Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ „Okkur sýnist þetta vera í fyrsta skiptið í ein sex eða sjö ár sem deildin í Breiðdal verður réttu meg- in við núllið.“ skipulagðar voru í jólamánuðinum. Einn daginn var kveikt á jólatrénu með söng og harmonikkuspili, aðra daga voru tilboð á ýmsum vörum og kynningar og þegai- nær dró jólum kom jólasveinn í heimsókn. Dag- skráin vakti mikla lukku meðal bæj- arbúa og verslun gekk mun betur en Sif og Ingibjörg höfðu átt von á. Þær urðu varar við að fólk hefði þegar farið til Egilsstaða eða Reykjavíkur að versla en endaði svo með að kaupa jólagjafírnar í kaup- félaginu. Unnið eftir tilfinningn Vinnan hófst í nóvember fyrir rúmu ári. Strax og þær tóku við fór verslun að aukast. „Þótt vel hafi gengið frá því að við tókum við úti- búinu viljum við alls ekki gera lítið úr þeim sem áður ráku kaupfélagið. Eg held að skýringuna á velgengn- inni sé fremur að fínna í því að fólk er farið að versla meira í heima- byggð en áður og þá á kostnað Egilsstaða, fremur en að hér sé bein samkeppni á milli þein-a tveggja verslana sem eni hér á Breiðdalsvík,“ segir Sif. Aðspurðar hvemig þær fari að því að halda stöðugri aukningu þakka þær markmiðunum sem þær setja sér. „Við setjum okkur mark- mið fyrir hvem mánuð. Síðan ger- um við það sem þarf til að ná þeim,“ segja þær og bæta við að þær vinni að mestu eftir tilfinningu. Þær fikri sig áfram með það sem gengur vel og leggi mikla vinnu í það sem þær gera. Afgreiðslutími kaupfélagsins er frá kl. 10 til 18 virka daga, og 10 til 13 á laugardögum, þótt oftast sé hægt að ná tali af þeim stöllum í húsakynnum kaupfélagsins langt fram yfir þann tíma. Ánægja með útibúið á Breiðdal Friðrik Karlsson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Stöðfirðinga segir stjóm kaupfélagsins vera mjög ánægða með þann árangur sem náðst hefur undanfarið í útibúinu á Breiðdalsvík. „Okkur sýnist þetta vera í fyrsta skiptið í ein sex eða sjö ár sem deildin í Breiðdal verður réttu megin við núllið,“ segir Frið- rik, sem sjálfur tók við stöðu kaup- félagsstjóra fvrir ári. Kaupfélag Stöðfirðinga var stofn- að árið 1931, bæði í Breiðdalsvík og á Stöðvarfirði. Friðrik segir rekstur þess hafa verið sveiflukenndan í gegnum tíðina, eins og gengur og gerist með flest kaupfélög. Hins vegar hafi verið misjafnt hvort reksturinn væri meiri á Stöðvarfirði eða Breiðdal. „Hér á ámm áður sá kaupfélagið í Breiðdalsvík um sláturhúsið og átti stóran hlut í frystihúsi þar, svo á tímabili var reksturinn á Breiðdal töluvert umfangsmeiri en á Stöðv- arfirði. Síðar varð reksturinn meiri á Stöðvarfirði og svona hefur þetta gengið upp og niður í gengum árin. Upp úr 1990 var opnuð önnur versl- un í Breiðdalsvík sem sennilega hef- ur haft sitt að segja með gengi deildarinnar þar, sem við þykjumst vera að vinna smám saman til baka núna. Undanfarin ár hefur skiptingin á heildarveltunni verið 60% á Stöðv- arfirði og 40% í Breiðdalsvík. En það er heldur að draga saman með verslununum núna með þessum ár- angri á síðasta ári hjá þeim,“ segir Friðrik. Kaupfélag Stöðfirðinga á stóraf- mæli eftir tvö ár og segir Friðrik að haldið verði upp á þann áfanga með viðamiklum hætti. INGIBJÖRG Jónsdóttir og Sif Hauksdóttir hafa rekið útibú Kaupfélags Stöðvarfjarðar síðan í nóvember 1997. Verslun þar hefur aukist mikið á þessum tíma. ALLT FRÁ TÍTUPRJÓN- UM UPP í TRAKTORA Eftir Rögnu Söru Jónsdóttur ÞRÁTT fyrir að slæmar fréttir hafi borist undan- farin misseri af atvinnuá- standi sjávarútvegs á Breiðdalsvík og ekki sé 100% tryggt með framhald fiskvinnslu þar, hefur uppbygging og uppsveifla átt sér stað á öðrum sviðum samfélagsins. Útibú Kaupfélags Stöðfirðinga hef- ur gengið með eindæmum vel sl. 14 mánuði og má það þakka krafti og elju tveggja ungra kvenna. 23% veltuaukning varð í rekstrinum milli áranna 1997 og 1998 og var nýliðið ár jafnframt það íyrsta í langan tíma sem afkoma verslunarinnar var jákvæð. í nóvember 1997 tóku Sif Hauks- dóttir og Ingibjörg Jónsdóttir við rekstri verslunar Kaupfélags Stöð- firðinga á Breiðdalsvík og síðan hef- ur verslun þar aukist stöðugt. Nán- ast undantekningalaust hefur orðið aukning frá mánuði til mánaðar þegar litið er á árin 1997 og 1998. 35% aukning varð til dæmis á milli desember 1997 og desember 1998 og einnig hafði orðið aukning frá því í desember 1996. Þær Ingibjörg og Sif buðu sig fram til að taka við rekstri verslun- arinnar eftir að komið hafði til tals að loka henni vegna slæmrar af- komu. Undanfarin ár hafði verslun- in verið rekin án hagnaðar en ákveðið var að reyna að breyta því. Eins og stendur starfa þar bæði Sif og Ingibjörg auk þriðja starfs- manns sem er í hálfu starfi. Takmarkið að auka verslun í heimabyggð Það hefur aldrei verið álitið auð- velt verk að breyta tapi í gróða og standast jafnframt samkeppni við mun stærri og öflugri fyrirtæki annars staðar á landinu. En þær stöllur hófu rekstrinn fullar bjart- sýni og elju og fyrstu mánuðina var unnið hátt í 19 tíma á sólarhring. Þær helltu sér í slaginn líkt og þær tækju þátt í verðstríði stórmarkað- anna í Reykjavík. Áhersla var lögð á vöruúrval og lágt vöruverð auk þess sem farið var af stað með alls kyns uppákomur og kynningar. Markmiðið var sett hátt. Tak- þetta nú allt saman,“ segir Ingi- björg. Að auki gera þær samninga um að fá að skila vörum ef þær seljast ekki. „Ein ástæðan fyrir því að við náum að bjóða fjölbreytt vöruúrval er að við semjum um að fá að skila pöntun ef hún selst ekki. Við pönt- um inn mikið af vörum og ef þær seljast illa megum við skila þeim. Þetta á sérstaklega við um gjafa- vöru. Núna fýrir jólin gerðum við mikið af þessu svo hér var mikið framboð af gjafavöru og annarri vöru. Ibúarnir kunnu að meta þetta og versluðu í heimabyggð fyrir jól- in. Það seldist nánast allt upp hjá okkur og fólk verslaði hér fremur en að fara til Egilsstaða eða Reykjavíkur. En það er staðreynd að gjafavara hér er á lægra verði hjá okkur en til dæmis í ýmsum sér- verslunum í Reykjavík,“ segir Ingi- björg. Hátíðardagskrá fyrir jólin Auk þess að bjóða lágt vöruverð og gott vöruúrval leggja Ingibjörg og Sif mikið upp úr því að skapa notalegt andrúmsloft. í versluninni er spiluð tónlist, þar er heitt kaffi á könnunni og vinsamleg þjónusta. Og eins og gengur og gerist í kaup- félögum um allt land sest fólk niður, fær sér kaffi og spjallar saman. Einnig hafa þær verið með ýmsar kynningar og uppákomur. „Við höfum verið með kynningar á ýmsum vörutegundum, boðið fólki að smakka og verið með til- boð. Fyrir jólin vorum við svo með lukkupott þar sem mjög vegleg matarkarfa með allt til jólahaldsins var í vinning. Allir sem versluðu fyrir 5.000 krónur eða meira merktu sér strimil og settu í pott- inn, og skömmu fyrir jól var vinn- ingshafinn dreginn út. Þetta heppnaðist mjög vel og mikið um að fólk væri að koma hingað vegna þess að eitthvað sérstakt væri að gerast,“ segir Sif. Verslun í desembermánuði gekk einstaklega vel, enda mikið í það lagt að gera hana spennandi. í byrj- un mánaðarins vai- jóladagatal kaupfélagsins gefið út og því dreift á öll heimili. I því var dagskrá yfir uppákomur og skemmtanir sem VIÐSKIPn AIVINNULIF ÁSUNNUDEGI ► Ingibjörg Jónsdöttir er fædd 1. nóvember 1961 á MælivöIIum á Jökuldal. Hún Iauk gagnfræðaprófi frá Eiðum og vann lengi við þjónustustörf á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík og við físk- vinnslu á Breiðdalsvík og víðar. Ingibjörg er gift Róbert Aðal- steinssyni og eiga þau íjögur börn. ► Sif Hauksdóttir er fædd 11. mars 1960 í Kópavogi. Hún lauk verslunarprófi árið 1981 og tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1990. Sif hefur lengi starfað við skrifstofustörf, m.a. hjá frystihúsinu á Breiðdalsvík. Sif er gift Gísla Karlssyni og eiga þau þrjú börn. KAUPFÉLAG Stöðfirðinga á Breiðdalsvík er ekki ýkja stórt en und- anfarið hefur verið boðið upp á fjölbreytt vöruúrval og svipað vöru- verð og verslanir höfuðborgarsvæðisins og Egilsstaða. markið var að auka verslun í heima- byggð meðal íbúa á Breiðdalsvík. Þær könnuðu vöruverð í nágranna- byggðum, og í stærri byggðakjörn- um eins og á Egilsstöðum og í Reykjavík og ákváðu að standast þá samkeppni hvað vöruverð og vöru- úrval varðaði. Og í dag er vöruúr- valið ótakmarkað og verðið svipað og í Reykjavík. „Hjá okkur getur þú keypt allt frá títuprjónum og upp í húsgögn. Við leggjum okkur fram við að veita góða þjónustu og pöntum allt sem viðskiptavinina kann að vanta. Við höfum til dæmis afgreitt gám af sementi, ísskáp, sjónvarp, sófa og svo ótal margt fleira. Hér áttu að geta fengið allt sem þig vantar, á sama verði og í bænum,“ segir Sif. Gjafavara ódýrari en í ýmsum sérverslunum í Reykjavík „Við höfum getað boðið fólki upp á sama vöruverð og í bænum, bæði á gjafavöru og öðrum varningi þar sem við höfum gert hagstæða samn- inga við heildsölur. Annaðhvort reynum við að fá magnafslátt eða frían flutning austur. Þannig hefst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.