Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FRJÁLSÍÞRÓTTIR/STÓRMÓT ÍR Fjórir Evrópumeistarar reyna sig í keppni í Laugardalshöll í kvöld Falla heims- og Evrópcmet? Nokkrir af þekktustu frjálsíþróttamönnum heims reyna með sér í frjálsíþróttaveislu IR í Laugardalshöll í kvöld. Víst er að Stórmótið hefur aldrei verið eins vel skipað keppendum og nú. Ivar Benediktsson veltir hér vöngum yfír hverju má búast við og er bjartsýnn á að árangur á heims- mælikvarða náist. Fjórir frjálsíþróttamenn sem hafa orðið Evrópumeistarar í íþrótt sinni verða á meðal keppenda á Stórmóti ÍR sem fram fer í þriðja sinn í Laugardalshöll í kvöld kl. 21. Tveir þessara íþróttamanna, Erki Nool, Eistlandi, og Úkraínumaður- inn Anzhela Balakhonova, hafa náð því að verða meistarar bæði innan- húss og utan. Einn fjögurra Islend- inga sem borið hafa þennan titil, Vala Flosadóttir, ÍR, mætir að sjálf- sögðu til leiks og fjórði er Norðmað- urinn Steinar Hoen, en hann varð Evrópumeistari í hástökki á Evr- ópumeistaramótinu utanhúss í Helsinki 1994. Auk þeirra verða á meðal keppenda Jón Arnar Magn- ússon, Tindastóli, Islandsmethafi í tugþraut og Norðurlandamethafi í sjöþraut og bronsverðlaunahafí í sjöþraut á EM 1996 og á HM 1997. Roman Sebrle, Tékklandi, ein af rísandi stjörnum í tugþrautinni, sem tekið hefur stórstígum framför- um á síðustu misserum og náði m.a. 8.589 stigum í keppni sl. sumar. Pórey Edda Elísdóttir, FH, sem er annar besti stangarstökkvari Norðurlanda um þessar mundir en hún hefur eins og Sebrle tekið mikl- um framfórum á stuttum tíma. Einnig mætir þriðji besti stangar- stökkvari heims í kvennaflokki, Daninn Marie Rasmussen til leiks og silfurverðlaunahafinn frá Sam- veldisleikunum sl. haust, Elamarie Gerrytz, S-Afríku. Guðrún Arnardóttir, Ármanni, fremsti 400 m grindahlaupari Norð- urlanda um þessar mundir, mætir að vanda til leiks, beint úr æfinga- búðum í Athens í Bandarikjunum. Mætir hún m.a. írska grinda- hlauparanum, Susan Smith, sem hefur verið í úrslitum á öllum stór- mótum í 400 m grindahlaupi undan- farin þrjú ár. Pær fá verðuga keppni frá sænska grinda- hlauparanum Susanna Kallur. Vinnur Jón í fyrsta sinn? Erki Nool er mörgum hér á landi að góðu kunnur enda hefur hann verið einn helsti keppinautur Jóns Arnars á flestum mótum bæði utan- húss og innan síðustu fjögur ár. Nool hefur ævinlega tekist að vera skrefi á undan Jóni, síðast á EM í sumar er hann vann tugþrautar- keppnina með glæsibrag. Hann vann sjöþraut á EM innanhúss í Gautaborg 1997 og varð annar á HM innanhúss ári síðar. Á báðum mótum varð Jón í þriðja sæti. Roman Sebrle heltist úr lestinni á EM í Valencia í fyrra, en gerði eng- in stórvægileg mistök á EM utan- húss í sumar og varð í 6. sæti með 8.477 stig. Sebrle er aðeins 24 ára og án efa einn efnilegasti tugþraut- armaður heims. Með sama fram- haldi næstu ár er ekki ólíklegt að hann sé líklegur til að ná lengra en landar hans Tomás Dvorák og Ro- bert Zmelik, sem þó hafa orðið heimsmeistarar og Olympíumeist- arar í tugþraut. Príþrautarkeppni þessara þriggja verður æsispennandi en einnig keppir Olafur Guðmundsson, tug- þrautarmaður frá Selfossi og frændi Jóns Arnars. Hann er þó ekki líklegur til að halda í við þessa þrjá reyndu kappa. Spurningin er bara sú hvort Jóni takist loks að vinna Nool í einvígi. Margt bendir til þess þegar árang- ur þessara manna er skoðaður, en þríþrautin er samsett úr 50 m grindahlaupi, kúluvarpi og lang- stökki. Jón er betri grindahlaupari en bæði Nool og Sebrle og ætti að óbreyttu að hrósa sigri þar. Sama má segja um kúluvarpið, Jón ætti að varpa kúlunni a.m.k. 16 metra, jafnvel 16,50, en best á hann innan- húss 16,37 metra. Sebrle fer tæp- lega yfir 15 metra og Nool ekki heldur sem má teljast góður með 14,50. Þriðja og síðasta greinin verður líklega sú jafnasta og þar ræðst hvort Jón hafi þá náð það góðri forystu eftir greinarnar tvær til þess að vinna í stigakeppninni. Bæði Nool og Sebrle eru góðir lang- stökkvarar og m.a. hefur Nool stokkið yfir 8 metra. Sebrle hefur farið nærri 8 metrum og sama má segja um Jón en hann hefur samt aldrei náð að stökkva eins langt í þrautarkeppni og hann getur best. Með hliðsjón af árangi'i í langstökki á Stórmótum IR síðustu ár verður það að teljast líklegt að ekki verði stokkið langt umfram 7,50 metra nema keppendur verði sérlega vel upp lagðir. Fari svo ætti íyrsti sigur Jóns á Erki Nool að verða stað- reynd, Sebrle verður síðan rétt á eftir þeim í þriðja sæti. Einstakur viðburður Þrátt fyrir að keppendalistinn í þríþrautinni sé góður er ljóst að aldrei hefur tekist jafnvel til með keppendaval í stangarstökki kvenna á Stórmóti ÍR og nú. Verði aðstæð- ur réttar og fái keppendur stuðning frá áhorfendum má búast við frá- bærri keppni, a.m.k. bendir kepp- endalistinn til þess að um sé að ræða einstakan viðburð hér á landi. Fjórir keppendanna eiga mögu- leika á að stökkva yfir 4,30 metra verði keppnisskapið í lagi hjá þeim. Tvöfaldur Evrópumeistari síðasta árs, Balakhonova frá Úkraínu hefur stokkið 4,45 jafnt úti sem inni. Hún er mikill keppnismaður, og gefur sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Hún kom hingað til lands skömmu eftir EM í fyrravetur og stökk þá 4,31 og varð að bíta í það súra epli að tapa fyrir Völu sem fór 5 cm hærra. Balakhonova hefur æft við góðar aðstæður í Moskvu síðustu mánuði og ætlar sér stóra hluti á HM inn- anhúss í Japan í mars nk. Takist henni vel til gæti Evrópumetið, 4,48 verið í hættu. Vala hefur æft vel í vetur og verið laus við bakmeiðsli sem hrjáðu hana síðari hluta síðasta sumars. Vala nær sér ævinlega vel á strik í Höllinni fyrir framan landa sína og hefur ekki brugðist þeim á Stórmótum ÍR síð- ustu ár. Vala er hins vegar eins og aðrir keppendur að hefja keppnis- tímabilið og því fróðlegt að sjá hvar hún stendur. Hún er líklegust til þess að veita Balakhonovu keppni og mun eflaust selja sig dýrt. Elamarie GeiTytz frá S-Afríku er örlítið óskrifað blað, en miðað við árangur hennar utanhúss á hún að geta farið sömu hæð innanhúss. Hún er hins vegar eitt af nýju nöfn- um í íþróttinni sem hefur verið að skjótast upp á stjörnuhimininn í stangarstökki kvenna. Þórey Edda hefur æft í Svíþjóð frá því í haust í samvinnu við Völu og undir stjóm Pólverjars Slan- islavs Szczybra. Þórey bætti sig um tugi cm utanhúss í sumar og hefur stokkið 19 cm hærra úti en inni og verður eflaust fljót að nálgast 4,30 innanhúss, svo hver veit hvað gerist í kvöld? Rasmussen hin danska á a.m.k. að stökkva fjóra metra og kannski fellur danska metið í Höllinni. Fer Einar Karl yfir 2,20 m? Eitt er víst að í hástökkskeppn- inni fellur vallarmetið í Laugardals- höll, 2,16 metrai' sem Einar Karl Hjartarson setti í febrúar í fyi-ra er hann sló 10 ára gamalt íslandsmet Gunnlaugs Grettissonar innanhúss. Norðmaðurinn Steinar Hoen hefur hæst stokkið 2,36 metra innanhúss og þó vart sé að búast við því að hann fari svo hátt í kvöld má vonast eftir því að hann fari yfir 2,30 m sem yrði frábær árangur og svo sannarlega á heimsmælikvarða. Burtséð frá öllum stórgóðum afrek- um á heimsmælikvarða sem reikna má með að sjáist í Höllinni að þessu sinni myndi koma Hoens ein og sér nægja til að gera sér leið á mótið. Islandsmethafinn, Einar Karl Hjartarson, hefur æft vel og stökk m.a. 2,15 metra í Kringlunni við fá- brotnar aðstæður um síðustu helgi. Fastlega má búast við því að hann geri tilraun til að verða fyrstur ís- lendinga til að stökkva yfir 2,20 og með góðum stuðningi ætti honum að takast það. Keppni Guðrúnar, Smith og Kall- ur í 50 m grindahlaup og 50 m hlaupi verður spennandi enda eiga þær allar mjög líka tíma í 100 m grindahlaupi og 100 m hlaupi. Guð- rún hefur æft m.a. með Smith í At- hens í Bandaríkjunum í vetur og er eflaust í mjög góðri æfingu nú þar sem hún hyggur á að keppa í Evr- ópu í 400 m hlaupi á næstu dögum, í því skyni að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið í Japan sem fram fer í mars. Það verður semsagt boðið upp á mikla frjálsíþróttaveislu í Laugar- dalshöllinni í kvöld, ósvikna skemmtun þar sem fremstu frjálsí- þróttamenn heims reyna með sér. Slíkur viðburður er ekki daglegt brauð hér á landi og ætti að vera landsmönnum hvatning til að koma og hvetja keppendur til dáða. Evr- ópumet og heimsmet hafa fallið í Höllinni á þessum mótum síðustu ár. Hver veit nema það gerist einnig nú, möguleikinn er a.m.k. góður. Morgunblaðið/Kristinn JÓN Amar Magnússon ætlar sér sigur í keppni við Erki Nool og Roman Sebrte en úrslitin gætu ráðist ■ langstökkinu, en þeir þremenningar hafa allir stokkið um átta metra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.