nætur ?Kjötkveðjuhátíðir og aðrir mannfagnaðir víða um heim. /4 D BILAR ? 1-4 Framtíðarsýn Daimler Chrysler ? Byggir á traustum grunni. /2 Reynsluakstur ? Subaru Legacy langbakurinn er kominn á markað í nýrri gerð. /4 E ATVINNA/ RAÐ/SMÁ ? l-24 Verðbréfaþingi íslands breytt í hlutafélag ? Lög um starfsemi kauphalla uppfyllt. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/a/bak Leiðari 32 Helgispjall 32 Reykjavíkurbréf 32 Skoðun 36 Minningar 38 Myndasögur 48 Bréftilblaðsins 48 í dag 50 Brids 50 Stjörnuspá 50 Skák 50 Fólkífréttum 54 Utv7sjónv. 52,62 Dagbók/veður 63 Mannl.str. 18b Dægurtónl. 22b INNLENDARFRETTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.