Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 64
/ TVIMÆLALAUST » m ÞARFASTI || IN.'TÞJONNINN VWW.NYHERR.rS Netfinity I <G> NÝHERJI fRtfgtiiiHtiWfe MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Lagt hald á annan tug gramma af amfetamíni Krafa Hafnfírðinga um endurgreiðslu á þjónustugjöldum Hitaveitu Reykjavíkur Oftekin gjöld gætu snert alla viðskiptavini EF kröfur Hafnfirðinga um endur- greiðslu oftekinna þjónustugjalda af hálfu Hitaveitu Reykjavíkur eiga rétt á sér þá gildir það sama um íbúa ann- arra sveitarfélaga sem skipta við hita- veituna, þ.á m. Reykvíkinga sjálfa. Þennan skilning staðfesti Hreinn Loftsson hrl. í samtali við Morgun- blaðið en lögfræðiálit hans er lagt til grundvallar breyttri afstöðu bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar til arðs af _,rekstrinum sem greiddur hefur verið Reykjavíkurborg. Áður hugðist bæj- arstjórnin seilast eftir hlut í arðinum en hefur nú skipt um skoðun og krefst þess fyrir hönd bæjarbúa að þeim verði endurgreidd ofgreidd þjónustugjöld undanfarinna ára. Krafan byggist á þeim grundvall- arstjórnskipunarreglum sem komið hafa fram í hæstaréttardómum og álitum umboðsmanns Alþingis sein- ustu árin að ríki og sveitarfélög taki ekki meira gjald fyrir þjónustu sem veitt er almenningi en þarf til að standa undir stofnun og rekstri þjón- ustufyrirtækisins. Ef gjaldið er um- fram það þá sé um skatt að ræða sem ekki verði á lagður nema til þess standi sérstök lagaheimild til skatt- heimtu. Arður sem Hitaveitu Reykjavíkm- hafi skilað, allt að 30% af tekjum, sýni að þjónustugjaldið sé of hátt og því ólögmætt að hluta. Sjálfstjórn sveitarfélaga Hjörleifur B. Kvaran borgarlög- maður sagðist í samtali við Morgun- blaðið í gær ekki hafa haft ráðrúm til að fara gaumgæfilega yfir álitsgerð Hreins Loftssonar. Hins vegar mætti minna á að í stjómarskránni væru einnig ákvæði um sjálfstjórn sveitarfélaga sem mætti túlka á þann veg að þau hefðu visst forræði á tekjuöflun. Borgin hefði reiknað sér arð af borgarfyrirtækjum svo áratugum skipti án þess að það hefði sætt athugasemdum. Gjaldskrár hennar hefðu hlotið staðfestingu ráð- herra án athugasemda sem veitti lík- ur á að þær væru löglegar. I vatna- lögum frá 1921 væri einnig ákvæði um að rafveitur mættu reikna sér 10% arð. Þar væri eðlilega ekki minnst á hitaveitur af því að ekki var búið að finna þær upp, en sýndi að löggjafinn hefði reiknað með að sveitarfélög gætu haft arð af fyrir- tækjum sínum. Lagaheimild af því tagi væri nú komin inn í 7. gr. sveita- stjórnarlaga. Þá hefðu eigendur Landsvirkjunar reiknað sér arð af rekstri hennar. Ef Hreinn hefði á réttu að standa þá væri því eitt og annað sem gæti hrunið. Til dæmis hefðu Hafnfirðingar sjálfir búið við það að Rafveita Hafnarfjarðar kost- aði götulýsingu, sem gæti vart verið eðlilegt ef fyrrgreindar röksemdir stæðust. Heimilt að breyta í hlutafélag Aðspurður um skilning á þeim hæstaréttardómum og álitum um- boðsmanns sem Hreinn vísar til sagðist Hjörleifur telja að þar væri verið að fjalla um miklu sérgreindari þjónustugjöld, eins og til dæmis lyfjaeftirlitsgjaldið. Loks benti Hjör- leifur á að ekkert virtist koma í veg fyrir að Hitaveitu Reykjavíkur væri breytt í hlutafélag og þá léki örugg- lega enginn vafi á um heimild til arð- greiðslna til hluthafa. Það sýndi að kröfugerðin fengi vart staðist. ■ Hitaveitugjöld/34 RÚM TÍU grömm af áætluðu am- fetamíni í neytendaumbúðum fund- ust í fórum ökumanns sem lögreglan í Reykjavík stöðvaði á horni Frakkastígs og Njálsgötu í gær- morgun. Lagt var hald á efnið. Grunur lék á að maðurinn, sem er góðkunningi lögreglu vegna fíkni- efnamála, æki ölvaður, en svo reyndist ekki vera. Við yfirheyrslur játaði hann að eiga efnið og var sleppt að þeim loknum, en að sögn lögreglu leikur grunur á að efnið hafi ekki eingöngu verið ætlað til einkanota. Þá stöðvaði lögreglan í Reykjavík ökumann bifreiðar á þriðja tímanum í fyrrinótt sem reyndist hafa ætlað amfetamín og hass í fórum sínum. Hann reyndi að henda frá sér efnun- um og þræta fyrir að eiga þau, og var látinn gista fangageymslur lög- reglu. Þá var þriðji ökumaðurinn stöðvaður með um sex grömm af amfetamíni í fórum sínum í fyrri- nótt. Morgunblaðið/Rax Snjóþungt í Siglufírði FALLEGT veður var í Siglufirði á föstudag, stilla og ekki ský- hnoðri á lofti og sólin gyllti ijallatoppa í vestri. Afskaplega lállegt var að horfa til fjalla. Mik- ill snjór er í bænum og nágrenni hans og börnin hafa notfært sér hann til leikja. Þeir Eyjólfur Guðgeirsson og Ástþór Árnason sögðust vera að æfa ísklifur þeg- ar Ijósmyndarann bar að garði. ------------------ Sjálfstæðismenn Ekki prófkjör (4 í Reykjavík Á AÐALFUNDI Varðar, fúlltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík í gær, kom ekki fram tillaga um prófkjör fiokksins vegna alþingis- kosninganna í vor. Meginreglan er sú í flokknum að stilla upp lista, hitt er frávik. Því er ljóst að ekki verður Aprófkjör í Reykjavík fyrir þessar kosningar. Forsætisráðherra á ráðstefnu Landverndar um vernd og nýtingu hálendisins Ekki gTnndvallarágrein- ingur um hálendið DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kvaðst á ráð- stefnu Landvemdar um nýtingu hálendisins í gær vera ósammála þeim fjölmiðlum sem haldi því fram að hálendið muni valda stórfelldum þjóðfé- lagsdeilum í landinu á næstu árum. „Þá skoðun mína byggi ég í fyrsta lagi á því að sá rammi, sem mótaður hefur verið með löggjöf og stjórnsýslu, vísar nú veginn við úrlausnir. í öðru lagi er ekki grundvallarágreiningur í málinu. Eg leyfi mér að fullyrða að allur þorri Islendinga vilji annars vegar að við verndum perlur hálendis- ins og höldum merkum náttúrufyrirbærum ósnortnum, og hins vegar að við nýtum hreinar orkulindir hálendisins, andrúmsloftinu og byggð- um landsins og öllum almenningi til hagsbóta,“ sagði Davíð. Telja hag af ágreiningi „Það er með öðrum orðum gerð krafa til þeirra sem með ákvörðunarvald fara, að sanngjarnar lausnir séu fundnar, sem taki ríkt tillit til þeirra þátta sem helst skarast. Menn eru ekki alls staðar sammála um útfærslur á þessum meginmarkmið- um, meira að segja fullkomlega ósammála þegar viss svæði eiga í hlut, en grundvallaratriðin eru nær alls staðar þau sömu. Reyndar getur verið að einhverjir telji sig hafa tímabundinn hag af því að gera sem mest úr þeim ágreiningi sem þó er fyrir hendi. Til langframa tel ég hins vegar að fáir muni leggja sig í líma við að halda deilum gang- andi eða magna þær, deilnanna einna vegna.“ Forsætisráðherra kynnti í ávarpi sínu útgáfu á smáritinu Hálendi íslands - fjársjóður þjóðarinn- ar, sem kemur út í næstu viku og verður dreift inn á flest heimili í landinu. Hann sagði markmið- ið með útgáfunni ekki að rökstyðja einstaka kosti, heldur að útskýra hvaða grunnur hefði verið lagð- ur í þessum málum, hvaða umgjörð ríkti um ákvarðanatöku og hvert fólk gæti leitað með fyr- irspurnir eða álitamál. Forsætisráðherra sagði engum dyljast að íbú- ar landsins hefðu mun meiri áhuga á hálendinu en áður var og bæri að fagna því, þar sem stjórn- völd og allir þeir aðilar sem tengjast hálendinu fengju þannig aukið aðhald. Hann gagnrýndi hins vegar málflutning þeirra sem hann teldi láta sem deilurnar um hálendið væru sérlega ill- vígar. „Á síðasta ári voru til að mynda samþykkt ým- is lög sem setja nýjan ramma um þennan mála- flokk. Lífleg skoðanaskipti urðu í þjóðfélaginu um það starf og margir voru ósáttir við einstök atriði. Urðu sumir stóryrtir mjög af þessu til- efni, ekki síst þeir sem að jafnaði eru stóryrtir við slíkar aðstæður. Eg býst við að fleirum sé farið sem mér, að hlusta minna á orðhákana en hina sem af hógværð tala. Reyndar gætti á köfl- um nokkurs misskilnings í umræðunni svo sem verða vill, auk þess sem nálægð sveitarstjórnar- kosninga jók aðeins á titringinn,“ sagði Davíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.