Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 3% hún var bundin hjólastól að mestu síðustu tíu árin. En þótt líkamanum hrakaði var amma samt ótrúlega hress í anda, nánast allt til dauðadags, mánudag- inn 18. janúar sl. Ég á sjálfsagt aldrei eftir að skilja hvaðan henni kom kjarkurinn og hressileikinn, konu á níræðis- og síðar tíræðis- aldri. Það virtist ekkert geta bugað þessa sterku og kjarkmiklu konu, sem í erfíðum veikindum og við afar erfíðar aðstæður um árabil gat ávallt slegið á létta strengi, gert að gamni sínu og hlegið eða sungið með afkomendum sínum þegar þeir heimsóttu hana í Skjól við Klepps- veg, sem var hennar heimili síðustu 8 árin. Ýmsir vandalausir hafa enda komið að máli við mig og lýst yfir aðdáun sinni á „gömlu konunni“. Einn starfsmaður Skjóls tjáði mér á viðkvæmri stundu, skömmu eftir andlát ömmu, að hún hefði borið meiri virðingu fyrir Guðrúnu Isleifs- dóttur en nokkurri annarri mann- eskju á lífsleiðinni. Þetta þótti mér afar vænt um að heyra og flyt við- komandi bestu þakkir sem og öllu starfsfólki Skjóls fyrir einstaka um- önnun, hjálpsemi og tillitssemi við Guðrúnu ísleifsdóttur og hennar fjölskyldu. Ég get ekki lokið þessum fátæk- legu orðum án þess að minnast á vís- ur þær sem amma samdi við ýmis tilefni. Vísurnar og söngtextarnir hafa skotið rótum í ættgarði ömmu minnar og munu halda minningu hennar hátt á lofti um ókomin ár. Við Ríta og stelpurnar okkar kveðjum Guðrúnu ömmu/langömmu með ást, virðingu og þakklæti. Hún var hvíldinni fegin, en hennar verð- ur eigi að síður sárt saknað. Hver á nú að vera hetja fjölskyldunnar? Hvíl í friði, elsku amma/- langamma. Guð geymi þig. Hörður, Rfta og dæturnar. Elsku besta amma mín. Nú ert þú horfin á braut og ég mun sárt sakna þín. Ég veit líka að þú ert mjög sátt við að skilja við þetta jarðríki, því síðustu árin þín hér voru mjög erfið ár. Þú hafðir misst báða fæturna og þú varst líka farin að sjá og heyra illa. Eitt var samt alveg yndislegt að þó að þú hefðir misst allt þetta sást þú alltaf björtu hliðarnar á öllum málum, og sagðir að þetta gæti nú verið ven’a. Þegar ég lít yfir allar samveru- stundirnar okkar á Bergstaðastræti, Furugerði og nú síðast á hjúkrunar- heimilinu Skjóli, þá get ég ekki ann- að sagt en þú varst besta amma í heimi. Þú varst svo trú, trygg og það var hægt að tala við þig um heima og geima. Auk þess gafst þú manni alltaf tíma. Ég gleymi aldrei þegar þú bjóst á Bergstaðastrætinu, þar fékk ég að leika mér í hinum ýmsu leikjum og notaði alls konar box, tvinnakeíli og ílát. Þessir hlutir þóttu nú ekki merkileg leikföng, en fýrir mér var þetta besta dót sem ég hef leikið með. Ég fékk að njóta mín á allan hátt, en samt sem áður varst þú ákveðin í því að reglur giltu á heim- ilinu, hlýðni, kurtejsi, virðing og ást voru þar fremst. Ég man líka hvað ég var klók. Alltaf þegar ég kom í heimsókn til þín og komið var fram á kvöld þá þóttist ég alltaf vera sofnuð og yfirleitt varð það til þess að ég fékk að sofa hjá þér. Það að fá að sofa hjá þér var það besta í heimi, þú söngst fyrir mig, sagðir mér sögur og baðst með mér bæn- irnar og fræddir mig um allt mögu- legt. Eg verð líka að nefna stundirnar þegar Þorbjörg vinkona þín gisti og ég fékk það hlutverk að vera fót- snyrtidama fyrir ykkur. Þið voruð alveg frábærar saman. Stundirnar í Furugerðinu voru líka eftii-minni- legar, oft kom ég til þín áður en ég fór í vinnu upp í Reykjadal í Mos- fellsbæ og sátum við þá og ræddum um daginn og veginn. Ég veit að Bergsteinn afi, Benni og Þór bróðir hafa tekið vel á móti þér þegar þú komst til þeirra. Guð geymi þig, elsku amma mín. Elsku Leifur, Alla, Guðný og pabbi, guð styrki ykkur í ykkar djúpu sorg. Hvíl í friði. Þói-unn Lovísa ísleifsdóttir. + Ágústa Björns- dóttir fæddist í Reykjavík 17. febr- úar 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Þingey- inga 15. janúar síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Kópavogskirkju 22. janúar. I formála minn- ingargreina um Ágústu í Morgun- blaðinu föstudaginn 22. janúar féll eftir- farandi niður: Eftir- lifandi hálfsystir Ágústu, samfeðra, er Jóhanna, f. 20.9. 1929. Einnig féllu niður í upptalningu nöfn tveggja dótt- ursona Ágústu, Viðars og Völ- undar Snæs, sona Höllu Lovísu, og Völundar Þ. Hermóðssonar. Auðugur þóttist erégannanfann maður er manns gaman Þessar ljóðlínur úr Hávamálum hefði vinahópurinn Múlagengið get- að gert að einkunnarorðum sínum. Samverustundirnar þegar allir voru í essinu sínu, og það voru þeir, þegar þeii' náðu saman - hafa verið gulli betri og geymast, eins og orð- hagur maður sagði, eins og dýrar perlur í sjóði minninganna. Múlagengið er kennt við heimili hennar Diddu frænku minnar, Síðumúla. Didda vann á símstöð- inni, gerði veðurathuganir og ann- aðist aldm-hnigna foreldra sína af nærgætni og samviskusemi, föður sinn þar til hann var rúmlega 100 ára. Jón Elberg hafði verið í Síðu- múla fyrr á árum og hélt alltaf tryggð við það heimili. Eftir að hann kvæntist henni Jórunni, varð hún heimilisvinur þar líka. Jórunn vann í gróðrarstöðinni hjá Ágústu Björnsdóttur á vorin, sem leiddi til þess, að þau hjónin urðu ævilangt miklir vinir Ágústu og manns henn- ar, Lofts Ámundasonar eldsmiðs. Enn er ótalin gersemin hann Steini gamli - Steindór Jónsson - sem var í hópnum vegna vinfengis við Ágústu og Loft. Þegar þau síðast- töldu fóru svo í heimsókn að Síðu- múla með Jóni og Jórunni, varð Múlagengið til. Þetta fólk var allt svo andlega skylt, gáfað og vel máli farið, með lifandi áhuga á stjórnmálum, bók- menntum, skáldskap, tónlist og hvers konar menningarmálum og þjóðlegum fróðleik, auk þess sem glens og gaman var aldrei langt undan. En „það syrtir að er sumir kveðja". Fráfall Lofts fyrir fjórum árum og andlát Ágústu nú, hefur skilið eftir sig stór skörð í Múla- genginu. _ Við hjónin kynntumst þeim Ágústu og Lofti sumarið 1976, en þá vorum við ferðafélagar í skóg- ræktarferð til Noregs. Þá dvöldum við í hálfan mánuð í Vingelen í Austurdal við skógræktarstörf og skemmtanir. Við sváfum í flatsæng í kennslu- stofu í gamla skólahúsinu þar ásamt Ágústu og Lofti og einum hjónum enn. Þarna ríkti sátt og samlyndi og við íbúarnir í stofu 3 kynntumst allvel eins og gefur að skilja. Við könnuðumst reyndar við Ágústu áður, því við höfðum hlustað á marga ágæta útvarps- þætti hennar. Eitt sem hana prýddi var þægileg og viðfelldin útvarpsrödd. Við komumst fljótt að því að við áttum mörg sameiginleg áhugamál, svo sem ferðalög og náttúruskoðun. Ágústa og Loftur voru mjög fróð um Island, bæði land og þjóð, enda víðfórul, einkum Ágústa, sem hafði lagst í ferðalög strax á unglingsár- unum, sem var óalgengt þá. Bæði hjónin voru ljóðelsk og söngelsk. Ágústa spilaði á orgel og Loftur var mikill söng- maður, og kunnu þau ógrynni af ljóðum að slíks munu fá dæmi. Auk þess var hann ágætur hagyrðingur og vakti oft glaðværð með hnyttnum tæki- færisvísum. Ekki var hægt að segja að þau hjónin væru lík, en auðfundið að þau mátu hvort annað mikils. Ágústa þekkti sinn mann og hafði einstakt lag á að láta hann njóta sín sem best, með því að ýta aðeins undir hann þegar við átti. Að lokinni Noregsferðinni skildu leiðir. En viti menn! Einn góðan veður- dag birtist Múlagengið hérna, öll- um að óvörum. Þau voru þá í Síðu- múlaheimsókn, og komu frá því að heilsa upp á Cecilíu í Lindarhvoli, en hún og Ágústa höfðu unnið sam- an á biskupsskrifstofunni forðum daga hjá föður Cecilíu, Jóni Helga- syni biskupi. Hvílík upplyfting íýj'ii' sálartetr- ið mitt að fá þetta bráðhressa fólk í heimsókn! Eftir þetta komu þau hér við á Síðumúlaferðum sínum, og eftir að Didda flutti suður kom hún með þeim. Steini gamli átti merkilegt farartæki, sem hann hafði sérinn- réttað fyrir „gengið“, þ.e. bifreiðina Gurg. Eins og segir í vísu sem Loft- ur heilsaði með: Til Kaðalsstada við komum enn, keyrandi á Gurg með teygða skanka, erumísáttviðallamenn, án þess að ræna nokkurn banka. Síðasta hendingin vísar til tengsla minna við Búnaðarbankann á þessum ánim. Okkur hjónunum hlotnaðist sá heiður að vera tekin í „gengið". Ólafur treysti sér reyndar tak- markað til þátttöku, en frú hans var því veisluglaðari! Enda mikið á sig leggjandi til að geta tekið þátt í gleðskapnum, sbr. upphaf þessarar gi-einar. Fólkið í hópnum skiptist á um að halda samkvæmin. Þökkum við af alúð góðar stundir og elskulega gestrisni á heimili þeiira Ágústu og Lofts. Þau hjónin voru meðal landnem- anna í Kópavogi. Þau byggðu sér lítið hús á Híðarvegi 23. Síðar stækkuðu þau upphaflega húsið. Þarna ólu þau upp börnin sín þrjú, Höllu Lovísu, Pál og Ámunda. í kringum Hlíðarveg 23 var það mikið rými, að Ágústa réðist í að koma á fót plöntusölu. Hún nefndi gróðrarstöðina Rein og starfrækti hana í mörg ár. Þeir sem virða fýrir sér fallegu garðana og allan gróðurinn í eldri hverfum Kópavogs í dag, eiga efa- laust erfitt með að gera sér í hugar- lund á hvernig byggingarlandi bær- inn reis. Manni sýnist þetta óskap- lega erfitt og óræstislegt land til ræktunar, mest urðir og grjót Trú- lega hefur þetta einnig átt við um Hlíðarveginn. En Ágústa ræktaði ekki einungis sinn eigin garð, held- ur lagði hún vinnufúsu ræktunar- fóiki, vítt og breitt um bæinn, til garðplöntur og góð ráð og lagði stóran skerf til fegrunar Kópavogs- bæjar, beint og óbeint. Á síðasta ári var hún heiðruð af Kópavogsbæ fyi-ir vel unnin gróðrarstörf. Ágústa skrifaði ótal greinar um garðyrkju í blöð og tímarit. Greinar hennar í Morgunblaðinu, „Blóm vikunnar", skipta t.d. mörgum hundruðum. Þá var hún framarlega í flokki hjá Garðyrkjufélagi Islands um langt árabil. Á 100 ára afmæli þess var hún gerð að heiðursfélaga og sæmd gullmerki félagsins. Atorka Ágústu hefur verið með ólíkindum. Árið 1955, sama árið og Kópavogur fékk kaupstaðarrétt- indi, fór hún að vinna á bæjarskrif- stofunni og starfaði þar samfleytt í 28 ár, að vísu oft í hálfu starfi. Énn- fremur var hún lengi virk í Kvenfé- lagi Kópavogs, Ferðafélagi íslands og ferðaklúbbi í Kópavogi. d Auk alls þessa vann Ágústa við dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu í um 20 ár. Utvarpsþættir hennar munu hafa orðið um 300 að barna- efninu meðtöldu. Minnisstæðar eru t.d. þáttarað- irnar ,Á-ður fyrr á árunum", „Gakktu með sjó“ og „Þjóðsögur á aðventu". Ágústa vandaði vel til út- varpsþátta sinna. Ég man hvað það var notalegt að husta á hana. Hún talaði fallegt mál og var góður upp- lesari, og sérlega fundvís á athygl- isvert efni og gott aðstoðarfólk. Einnig gætti hún þess ævinlega að tónlistin sem flutt var félli vel að hinu talaða orði. Ríkisútvarpið á í fórum sínum fjársjóð þar sem þætt- irnir hennar Ágústu eru, og ég er viss um að margir myndu fagna því að fá að heyra þá aftur. Á efri árum sínum tók Ágústa þátt í félagsstarfi aldraðra í Kópa- vogi eftir því sem heilsan leyfði. Hún gekk í Hana nú-klúbbinn og var í bókmenntaklúbbi. Þar var hún á heimavelli því hún var hafsjór af fróðleik um bókmenntir og skáld- skap. Ágústa var meðalkona á vöxt og samsvaraði sér vel. Hún var ekki hávær né fýrirferðarmikil, en alveg hrífandi skemmtileg, Hún var eitt- hvað svo einstaklega lifandi, og átti svo mörg og fjölbreytt áhugamál. Hún var vinur vina sinna. Ég held að hún hafi eignast vini hvar sem hún fór, og hún fór víða. Hún var hlý kona með mikla útgeislun, glöð og gamansöm. Við sem eftir lifum af Múlagenginu munum ætíð minnast hinnar notalegu nærveru hennar og persónutöfra. Á síðustu árum hafa samfundir „gengisins" orðið strjálli vegna heilsuleysis Lofts og Ágústu, sem bæði urðu fyrir afleitum heilsufars- legum áfóllum á seinni æviárunum. Ágústa var lengi búin að berjast við þann sjúkdóm, sem varð henni að bana, auk fleiri óvelkominna íýlgi- fiska ellinnar. Þannig var komið, að þrátt fyrir söknuðinn hljótum við að gleðjast yfir því að hún skuli hafa fengið hvfld frá öllum sjúk- dómsþrautum. Múlagengið kveður Ágústu Björnsdóttur með virðingu og þökk og orðum Guðmundar Böðvarsson- ar skálds: Ut yfír höf, út yfir gröf, stormsins af strönd, stjamlýstan geim, lífgjafans hönd megi leiða þig heim, leiða þig heim í sín hásumarlönd. Innilegar samúðarkveðjur til ást- vina Ágústu. Þórunn Eiríksdóttir. Ég kom fyrst á Hlíðarveginn í Kópavogi til Ágústu og Lofts árið 1959. Það var eftirvænting að hitta væntanlega tengdaforeldra í fyrsta skiptið. Móttökurnar voru afskap- lega ljúfar og kynni mín af þeim hjónum góð alla tíð. Á þessum tíma buggu þau við Hlíðarveginn í litlu húsi sem áður var sumarbústaður og í tvíbýli við önnur hjón. Þau fluttu í Kópavoginn 1949, þá var íbúatalan 1400 manns, svo að þau voru meðal brautryðjenda þessa bygðarlags og tóku virkan þátt í þeirri uppbyggingu sem fylgir breytingum af þeim sökum, ekki síst á hinu félagslega sviði. Þegar við Halla dóttir þeirra gift- um okkur 1961 var búið að byggja við gamla húsið og skömmu síðar eignuðust þau alla húseignina og bjuggum við Halla hjá þeim um tíma eftir að við komum heim frá námi í Svíþjóð. í þessu nábýli treystust vináttuböndin og sam- skiptin, þannig að aldrei bar skugga á. Fljótlega eftir að hafa flutt í Kópavoginn fór Ágústa að vinna hjá bænum sem bókari og gegndi því starfi í áratugi. Eftir kaupin á húseigninni og þar með aukið lóðarrými stofnaði hún garðyrkjustöðina REIN og rak hana í mörg ár. Þar með skapaði hún sér atvinnu við eitt af sínum kærustu áhugamálum sem var blómarækt og fegrun skrúðgarða. í Morgunblaðinu sá Ágústa um. þáttinn „Blóm vikunnar" og undir hennar stjóm urðu þættimir yfir 400. Þáttagerð í útvarpi sá hún einnig um í mörg ár þar sem lesið var upp úr bókum og blöðum, þjóð- legur fróðleikur og sögur. Þessi þættir urðu mjög vinsælir. I félagslífinu tók Ágústa virkan þátt, í Kvenfélagi Kópavogs til fjölda ára og þar af mörg ár sem formaður, í Leikfélagi Kópavogs var hún félagi, svo og í kirkjukóm- um fyrstu árin. Ferðalög innanlands vom hennar líf og yndi. Milli 1930-1940 ferðaðist' hún landshluta á milli með vinkon- um sínum, á hestbaki, eða jafnvel á reiðhjóli. Síðar fara þau Loftur saman í slíkar ferðir og stunduðu þær á meðan heilsan leyfði. Þar má nefna ferðir sem þau tóku þátt í með vinum og kunningum í áraraðir um óbyggðir landsins á þeim tíma er slíkt þótti í frásögur færandi og jafnvel talið til sérvisku að leggja slíkt á sig. Ágústa var minnisgóð og fróð- leiksfús og varð í þessum ferðum mjög fróð um örnefni og staðhætti á öllu landinu og var sérstaklega gaman að ræða við hana og fræðast af henni á þeim vettvangi. Eftir að við Halla fluttum í Að-“' aldalinn komu Ágústa og Loftur oft síðla sumars um það bil sem heyönnum var að ljúka og voni þá famar stórar fjölskylduferðir inn á öræfín með ættfólki mínu. Ágústa var mikil mannkostakona og naut fjölskyldan þess alla tíð. Sérstakar þakkir eru henni færðar frá sonum okkar Höllu sem bjuggu hjá þeim meira og minna nær 20 ár, hver á eftir öðrum er þeir stunduðu nám í Reykjavík. Þeir sakna þess mjög að getaf ekki kvatt ömmu sína þar sem báðir eru við störf erlendis. Seinustu 28 árin voru Ágústa og Loftur árlegir jólagestir í Aðaldalnum. Mikill til- hlökkun var hjá okkur öllum að fá þau í heimsókn og fastur punktur í tilverunni. Öll systkinabörn mín minnast þeirra með söknuði. Loftur heimsótti okkur seinast um jól og áramót 1995 og lést nokkrum dögum eftir heimkom- una. Ágústa dvaldi einnig hjá okk- ur sín seinustu jól og áramót og lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga 15. janúar. ÖIl vötn renna að ósum, svo og líf- ið. Þitt lífsvatn er runnið til upp- hafsins og samfélags við þá sem á- - undan eru gengnir. Ég vil þakka þér, Ágústa mín, fyrir allt og allt. Völundur. Blómastofa Friðjfnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. AGUSTA BJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.