Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 23 ERLEMIAR RÆKUR Spennusaga HUGARORKA „MIND KILL“ Eftir Richard La Plante. Warner Books 1998. 346 síður. RAUNVERULEIKINN er að- eins enn einn draumur, stendur á kápu nýjustu spennusögu saka- málahöfundarins Richard La Plante en hún gerist einmitt mjög á mörk- unum milli draumaheimsins og veruleika. Hún heitir „Mind Kill“, sem kannski er einfaldast að þýða sem Hugarorka, og er fjórða saga höfundarins en hinar þrjár eru „Mantis", „Leopard“ og „Steroid Blues“. La Plante þessi hefur gráð- ur í sálarfræði og bókmenntum og virðist notfæra sér þekkingu sína í sálrænum efnum til þess að búa til trylla eins og „Mind Kill“ þar sem talsvert er lagt upp úr sálfræðileg- um pælingum þótt ekki sé það kannski með eftirtektarverðum ár- angri. Sagan hans verður aldrei sér- staklega spennandi og persónurnar fjarlægar lesandanum þar sem þær kljást við hugaróra sína. Með hugarorku að vopni Kannski er það vegna þess að mjög mikið af frásögninni eru lýs- ingar á ímyndunum, draumum og hugaróram, sem ekki tengjast nægjanlega raunverulegri spennu, þótt allt virðist það virka mjög ógn- vekjandi á þá sem helteknir verða af draumsýnunum. Raunveruleikinn verður allur móðukenndur enda ein- kunnarorð sögunnar að hann sé að- eins enn einn draumur. Ekkert er eins og það sýnist og mörk milli draums og veruleika eins og þurrkast út. Allt gerist það fyrir til- stilli tukthúslims nokkurs, Justin Gabriels að nafni, sem ræður yfir sérstaklega magnaðri hugarorku og getur með henni haft áhrif á líf allra þeirra sem sáu til þess að hann var settur í fangelsi og hrekur þá í dauðann hvern á fætur öðrum þótt aldrei yfirgefi hann fangaklefa sinn. Hágæða heitavatnsofnar frá Danmörku. BBRUGMAN HAN DKLÆÐAOFNAR Steypusögun.kjamaborun, múrbrot, smágröfur. Leitið tilboða. -------------- THOR S:577-5177 Fax:577-5178 HTTP:/A/VWW.SIMNET.IS/THOR Ekta grískir íkonar frá kr. 1.990 Ný sending /nffU otofnoö 197-*- muntt Klapparstíg 40, sími 552 7977. LISTIR Tukthúslimur beit- ir fíarhrifum Þannig þai-f lesandinn einnig að vera nokkuð ginnkeyptur fyiir hug- arorkuvísindum og fjarhrifum og hvað þetta er nú kallað allt saman og þegar við bætast austrænh- anda- læknar og nýaldarspeki hverskonar hefur maður nokkurn veginn misst áhugann. Sagan hefst á því að lög- fræðingur fremur sjálfsmorð í Las Vegas með því að rífa upp á sér brjóstholið. Um sama leyti lætur lífið kona að nafni Maura Allan án sýni- legrar ástæðu. Og lögreglumann á eftirlaunum, Bill Fogarty að nafni, tekur að dreyma hræðilega drauma um stóran fugl, sem boðar ekkert gott enda einskonar líkamningur Justin Gabriels. Smátt og smátt hrakar verulega geðheilsu Bills og hann er settur á geðsjúkrahús þar sem eina ráð læknanna er að senda rafboð í gegnum hausinn á honum. Ráðgátur? En á meðan á því öllu saman stendur tekur gamall félagi Bills tii sinna ráða. Líklega má segja að hann sé aðalpersóna sögunnar en hann er réttarlæknir að nafni Jósef Tanaka. Honum tekst að tengja ástand vinar síns við lát hinna tveggja og þau þrjú við tukthúslim- inn Gabriel. Öll komu þau við sögu þegar hann var settur inn og nú þegar hann á að koma fram fyrir náðunarnefnd hefur hann notað hugarorku sína til þess að losna við óþægileg vitni. Og ekki líður á löngu áður en draumfarir Tanaka verða allt annað en sléttar. Eins og gefið hefur verið í skyn hér að ofan er margt heldur ótrú- verðugt í sögunni, sem varla er hægt að segja að hún sé fyrir hina jarðbundnu. Auk þess er skratta- kollurinn Gabriel ekki nægilega áhugaverð og margbrotin persóna til þess að frá honum stafi þessi mikla hætta og ofsalega greind, sem þó alltaf er verið að lýsa. Aðrar per- sónur gera í raun lítið fyrir söguna. Hún hentar kannski sem einn þátt- ur af Ráðgátum. Ekki mikið meira en það. Arnaldur Indriðason PortúgalllVlallorca. á Sol Doiro I á Pil Lari Playa J 30.31. mars, 12 dagar 43.065 á mann, 4 saman í íbúð 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára 56.600 kr* kr. 11.22. april, 10 nætur 12. april,9nætur 47.700kr* 21. april 28 l.maí, 25nætur 65.200kr* *Miðað við 2 saman í stúdíóíbúð. Innifalið er flug, gisting ferð til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallagjöld 31. mars, 12dagar 37.1 45Lr á mann,4saman í íbúð 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára 48.680kr* 12april, 12 nætur 14. maí, 10 nætur 43.480kr. 24. april, 20 nætur 54.280kr* FERÐIR KainarM á Aloe 22. og 29. mars, 2 vikur 58.975kr á mann, 4saman í íbúð 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára 76.61 Okr* 5. april, 7 nætur 54.3 lOkr* TilLBOÐ, 2 vikur 15. og 22. feb. og 1. mars 58.900kr.* ...Þú veist hvar þú gistir 1 viku fyrir brottför Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími: 568 2277 • Fax: 568 2274 Umboðsmenn Sauðárkrókur Akureyri: Selfoss: Plúsferða Skagafriðingabraut 21 Sími 453 6262 Ráðhústorg 3 Suðurgarður hf„ Austurvegi 22 Sími 462 5000 Simi 482 1666 Akranes Grindavík: Vestmannaeyjar: Keflavík: Pésinn, Stillholti 18 Flakkarinn, Víkurbraut 27 Eyjabúð, Strandvagi 60 Hafnargötu 15 | S: 431 4222/431 2261 Sími 426 8060 Simi 481 1450 Sími 421 1353
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.