Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 43 < MINNINGAR BOÐVAR BRYNJÓLFSSON + Böðvar Bryn- jólfsson, bóndi á Kirkjulæk, var fæddur hinn 14. mars 1915. Hann lést í Sjúkrahúsi Selfoss hinn 29. des- ember siðastliðinn. Foreldrar hans voru Brynjólfur .Sigurðsson á Kirkjulæk og Gróa Þórðardóttir Lambalæk. eignuðust börn. Þau Ingileif, f. 1913, d. 23.4. 1991; þá Böðvar, sem hér er minnst; og Helga, f. 22.3. 1917, d. 20.2. 1921. Árið 1950 kvæntist Böðvar Ólafíu Hafliðadótt- ur frá Fossi á Rangárvöllum og bjuggu þau hjón all- an sinn búskap á Kirkjulæk. Eign- uðust þau saman eina dóttur, Sigríði, og á hún tvo upp- komna syni, sem heita Brynjólfur og Guðni Birgir Gísla- synir. Hefir Sigríð- ur alla tíð búið með foreldrum sínum, Böðvari og Lóu, eins og eiginkonan var ávallt nefnd. Útför Böðvars fór fram frá Breiðabólstaðarkirkju 9. janúar. Foreldrar þein-a systkina bjuggu aldrei saman og ólst Böðvar því upp hjá föðurfólki sínu. Á sínum yngri ámm ók Böðvar vörubifreið, sem hann notaði til að sækja mjólkina á bæina í Hlíðinni og ílutti til Reykja- víkur. Minntist hann oft þeirra tíma þegar hann var við þann akstur og taldi þetta skemmtilegasta tímabil ævi sinnar. Oft gat hann þess að hann hefði séð eftir þessu starfi, en fólkið hans á Kirkjulæk þurfti á at- orku hans að halda og vann Böðvar búinu af fórnfýsi og góðum hug. Það veit ég af eigin raun að allt sem hann sýslaði vann hann af stakri trúmennsku. Það var ávallt gaman að koma í heimsókn að Kh’kjulæk og var þar alltaf rætt um landsins gagn og nauðsynjar, því Böðvar var hafsjór af margskonar fróðleik. Þau hjónin tóku höfðinglega á móti gestum og þótti gaman þegar einhver kom í heimsókn. Sömu gerðar er einnig dóttir þeirra hjóna, Sísí, eins og hún er ætíð kölluð, og er sannarlega góð heim að sækja, gestrisin og bráð- myndarleg í öllum sínum verkum. Það er alveg sama hvað hún hefir fyrir stafni, hún er jafn myndarleg í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur og góð dóttir var hún for- eldrum sínum. Foreldramir kunnu einnig vel að meta hugulsemi dóttur sinnar, en móður sinni hjúkraði hún, eftir að heilsan bilaði, allt þar til Lóa lést í nóvember 1983. Eftir það annaðist hún föður sinn, ásamt sonum sínum, en þeir voru afa sín- um afar kærir, svo og ömmu sinni, sem dekraði við þá á meðan hún orkaði nokkurs. Eftir að Böðvar var orðinn fótlúinn snerust þeir Brynjólfur og Guðni í kringum afa sinn til allra snúninga, sem gátu orðið honum til léttis og ánægju, en afanum var af- ar annt um þessa dóttursyni sína og nutu þeir allir gagnkvæms trausts hver annars. Eitt sinn gaf Böðvar mér jóla- ljósa-seríu í jólagjöf, sem mér þykir ennþá einkai’ vænt um og er hún ávallt í eldhúsgluggaum hjá mér um jólin. Hafði Böðvar farið, á sínum tíma, á dráttarvélinni til Hvolsvallar til að kaupa hana og lýsir þetta at- vik vel hugulsemi hans allri. Elsku Sísí mín, Brynjólfur og Guðni, ég votta ykkur öllum ein- læga samúð mína við fráfall ástkærs fóður og afa, því þótt aldinn kveðji er ávallt sárt að sjá á eftir sínum nánustu. Böðvai- kveð ég með hjartans þakklæti fyrir allt sem hann var mér á gengnum ævivegi og sé hann guði falinn. En minningin merlar í huga. Bjarney G. Björgvinsdóttir. Fljótshlíðin er mótuð mildum lín- um og aflíðandi uns Suðurlands- sléttan mikla tekur við til suðurs og vesturs. En ofan er hún krýnd tign- arlegum tindum og blikandi hájökl- um sem óhjákvæmilega beina sjón- um upp á við og hugum til hæða. Umhvei’fið mótar okkur öll en erfðir leggja grunninn. í marga ættliði féll þetta saman svo að úr því hlaut að verða sannur sonur Fljótshlíðar. Böðvar á Kirkjulæk bar því vitni, í allri gerð og viðmóti, að vera með þessu móti í heiminn settur. Hann var hógvær maður og hlýr, en svip- mikill og stórskorinn að ytri ásýnd. Tignarlegur með sinn gráa hadd og síðskegg um breiða bringu á efri ár- um. Og hið innra var slegið á stillta strengi, tóna bæði milda og mjúka, en einnig sterka og stríða. Hann kunni vel að segja frá, bæði eigin reynslu og atburðum frá liðinni tíð. Og ekki skal gleymt kímni hans og gamansemi, þrf margt sá hann og heyrði sem til þess var fallið að létta lund og honum var lagið að miðla öðrum til yndisauka á sinn góðlát- lega hátt. Þó að kveðjustund Böðvars beri að um hávetur og Hlíðin fríða sé búin hrftum feldi, þá fer sá tími í hönd er aftur tekur að birta og sig- urmáttur lífsins birtist enn og aftur. Og sveitin kæra nemur ylinn að of- an og fer „að sauma sér, sum- arklæðin grænu“. Þrf skal rftnað í vorljóð eins af skáldunum okkar, þar sem segir: Bringan er vaxin grasi og villtum blómum ogaföxlinni vex hálsinn inn í stórskorið andlit íjallsins og bláan himin. (Matthías Johannessen.) Skin og skugga ber yfir líf okkar. Tilveran virðist stundum ótrygg, eins og á hverfanda hveli. Við gleymum einatt að huga að annarra líðan og þörfum, eins þótt byggðin þrengist saman í þorp og þéttbýli, þar sem malbik og múrveggir móta umhverfið. Þá er gott að geta fylgt andliti fjallsins, upp í bláan himin - og áfram ofar og hæiTa. Þá er gott að búa í sveit eins og Fljótshlíðinni, þai’ sem túnin liggja saman eisn og reitir á skákborði. Þar ól Böðvar allan aldur sinn. Hann nam ungur þjóðsögumar um ævintýraheima og skyggni í gegn- um holt og hæðir og ferðahraða sem jafngilti allstaðarnánd. Honum gafst ekki tækifæri til mennta, fremur en svo mörgum jafnöldrum hans. En hann lagði sinn skerf til uppbyggingar þess velferðarþjóðfélags sem rfð búum við og viljum flest enn bæta og byggja við. Það var honum annt um þrf hann var jöfnum höndum maður einstaklingsframtaks og samhjálp- ar. Sjálfur þurfti hann lítið til þess að leita, þrf Sigríður dóttir hans var föður sínum frábær stoð í ellinni og gaf honum auk þess dóttursynina tvo, þá Brynjólf og Guðna Birgi, sem voru og verða afa sínum dýr- mætust gjöf og framtíðarvon, hvar sem spor þeirra liggja í heimabyggð eða um fjarlægar slóðh’. Böðvars á Kirkjulæk verður ekki minnst án þess að geta um áhuga hans á flugi og geimrfsindum. En svo hátt sem hugur hans flaug hlaut það að verða hlutskipti hans að aka þungum flutningabift’eiðum og dráttarvélum og annast rfðgerðir á alls konar vélum og tækjum sem fylgdu breyttum búskapai’háttum. Á þrf srfði var hann reyndar flest- um fremri í útsjónarsemi og hag- leik. Þar bjó hann yfir sérgáfu sem bendir til þess að hann hefði rfð nútímaaðstáeður e.t.v. orðið véla- verkfi-æðingur - ef ekki þotuflug- maður. Raunin vai- sú að Böðvar tók rfð föðurleifð sinni og gerðist bóndi eins og forfeður hans. Og hann tók fullan þátt í þeirri uppbyggingu sem átti sér stað um og eftir miðja öldina í sveitum landsins og lét margt þjóðsöguærfntýrið rætast. Hann var traustur og hjálpsamur rfnum og sveitungum og markaði með sínum hætti línm- og liti í þá mynd sem rfð Fljótshlíðingar eigum af sveitinni okkar og því samfélagi sem þar hefur blómgast. Blessuð sé minning Böðvars bónda og vélrfrkja á Kirkjulæk. Guð blessi og styrki ástrfni hans i söknuði þeirra. Sváfnir Sveinbjarnarson. + Við þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ÞÓRÐARDÓTTUR, dvalarheimilinu Seljahlið, áður Eskihlíð 12a. Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar fyrir frábæra umönnun. Eysteinn Einarsson, Sigríður Sigurðardóttir, Ásgeir Einarsson, Björg Sigurðardóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Jóhann G. Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður, GUÐRÚNAR GUÐLAUGSDÓTTUR frá Vík í Mýrdal, Álftamýri 28, Reykjavík. Sigursveinn Jóhannesson, Guðlaugur Smári Ármannsson + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KÁRI TRYGGVASON kennari og rithöfundur frá Víðikeri, Kópavogsbraut 1A, sem andaðist á Landspítalanum laugardaginn 16. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 26. janúar kl. 15.00. Margrét Björnsdóttir, Hildur Káradóttir, Gísli Eyjólfsson, Sigrún Káradóttir, Finnur Sveinsson, Rannveig Káradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúðarþakkir færum við öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við frá- fall elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS HERMANNSSONAR fyrrverandi loftskeytamanns, ísafirði. Sérstakar þakkir færum við Heimaaðhlynningu Krabbameinsfélagsins, Rauða krossi íslands og starfsfólki deildar 11 E á Landspítala. Inga Ruth Olsen, Magný Kristín Jónsdóttir, Reynir Sigurðsson, Hermann Símon Jónsson, Merete Strom, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hjörtur Marteinsson og barnabörn. + Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR ÁSGRÍMSSONAR frá Hlíð, Fornósi 8, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 2, Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Jóhann B. Guðmundsson, Erla Davíðsdóttir, Ásgrímur S. Guðmundsson, Þórhildur J. Sæmundsdóttir, Guðrún H. Guðmundsdóttir, Jón Stefánsson, Margrét F. Guðmundsdóttir, Kári Sveinsson, Guðmundur G. Guðmundsson, Ágústa F. Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, GUÐMUNDAR AXELSSONAR, Víðivöllum 19, Selfossi. Ingunn Pálsdóttir, Kolbrún Ýr Bjarnadóttir, Guðmundur Pálsson, Anna Guðmundsdóttir, Þórarinn Ingólfsson, Páll Guðmundsson, Hrönn Helgadóttir, Laufey Inga Guðmundsdóttir, Brynjar Örn Sveinsson, Drífa, Ingunn, Birna, Ingólfur, Guðmundur og Sveinn Fannar. Jr * + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR VILHJÁLMSDÓTTUR, Sléttuvegi 13, áður Snorrabraut 71. Sveinbjörn Kristjánsson, Arnbjörg Óladóttir, Elin Kristjánsdóttir, Teitur Lárusson, Hörður Kristjánsson, Ólöf Antonsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir, Sveinn Ævarsson, barnabörn og barnabarnabörn. h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.