Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Spænski Þjóðarflokkurinn í mikilli sókn Aznar gengur allt í haginn Spænskir sósíalistar eiga í miklum erfíðleikum en staða José María Aznar forsætisráðherra og flokks hans styrkist stöðugt. Ásgeir Sverrisson segir frá sókn Aznar inn að miðjunni og þróuninni _______í spænskum stjórnmálum._______ SÓKN José María Aznar inn að miðjunni er að skila árangri. Reuters TRÚLEGA er vandfundinn kátari ráðamaður í Evrópu um þessar mundir en José María Aznar, forsætisráð- herra Spánar. Nýja árið gat tæpast byrjað betur fyrir hánn, skoðana- kannanir gefa til kynna að fylgi flokks hans sé í sögulegu hámarki og andstæðingarnir glíma við innri deil- ur og aðra erfiðleika. Sókn Aznar og flokks hans, Þjóðarflokksins (Partido Popular eða PP), inn á miðju spænskra stjórnmála virðist ætla að heppnast og skriðþungi forsætisráð- herrans á heimavelli sem erlendis fer nánast dagvaxandi. Aznar varð forsætisráðherra Spánar árið 1996 eftir nauman sigur PP í þingkosningum. Eftir erfiðar samningaviðræður myndaði Aznar síðan minnihlutastjórn PP, sem nýt- ur stuðnings þjóðernissinna í Kata- lóníu og Baskalandi auk þess sem nokkrir þingmenn frá Kanaríeyjum verja stjórn hans. Á ýmsu hefur gengið í þessu samstarfi og þjóðern- issinnar hafa nýtt hvert tækifæri sem gefist hefur til að fá aukin völd heim í hérað. Valddreifing er enda trúlega hvergi meiri í nokkru ríki Evrópu en á Spáni, sem samanstendur af 17 sjálfstjórnarhéruðum. Stóð af sér hrakspárnar Aznar þótti í upphafi ferils síns heldur litlaus og þeir voru margir sem töldu að hann myndi tæpast reynast langlífur í embætti. Menn hentu að því gaman að hann hefði forðum unnið sem skattheimtustjóri í Castilla y León og höfðu á orði að hann væri vafalaust vammlaus emb- ættismaður en spennandi stjórn- málamaður yrði hann aldrei. Margir fullyrtu og að forsætisráðherrann væri í raun aðeins strengjabrúða í höndum öfgafullra hægrimanna og var þar vísað til stjórnar Francisco Franeo enda var Þjóðarflokkurinn stofnaður m.a. af fyrrum undirsátum einræðisherrans. Segja má að hrakspár þessar hafi allar reynst rangar. Aznar hefur vaxið mjög í embætti, hefur óbilandi sjálfstraust og sýnist hafa örugg tök á flokki sínum. Á meðan ríkir hálf- gert upplausnarástand í flokki sósí- alista (Partido Sosialista Obrero Espanyol eða PSOE) og leiðtogar hans eiga sýnilega í erfiðleikum með að laga sig að hinni breyttu stöðu í spænskum stjórnmálum. Spænska dagblaðið El Mundo birti í byrjun mánaðarins skoðana- könnun sem vakið hefur mikla at- hygli. Samkvæmt henni ________ fengi PP 42,9% atkvæð- anna ef gengið yrði til kosninga nú. Fylgi við PSOE mælist hins vegar aðeins 36,1%. Er þetta —— versta útkoma flokksins í slíkum könnunum frá árinu 1996. Fylgi við PP hefur hins vegar aldrei áður mælst svo mikið og miklum tíðindum þykir sæta að flokkurinn skuli nú hafa náð 6,8% forskoti á helsta stjórnarandstöðuflokkinn, sem hefur verið ráðandi í spænskum stjórnmál- um frá því að lýðræðið var endur- reist á Spáni eftir dauða Franco. Yrði þessi niðurstaða að veruleika ARFTAKAR Felipe González standa enn í skugga hans. LEIÐTOGAR PSOE þeir Joaquín Almunia (t.v.) og José Borrell. Aznar hefur vaxíð mjög í embætti í kosningum myndi þetta fylgi trú- lega duga PP til að ná hreinum meirihluta á þingi. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hver skipting þingsætanna yrði. Hins vegar má geta þess að árið 1989 náði Sósí- alistaflokkurinn í síðasta skiptið meirihluta á þingi með 39,6% at> kvæðanna að baki sér sem gaf 175 þingsæti en 350 þingmenn sitja á þingi Spánar. Hvernig ber að skýra þessi miklu umskipti? „Espanya va bien" („Það trallar og syngur á Spáni") hefur forsætisráð- herrann stundum sagt og þótt marg- ir hafi vænt hann um ósvífni í ljósi atvinnuleysis og erfiðrar afkomu ákveðinna þjóðfélagshópa hefur hann reynst hafa á réttu að standa. Spánverjum gengur vel. Atvinnu- leysið, sem er hið mesta í Evrópu, hefur minnkað, samningar voru gerðir á milli ríkisstjórnar og verka- lýðsfélaga um aukinn sveigjanleika atvinnurekenda til að reka og ráða starfsmenn, Spánverjar eru í hópi stofnríkja hins nýja Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU), verðbólga er lítil, vextir eru í sögu- legu lágmarki og vonir hafa vaknað um að loks kunni að takast að stOla til friðar í Baskalandi þar sem hryðjuverkamenn ETA hafa haldið uppi vopnaðri sjálfstæðisbaráttu. Sótt inn á miðjuna En fleira kemur til. Spánverjar hafa almennt verið taldir fremur miðju- og vinstrisinnaðir sem þjóð þótt slíkar alhæfingar séu vitanlega ávallt vafasam- ar. PSOE var við stjórn- völinn í heil 14 ár, frá 1982 til 1996 undir stjórn hins feykivinsæla Felipe Ósigurinn 1996, sem mun minni en spáð hafði González. reyndist verið, var einkum rakinn til erfiðra spillingarmála, sem ýmsir háttsettir sósíalistar voru illa flæktir í. Afrek Aznar er ekki síst fólgið í því að hafa gert PP-flokkinn „kjós- anlegan" eins og stundum er sagt þ.e. að raunverulegum og trúverðug- um valkosti í hugum kjósenda. Má í þessu efni líkja honum við Tony Bla- ir, forsætisráðherra Bretlands, sem vann svipað afrek hvað varðar Verkamannaflokkinn. Líkt og hjá þeim Blair og Gerhard Schröder, kanslara þýskra jafnaðar- manna, fólst áhlaup Aznar í sókn í átt að miðjunni. Forsætisráðherrann hefur hamrað á því að PP sé hófsam- ur miðjuflokkur og hefur lagt allt kapp á að þvo af samtökunum þann stimpil að þar ráði öllu gamlir hægri öfgamenn og sendiboðar katólsku kirkjunnar. Kannanir hafa leitt í ljós að almenningur á Spáni er tekinn að leggja trúnað á þennan málflutning forsætisráðherrans. Um næstu helgi verður þetta starf Aznar fullkomnað er flokksþing mun samþykkja þá skilgreiningu að PP sé flokkur „framfarasinnaðra miðjumanna." Breytingar sem Aznar gerði á ríkis- stjórn sinni í liðinni viku eru einnig fallnar til að styrkja þá ímynd. Aznar hefur og haldið því fram að stjórnvöldum beri að stýra gangi þjóðmála af mildi og hógværð í stað þess að treyst sé á bein afskipti og róttækar breytingar að ofan. Hefur hann líkt þessari hugmyndafræði sinni við „fíngerða rigningu" er næri svörðinn en færi hann ekki í kaf. Hef- ur þetta nafn fests við stefnu þessa og er því oft vísað til „La lluvia fina" eða „fíngerðu rigningarinnar/úðans". Sundrung og valdabarátta A sama tíma og PP hefur sótt inn að miðjunni og styrkt stöðu sína vegna góðærisins á Spáni hafa sósí- alistar átt í miklum erfiðleikum. Þá má raunar rekja allt aftur til þeirrar ákvörðunar Felipe González að draga sig í hlé árið 1997. González hefur notið og nýtur enn mikilla persónu- vinsælda og trúlega getur enginn spænskur stjórnmálamaður náð jafn fyrirhafnarlaust til þjóðarinnar og hann. Við hlutverki leiðtoga PSOE tók Joaquín Almunia, heldur litlaust afkvæmi flokksvélarinnar. Almunia beitti sér síðan fyrir því í fyrra að efnt var í fyrsta skipti til beins kjörs leiðtoga innan PSOE. Fram bauð sig gegn honum José nokkur Borrell, annálaður maður sökum dugnaðar og gáfna og talinn merkur hugsuður á vinstri vængnum. Fór svo að lokum, þvert á allar spár og skoðanakannan- ir, að Borrell sigraði Almunia. Þóttu það mikil tíðindi sem þau og voru. Borrell verður því forsætisráðherra- efni PSOE í þingkosningunum á næsta ári. Borrell sem er 52 ára, frá Lleida-sýslu í Katalóníu, var ráð- herra í síðustu stjórn González á ár- unum 1991-1996. Almunia féllst að lokum á að taka við starfi flokksformanns en margir stjórnmálaskýrendur tóku þá þegar að halda því fram að þetta samstarf ætti eftir að reynast erfitt þar eð ekki yrði öldungis skýrt og greini- legt hver réði ferðinni. Þetta mat reyndist rétt, samstarf þeirra Almunia og Borrell hefur gengið illa og þeir hafa nokkrum sinnum neyðst til að efna til skyndifunda til að leysa ágreiningsmál. Gengi PSOE í skoð- anakönnunum batnaði nokkuð eftir að Borrell hafði verið kjörinn leið- togi en áhrifa þessa gætir ekki leng- ur. Raunar leiða kannanir í ljós að Aznar er vinsælasti stjórnmálamað- ur Spánar og mega það einnig teljast nokkur tíðindi. Könnun El Mundo, sem vísað var til hér að framan, sýndi einnig að meira en helmingur kjósenda telur að Felipe González sé enn áhrifa- mesti stjórnmálamaður PSOE. Borrell stendur því enn í skugga González og honum hefur ekki tekist að leggja fram sannfærandi stefnu eða hernaðaráætlun með tilliti til næstu kosninga, ekki síst vegna átakanna við Almunia. Loks er þess að geta að tveir fyrr- um ráðamenn innan Sósí- ----------- alistaflokksins, þeir José Barrionuevo, fyrrum inn- anríkisráðherra og að- stoðarmaður hans, Rafael Vera, voru í fyrra dæmdir til fangelsisvistar. Var það vegna Marey-málsins svokallaða er varðaði franskan mann sem leynisveitir er stofnaðar höfðu verið til höfuðs baskneskum aðskilnaðarsinnum rændu af misgáningi. Málið varð til þess að vekja á ný athygli á GAL- sveitunum svonefndu sem stofnaðar voru í valdatíð sósíalista og báru ábyrgð á morðum á nokkrum ETA- liðum. Auk þessa gerðu leiðtogar flokksins þau mistök að berjast fyrir því að dómar mannanna tveggja yrðu mildaðir í stað þess að greina sig klárlega frá þeim. Viðbrögðin við hinni merku könn- un El Mundo hafa verið kunnugleg. Talsmenn sósíalista leggja áherslu á að skoðanakannanir séu aðeins skoð- anakannanir og að könnunin sem máli skipti sé dómur kjósenda á kjördag. Hljómar vissulega kunnug- lega. Aðdáendur og undirsátar Azn- ar forsætísráðherra hafa hins vegar sagt að þessi niðurstaða sýni að al- menningur geri sér ljóst að stefna stjórnarinnar sé að skila árangri. Sígandi lukka Þótt vitanlega geti skoðanakönnun engan veginn talist hafa sama vægi og kosningar verður að ætla að forystu- menn PSOE séu áhyggjufullir. Könn- unin nú er ekkert einsdæmi, þróunin í flestum þeirra kannanna sem birtar hafa verið allt frá byrjun árs 1997 hef- ur verið sú að fylgi Aznar hefur farið vaxandi jafnt og þétt. Greina hefur mátt þá þróun að mestu leyti í beinu samhengi við þá erfiðleika forustu- manna PSOE, sem hér hafa verið raktir. Þá liggur fyrir að Spánverjar eru öðrum þjóðir lfkir hvað varðar stuðning við ríkisstjórn í góðæri. I spænskum stjórnmálum ber að varast oftúlkanir. Sveiflurnar geta oft verið ansi miklar og tilteknir atburðir geta haft óvenju mikil áhrif á stjórn- málaþróunina. Þannig hefur verið bent á að PP-fiokkurinn hafði svipaða yfirburði í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar 1996. Niðurstaðan reyndist önnur og fór svo að lokum að flokkurinn fékk 38,8% atkvæða en PSOE 37,5%. Munurinn er hins vegar sá að þá var flokkur Aznar í stjórnar- andstöðu. Staðan nú er því gerólík. Að auki gefa kannanir til kynna að fylgi við Vinstrabandalagið, Izquierda Unida, flokk vinstrisósíalista og kommúnista fari einnig minnkandi. Grunnt er á því góða á milli stjórnar- andstöðuflokkanna tveggja, IU og PSOE, og svo virðist sem fylgisflótti frá þeim fyrrnefnda skih sér aðeins að litlu leyti til hins síðarnefnda. Spænsk stjórnmál eru flókin, ekki síst sökum þeirrar miklu valddreif- ingar, sem einkennir konungdæmið. í raun er það svo að flokkar þjóðern- issinna hafa framtíð stjórnar Aznar í höndum sér og vera kann að þeir komist aftur í oddaaðstöðu líkt og gerðist eftir kosningarnar 1993 og 1996. Mest er vægi katalónskra þjóð- ernissinna og kosningar fara fram ------------ þar í sjálfsstjórnarhérað- Deilur og mu í haust. Ahrifa þeirra valdabarátta mun án nokkurs vafa gæta í landsmálunum. José María Aznar gengur hins vegar allt í haginn. Staða stjórnar hans hefur aldrei verið sterkari og svo virðist sem meiriháttar umskipti þurfi að eiga sér stað í spænskum stjórnmál- um til þess að veldi hans verði ógnað. Enn er rúmt ár til kosninga og stað- an getur vissulega breyst. Hins veg- ar er freistandi að spá því að Aznar fari áfram með húsbóndavaldið í Moncloa-höllinni í Madrid á fyrstu árum hinnar nýju aldar. innan PSOE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.