Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ N ostalgían nauðsynleg Fagnaðarefni að leikskólar skuli bjóða börnunum upp á porramat einu sinni á ári. Það er mikilvægur páttur í pví að kynna sögu lands og pjóðar og nauðsynleg kennslustund í fortíðardýrkun ÞEGAR öllu er á botn- inn hvolft snýst dvöl mannsins hér á jörð- inni í raun og veru aðeins um eitt; að borða. Fái maðurinn ekki nær- ingu hverfur hann skjótt yfir á annað tilverustig. Eg gerði það að gamni mínu á dögunum að hugleiða viðhorf fólks til matar og matartíma og komst að þeirri niðurstöðu, að þau taka miklum breytingum eftir því sem árunum fjölgar. Framan af ævinni - of lengi, finnst mér núna - borðaði ég til dæmis aðeins til að seðja hung- ur. Hugleiddi varla til hvers ég var að þessu og sömu sögu er ugglaust að VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson segja af öðrum ungmennum. Nú borða ég (sem oftast) til að njóta. Að matast er nautn eins og svo margt annað. Og þar sem það er manninum nauðsynlegt að nær- ast, er ánægjulegt að geta sam- einað þessi tvö áhugamál, það að lifa og njóta, altso. Ráðlegast er sem sagt að matast ekki ein- vörðungu með það í huga að leikurinn sé til þess gerður að halda lífi heldur gera sér far um að gera hverja máltíð að þeirri hátíðarstund sem hún á skilið. Maturinn skiptir nefnilega mestu máli. Fólk stritar í raun aðallega til þess að eiga fyrir mat. Annað kemur á eftir. Menningin og bókvitið, að ég tali nú ekki um peningana sjálfa, sem slíka, eru aukaatriði. Þetta verður ekki í askana látið. (Varla er þorandi að minnast á áfengi á þessum stað, en það er samt nauðsynlegt í þessu samhengi. Það er nefnilega eins með það og matinn; unglingar sem byrja að drekka gera það flestir hugsunarlaust; sturta í sig til að verða fullir. Þegar þeir eldast og þroskast breytist við- horfið - ætti að minnsta kosti að breytast, en gerir það því miður ekki hjá nógu mörgum - til mjaðarins. Vín er til þess að njóta.) Nú á tímum eru pítsur vinsæl- ar, hamborgarar, pítur og fleira mætti nefna. Ekki ætla ég að halda því fram að þessi fæða sé óholl; brauð, kjöt og grænmeti. En ekki er ég tilbúinn að fórna öllu því gamla, góða fyrir nú- tímamatinn. Mætti ég frekar biðja um saltkjöt og baunir, sig- inn fisk, saltfisk og kjötsúpu. Unaðsstundirnar heima hjá mömmu koma upp í hugann þegar maður leggur sér allt þetta „gamla, góða“ til munns í dag. Fortíðardýrkunin, nostalgí- an, tekur völdin. Nostalgían er manninum mik- ilvægari en margur hyggur. Hverjum manni er vitaskuld nauðsynlegt að horfa fram á veginn. Framtíðin er hins vegar oft svo óráðin. Margir hafa ekki hugmynd um hvað bíður þeirra. Fortíðin er aftur á móti ljós - og menn geta meira að segja mun- að hana eins og þeir helst kjósa. Þess vegna er hún svo mikilvæg. Nostalgían gerir margan mann- inn glaðan; vekur upp ljúfar minningar. Hversu oft lygnir fólk ekki aftur augunum og hugsar til Hð- inna daga með hlýju og söknuði? Sér löngu liðna daga í hilling- um? Oft bölvaði maður vegna þreytu og þungrar byrðar á lestarferðalagi um Evrópu með bakpokann hér um árið, en eftir á að hyggja var upplifunin stór- kostleg. Ferðin samfellt ævin- týri. Og betri með hverju árinu sem líður. Hluti af nostalgíu margra sparkfíkla er eflaust að rifja upp „gömlu, góðu“ dagana í ensku knattspymunni, vinsælustu „ís- lensku" íþróttinni eins og ég hef stundum nefnt hana. Að minnsta kosti hafi liðið „þeirra" ekki verið upp á marga fiska síðustu miss- erin lifnar fortíðarþráin fyrst íyr- ir alvöi-u þegar ensku knatt- spymuna ber á góma. „Manstu þegar...“ Undirritaður man þá tíð á yngri ámm sínum þegar hann fylgdist dolfallinn með í Ríkis- sjónvarpinu vikugömlum eða þaðan af eldri fimmtíu metra spymum Johns Gidmans, bak- varðar Aston Villa, upp hægri kantinn. Og kallað var: Mamma; nennirðu að ná í meira kex? - því auðvitað gafst ekki tími til að standa upp úr stólnum. (Hús- bóndastólnum, eins og þeir hétu þá - en það er önnur saga, og lík- lega of viðkvæmt umræðuefni nú á tímum jafnréttis.) Gullaldarlið KR á sínum tíma er ömgglega besta knattspymu- lið sem stigið hefur fæti á ís- lenskan völl í hugum margra. Og svo verður líklega áfram. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ og einn besti liðsmaður KR á þess- um tíma, kvaðst einhverju sinni ákaflega ánægður með það hve margir teldu liðið gott og ekki síður að enginn gæti nokkurn tíma afsannað það. Engin væri nefnilega til sjónvarpsupptakan með leikjum liðsins! Sömu sögu er eflaust að segja af mörgum Skagamanninum; liðið þegar Rikki Jóns og fleiri snillingar vom upp á sitt besta er eflaust hið besta - í þeirra huga - sem Islendingar hafa eignast. Það eru gömul sannindi og ný að þjóðararfurinn má ekki gleymast. íslensk þjóð verður að varðveita tungu sína og menn- ingu ætli hún sér að halda áfram að vera til. Við kynnum börnum okkar gömlu bækurnar, gömlu hetjurnar og sögulegu staðina. Erfitt er að borða gamla matinn, en fyrst við vitum enn hvemig hann var er auðvelt að útbúa hann eins og til foma. Það era því ekki aðeins augu og eym sem njóta þjóðararfsins heldur meltingarfærin líka. Mikilvægt er að kynna börn- um okkar sögu landsins, tungu og menningu. Að ég tali nú ekki matinn. Það er því sérstakt fagnaðarefni að leikskólar lands- ins, sumir hverjir að minnsta kosti, skuli hafa tekið upp þann sið að bjóða börnunum okkar upp á þorramat einu sinni á ári. Það er nauðsynlegur þáttur í því að kynna börnunum sögu lands og þjóðar. Fyrir okkur, þessi eldri, er það líklega hámark nostalgíunnar að sporðrenna hrútspungunum, sviðasultunni og hákarlinum. MINNINGAR GUÐRÚN ÍSLEIFSDÓTTIR + Guðrún ísleifs- dóttir fæddist í Neðra-Dal í Vestur- EyjaQöIIum 16. des- ember 1904. Hún lést í Reykjavík 18. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Isleifur Berg- steinsson og Guðný Sigurðardóttir. Guðnín var áttunda í röðinni af 11 systkinum, en þau voru: Katrín, Berg- steinn, Sigurður, Guðmundur, Anna, Markús, Sigurleif, Guðleifur, Þorsteinn og Aðalheiður, og lifði hún þau öll. Guðrún giftist Bergsteini Hjörleifssyni frá Eyrarbakka 1928 og eignuðust þau ljögur börn: Hjörleif, f. 16. júní 1928, Aðalheiði, f. 31. ágúst 1929, var gift Hilmari Bjarnasyni, þau skildu, Guðnýju Margréti, f. 22. október 1932, gift Bjarna Sigmtinds- syni, og ísleif Marz, f. 4. nóvember 1933, kvæntur Andreu Þórðardóttur. Af- komendur Guðrún- ar eru orðnir 66. Guðrún og Berg- steinn slitu samvist- um. Bergsteinn lést árið 1987. Sambýlis- maður Guðrúnar á seinni árum var Benedikt Jóhannesson. Hann lést árið 1990. títför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskitkju á morgun, mánudaginn 25. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskuleg tengdamóðir mín er lát- in. Þau 45 ár sem við höfum átt sam- fylgd hefur aldrei fallið skuggi á okkar samband. Gunna eins og við kölluðum hana alltaf kenndi mér margt. Hún hafði einstakt lag á að segja skemmtilega frá, enda var hún hagmælt með afbrigðum, og hefur hún sett fram margar vísur við ýmis tilefni, sem hefði verið gaman að koma saman í bók, kannski verður það að veruleika síðar meir. Gunna þurfti að takast á við ýmsa erfíðleika í lífinu eins og margir af hennar kynslóð, en hún gerði það með stakri prýði, ól upp börnin sín fjögur og kom þeim öllum til manns. Fljót- lega eftir að ég kynntist Gunnu heyrði ég frásagnir af fatasaumi hennar, hve börn hennar hefðu alltaf verið vel klædd, en hún saumaði allt á þau, og oft upp úr gömlum fótum, sem allir héldu þó að væm ný. Gunnar var alla tíð léleg til heils- unnar, en það var ekki hennar stíll að kvarta, eins og fyrir tíu áram þegar þurfti að taka af henni báða fætur fyrir neðan hné, þá skellti hún bara á læri sér og hló og sagði: „Það held ég að maður hafi nú styst.“ Minningarnar hrannast upp, og ég sé Gunnu fyrir mér þar sem hún sit- ur og spilar á munnhörpu, það var alltaf svo mikil gleði í kringum hana. Aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkurn mann og alltaf tók hún mál- stað lítilmagnans. Gunna gat verið föst fyrir og ekki lét hún troða á sér, sagði alltaf að allir menn væm jafn- ir. Síðustu ár ævinnar dvaldi Gunna á hjúkmnarheimilinu Skjóli og taldi hún það hafa verið mikla gæfa að komast þar inn, talaði vel um allt starfsfólk og aðbúnað allan. Nú er Gunna mín búin að fá hvfld- ina og ég held að ég halli á engan þegar ég nefni hér til elsta son Gunnu, Hjörleif, sem kom til móður sinnar næstum hvern dag, las fyrir hana og nuddaði bak og var henni til halds og trausts, enda var einstakt samband á milli þeirra. Þau systkinin hafa mikið misst og við öll, en ég tel það mér mikinn heiður að hafa átt svo yndislega tengdamóður að sem fylgdarmann í lífinu. Nú kveð ég þig með söknuði, Gunna mín, en veit að sonur okkar hjónanna, sem við misstum lítinn, tekur á móti ömmu sinni og fylgir henni í ljósið. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Andrea Þórðardóttir. Nú ertu búin að fá hvfldina, elsku amma mín, og mig langar til að minnast þín með nokkram orðum. Þegar ég sat hjá þér á mánudags- morguninn þá bað ég þess að þú fengir að kveðja okkur þann daginn. Eg var bænheyrð. Eg hef látið hugann reika undan- farnar vikur og þá sérstaklega þeg- ar ég hef setið hjá þér. Mínar fyrstu minningar era úr stofunni þinni á Sunnuhvoli, þar sem ég undi mér vel í ruggustólnum með Lóuna hans Leifs. Það var gott að vera hjá þér á Sunnuhvoli eins og alls staðar þar sem þú bjóst, enda var ég lítil þegar ég vildi fá að fara til ömmu ein og sjálf. Ég man líka að þú bjóst í Mjölnisholtinu þegar ég missti fyrstu tönnina og við gróðursettum hana með viðhöfn og þú sagðir að þar myndi vaxa falleg jurt. Síðan fluttir þú á Bergstaðastræt- ið, þú og Benni, og þar átti ég efth- að eyða mörgum stundum. Ég man alltaf eftir hvað gott var að koma í hlýjuna hjá þér þegar kalt var heima og hvað ég var alltaf velkom- in. Við undum okkur vel saman og oft var verið að yrkja vísur, mínar heldur lélegar, en þínar gullkorn eins og allir vissu sem þig þekktu. Ég fór ævinlega til þín ef mig vant- aði vísu við eitthvert tækifærið og kemur upp í hugann vísa sem þú gafst okkur Heiðu systur þegar gamall vinur okkar dó: Þá þrek má ei lengur duga dauðinn oss öllum nær. Við kveðjum þig klökkum huga með kærleik vinur kær. Ég fékk ævinlega góða vísu á stórum stundum í lífi mínu. Þú gerð- ir einnig nokkrar heilræðavísur, sem mikil viska bjó í, t.d.: Hafðu allar dyggðir drottins dag hvem fyrir augum þér. Mundu líka að lúta í lotning því lögmáli sem heilagt er. UTFARARSTOFA OSWALDS sím.551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐAl S l'RÆTI ill • 101 RKYKJAVÍK l.ÍKKIS I UVINNUSI Oh'A F.YVINDAR ÁRNASONAR Ég man líka hvað við áttum góðar stundir þegar þú komst austur að heimsækja mig. Oft rifjuðum við upp rigninguna sem við lentum í þegar við fóram í kaffi á Hallorms- stað og þegar við tókum upp í aust- umskan prófessor, þegar við vorum á leiðinni til Borgarfjarðar eystri að heimsækja Sollu. Það sem maðurinn varð hrifinn af þér. Ég stríddi þér oft á því. Amma mín, þú varst svo gáfuð, dugleg, falleg og góð. Þú varst svo ungleg alla tíð að ævinlega hélt fólk að þú værir mamma mín, en ekki amma. Þú hafðir mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, en þó fannst mér þú aldrei óvægin í dómum. Þú áttir mjög erfitt líf, það hlýtur að hafa verið erfitt að vera einstæð móðir með fjögur börn, eftir að þú varðst að skilja við afa út af hans veikindum. Það var ekki mikla aðstoð að fá á þessum tíma. Þú varst mjög nýtin og ég man t.d. eftir þeg- ar þú hjálpaðir mér við að sauma mér kápu upp úr gamalli kápu af þér. Alltaf varstu svo fín í tauinu, það era ábyggilega ekki margar sem geta farið til ömmu sinnar og fengið lánuð föt ef þær vilja vera fínar, en það gat ég. Eftir sjötugt fluttuð þið í Furu- gerðið í splunkunýja íbúð. Þá var nú gaman. Þið Benni bjugguð saman í 33 ár og reyndist hann mér alltaf sem besti afi og börnunum mínum langafi. Hann dó 1990. Fyrir rúmum ellefu árum var tekinn af þér annar fóturinn rétt neðan við hné vegna æðaþrengsla, en þú varst ekki á því að gefast upp, og hélst þínu striki. Einu og hálfu ári seinna var hinn fóturinn tekinn og þá fannst mér þú eiga erfiða tíma meðan þú varst á Land- spítalanum, en svo fórstu öll upp á við eftir að þú komst í Skjól árið 1991 og varðst aftur góða gamla amma, gerðir grín og spilaðir á munnhörpuna. Þú átt orðið tíu langalangömmu- börn og ég man alltaf hvað þér fannst fyndið þegar „stelpan" var orðin amma. Ég gæti haldið áfram, minning- arnar streyma fram, en nú ætla ég að hætta. Þú varst eitt aðalakkeri lífs míns. Við höfum hlegið og sungið saman, en líka grátið og fyrir þetta allt þakka ég þér. Guð geymi þig. Þín Hjördís. Það er við hæfi að ég riti minning- arorð um ömmu mína á stað sem kenndur er við John F. Kennedy, fyrram forseta Bandarikjanna. Því rétt eins og þessi frægasti forseti Bandaríkjanna var ein af hetjum mínum á leiðinni til manndóms og þroska, svo var og Guðrún amma ein af helstu hetjum lífs míns. Reyndar var það talsvert síðar á lífsleiðinni, þegar ég hafði öðlast nægan þroska og lífsskilning til að skynja og skilja hæfileika þessarar konu, karakter og æðraleysi. A unglingsárum mínum heimsótti ég á stundum ömmu Guðrúnu á Bergstaðastrætið, gjarnan til að sitja úti í garðinum hennar þegar veður var gott og oftar en ekki með bók í hendi, skáldsögu eða skólabók. Amma lánaði mér Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck, til að skrifa ritgerð um í skólanum, þótt ég skildi ekíd þá hvers vegna hún lánaði mér ekki þynnri bók. En Steinbeck varð einn af mínum uppáhaldsrithöfund- um, og er enn, þökk sé ömmu Guð- rúnu. Við amma vorum á öndverðum meiði þegar pólitík bar á góma. En þótt hún gæti verið hvöss í tali, duld- ist engum að það var ekki síst vegna ríkrar réttlætiskenndar og ómældr- ar samúðar með þeim sem minna mega s?n. Það era aðrir betur fallnir til að rifja upp lífshlaup þessarar kempu og ótrúlegt æðruleysi hennar og þrautseigju í baráttu við illvíga sjúk- dóma. Ég kann þá sögu ekki nema að litlu leyti, en hef síðustu árin og áratugina borið ómælda virðingu fyrir ömmu minni, hetjunni, sem ég heyrði aldrei kvarta yfir hlutskipti sínu í lífinu eða erfiðum sjúkdómi sem tók sinn toll, báða fæturna, svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.