Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir í erindi Varar við einkavæð- ingu heilbrigðisgeirans ÓLAFUR Ólafsson fyrrverandi landlæknir varaði við einkavæð- ingu heilbrigðisgeirans í lokaerindi á fagráð- stefnu Læknafélags ís- lands á Hótel Loftleið- um á föstudag. Sagði hann jafnframt að framtíð __ heilbrigðis- geirans á Islandi væri björt, ef nægilegt fjár- magn væri fyrir hendi. „Arangur okkar hér á landi í baráttu við helstu sjúkdóma hefur verið mjög góður. Við eigum vel menntað fólk í heilbrigðisgeiranum og ef fjár- mögnun verður viðunandi þurfum við engu að kvíða varðandi framtíð- ina,“ sagði Ólafur í erindi sínu, Heilsufar um aldamót. Ólafur segir að hvort sem litið sé á árangur í baráttu við hjarta- og æðasjúkdóma eða slys, þá hafí náðst mjög góð- ur árangur. Segir hann að þegar tengsl félags- legra og efnahagslegra þátta við heilsufar séu skoðaðir komi nokkrir óvæntir hlutir í ljós. Ævi íslendinga hef- ur lengst verulega „Ævilengd kvenna hefur hefur síðustu 30 ár lengst um 4 ár að meðaltali, en ævilengd karla á sama tímabili hefur lengst um 5,5 ár. Það sem er athyglis- vert er hins vegar að ævilengd kvenna síðustu 20 ár hefur sáralítið lengst, en hins vegar hefur ævi- lengd karla á því tímabili lengst mjög mikið,“ segir Ólafur. Segir hann skýringuna á þessum mun ekki ljósa og fara þurfi fram rann- sóknir til að nálgast áreiðanleg svör. „Hins vegar má ætla að mikil lenging á vinnutíma kvenna, aukin tíðni streitu meðal þeirra og aukin líkamsfíta hafí þar áhrif á. En þetta þarf að skoða sérstaklega," segir Ólafur. Hann bendir á að þótt ein besta heilbrigðisþjónusta í heiminum sé á íslandi, samkvæmt alþjóðlegum at- hugunum, sé ýmislegt hægt að bæta. „Biðlistar eru of langir og í fyrsta skipti í langan tíma höfum við fjölda fólks sem kveðst ekki hafa efni á að leita til læknis. Eg vara því við tillögum um einkavæðingu í heil- brigðisþjónustunni. I þeim löndum sem heilbrigðisþjónusta er einka- vædd, er hún dýrari. Það hefur komið skýrt fram í tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Þjónustan verður dýi'ari við einka- væðingu auk þess sem ýmsir hópar verða útundan.“ Ólafur Ólafsson Tveir fslendingar á leið til Kosovo TVEIR Islendingar munu á næstu vikum fara til starfa í Kosovo í Serbíu á vegum Öryggis- og samvinnustofnun- ar Evrópu. Urður Gunnarsdóttir blaða- maður mun starfa í bænum Mitrovica sem blaðafulltrúi ÖSE en auk hennar er áform- að að hjúkrunrfræðingur fari til starfa í héraðshöfuðborg- inni Pristina. íslendingarnir munu starfa í Kosovo í hálft ár en þegar er á níunda hundrað starfs- manna á vegum ÖSE í Kosovo. Kosningaskrifstofa Hafnarstræti 20, 3. hæð v/Lækjartorg símar 562 4116, 562 4117, 562 4118, netf. aths@ismennt.is HEFÖR ÞU EKKI 5GLEGA FENGIÐ BLÁU SENDINGUNA? Greiddu 2% viðbótariðgjald af launum þínum í Frjálsa lífeyrissjóðinn, elsta og stœrsta séreignarlífeyrissjóð landsins Það er einfalt að hefja sparnað í Frjálsa Iffeyrissjóðnum. Veldu þér leið. 1. Þú sendir svarseðil bláa bréfsins sem þú fékkst i pósti. 2. Þú hringir í síma 540 5000. 3. Þú notar Internetið WWW. fjarvangur.is. 4. Þú ferð í Fjárvang Laugavegi 170, eða næsta útibú VÍS. FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN - tilaðnjóta Uj'sins Frjálsi lífeyrissjóöurinn er í vörslu Fjárvangs hf. SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 85 , Viðræður við Icegold um afnot af Skjaldarvík BÆJARRAÐ Akureyrar hefur heimilað bæjarstjóra að ganga til áframhaldandi viðræðna við fyrir- tækið Icegold um afnot húseigna í Skjaldarvík. Icegold er fyrirtæki sem sérhæf- ir sig í viðskiptum á Netinu og hafa forsvarsmenn þess verið að leita að hentugu húsnæði á Eyjafjarðar- svæðinu undir starfsemi sína. St- arfsemi Skjaldarvíkur, þar sem rekið var dvalarheimili aldraðra, var flutt í Kjamalund við Kjama- skóg í lok síðasta árs, þannig að húsnæðið er autt og ónotað. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar sagði að forsvarsmenn Icegold ^ hefðu stofnað fyrirtæki sitt á íslandi því þar vildu þeir starfa m.a. til að vera nær Evrópumarkaðnum, en fyrirtækið er í eigu Banda- ríkjamanna. Leist þeim, að sögn Sigurðar, vel á Eyjafjarðarsvæð- ið og hefur bæjarráð lýst yfir vilja til að lána fyrirtækinu hús- næði í Skjaldarvík endurgjalds- laust í ákveðinn tíma gegn því að Icegold standi straum af kostn- aði við rekstur þess. Samfylking jafnaöarmanna verður að auka fylgi sitt meðal ungs fólks. Magnús Árna í 3. sætið! Setjum fulltrúa ungu kynslóðarinnar í öruagt þingsæti í prófkjöri Samfyikingarinnar í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.