Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ _ Morgunblaðið/Þorkell TVIBURASYSTURNAR Rakel Yrr, í svartri peysu, og Ragnheiður Sara. „Eitt sinn gekk það svo langt að við gáfura hvor annarri alveg eins peysu í afmælisgjöf." Handa systur minni Tvíburasysturnar Ragnheiður Sara og Rakel Yrr Valdimarsdætur urðu stúdentar fyrir síðustu jól. Það er ekki óvanalegt að eineggja tvíburar séu samstiga í námi, en þegar annar beirra er heyrnarlaus en hinn heyrandi telst það til nokkurra tíðinda. Kristín Marja Baldursdóttir ræddi við tvíburana og móður þeirra um fyrstu árin, skólagöngu og framtíðina. AGNHEIÐUR Sara er fyrsti heymarlausi stúdentinn sem útskrifast frá Menntaskólanum í Hamrahlíð með táknmál sem fyrsta mál. Hún segist raunar eiga tvö móðurmál. „Eg skrifa á íslensku en tjái mig á táknmáli." Einn heymarskertur stúdent hef- ur áður útskrifast frá MH, árið 1995, en þá með íslenskuna sem móðurmál, og núna stunda tólf heymarlausir nemendur þar nám. Það er ekki átakalaust fyrir heyr- andi nemanda að taka stúdentspróf, hvað þá fyrir þann sem heyrir ekki. Þegar Ragnheiður Sara er spurð hverju eða hverjum megi þakka góðan árangur nefnir hún tyennt: Metnað, og baráttustarf Ágústu Gunnarsdóttur, kennara í MH. „Það var markmið mitt að fá góða mennt- un svo ég fengi síðar gott starf. Og ég á Ágústu mikið að þakka. Hún hefur frá upphafí barist fyrir náms- braut heymarlausra við skólann." Ljóðin erflðust En flestar sögur byrja í heima- húsum. Ragnheiður Sara og Rakel Yrr em dætur og fyrstu börn hjón- anna Unnar Miiller Bjarnason full- trúa og Valdimars Bjamasonar lag- erstjóra. Þær em eineggja og fædd- ust í janúar 1976, sex til átta vikum fyrir tímann. Rakel Yrr var sjö merkur en Ragnheiður Sara fjórar merkur. Sú síðarnefnda missti heymina vegna lyfjameðferðar meðan hún var á spítalanum fyi-stu vikur ævinnar. Þær systur ólust upp hjá foreldr- um sínum í Kópavogi. Þegar þær vom á fímmta ári eignuðust þær bróður, en hann lést eftir veikindi aðeins nítján mánaða gamall. Fjög- urra ára gamlar fóm þær báðar í Heyrnleysingjaskólann og lærðu táknmál, en þegar þær vora sex ára skildi leiðir að nokkm leyti. Ragn- heiður Sara hélt áfram námi í Heyrnleysingjaskólanum og lauk þaðan samræmdu prófí en Rakel Yrr fór í grunnskóla í Kópavogi. En vegna óska foreldra stundaði Ragn- heiður Sara einnig nám í almennum grunnskóla með systur sinni. Fyrst í Kársnesskóla og síðan í Digra- nesskóla. Ragnheiður Sara hóf síðan nám í MH en Rakel Ýrr í MK. Eftir fyrsta veturinn flutti Rakel Ýrr sig yfír í MH og útskrifuðust systurnar sam- an fyrir síðustu jól. Námið tók þær báðar sex ár, og fóru þær báðar á sínum hraða í náminu því að Rakel Ýrr heltist um tíma úr lestinni vegna kennaraverkfalls. „Það var fyrir tilviljun að við út- skrifuðumst saman,“ segir Rakel Ýrr. „Þegar við fóram að bera sam- an bækur okkar í sumar sem leið sáum við að líklega gætum við hald- ið sameiginlega stúdentsveislu.“ Útskriftin var stór stund fyrir þær systur, og ekki síður fyrir for- eldra þeirra sem höfðu alla tíð hvatt þær jafnt, og var mikið klappað þegar Ragnheiður Sara tók við skír- teini sínu. „Það var mjög ánægjuleg stund,“ segir hún. „Þetta vora skemmtileg ár í MH, en námið tók langan tíma og kostað mikla baráttu." Þegar Ragnheiður Sara er beðin að lýsa námi sínu í menntaskólanum í stuttu máli segist hún hafa setið í tímum með heyrandi nemendum nema í þrem fyrstu áföngum í tákn- máli, íslensku, dönsku, ensku og tjáningu. „Heyi’narlausir fá hins vegar stuðningstíma, og hafa túlk sér til aðstoðar í öllum tímum. I venjulegri kennslustund fer námið fram með þeim hætti, að við höfum bókina opna fyrir framan okkur og fylgjumst með túlkinum, og síðan biðjum við einhvern samviskusam- an nemanda að gefa okkur ljósrit af glósum sínum.“ Uppáhaldsfögin segir hún hafa verið mörg, jarðfræði, liffræðþ félagsfræði, sálfræði og ensku. „I ensku föram við aðra leið en þeir sem heyrandi era og leggjum mesta áherslu á ritun og lesskilning. Við vorum til að mynda með bandarísk- an kennara sem kenndi okkur mikið í gegnum Netið.“ En hvaða fög fannst henni þá erf- iðust? „Islenskan og stærðfræðin," seg- ir hún. „Ég hef aldrei verið góð í stærðfræði. En það má segja að ljóðatímarnir hafí verið erfiðastir. Heyrandi nemendur hlusta á ljóð frá bamsaldri og kunna þau mörg. Þeir eiga auðveldara með að skilja þau og túlka. Ég hins vegar hafði ekki þennan grunn og skildi því ekki ljóðin." Það má þó skjóta því hér inn að samkvæmt prófskírteini stóð Ragn- heiður Sara sig með prýði í íslensku sem og öðram fögum. Sami smekkurinn Tvíburasystumar er báðar famar að heiman og hafa stofnað heimili með unnustum sínum. Ragnheiður Sara hefur þó ekki farið mjög langt frá foreldrahúsum, hún býr nánast í næsta húsi við, og þar spjöllum við saman ásamt tvíburasystur hennar, móður og túlki. Unnusti Ragnheið- ar Söru, Þröstur Friðþjófsson, framkvæmdastjóri íþróttafélags heymarlausra, hefur sig hins vegar lítið í frammi í þessum kvennafansi, enda upptekinn við tölvustörf. Hann hafði ekki þurft að leita langt þegar hann fann unnustuna á sinum tíma, þau bjuggu árum saman í sömu götu. Náin kynni tókust þó fyrst með þeim fyrir sjö áram í Félags- heimili heymarlausra. Ragnheiður Sara segir að tvíburasystir hennar hafi oft túlkað íyrir hana, en ekki aðstoðað hana beinlínis við námið. Þegar hún lítur yfir farinn veg og skólagönguna segir hún að unglingsárin hafí verið erfíðust. „Líklega var erfiðast að lifa þegar ég var á þrettánda árinu. Það var tekið mjög vel á móti mér í Digra- nesskóla og þar eignaðist ég síðar vinkonur sem lærðu táknmál. En til að geta fylgst með varð ég alltaf að biðja systur mína að segja mér hvað krakkamir voru að tala um. Á þess- um tíma var ég líka fremur ósátt við þá kennslu sem ég fékk í Heyrn- leysingjaskólanum. Tveir kennarar þar lögðu sig þó mikið fram við að kenna mér og ég er þeim þakklát fyrir þann stuðning." Ragnheiður Sara segist ekki minnast þess að hafa orðið fyrir aðkasti skólafélaga sinna í Digra- nesskóla. „Kennararnir útskýrðu fyrir nemendum heyrnarleysi mitt og þeir sýndu því flestir skilning." Rakel Ýrr tekur undir það en segir að stundum þegar þær voru yngri hafí hún þurft að verja systur sína þegar krakkarnir vora að stríða henni vegna heyrnartækj- anna sem hún bar. Það hafi hún tekið nærri sér. Samkomulagið milli þeirra systra hafí hins vegar alltaf verið gott. „Við rifumst mikið á unglingsár- unum eins og flest systkini gera,“ segir Rakel Yrr, „en höfum lítið rif- ist núna seinni árin. Það var oft ríg- ur á milli okkar hér áður fyrr vegna þess að hún var heymarlaus og ég heyrandi. Systur minni fannst það óréttlátt því við vorum eineggja tvíburar. Hún hélt því líka fram að ég mundi eiga auðveldara með að fá háar einkunnir en nú hefur hún hins vegar sýnt og sannað að háar ein- kunnir hafa ekkert með heyrnina að gera. En þegar við voram börn var mér mikið í mun að við fengjum allt jafnt og ég gætti þess sérstaklega að okkur yrði ekki mismunað. Ef ein- hver gaf mér sælgæti til dæmis var alltaf viðkvæðið hjá mér: Má ég líka fá handa systur rninni?" Þegar þær systur rifust „í gamla daga“ var það að sjálfsögðu gert á táknmáli. Ragnheiður Sara segir að því miður hafi táknmálið ekki reynst vel á slíkum stundum og því í flestum tilvikum verið gripið til handafls. „I nokkram tilvikum reynist táknmálið þó betur en hið talaða mál, eins og til að mynda þegar heyrnarlaush’ eru staddir hvor í sinni bifreið á rauðu ljósi. Þá er hægt að spjalla saman meðan beðið er.“ Eins og títt er um eineggja tvíbura hefur smekkur þeirra oft verið skemmtilega líkur. Móðir þeirra segist minnast þess þegar þær ætluðu eitt sinn út að skemmta sér. „Þær hurfu hvor inn í sitt her- bergið til að búa sig og komu svo að góðri stundu liðinni út aftur nákvæmlega eins klæddar.“ Rakel Yrr man eftir öðru atviki: „Eitt sinn gekk það svo langt að við gáfum hvor annarri alveg eins peysu í afmælisgjöf. En þótt smekkur okkar geti verið líkur þá eru áhugamálin ekki öll þau sömu, eins og sést kannski best á þeirri námsbraut sem við völdum. Ég var á nýmálabraut en hún á sálfræði- braut.“ Ragnheiður Sai’a segir að fólk hafí stundum tekið feil á þeim systr- um. „Systh’ mín var eitt sinn að vinna á Hard Rock og þá fengu nú sumir áfall. Hvernig getur hún heyrnarlaus unnið þarna? spurðu menn sig. Við Rakel Ýrr höfum líka mjög svipaðan tónlistarsmekk og sitjum oft saman og hlustum á tón- list. Ég spila tónlist til að finna titr- inginn og þegar við erum til dæmis með boð stillum við „græjurnar" hátt.“ Kennir táknmál Góð hljómflutningstæki eru aðeins hluti af þeim tækjabúnaði á heimilinu sem gerir lífíð aðeins auðveldara. Ragnheiður Sara notar tölvupóstinn mikið, er með texta- síma og notfærir sér að sjálfsögðu textasímaþjónustuna. Og á næst- unni ætlar hún að fá sér blikkljós og tilheyrandi hjálpartæki, en þau gera henni til dæmis viðvart þegar síminn eða dyrabjallan hringja. „Öll hjálpartæki fyrir heymar- lausa era óhemjudýr og því fínnst mér að örorkubætur ættu ekki að skerðast þótt menn reyni að bjarga sér sjálfir að einhverju leyti með vinnu. Heyrnarlausir eiga oft erfitt með að fá störf, einkum þau sem byggjast mikið á samskiptum við fólk. Þó að margt hafi breyst til batnaðar í málefnum heymarlausra síðustu árin má gera betur. Fleiri heyrnarlausir þurfa að fá góða menntun, það þyrfti að vera meira framboð á hjálpartækjum og tækj- um til samskipta, og túlkaþjónusta þyrfti að vera betri. Mér finnst að auki vanta textun á íslenskt efni í sjónvarpinu. Það nægir ekki að texta aðeins áramótaávarpið og áramótaskaupið.“ Námið í MH er að baki og þær systur eru báðar komnar í fast starf. Ragnheiður Sara vinnur hálf- an daginn á leikskólanum Sólborg, þar sem hún kennir börnum sem eiga heymarlaus systkin táknmál, og Rakel Ýrr er aðstoðarverslunar- stjóri tískuverslunarinnar Oasis. En hverjar era framtíðaráætlanh’ þeirra systra? „Ég hef hugsað mér að starfa áfram í Oasis í náinni framtíð en síðar meir langar mig að fara í tölvunám. Mig gi’unar að það nám bjóði upp á marga starfsmögu- leika,“ segir Rakel Ýrr. Systir hennar hyggur hins vegar á kennaranám. „Markmið mitt hef- ur verið að fara í Kennaraháskól- ann, en ég hef ekki gert það upp við mig hvort ég vil gerast leikskóla- kennari eða grunnskólakennai’i. Ég mun gefa mér nægan tíma til að ígrunda það, enda hef ég um annað að hugsa næstu mánuðina, því við Þröstur eigum von á barni á sumri komandi." Og nú er öldin önnur, því Ragnheiður Sara mun hafa túlk með sér í mæðraskoðun, þegar hún fer í sónar, og þegar að sjálfri fæðingunni kemur. Og það er næsta víst að barn hennar mun hafa tvö móðurmál og líklega tala fallegt táknmál. Ragnheiður Sara segir að menn tali það nefnilega misvel, ekki síður en íslenskuna. „Ef ég talaði núna táknmál blandað íslensku mundi túlkurinn alls ekki skilja mig. Táknmálið á að vera hreint og það er alls ekki sama hvernig það er talað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.