Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN TIL VARNAR BÓKAMARKAÐI UM NOKKURT skeið hefur mátt sjá harða gagnrýni á bóka- markaðinn og lögmál hans í bók- menntaskrifum Morgunblaðsins; nú síðast (5/1 99) voru íslensku bók- menntaverðlaunin sögð ómarktæk vegna þess að öll framkvæmd þeirra bæri „þess merki að útgef- endur hafa fyrst og fremst stofnað til þeirra í markaðssetningar- og auglýsingaskyni". Greinin er eftir Þröst Helgason, en hann hefur stundum skrifað glöggar athuga- semdir um skáldskap í blaðið á und- anförum árum. Þröstur er sá höf- undur blaðsins sem hefur gengið lengst í gagnrýni sinni á bókamark- aðinn, og telur hann að markaðs- sjónarmiðin séu að vinna bók- menntasköpuninni mikið tjón, „og eru raunar langt komin með að gera bókmenntimar að kennimarka- lausri flatneskju" (Um bókmenntir og markað, Mbl. 19/8 1998). Nú er það morgunljóst að bóka- útgáfu er einsog annairi markaðs- starfsemi gagnrýnið aðhald bráð- nauðsynlegt, og er fráleitt að kveinka sér undan því. Ennfremur hlýtur það að vera hlutverk fjöl- miðla í þeirri umfjöllun að hafa hagsmuni höfunda og neytenda að leiðarljósi. En vandinn við gagnrýni einsog þá sem hér er vitnað til er að hún er alltof almenn til að gagnast nokkrum þeim sem starfar á bóka- markaði. Stundum fínnst mér einsog alhæfíngarnar beri sannleik- ann hreinlega ofurliði. Tökum önn- ur dæmi úr sömu grein: „Fagur- fræði markaðarins ræður því hvað er lesið og hvað ekki og hún spyr ekki að hugmyndalegum eða list- rænum átökum heldur að söluvæn- legri ásjónu. í kapphlaupi um kaup- endur skiptir bros rithöfunda meira máli en bókmenntagáfa þeirra.“ Leyfist mér að spyrja: Er hægt að segja þetta í fullri alvöru um ís- lenskan bókamarkað? Og hverjir eru það þá sem hafa farið með sigur af hólmi í kapphlaupinu, hæfileika- snauðir en með undursamlegt bros, meðan aðrir sitja, greinilega í afar bókstaflegum skilningi, eftir með súrt eplið og fullan mal hæfileika? Mér sýnist raunar sannleikurinn í þessu máli annar: Þegar fagurbók- menntir eru annars vegar er ein- faldlega ekkert samband milli sölu og gæða, hvorki til né frá. Það er jafn fráleitt að telja að þær bækur einar séu góðar sem seljast einsog hitt, að telja að einungis fullkomin listræn flatneskja eigi uppá pallborð markað- arins. Sala og gæði eru tveir ólíkir mælikvarð- ar, sem stundum eiga samleið, stundum ekki. Hið eina sem hægt er að fullyrða í þessum efnum er að góðar bók- menntir eru líklegri til að lifa lengur, og rata um síðir til sinna, án þess að nein trygging sé fyrir því. Þröstur segir enn- fremur í grein sinni: „Undir þessu ofríki markaðarins vei'ður skírskotun bókmennt- anna annarleg. Það er eins og þær tali út úr eyðu, ein- hverju hugmyndalegu tómi en hafi ekkert að markmiði nema sjálfar sig. Viðmiðin eru ætíð aðrar afurðir Hið eina sem hægt er að fullyrða í þessum efnum er að góðar bókmenntir eru lík- legri, segir Halldór Guðmundsson, til að lifa lengur, og rata um síðir til sinna, án þess að nein trygging sé fyrir því. markaðarins. Öll sérkenni skírskota þangað en Iistrænn og hugmynda- legur frumleiki em tabú.“ Eg er reyndar ekki alveg viss um að ég skilji fyrri hluta þessarar efnis- greinar, frekar en ég er viss um hvort það sé alslæmt að sumar bók- menntir hafí ekki annað markmið en sjálfar sig. En í seinni málsgrein- inni eru staðreyndimar aftur rotað- ar með sleggju alhæfingarinnar. Ef við lítum á tíu söluhæstu skáldsögur síðustu jólavertíðar hér, skv. lista Félagsvísindastofnunar, eiga eftir- taldir íslenskir höfundar þar verk: Þórarinn Eldjárn, Einar Kárason, Guðbergur Bergsson, Huldar Breiðfjörð, Björn Th. Bjömsson og Thor Vilhjálmsson. Er virkilega hægt að fullyrða að þessir höfundar hafi bannfært listræn- an og hugmyndalegan framleika úr verkum sínum? Af því ívitnuð gi-ein Þrastar er skrif- uð fyrir núverandi ver- tíð má nefna nöfn nokkurra þeirra höf- unda sem hafa átt sölu- hæstu skáldsögur und- anfarin ár: Vigdís Grímsdóttir, Ólafur Jó- hann Ólafsson, Guð- mundur Andri Thors- son, Steinunn Sigurð- ardóttir, Einar Már Guðmundsson. Er þetta allt hæfileika- snautt fólk sem ekki tekur starf sitt alvar- lega en brosir þeim mun breiðar? Mér er vel Ijóst að í það minnsta jafn margir góðir höfundar hafa á sama tíma ekki átt jafn miklu sölu- gengi að fagna (þótt reyndar sé til eitthvað sem heitir góð sala, án þess að vera metsala). Rétt einsog mark- aðsgengi þeirra höfunda sem hér eru nefndir hefur verið æði mis- jafnt. En ályktunin sem ég vil draga af þessu er einfaldlega sú að ís- lenskur bókamarkaður hefur ekki bannfært listrænan metnað, úthýst öllum frumleika, gert allt einsleitt og tekið ásjónu höfunda fram yfir hæfileika þeirra, svo vitnað sé til greinar Þrastar. í mestum auglýs- ingalátum jólavertíðar getur auðvit- að verið að útgefendur óski sér stundum að svo væri, og kann að vera að hættan sé fyrir hendi, en af- raksturinn talar öðra máli. Hvað sem öllum ágöllum líður tel ég að fjölbreytni íslensks bókamarkaðar sé ótrúlega mikil, og erlendum starfsfélögum okkar undrunarefni. Grunnþættimir í gagnrýninni á íslenskan bókamarkað eru ekki ný- ir. Ekki leist Gesti Pálssyni á sköp- unarmátt íslenskra höfunda í fyrir- lestri sínum um Lífið í Reykjavík (1888): „Það er eins og íslenzkt bók- mentalíf sé einmitt nú að kulna út; bækur eða kver, sem lesandi eru, koma ekki út nema á 5 eða 10 ára fresti.“ Og Benedikt Gröndal hefði tekið undir orð Þrastar Helgasonar um frumleikann, ef marka má um- mæli hans í ritgerðinni Reykjavík um aldamótin 1900: „frumsamdar sögur þekkjast ekki, engum dettur neitt í hug!“ Þessar áhyggjur era jafn gamlar íslenskum bókamark- aði, sem reyndar verður að teljast mjög ungur á vestrænan mæli- kvarða. Rétt einsog óttinn við að önnur afþreying muni útrýma bók- menntunum er ekki nýr: „Hver verða örlög orðlistarinnar á öld kvikmynda, raufarasagna og skríl- ræðis?“ spurði Þorkell Jóhannesson í grein um Einar Benediktsson árið 1924. Og ritstjóri Eimreiðarinnar, Sveinn Sigurðsson, sagði í grein í tímariti sínu árið 1925: „Þessi of- vöxtur á bókamarkaðnum er orðinn áhyggjuefni hér á landi.“ Það er mesta furða hversu mörg frambæri- leg íslensk skáldverk hafa síðan fundið sér þakkláta lesendur eftir refilstigum markaðarins, ef áhyggjuefni andans manna eru enn- þá hin sömu. Það er heldur ekki nýtt, einsog stundum virðist hald manna, að per- sóna höfundarins sé á markaðnum tekin fram yfir verk hans. Við get- um farið aftur í árdaga nútíma bókamarkaðar eftir því. Tylft manna sá frumsýninguna á verki Goethes, Ifgeníu í Táris, árið 1779, og litlu fleiri keyptu bókina þegar hún kom út 8 árum síðar. Samt var enginn höfundur umtalaðri í miðlum Til sölu M. Benz G 300 turbo diesel, 24 ventla með millikæli, 205 hestöfl, 5 dyra. Árgerð '97, ekinn 73 þ. km. Akstursbók fylgir. Litur svar-blásans. Bifreiðin er með öllum hugsanlegum aukabúnaði, t.d. sídrif, 3x org. driflæsingar, 5 g., sjálfskipting, ABS, leður svart, Hnota, hiti í sætum og framrúðu, forhitari á vél með tímastilli og fjarstýringu, skriðstillir, loftkæling, rafdr. sóllúga, sæti, rúðuvindur og speglar, litað gler, GPS tæki, 5 Benz álfelgur 16", ný nagladekk 295, 75 R16, sumardekk, dráttarkúla m. festingu fyrir spil, útv., segulb., 6 diska geislaspilari með fjarst., þjófavarnark. og samlæsing með fjarst., 4 kastarar, grindur, framlenging á loftinntaki, loftdæla fyrir dekk o.fl. o.fl. Möguleiki á 9 sætum. Ný yfirfarinn hjá umboðinu. Bifreiðin er sem ný. Ath. skipti ód. Verð 6,8 m. Uppl. í síma 896 8673. Halldór Guðmundsson þess tíma en þýski skáldhöfðinginn, sem i-aunar hafði sjálfur mikið yndi af að sviðsetja sig. Þannig hefur aldrei verið trygging fyrir því að markaðsfærsla ásjónu höfundar skili sér í sölu verka hans, og sam- bandið þar á milli ekki nærri eins einfalt og Þröstur lætur í veðri vaka. Lærdómurinn af þessu er ósköp einfaldlega sá að heimsslitaspár um afdrif bókmennta á markaðnum eru ekki nýjar, og hafa til þessa ekki reynst réttar. Markaðurinn hefur ekki útjafnað allt og breytt öllu í hugmyndasnauða flatneskju. Það þarf auðvitað ekki lengi að fletta í Hómer eða Njálu til að vita að framfarahugtakið á ekki við í sögu bókmenntanna. Samt era í henni margvíslegar sveiflur, og ég þori að fullyrða að sem heild er íslenskur bókmenntavettvangur bæði ríkari og fjölbreyttari nú en fyrir öld síð- an. Hvernig kemur það heim og saman við kenningar um útfletjandi áhrif markaðslögmálanna? En hvar kemur útgefandinn inn í þetta og hvert er hlutverk hans? Það er óþarfi að mikla það fyrir sér, hvort heldur er með sjálfsupphafn- ingu eða einkennilegum samsæris- kenningum, né heldur að gera of lít- ið úr því. Það er einfaldlega miðlun: að koma hugverki höfundar til sem flestra lesenda, eða a.m.k. þeirra sem það á erindi við. I þeirri við- leitni grípa útgefendur, einsog aðrir seljendur á markaði, oft til óprútt- inna bragða sem sjálfsagt er að gagnrýna. En það er ekki víst að til séu betri valkostir en bókamarkað- ur til að koma verkum, góðum sem slæmum, á framfæri við lesendur. I sögunnar rás hafa þeir kostir eink- um verið mæcenatið svonefnda, þar sem skáldin fengu skjól við hirðir fursta og gátu stundum skrifað við sæmilega örugga afkomu. Það varð aldrei öflugt hér á landi, þar sem mest bar á fátækt og dreifingu bók- mennta með uppskriftum, reyndar allt fram á þessa öld. Og svo er það auðvitað sovéska kerfið, þar sem bókmenntum var dreift með mið- stýrðum hætti, oft í risastórum upp- lögum. Þetta gat jafnvel átt við um þýðingar íslenskra bókmennta á mál austantjaldslanda. Enda má, út frá að sönnu nokkuð þröngu sjónar- horni, færa rök að því að fall múrs- ins hafi verið eitthvert mesta áfall seinni tíma fyrir dreifingu íslenskra bókmennta erlendis. Ekki er þó þar með sagt að endurreisn miðstýrðrar ríkisútgáfu sé vænlegasta leiðin til að bjarga bókmenntasköpuninni undan ofríki markaðarins. Kannski býður hann þrátt fyrir allt uppá skástu leiðina til að koma bókum á framfæri, enda saga þeirra samofin sögu borgaralegs samfélags frá upphafi. Auðvitað leynast margvíslegar hættur á bókamarkaðnum, þótt leit- un kunni að vera á betri kerfum á þessu sviði. Hringamyndun og til- heyrandi fákeppni hefur verið áber- andi undanfarin ár, einkum á stærstu málsvæðunum. Um það hefur bandaríski útgefandinn André Schiffrin skrifað af skyn- semi, en kenningar hans voru rakt- ar ítarlega í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins fyrir ekki margt löngu. Mörg stærstu forlögin í Bandaríkjunum hafa komist í eigu fjölmiðlarisa eða eignarhaldsfyrir- tækja, sem fara fram á 12-15% hagnað af bókaútgáfu, eða sam- bærilegan við þann sem önnur af- þreyingarsvið viðkomandi sam- steypa gefa af sér. Vandinn er sá, einsog Schiffrin benti á í grein í vikuritinu The Nation fyrir tveimur árum, að meðalhagnaður banda- rískrar bókaútgáfu á þessari öld hefur ekki verið meiri en 4%. Ætli menn að gerbreyta því er hætt við að beitt verði aðferðum þar sem titl- um er fækkað, allt er lagt uppúr svonefndum metsölubókum og sölu- mennska verður æ ósvífnari. Enda hafa minni sjálfstæðar bókaútgáfur, sem oft hafa dugað fagurbókmennt- unum vel, átt á brattann að sækja í Bandaríkjunum og Þýskalandi und- anfarin ár. Hins vegar er ekki víst að þessar aðferðir gagnist mark- aðnum til lengdar, jafnvel þótt ein- ungis sé horft á hagnaðinn. Þegar fram líða stundir getur fábreytnin minnkað vægi bókamarkaðarins í tómstundum fólks; flatneskjan skaðar markaðinn þegar til lengri tíma er litið, þótt skammtímasjón- armiðin kunni að valda nokkru tjóni að sinni. Onnur hætta sýnist mér þó vera meiri, þótt hún tengist ekki mark- aðnum nema óbeint. Það er sú gjá sem fer dýpkandi í Bandaríkjunum og víðar á Vesturlöndum milli þeirra sem lesa mikið, og jafnvel æ meira (hvort sem það er á rafrænu eða prentuðu formi), og hinna sem lesa ekki neitt, og eru smám saman að verða ólæsir. Hér skapast hætta nýn-ar stéttaskiptingar auk þess sem lýðræðinu er stefnt í voða. Þeir sem aldrei lesa geta orðið auðveld bráð hvers kyns lýðskrumara, og flestir framtíðarvegir eru þeim lok- aðir. Þessi hætta er óhugnanlegri en svo að öflugur bókamarkaður einn og sér geti forðað okkur frá henni. En þó getur hér til dæmis komið til kasta afþreyingarbók- mennta, sem einatt er gert lítið úr: þær hafa opnað mörgum manninum undraheim lestrarins, rétt einsog Enid Blyton hefur smitað ótal börn af lestrarbakteríunni. Okkur ís- lendingum er því höfuðnauðsyn að varðveita og styrkja breidd bóka- markaðarins, fremur en að kvarta undan ofríki hans. Undirritaður er ekki þeirrar skoðunar að óheft markaðslögmál eigi að ríkja á íslenskum bókamark- aði, enda er ekki svo. Opinber stuðningur við rithöfunda skiptir miklu, og þótt ýmislegt megi að Launasjóði rithöfunda finna hefur það kerfi í meginatriðum gefist bærilega, eftir að pólitískum úthlut- unum lauk. Þá hafa Þýðingarsjóður og Menningarsjóður gagnast bóka- útgáfunni vel. Vegna smæðar mál- svæðisins þyrfti þó að gera betur af opinberri hálfu, svo íslendingar eignist á sínu máli verk sem þeim eru nauðsynleg, svo sem orðabækur og hliðstæð stói’virki. Þess má geta að sé ísland borið saman við önnur Norðurlönd eru styrkir til bókaút- gáfu lægstir hér á landi. En mjög stór hluti íslensks bókamarkaðar bjargar sér sjálfur, og það hlýtur að vera bæði fagnaðar- og undrunar- efni á svo litlu málsvæði. Hér á landi eru gefnir út tvöfalt fleiri titl- ar á hverja þúsund íbúa en á öðrum Norðurlöndum. Bóklestur mælist hér umtalsvert meiri, og gjafamark- aður er öflugur. Okkur hættir stundum til að gera lítið úr hinum síðarnefnda, og iðulega hnussar í bókmenntafólki yfir jólabókamark- aðnum. En þá er að tvennu að hyggja: I fyrsta lagi er samhengi milli gjafa og lestrar. Sýnt hefur verið fram á að það dregur úr bók- lestri barna og unglinga, sé hætt að gefa þeim bækur í jólagjöf. Og í öðru lagi hefur jólamarkaðurinn heldur ekki lengur þá yfirþyrmandi þýðingu sem margir telja hann hafa. Eftir því sem ég kemst næst má áætla að bóksalan í nóvember og desember sé um þriðjungur af sölu á bókamarkaðnum í heild. Sem þýðir að tveir þriðju sölunnar fara fram á öðrum tíma, en margir halda sjálfsagt að þessu sé öfugt farið. Jólamarkaðurinn hefur ennþá yfir- gnæfandi þýðingu þegar útgáfa fag- urbókmennta er annars vegar, en þó fer líka þar umtalsverð sala (á kiljum, gjafaútgáfum, ritsöfnum o.s.frv.) fram á öðrum tíma. Hin sterka staða bóka á jólagjafamark- aði er reyndar langt því frá sjálfgef- in, og það væri sannarlega harms- efni ef hún léti þar undan síga. Könnun íslensks bókamarkaðar er alltof skammt á veg komin. En hann á sannarlega skilið rannsókn- ir, hvasst aðhald og nákvæma um- fjöllun, fremur en ógrundaðar al- hæfingar. Hvorki hefur verið sýnt fram á að hann hafi bannfært list- rænan og hugmyndalegan frum- leika, tekið ásjónu höfunda í eitt skipti fyrir öll fram yfir kunnáttu þeirra né að markaðssjónarmiðin séu „langt komin með að gera bók- menntirnar að kennimarkalausri flatneskju“. Höfundur er útgáfustjóri Máls og meiwingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.