Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þriðja vika tíkurinnar Tínu á víðavangi gengin í garð Ferðast alltaf í skjóli skógar Þrír innbrots- þjófar teknir í Grindavík TINA í sparifötunum. LÖGREGLAN í Keflavík handtók í fyrrinótt þrjá menn á fertugs- og fimmtugsaldri sem höfðu brotist inn í verslunarmiðstöð í Grindavík og sömuleiðis skrifstofur bæjarins. Þá höfðu þeir reynt að brjótast inn í fyrirtæki í Keflavík, en þar kom styggð að þeim. Mennimir brutust inn í fimm íyr- irtæki og skrifstofur, ásamt því að reyna að brjótast inn í sjötta fyrir- tækið í byggingu við hliðina á versl- unarmiðstöðinni. Tóku festi bæjarstjóra Þeir voru handteknir á Reykja- nesbraut á fimmta tímanum í fyrr- inótt með þýfið í bílnum, á leið til Reykjavíkur. Mennimir hafa tals- verða reynslu á sínu sviði og hafa allir komið við sögu lögreglu áður, samkvæmt upplýsingum frá rann- sóknardeild lögreglunnar í Kefla- vík. Meðal þess þýfis sem fannst í fór- um þeirra var fé, munir úr bóka- verslun og tölvuhlutir, auk þess sem þeir höfðu stolið festi bæjarstjóra. Mennirnir gistu fangageymslur lög- reglu í fyrrinótt og gær, en sleppa átti þeim úr haldi í gærkvöldi, enda málið talið upplýst. Þá vai- brotist inn í fyrirtæki í Keflavík aðfaranótt sunnudags og handtók lögreglan einn mann vegna þeirra innbrota og er málið talið upplýst. Þar var um nýgræðing á þessu sviði að ræða. TÍKIN Tína, sem nú er án nokkurs vafa orðin villt og lifir svipuðu lífi og minkur eða tófa, er komin á lóðarí í þokkabót og segir Krist- ín Erla Karlsdóttir, gæslu- kona Tínu, vita til þess að hundar séu á eftir henni í leit. að nánari kynnum. Hún segir að ný spor í snjónum renni ótvírætt stoðum undir þessa tilgátu og ein besta hjálpin nú uin stundir sé nýfallin mjöll að morgni, sem skráir ferðir Tínu. „Hún er með allskyns holur og bæli út uin allt; og ferð- ast alltaf í skjóli skógar,“ segir Kristín Erla. „Við erum veiði- mennirnir og hún fórnarlambið og það er erfitt að glíma við það. Þess vegna reynum við að vera einu skrefi á undan henni og reynum að höfða til hungurs hennar með því að setja gildr- urnar á góða staði og klína matnum úr gildrunum á trjá- stofna og greinar þannig að hún finni lyktina af þeim.“ Þaimig er áætlunin að leiða hana smám saman að þeim og að heimili Kristínar Erlu við Ásbúð í Mosfellsbæ.“ Kristínu Erlu barst góð- ur liðsauki um helgina þegar Vilmundur Þor- grímsson frá Seyðisfirði kom með skosk-ísleiisku leitartíkina Trínu til að leita að Tínu. Mesta gagn- ið, sem hæfileikar og kunnátta Trínu gerði, var að sýna fram á að Tína heldur sig á svæði, sem áður var búið að útiloka að hún héldi sig á og enn- fremur fullvissaði leit Trínu Kristínu Erlu um að Tína væri lifandi. Kristín Erla, sem er skrifstofu- stjóri að atvinnu, hefur ekki sinnt vinnu sinni siðan 5. janúar og segir að leitin að Tínu hafi verið hennar aðalatvinna í þrjár vikur. Fjós og göng,endur- nýjuð við Arbæ ÞESSA dagana er verið að eiid- urbyggja fjósið við Árbæ á Ár- bæjarsafni. „Það hefur verið þannig alveg síðan menn byrjuðu að búa á þessu landi að endur- byggja þarf torfhleðslu á tíu til tuttugu ára fresti og nú var tími til kominn," sagði Nikulás Úlfur Másson, arkitekt hjá húsadeild Árbæjarsafns. „Þetta var að hrynja yfir okk- ur og í raun ver farið en við bjuggumst við.“ Verið er að lilaða göng að fjósinu, sem voru að falla saman, og fjósið sjálft úr grjóti og torfi eða um átján metra. Gert er ráð fyrir að verk- ið taki um tvo mánuði. Nikulás Úlfur sagði að bæjarhúsin væru frá þeim tíma þegar hætt var að nota torf og timbur tekið við og þvf þyrfti ekki að endurnýja þau. Morgunblaðið/RAX Davíð Oddsson á aðal- fundi Varðar Göngum óbundnir til kosninga DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, ávarpaði aðalfund Varðar, fulltráaráðs reykvískra sjálfstæðismanna, á Hótel Sögu á laugardag. Davíð lýsti því yfir í ávarpi sínu að ekkert samkomulag hefði verið gert milli stjórnarflokkanna um áframhaldandi samstarf. Báðir flokkar gengju þannig óbundnir til kosninga en hins vegar væri því ekki að neita að samstarfið hefði gengið vel. Sterk staða í könnunum ekki vísbending um niðurstöður Gerði Davíð skoðanakannanir að umtalsefni og undirstrikaði að sterk staða flokksins samkvæmt skoðana- könnunum um þessar mundir væri ekki örugg vísbending um niður- stöður kosninga. Minnti hann á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði aldrei fengið sama fylgi í kosningum og í könnunum. Að áliti Davíðs fer Samfylkingin, bandalag A-flokkanna og Kvenna- lista, ekki lengra niður í fylgishlut- falli en nú mælist. Sagði hann við- búið að Samfylkingin bætti heldur við sig fylgi á komandi vikum, jafn- vel ,þótt hún eigi það ekki skilið". □PELe -Þýskt eöalmerki Opel Astra nýr og eftírsottur 1‘,X‘ Kr. 1.349.000,- Bílheimar ehf. Sœvarhöfða 2a-Sími 525 9000 Andlát JAKOB BENEDIKTSSON JAKOB Benediktsson, fyrrverandi forstöðu- maður Orðabókar Há- skóla íslands, er látinn á nítugasta og jjðru ald- ursári. Sigurður Jakob Benediktsson var fædd- ur 20. júlí 1907 á Fjalli í Seyluhreppi í Skaga- firði, sonui' hjónanna Benedikts Sigurðsson- ar, bónda þar, og konu hans Sigurlaugar Sig- urðardóttur. Jakob varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1926 og lauk cand. mag. prófi í latínu og grísku frá Hafnarháskóla árið 1932 og dr. phil. prófi ft'á sama skóla árið 1957. Jakob bjó í Kaupmannahöfn til ársins 1946 og var meðal annars starfsmaður við orðabók Árnanefnd- ar um forníslensku, auk þess sem hann var stundakennari við ýmsa skóla þar og bókavörður við háskóla- bókasafnið. Var forstjóri Máls og menningar 1946-48 er hann gerðist forstöðumaður Orðabókar Háskóla Islands, en þeirri stöðu gegndi hann til ársins 1977. Var auk þess stunda- kennari við Háskóla íslands í mið- aldalatínu 1959-66 og aftur 1979-80. Jakob gaf út fjölda bóka og greina á sínu fræðasviði, auk þess sem hann flutti fyrir- lestra á vísindaþingum við marga háskóla á Norðurlöndum og í Bretlandi. Hann sá auk þess um útgáfu á mörgum ritum og vann að þýðingum. Jakob gegndi marg- víslegum félagsstörf- um. Hann var ritari Hins íslenska fræðafé- lags í Kaupmannahöfn 1943-46, formaður Út- varpsráðs 1946-49 og varaformaður Máls og menningar frá 1947. For- maður Kínversk-íslenska menning- arfélagsins frá 1953-75 og varafor- maður eftir það. Formaður Félags íslenskra fræða 1954-57 og formað; ur Islenskrar málnefndar 1966-77. I stjórn Vísindasjóðs 1968-74 og í nefnd vegna Kulturhistorisk Leksi- kon for nordisk middelalder 1961- 78. Jakob var gerður að heiðurs- doktor við háskólann í BiiTningham árið 1976, við Háskóla íslands árið 1977 og við háskólann í Bergen árið 1980. Eiginkona Jakobs var Grethe Kyhl. Þau voru barnlaus. MAGNÚS ÓSKARSSON MAGNÚS Óskarsson, fyri’verandi borgarlög- maður, lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur laug- ardaginn 23. janúar síðastliðinn á sextug- asta og níunda ald- ursári. Magnús var fæddur 10. júní 1930 á Akur- eyri, sonur hjónanna Oskars Sæmundsson- ar, kaupmanns þar, og fyrri konu hans, Guð- rúnar Magnúsdóttur Ijósmóður. Magnús varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri ár- ið 1950 og Iauk lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1956. Kynnti sér vinnulöggjöf og framkvæmd kjara- samninga í Bandaríkjunum 1959 og í Bretlandi og Svíþjóð árið eftir. Varð héraðsdómslögmaður árið 1959 og hlaut réttindi hæstaréttar- lögmanns 1964. Magnús var vinnu- málastjóri Reykjavíkur til 1982, er hann varð borgarlögmaður. Magnús vann margvísleg félags- störf um ævina, bæði á sviði stjórn- mála, félagsmála og á vettvangi íþróttahreyfingarinn- ar. Hann var meðal annars formaður Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, 1952-53, varaformaður Sambands ungi'a sjálf- stæðismanna 1958-60 og í stjórn Æskulýðs- sambands Islands 1958-62, formaður 1960-62. Sat í dómstóli ÍSÍ frá 1974 og var for- maður dómsins frá 1990. Formaður knatt- spyrnufélagsins Þrótt- ar 1975-1980. Sat einnig í stjórn Lífeyrissjóðs Sóknai' um árabil og í stjórn íslenska álfé- lagsins hf. Var sæmdur gullmerki ÍSÍ, gullmerki Þróttar, og silfur- merki KSI fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar. Magnús gaf út bækur með ýmiss konar gamanmálum og bókina Með bros í bland sem kom út árið 1997. Hann ritaði auk þess fjölda stuttra blaðagreina um ýmis þjóðmál. Eiginkona Magnúsar var Ragn- heiður Jónsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.