Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Odýrara HÆTTIR rauðvín Frá Hannesi H. Gissurarsyni: á Fosshálsi og því seljum við allan lagerinn með allt að ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 5. janú- ar var frá því sagt í fréttum CBS- stöðvarinnar, sem endurvarpað er á næturnar á Sky-stöðinni, að ný rannsókn lækna sýndi, að hófleg neysla áfengis helmingaði líkur á heilablóðfalli. Áður hafa nokkrar rannsóknir lækna og annarra vís- indamanna sýnt, að hófleg neysla áfengis minnkar líkur á hjarta- sjúkdómum og öðrum kvillum. Er því ekki orðið aðkallandi að lækka verðið á áfengum drykkjum hér á landi, sérstaklega þó rauðvíni og hvítvíni? Hvort tveggja er hér fá- ránlega dýrt. Jafnframt þyrfti að auðvelda okkur alþýðu manna að útvega okkur þessa hollu drykki, til dæmis með því að leyfa sölu þeirra í kjörbúðum, sem nú eru margar opnar til ellefu á kvöldin. Þá er þess að geta, að stórfelld verðlækkun á vínum myndi stór- efla ferðaþjónustu á Islandi, því að útlendingar kvarta vitaskuld sáran undan því, hversu okrað er hér á þessum hollu og góðu drykkjum. Eg legg því til, að þau Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Halldór Blöndal ferðamálaráð- herra beiti sér fyrir því í alvöru við Geir H. Haarde fjánnálaráðherra, að ríkið hætti að gera þessa drykki að féþúfu. Er ekki lag í góðærinu að bæta heilsuna og skapið og vafalaust meltinguna líka með því að lækka verðið á léttum vínum? HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON, prófessor í stjórnmálafræði. inga og kristinna manna, lét breyta nafni höfuðborgar Israels, Jerúsal- em í Aelia Capitolina og um leið var öllum gyðingum bannaður að- gangur að borginni. Seinna var landið kallað Palestína sem hefur haldist til okkar daga. Biskup hefði auðvitað átt að fara með orðin sem standa í jólaguðspjallinu. „Vitring- ar frá austurlöndum komu til Jer- úsalem og sögðu: Hvar er hinn ný- fæddi konungur Gyðinga? ... Þegar Heródes heyrði þetta, varð hann skelkaður og öll Jerúsalem með honum. Hann stefndi saman öllum æðstu prestum og fræðimönnum lýðsins og spurði þá: „Hvar á Kristur (Messías) að fæðast?“ Þeir svöruðu honum: „I Betlehem í landi Júda. Því höfðingi mun frá þér koma sem verður hirðir lýðs míns ísraels.“„ (Matt.2.1-6) Jesús fæddist ekki í Palestínu. Palestína var ekki til þegar hann fæddist í Betlehem í Júdeu í Israel. Hann var af Davíðs ætt og móðir hans var gyðingur, hvorki arabi né palestínumaður. Lærisveinar hans voru allir gyðingar. Hvergi í Nýja- Testamentinu er minnst á Palest- ínu. Þegar Jósef og María voru í Egyptalandi þangað sem þau höfðu flúið með Jesúbamið vitraðist eng- ill Drottins Jósef í draumi og sagði: afslætti Opið í dag 12- RUSSELL Manudag-fimmtudag 11-18 SDortswear Comoanv* HREYSTR . —sportvömifms Fosshálsi 1 - Sími 577-5858 Var Jesús Palestínumaður? Frá Ólafi Jóhannssyni: EINS og þúsundir annarra íslend- inga hlustaði ég á og sá sjónvarps- guðsþjónustu frá Hallgrímskirkju á aðfangadagskvöld jóla. Eg hreifst af hinum fallegu jólasöngv- um og þeim hátíðarblæ sem þessi stund gaf. Margar hugljúfar minn- ingar frá bams- og æskuáram urðu svo lifandi á ný. Kjarni boð- skapar hinnar kristnu ldrkju um fæðingu Jesúbarnsins í Betlehem sem frelsara og konungs er hríf- andi. Ástæðan iyrir því að ég skrifa þessar línur er ekki sú spurning, hvort Jesús hafí verið sá sem ritningarnar fjölluðu um að koma myndi eða hvort hann væri sá sem hann sagðist vera, þ.e. son- ur Guðs. Nei, tilefnið er annað og ef til vill finnst einhverjum það ekki skipta máli. Tilefnið er það sem kom fram í ræðu biskups þar sem hann segir að Jesús hafi verið fæddur í Bet- lehem í Palestínu. Þegar ég heyrði þetta brá mér vægast sagt. Eg vildi ekki trúa þessu þangað til ég fór að fá símhringingar frá kristn- um Israelsvinum sem spurðu mig hvort ég hefði heyrt ræðu biskups. Þeim virtist einnig bragðið. Ef Jesús var fæddur í Palestínu, var (er) hann þá Palestínumaður? Þessi kenning er þó ekki alveg ný. Forsvarsmenn Palestínu-araba hafa gjarnan reynt að sannfæra umheiminn um að Jesús og læri- sveinar hans hafi verið Palestínu- menn. Hanan Ashrawi sem hefur verið vel þekktur málsvari PLO lét fyrir nokkra hafa eftir sér við fréttamenn: „Jesús var fæddur í mínu landi, Palestínu.“ Þannig hef- ur andstæðingum Israels oft tekist með áróðri sínum að eyða öllum gyðinglegum áhrifum úr boðskap Biblíunnar. Nafnið Palestína þekktist ekki á dögum Jesú og lærisveina hans. Hadrian, hinn Rómverski keisari, sem var uppi um árið 135 og var erkióvinur gyð- „Rís nú upp, tak bamið og móður þess og far til Israelslands ... Hann tók sig upp og fór til ísraelslands." (Matt 2,20-21). Það væri hægt að vitna í marga ritningarstaði orðum mínum til áherslu og skýringa. Því miður hafa margir kennimenn inn- an og utan Þjóðkirkju íslands boð- að svokallaða „Staðgengilsguð- fræði“ en í þeim fræðum fellst að Guð hafi afneitað sinni útvöldu þjóð Israel vegna óhlýðni og í dag sé kirkjan hin nýja Israel. Það er of langt mál að segja frá þeim hörmungum sem slík kenning hef- ur haft og gyðingar þurft að líða fyrir. Otti læðist inn í hug margra okkar þegar menn í æðstu stöðum kirkjunnar boða það að Jesús hafi fæðst í Palestínu. Hvaða boðskap nemum við í slíkri boðun? Isra- elsvinum ber að vera vakandi á þessum síðustu tímum þar sem gyðingahatur og ofsóknir fara vax- andi í mörgum löndum. I dag era margir, yngri og eldri, innan og utan þjóðldrkju sem lesa __ Ritningarnar, íhuga þær og nema. Þess vegna varð mörgum hverft við á aðfangadagskvöld að heyra rangt farið með sjálft jólaguðspjall- ið. Kristnir Israelsvinir, innan kirkju eða utan, munu áfram biðja fyrir biskupum, prestum og öðram kennimönnum að þeir víki ekki frá sannleika Orðsins. Við biðjum einnig gyðingum og Palestínu- mönnum friðar á komandi ári. Með Shalom kveðju, ÓLAFUR JÓHANNSSON, formaður félagsins Zíon, vinir Israels.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.